Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNl 1984 19 Skemmtiferða- skip á Húsavík Húsavík, 3. júni. LAUGARDAGINN 2. júní kom verki Hússtjórnarskólans og Iðnskólans. Um þessa ráðstöfun hafa fæst orð minnsta ábyrgð. En við, sem átt höfum dálítinn metn- að fyrir hönd Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar og höfum reynt eftir megni að koma á fót og hlynna að þeirri menntunaraðstöðu, sem fólki hefir staðið til boða hér í skólanum, hljótum að hugleiða, hvað okkur hafi orðið á. Við, sem trúað var fyrir hag, heill og heiðri skólans, hljótum að spyrja sjálf okkur, í hverju við höfum brugð- ist. Vígið var að vísu ekki gefið upp baráttulaust, og vegna þeirrar baráttu voru okkur sumum valdar miður fræðilegar nafnbætur. En nú er þetta vígi fallið, og ekki bæt- ir að sakast um orðinn hlut. Hon- um verður að una. Þetta er líkast því að vakna af ljúfum draumi til grákalds veruleika. En var draum- urinn hugarburður einn? Til eru sögur af því, að fóik hafi haldið eftir áþreifanlegum hlutum til sannindamerkis eftir liðinn draum. Svo kann að reynast hér. Eitthvað hlýtur að hafa áunnist þessi 15 ár, eitthvert gagn kann að hafa orðið af þeirri viðleitni skól- ans að veita fólki hagnýta fram- haldsmenntun. Hér hafa m.a. starfað fullgildur verslunarskóli og fullgildur sjúkraliðaskóli, sá eini utan Reykjavíkur, svo að eitthvað sé nefnt. Ég el þá von í brjósti, að þessir skólar hafi orðið bæ og byggð að nokkru liði með því að leggja þeim til nýta og vel menntaða starfsmenn, sem mikil þörf var fyrir. Sem dæmi vil ég nefna, að frá því að framhalds- deildirnar tóku að starfa eftir starfsháttum samræmds fram- haldsskóla eða frá því á árinu 1977 hafa brautskráðst nemendur úr framhaldsdeildum skólans svo sem hér segir: 77/78/79/80/81/82/83/ 78 79 80 81 82 83 84 Alls Úr 2.U 9 15 12 17 14 8 18 93 Úr 2.V 16 19 23 19 19 37 36 169 Úr 3.V 11 10 9 9 20 26 85 Sjúkra- liðar. 10 17 28 18 16 11 100 Auk þess eru nokkrir nemendur, sem lokið hafa 2 ára námi á heilsugæslubraut. Auk þeirra nemenda, sem ljúka námi að fullu á þessu skólaári, eru nokkrir tugir (t.a.m. 20 í 3.V) sem eiga ólokið prófi í örfáum áföng- um. Ein afleiðing þess, að fram- haldsnám er lagt niður hér við skólann er sú, að frá skólanum hverfur hraðsnúið lið kennara, sem eðlilega fylgir þeim störfum, sem þeir hafa haft á hendi um árabil. Einnig hverfa nokkrir aðr- ir kennarar frá skólanum til ann- arra starfa eða framhaldsnáms. Ég þakka þeim öllum góð störf, vináttu og góða sambúð, sumum í áratugi, og óska þeim alls góðs gengis á nýjum vettvangi. Éinnig þakka ég þeim kennurum, sem áfram sitja, fyrir veturinn, svo og öllum samstarfsmönnum skólans. Ég þakka starfsfólki fræðsluskrif- SKATTSKRÁ Austurlandsumdæmis fyrir árið 1983 vegna gjalda ársins 1982 var lögð fram í dag hjá skatt- stjóraembættinu hér. Að sögn skatt- stjóra, Bjarna Björgvinssonar, námu heildargjöld í umdæminu samtals kr. 303.250.084,-. Gjöld einstaklinga námu alls kr. 250.697,593,- og eru barnabætur þá ekki dregnar frá; gjöld lögaðila (félaga) alls kr. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! pttrrgntnhlahrí) stofu, forystumönnum annarra skóla svo og öllum þeim, sem greitt hafa götu skólans og nem- enda hans á einhvern hátt. Að lok- um þakka ég nemendum fyrir ljúflyndi og þolinmæði, skemmti- leg og styrkjandi kynni og margt ágæti. Skólanum, sem varð til í gær, óska ég allra heilla, skólameistara hans og kennurum hamingju í starfi þeirra. Ég vona, að nemend- um hans verði vel borgið og öllum, kennurum og nemendum, takist vel að rækja það menningarhlut- verk, sem til er ætlast af þeim. O O O Nú vil ég biðja nemendur, sem nú skulu brautskrást, að ganga fram og veita viðtöku skírteinum sínum, fyrst 2. árs nema, þá nem- endur í 3.V, sem ljúka verslunar- prófi hinu meira, og loks sjúkra- liðana tvo. O O O Kæru nemendur, sem nú hafið brautskráðst! „í dag útskrifast í síðasta sinn lærðir menn úr þessum skóla." Þetta eru upphafsorð ræðunnar, sem þjóðskáldið Steingrímur Thorsteinsson og rektor hins al- menna lærða skóla í Reykjavík flutti, þegar hann sleit skóla sín- um vorið 1909 eða fyrir réttum 75 árum. Þessi orð eru enn í minnum höfð og ekki er laust við, að sum- um þyki þau dálítið brosleg og fjarstæð. Það var tilefni þessarar stað- hæfingar hans, að þá var gríska lögð niður sem kennslugrein í skólanum, grein sem hann hafði sjálfur kennt og tekið ástfóstri við. Hún veitti vitanlega beinan aðgang að menningarheimili Forngrikkja, þar sem rætur svonefndrar vestrænnar menning- ar liggja. Þrátt fyrir það munu fæstir kalla nú, að svo mikill brestur hafi orðið, sem Steingrími þótti vera. Nýir tímar kalla á ný viðfangsefni og nýjar lausnir, ekkert stendur í stað. Gamlar hefðir kunna að glata gildi sínu að einhverju eða öllu leyti, en ný verðmæti koma í þeirra stað og kalla til ríkis. Flest- ir telja nú, að margt verði þar- flegra numið í skólum en forn- gríska, einkum ef það er helst haft í huga, sem í askana verður látið. En samt sem áður skil ég vel söknuð þann, sem felst í orðum Steingríms. Hann var að kveðja hluta af þeim menningarverðmæt- um, sem hann mat mest, og sá aðra fara á mis við þau framvegis. Hann fékk ekki séð, að neitt sam- bærilegt kæmi í staðinn. Hann var einnig að kveðja þá aldagömlu hefð, að lærðir menn skyldu kunna nokkuð fyrir sér í grískri tungu, þó ekki væri nema til að geta rýnt í frumtexta Nýja testa- mentisins. Hann sá einnig fram á, að þessir liðnu tímar kæmu aldrei aftur, ákveðið lærdómsskeið var liðið undir lok. Eitthvað svipað kann mér að vera innanbrjósts á þessari 51.732,948,- og gjöld barna 15 ára og yngri alls kr. 819.543,-. Gjöld einstaklinga hafa því hækkað um 46,3% milli ára, lögað- ila um 21,90% og barna 4,70% milli ára. Meðaltalsálagning á gjaldanda er hæst í eftirtöldum sveitarfélögum: Hafnarhreppi kr. 36.383,-; Neskaupstað kr. 35.104,-; Eskifirði kr. 31.978,-; Seyðisfirði kr. 31.931,-; Búðahreppi kr. 31.774,- og Stöðvarhreppi kr. 31.502,- en hins vegar var meðal- talsálagning ekki nema kr. 29.947,- í Egilsstaðahreppi. Eftirtaldir einstaklingar eru hæstu gjaldendur skv. skattskrá 1983: 1. Jónas Sigurbergsson, verktaki, Höfn, kr. 774.621,- ío2. Eggert Brekkan, yfirlækn- ir, Neskaupstað, kr. 397,904,- 3. Þröstur Júlíusson, verktaki, Fáskrúðsfirði, kr. 337.069,- stundu, þegar ég kveð ykkur við þessi skólaslit. I dag útskrifast í síðasta sinn nemendur á fram- haldsskólastigi frá þessum skóla. Afmarkað tímabil í sögu skólans er liðið, kemur aldrei aftur, og ég játa, að mér er eftirsjá að því. Þið eruð síðustu fulltrúar þess. Þið hafi risið undir þeirri ábyrgð með fullum sóma til síðasta dags, og það langar mig að þakka ykkur. Skólinn verður snauðari, minni og fátækari eftir að þið hafið kvatt. Ef til vill verður brosað að mér góðlátlega fyrir þessar tilfinn- ingar og hugrenningar nú eða síð- ar, en við það verður þá að sitja. Ef til vill verður líka einhver til að skilja mig. En hvað skal þá leggja í lófa ykkar að skilnaði, vinir mínir? Get ég bent ykkur á nokkur verð- mæti, sem komið gætu ykkur að haldi í lífi og starfi og glata aldrei gildi sínu, þótt tímar líði? Mér kemur í hug lítið atvik frá liðnum vetri. Gamall bekkjarbróð- ir minn og vinur átti afmæli, og ég hringdi til hans af því tilefni. Eft- ir að hafa heilsað honum og óskað heilla spurði ég, eins og maður spyr mann: — „Hvernig líður þér?“ Hann lét ekki standa á svarinu: — „Hvernig getur mér liðið öðruvísi en vel? Ég hef góða heilsu og hreina samvisku." Hér drap vinur minn í kjarnyrð- um á það tvennt, sem gefur mönnum mesta vellíðan. Hið fyrra þiggja þeir að gjöf, hið síðara geta þeir veitt sér sjálfir, ef þeir vilja og kunna til að gæta. Góð breytni og réttlát gagnvart sjálfum sér og öðrum kann þó að ráða miklu um hvort tveggja, heilsuna og sam- viskuna. Að minnsta kosti veitist ýmsum létt að fyrirgera hvorri tveggju með því að brjóta þau lögmál, eðlislæg og siðræn, sem öllum eru sett og enginn fær að ósekju undan komist. Höfundur Hávamála átti við hið sama og vinur minn, þó að þeir orðuðu hugsun sína og formuðu sannindin hvor á sinn hátt, hvor að hætti samtíðar sinnar. Hann kvað: Eldur er bestur með ýta sonum og sólar sýn, heilyndi sitt ef maður hafa náir, án við löst að lifa. Ég óska ykkur þess, vinir mínir, að megið alltaf varðveita sólar sýn, innri birtu og innri hita, góða heilsu og hreina samvisku, þið lif- ið án lasta og hljótið þau laun fyrir, sem best verða fengin og best duga; hamingju lífs og líðan góða, gleðina yfir sigrum í þágu fagurra málefna, sátt við guð og menn og ykkur sjálf. Farið svo heil og sæl guði á vald og góðum vættum. 54. starfsár Gagnfræðaskóla Akureyrar er á enda runnið. Skólanum er slitið. 4. Guðmundur Sverrisson, læknir, Seyðisfirði, kr. 321.257,- 5. Jens Magnússon, læknir, Vopnafirði, kr. 296.780,- 6. Ragnar ó. Steinarsson, tann- læknir, Egilsstöðum, kr. 292.380,- 7. Stefán Þórarinsson, læknir, Eg- ilsstöðum, kr. 276.734,-. Eftirtaldir lögaðilar eru hæstu gjaldendur: 1. Síldarvinnslan, Neskaupstað, kr. 4.275,930,- 2. Kaupfélag Héraðsbúa, kr. 3.296,356,- 3. Kaupfélag Austur-Skaftfell- inga, Höfn, kr. 3.271,610,- 4. Hraðfrystihús Eskifjarðar, kr. 2.027,348,-. Að sögn skattstjóra, Bjarna G. Björgvinssonar, verður skattskrá yfirstandandi árs að líkum lögð fram innan skamms eða um mitt sumar. — Ólafur fyrsta skemmtiferðaskipiö til Husa- víkur á þessu ári, var það ms. Est- onia sem var að ná í farþega sína en þeir höfðu farið í land á Akureyri til að skoða Þingeyjarsýslu og ekið þaö- an í Mývatnssveit og þaðan til Húsa- víkur. Farþegarnir voru 154 talsins og voru frá Þýskalandi, Bremerhaven og Berlín og undir þýskri farar- stjórn. Ferðin var auglýst sem MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá þingflokki Alþýðuflokksins: Þingmenn Alþýðuflokksins fluttu 19 lagafrumvörp og 22 þingsályktunartillögu á Alþingi sl. vetur. Eitt lagafrumvarp náði fram að ganga og var samþykkt sem lög frá Alþingi. Níu af þings- ályktunartillögunum voru sam- þykktar. Alls samþykkti það þing, sem nú hefur nýlokið störfum, 25 þingsályktunartillögur, þannig að rúmur þriðjungur þeirra tillagna, sem samþykktar voru, voru fluttar af þingmönnum Alþýðuflokksins. Þá báru þingmenn flokksins fram 26 fyrirspurnir, sem nær öllum var svarað. Frumvarp Jóhönnu Sigurðar- dóttur og fleiri um breytingu á lögum um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti var samþykkt sem lög, en markmið þess er tvíþætt: í fyrsta lagi að lögfesta skipulagða og markvissa rannsóknar- og upplýs- ingastarfsemi hjá Verðlagsstofn- un um verðþróun vöru og þjónustu til að örva verðskyn neytenda og efla verðsamkeppni, sem stuðlað gæti að lægra verði. í öðru lagi, að fram fari sérstök rannsókn á verð- myndun og verðþróun á gjald- skrám og verðtöxtum, sem settir eru einhliða án afskipta verðlags- yfirvalda af einstökum stéttum, þjónustuaðilum, fyrirtækjum eða öðrum einkaaðilum. Þetta frum- varp var samþykkt sem lög. Af öðrum frumvörpum sem þingmenn flokksins fluttu en ekki náðu fram að ganga má nefna land i þjóðareign, endurmat á störfum láglaunahópa, varmaorka- háhitasvæðanna verði þjóðareign, tollfríðindi til handa ráðherrum vegna bílakaupa verði afnumin, lokunartími sölubúða verði gefinn frjáls, einokun Grænmetisversl- unar landbúnaðarins á kartöflu- Transocean-Tours og sögðust far- þegar hafa valið að fara til íslands frekar en Noregs, héðan var ferð- inni heitið til Færeyja. Það er orðinn árviss viðburður að það komi nokkur skemmti- ferðaskip til Húsavíkur og er nú þegar vitað um komu þriggja skipa til viðbótar á þessu sumri. Ms. Estonia er rússneskt leigu- skip með rússneskri áhöfn og eru áætlaðar fleiri ferðir þess til ís- lands á þessu ári. innflutningi verði afnumin, auknir möguleikar á persónukjöri í Al- þingiskosningum, frestun bygg- ingaframkvæmda við Seðlabanka íslands, hluti orkukostnaðar heimila samkvæmt reikningum verði notaður til lækkunar opin- berra gjalda, sem eins konar skattafsláttur, frumvarp til laga um lágmarkslaun og beinar niður- greiðslur til neytenda samkvæmt reglum er komi láglaunafólki og barnmörgum fjölskyldum sem mest að gagni. Alls samþykkti það Alþingi, sem nýlega hefur lokið störfum, 25 þingsályktunartillögur, 9 þeirra voru frá þingmönnum Alþýðu- flokksins. Þær fjölluðu um eftir- greind efni: Könnun á orsökum hins háa raforkuverðs til almenn- ings á íslandi, afnám bílakaupa- fríðinda embættismanna, athugun á möguleikum íslenskra fiskiskipa til veiða í erlendri fiskveiðilög- sögu, aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum, úttekt á umfangi skattsvika í íslensku þjóðfélagi, lagahreinsun og samræming gild- andi laga, skipulagðar aðgerðir gegn ólöglegum innflutningi og dreifingu ávana- og fíkniefna, frí- iðnaðarsvæði við Keflavíkurflug- völl og afnám tekjuskatts af launatekjum. Meðal tillagna sem fluttar voru en ekki náðu fram að ganga voru: Réttur heimavinnandi til lífeyris og gagnkvæmur maka- lífeyrir, mótun opinberrar stefnu í íslenskum flugmálum, þróunar- verkefni á Vestfjörðum, endur- reisn Viðeyjarstofu, endurskoðun laga um Framleiðsluráð landbún- aðarins, settar verði reglur um notkun almannafjár til tækifær- isgjafa og tillaga um að fram fari opinber rannsókn á starfsháttum og viðskiptavenjum Grænmetis- verslunar landbúnaðarins og ell- efu manna nefnd móti langtíma- stefnu í skólamálum. (Frá þingflokki Alþvúuflokksins). Austurlandsumdæmi: Skattskráin 1983 lögð fram Kgilssloúum, 4. júní. Þingmenn Alþýðuflokksins á 106. löggjafarþinginu: Fluttu 19 lagafrum- vörp og 22 þings- ályktunartillögur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.