Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNl 1984 41 Um meðalaldur iktsýkisjúklinga sagði Jón að hvað liðagigt varðaði væri meðalaldur um 50 ár og flestir sjúklingarnir konur. Bakverkir væru algengastir um fertugt og það hjá karlmönnum, en yfirleitt færu verkirnir batnandi þegar frá liði. Slitgigt væri hins vegar algeng um og upp úr 50 ára aldri og hjá eldra fólki. Þegar gigtlækningastöðin verður orðin fullmönnuð verður þar hægt að veita um 80 manns þjónustu, en skortur er á sjúkra- og iðjuþjálfur- um, sem þó stendur til bóta. Hver meðferðartími í stöðinni kostar rúmar 212 krónur og greiðir sjúkl- ingur 40% af gjaldinu, en Trygg- ingastofnun greiðir meðferð þeirra sem eiga við mjög erfiða sjúkdóma að striða. Að sögn Sigríðar Gísla- dóttur, sjúkraþjálfara og varafor- manns Gigtarfélagsins, er mjög mis- munandi hve langan meðferðartíma iktsýkissjúklingur þarf, en 15 með- ferðartímar eru ekki óalgengir. Gigtarfélag íslands var stofnað í október árið 1976. Félagið er hluti í heilbrigðiskerfinu, þannig að Trygg- ingastofnun greiðir hluta meðferðar sjúklinga. Hlutverk félagsins er m.a. að veita fræðslu um gigtsjúkdóma, standa að útgáfustarfsemi í því skyni, stuðla að rannsóknum á sjúkdómnum, bæta aðstöðu til gigt- lækninga, veita stjórnvöldum aðhald og styrkja heilbrigðisstéttirnar til aukinnar menntunar á sviði gigt- lækninga. Félagsmenn eru nú um 1.800 á landinu öllu. I stjórn félags- ins eru Sveinn Indriðason, formaður, Arinbjörn Kolbeinsson, Sigríður Gísladóttir, Sigurður H. Ólafsson, Sigurþór Margeirsson, Jón Þor- steinsson, Kári Sigurbergsson, Kristín Fenger, Jóhanna Magnús- dóttir og Anný Ástráðsdóttir. Tölva sem rúmast í skjalatöskunni KOMIN er á markaöinn ný tölva frá Apple-fyrirtækinu, Apple //C. Að sögn forráðamanna Kadíóbúðarinnar, um- boðsaðila Apple hér á landi, er nýja tölvan lítil og þægileg og rúmast fyrir í skjalatösku. Ekki er nauðsynlegt að rafmagn sé fyrir hendi því hin nýja tölva gengur einnig fyrir rafhlöðum. Minni tölvunnar er 128-K, þ.e. geym- ir 128 þúsund stafi, þá er diskadrif innbyggt. Eigendur Ápple //C geta valið úr tuttugu þúsund forritum m.a. fullkomin bókhaldsforriti. Nýja tölvan Apple //C. „Vestfírska“ tvisvar í viku Verió velkomin á skrifstofu okkar og fáið nánari upplýsingar og sjáiö myndband frá helstu sigl- ingaleiðum og aðbúnaði um borð. Isafirði, 4. júní. VESTFIRSKA fréttablaðið kom út í dag, mánudag. Þar með kemur blaðið út reglulega tvisvar í viku, á mánu- dögum og fimmtudögum, og er þar með annað blaðið utan Reykjavíkur sem kemur út oftar en vikulega. nVestfirska“ hóf starfsemi 1973 og hefur útbreiðsla þess og stærð vaxið jafnt og þétt síðan. Vestfirska fréttablaðið er óháð fréttablað í eigu Árna Sigurðsson- ar prentara á ísafirði og er lang- stærsta fréttablaðið sem gefið er út af einstaklingi á íslandi. Úlfar Ásknfturshmm er 83033 'Wv NÝJUNG i Hkamsrækt Ekki aðeins þrekhjól heldur . einnig róðrartæki Model 17 er topptæki á ótrúlega lágu verði. Fyrir þá \ \ sem er annt um líkama sinn og vilja halda þyngdinni í \ < skefjum. \ Lítil fyrirferð og algjörlega lokað drif sem kemur í veg fyrir óþrif og slysahættu _ — Reidhjólaverslunin, ORNINNL Spítalastíg 8 við Óölnstorg. Símar 14661 og 26888. Siglið sjálf um fegurstu héruð Englands Stundum er sagt að vatnaleiðirnar á Bretlandi séu best varðveittu leyndardómarnir þarlendis. Þessar siglingaleiöir liggja um fallegustu héruð Ðret- lands, frá Pennina-fjallgarðinum aö Thames- ánni. Á kyrrlátum skurðum, ám og vötnum getur þú kynnst því besta sem landiö hefur að bjóöa. Ferðasknfstofan Laugavegi 66. 101 Revkjavik, Simi 28635

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.