Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. JÚNl 1984 Fullnaðarsigur Rússa í Pansjher- dal er ekki í höfn Nýju Itelhi. 5. júní. AP. VESTRÆNIR diplómatar í Ind- landi og Pakistan greindu frá því í dag, að svo virtist sem sovéski her- inn og hersveitir afganska stjórn- arhersins hefðu náð góðum tökum í hinum hernaðarlega mikilvæga Pansjher-dal, en sókn þeirra þar hófst 21. apríl síðastliðinn. Dipló- matarnir segja að bardagarnir hafi nokkurn veginn hjaðnað í dalnum, en andspyrnumenn undirbúi á hinn bóginn gagnsókn. Diplómatarnir greindu frá því að sovéski herinn hefði reist 45 fjölmennar varðstöðvar í hinum 100 mílna langa dal og lokað Bankamanna- verkfalli í Noregi afstýrt <>sló, 5. júní. Frá Jan Krik Laure, frétUr. Mbl. EKKERT varð úr því að 25.000 norskir bankastarfsmenn hæfu verkfall á miðnætti eins og til stóð og mun ástæðan hafa verið sú, að verulega hafði þokast í samkomu- lagsátt milli deiluaðila, svo mjög, að ástæða þótti til að aflýsa verk- fallinu. Bankar voru því opnir í Noregi í dag, en verkfallsboðunin var gerð fyrir nokkrum dögum. Sáttasemjari norsku stjórnar- innar, Reidar Webster, sat á sleitulausum fundum með bankamönnum alla helgina og bar það loks árangur í tíma til að aflýsa aðgerðunum. Var sam- þykkt 3,3 prósenta kauphækkun sem virkar aftur til 1. maí. Þá fá bankastarfsmenn sem unnið hafa lengur en í 12 ár í sama banka sérstaka yfirgreiðslu. helstu leiðum inn i hann og út úr aftur. Fregnir af gangi mála í átökunum í Pansjher voru ávallt af skornum skammti og yfirleitt skorti nákvæmni, en umræddir diplómatar sögðu það fullljóst að Sovétmenn og stjórnarherinn hefðu beðið allmikið afhroð, margar flugvélar hefðu flogið frá Pansjher til Kabúl, hlaðnar líkum og særðum hermönnum. Þá var mikið mannfall í röðum andspyrnumanna og tæplega 1.000 handteknir. Margir þeirra voru pyntaðir til að ljóstra upp um felustaði félaga þeirra og fal- in vopnabúr. Samkvæmt upplýsingum um- ræddra diplómata virðist svo sem Sovétmenn og hermenn Karmals forseta hafi enn ekki unnið fullnaðarsigur þó lítið hafi verið barist síðustu dagana. Andspyrnumenn eru enn í afdöl- um Pansjher og skjóta þeir ann- að slagið á Rússa og leggja fyrir þá jarðsprengjur. Masoud, and- spyrnuleiðtogi, er enn í felum og fregnir herma að hann safni liði fyrir gagnárás í Pansjher. Iraq I Irakar ætla aö svara sókninni með loftárásum á Kharg-eyju. Kharg ls 500.000 íranskir hermenn eru reiðubúnir að ráðast á borgina Basra. Bahrain Hormuz-sund. i i Saudi Arabia Vettvangur Persaflóastríðsins Þetta kort sýnir hvar íranir eru líklegastir til að ráðast fram með hálfa milljón manna gegn írökum en Khomeini erkiklerkur sagði fyrir nokkru, að 5. júní yrði „sögulegur dagur". írakar hafa hótað að leggja í rúst mannvirki á Kharg-eyju, aðalolíuútflutningshöfn írana, ef af stórsókn írana verður. D-dagur: Innrásarinnar minnst á ströndum Normandy London, ('aen, Frankfurt, 5. júní. AP. ÞESS verður víða minnst á morgun, 6. júní, að þá verða 40 ár liðin frá innrásinni í Normandy, D-degi eins Jose Napoleon Duarte sór embættiseið sinn sem forseti El Salvador sl. fostudag og var myndin tekin þegar forseti þingsins, Maria Julia Castillo, las honum eiðstafinn. og hann var kallaður, en þá urðu mjög örlagarík þáttaskil í síðari heimsstyrjöld. Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, sem nú er i Eng- landi, sagði í dag, að minningu her- mannanna, sem fallið hefðu fyrir 40 árum, væri mestur sómi sýndur með því að standa betri vörð um frelsið en áður. Karl Bretaprins mun stjórna minningarathöfninni um bresku hermennina, sem féllu á ströndum Normandy, og á allri strandlengj- unni þar sem innrásin fór fram verður eitthvað um að vera. Aðal- athöfnin verður þó á „Utah- ströndinni" en þar munu verða saman komnir þjóðhöfðingjar og annað stórmenni frá flestum þeim þjóðum, sem börðust gegn Þjóð- verjum í síðustu heimsstyrjöld. Af þeim má m.a. nefna Francois Mitterrand, Frakklandsforseta, Elizabeth, Englandsdrottningu, Reagan, Bandaríkjaforseta, Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kan- ada, Ólaf, Noregskonung, Baldvin, Belgíukonung, Beatrix, Hollands- drottningu, og Jean, stórhertoga af Luxembourg, sem er eini þjóð- höfðingjanna, sem gekk á sínum tíma á land í Normandy, að vísu nokkrum dögum eftir D-dag. í dag var haft eftir Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýska- lands, að það væri engin ástæða fyrir hann að taka þátt í hátíða- höldum þar sem þess væri minnst, að aðrar þjóðir „hefðu unnið sigur í orrustu, sem kostaði tugþúsundir þýskra hermanna lífið". Ronald Raegan, Bandaríkjafor- seti, sagði í dag í ávarpi, sem hann flutti fyrir franska sjónvarpið, að „byrðarnar, sem við berum við að verja frelsið, eru miklu léttari en þær, sem við yrðum að axla ef við misstum frelsið". Reagan sagði, að þá væri þeim mestur sómi sýndur, sem fallið hefðu fyrir 40 árum, ef frjálst og friðelskandi fólk stigi á stokk og strengdi þess heit að standa enn betri vörð um frelsið en nokkru sinni fyrr. E1 Salvador: Herinn losar sig við hægriöfgamenn V.lv.Hn, ", iiiní »P ^ ^ ^ * San Satvador, 5. júnf. AP, HÆGRISINNAÐUR ofursti og embættismaður stjórnarinnar hefur sagt af sér og tveir lífverðir hans hafa verið settir í hald. Er hér augljóslega um að ræða lið í hreinsunum innan hersins, sem miða að því að koma sem flestum hægrisinn- uðum öfgamönnum frá. Talið er, að skæruliðar séu að búa sig undir mikla sókn en stjórnarherinn er nú sagður betur í stakk búinn en fyrr. Francisco Antonio Moran ofursti, hafa orðið nokkrar breytingar inn- sem sagði af sér í gær sem formað- ur orkunefndarinnar, var áður yfir- maður einnar deildar lögreglunnar og ákafur andkommúnisti. Duarte, sem tók við embætti forseta í síð- ustu viku, hefur oft kallað hann sérstakan óvin Kristilega demó- krataflokksins. Síðustu dagana an hersins og hafa þær allar verið í þá áttina að losa hann við öfgafulla hægrimenn. Nokkru áður en Moran sagði af sér voru lífverðir hans handteknir og er haft eftir talsmanni lögregl- unnar, að það hafi verið gert til að þeir flýðu ekki land. Sagði hann, að mál þeirra yrðu tekin til „rann- sóknar" en ekki sagði hann hvert rannsóknarefnið væri. Ýmislegt bendir til, að skærulið- ar vinstrimanna hyggi á mikla sókn gegn landsstjórninni, en bandarísk- ir ráðgjafar stjórnarhersins segja, að hann hafi tekið frumkvæðið úr höndum skæruliða og geti tvístrað hvaða sókn þeirra sem er eða komið í veg fyrir hana. Er baráttuhugur hermannanna allur annar en áður var og er það ekki síst að þakka bættum aðbúnaði og kjörum. Tilræðismað- ur Pastora með danskt vegabréf Kaupmannahofn, 5. júní. AP. TÆPLEGA þrítugur danskur arki- tektúrnemi hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hryðjuverkamaður reyndi að myrða Eden Pastora, leiðtoga Contraskæruliða í Nicaragua á fréttamannafundi leiðtogans um miðja síðustu viku. Maðurinn sem handtekinn var, grunaður um að hafa staðið á bak við sprenginguna sem drap 6 manns og særði 27, bar vegabéf Danans og kynnti sig með nafni hans, Per Anker Hansen. Hinn raunverulegi Hansen segir vegabréfmu hafa verið stolið fyrir fjórum árum, er þjófur sem aldrei var gómaður hafi brotist inn í íbúð sína. Hansen hinn danski var fámáll við fréttamenn í dag, en hann var ákaft yfirheyrður af dönsku lög- reglunni. Hann hefur starfað fyrir samtök í Danmörku sem unnið hafa gegn stuðningi Bandarikj- anna við stjórnina í E1 Salvador, því var ástæða til að rannsaka Þannig var Eden Pastora leikinn eft- ir tilræðið á miðvikudaginn í síðustu viku. Hann lifði þó af. hvort einhver tengsl væru milli Hansens og hryðjuverkamannsins sem reyndi að ráða Pastora af dögum. „Hljómflutningstækjum mínum og myndavélum var einnig stolið, ég leit svo á að eiturlyfja- sjúklingur hefði hirt hlutina til að selja fyrir lyfjum. Þjófurinn fannst ekki og ég hafði gleymt at- vikinu," sagði Hansen f blaðavið- tölum, en vildi ekki tjá sig nánar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.