Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 Ot» 32 Vínviður, tómatar og vindþolnar hríslur spurt og svarait I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI Eins og undanfarin ár svarar Hafliði Jónsson garð- yrkjustjóri spurningum lesenda um garðyrkjumál. Hægt er að koma spurningum á framfæri í síma 10100 klukkan 13 til 15 alla virka daga. Vínviðiir og tómatar í garðstofu Sigríður spyr. 1. Er hægt að rækta vínvið í garðstofu þar sem góð raka- skilyrði eru? En tómataplönt- ur? Getur trjásúra blómstrað í garðstofu þar sem góð raka- skilyrði eru? 2. Rósir í garðstofu Hvaða rósategundir eru heppi- legastar í garðstofu? Er æski- legt að rósir í garðstofu séu úð- aðar með vatni? Ef svo er, þá hversu oft og á hvaða tíma dagsins er heppilegast að úða þær? Hvaða áburður er heppi- legastur fyrir rósir í garðstofu? 3. Jarðvegur í garðstofu Hver er æskilegasta jarðvegs- blandan fyrir garðstofugróður? Svar 1: Það á ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að rækta vínvið við venjulegan stofuhita, en þó er hann ekki heppilegur til ræktunar innanum venjulegar stofujurtir. Ef ég skil spurninguna rétt, mun fyrirspyrjandi hafa yfir að ráða björtu og sólríku herbergi, þar sem engum vandkvæðum er bundið að sulla með vatn eftir því sem þörf er á. Vínviðinn verður þá að gróðursetja í rúmgott og allt að eins metra djúpt ker. Vín- viður krefst mikils áburðar og helst lífræns, ef hann á að vera í góðri ræktun og bera ríkulegan ávöxt. Hann þarf léttan og kalk- ríkan jarðveg, en gerir að öðru leyti ekki verulegar kröfur. Tómatar þarfnast mun meiri raka en vínviðurinn, en geta þó vel þrifist í námunda við hann. Eru áburðarfrekir og dafna best í loftríkum jarðvegi. Trjásúran mun áreiðanlega dafna og blómstra sé henni búin góð grind til að klifra upp eftir vegg, sem liggur vel við sól, ef hún nýtur þeirrar náðar, að hafa húsaskjól hér á okkar landi. Svar 2: Aliar tegundir ágræddra rósa ættu að gefast vel í ræktun í björtum garðstofum, hvort heldur sem þær eru ræktaðar í kerjum eða beðum. Þær þurfa mikinn og frjósaman jarðveg og best kunna þær við sig í léttum, kalkríkum, dálítið sandblönduðum jarðvegi. Mold úr vel fúnum grassverði er ákjósanlegust og þarf að blanda hana með vel rotnuðum húsdýra- áburði. Grunnvökvun nægir rós- unum fullkomlega, og rétt er að gefa þeim blómaáburð einu sinni eða tvisvar í mánuði meðan þær eru í örustum vexti. Úðun yfir rósirnar með vatni stöku sinnum er ekki nauðsyn, en er þó sjálf- sögð í langvarandi sólskini. Best er þá að úða yfir þær um sólsetur eða síðla dags. Svar 3: Svarið við þessu er komið hér að framan, en vitanlega getur það þó verið æði mismunandi, hverskonar jarðvegur hentar hin- um einstöku tegundum sem í ræktun eru og þar af leiðandi er ekki hægt að gefa neitt einhlítt svar við spurningunni. Vindþolnar plöntur og hríslur Margrét Guðmundsdóttir spyr: Getur þú bent mér á einstak- lega vindþolnar plöntur og hríslur í garða? Ég er nýflutt í nýtt hús sem er á bersvæði og sé ekki fram á annað en viðkvæmar plöntur drepist í garðinum hjá mér. Eru einhverjar plöntur til sem blómstra vel og eru mjög harð- gerar og vindþolnar? Hvaða möguleikar eru á því að blendingsgullregn blómstri í fremur góðu skjóli á móti suðri? Hvað þarf jurtin að vera orðin gömul þegar maður má eiga von á því að hún blómstri? Svan Oft hef ég fullyrt, að sá stað- ur sé ekki til í byggð á íslandi, að þar sé ekki mögulegt að rækta einhver tré, runna eða blómjurtir. En að sjálfsögðu verður bæði hönd og hugur ræktunarmanns- ins að koma til og búa í haginn fyrir gróðurinn. Ekkert ungviði lifír af án aðhlynningar í okkar misvindasömu veröld. Hafi fyrir- spyrjandi þessi sannindi ávallt í Norröna hefur siglingar til Seyðisfjarðar Frá Hirti (iíslasyni, blaðamanni Morgunblaðs- ins á Seyðisfirði, l.júní. „ÞAÐ ER Ijóst, aó besta komuhöfn- in hér á landi hefur verið valin fyrir Smyril og síðan Norrönu og þar á ég auðvitað við Seyðisfjörð. Siglingar þessar hafa komið sér mjög vel fyrir Seyðisfjörð, Austurland og reyndar samgöngur við landið í heild. Það er von okkar, að þær verði sem lengst við lýði,“ sagði Ólafur Steinar Valdi- marsson, settur ráðuneytisstjóri í samgöngumálaráðuneytinu, í sam- sæti um borö í Norröna á fimmtu- dagsmorgun, er skipið kom til Seyð- isfjarðar í fyrsta sinn á tíunda ári siglinga milli íslands og Færeyja. Norröna fór í sína fyrstu ferð á þessu ári um hádegisbilið á fimmtudaginn með tæplega eitt þúsund farþega. í tilefni þess var um hundrað manns boðið í sam- sæti um borð áður en skipið hélt frá Seyðisfirði. í ræðum margra manna, sem haldnar voru í tilefni Hið reisulega þjónustuhús, sem Jónas Hallgrímsson hefur reist og hyggst reka ferðamannaþjónustu í á hafnarbakkanum. Norröna leggur að bryggju á Seyðisfirði I fyrsta sinn á fimmtudagsmorguninn. Við komuna til Seyðisfjarðar voru gestunum færð blóm. Á myndinni má m.a. sjá f.v. Atla Ilam, lögþingsmann og fyrrverandi lögmann Færeyinga, skipstjóra Norröna, Amaliel Knudsen, Óla Hammer, framkvæmdastjóra Smyril Line, og Jónas Hallgrímsson, sem nú lætur af störfum sem bæjarstjóri Seyðisfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.