Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 30 ■ Lögreglustöðin á Egilsstöðum, sem er aðsetur löggsslumanna á Fjótsdals- héraði og Borgarfirði eystri, er nú hér til húsa á efstu hseð. í kjallara er verið að innrétta fangaklefa. Á miðhæð hússins er Héraðsskjalasafn Austfirðinga. Egilsstaðir: Fljótsdalshérað og Borgarfjörður eystri eitt löggæslusvæði EgilMrtöóum, 3. júní. MED sérstöku samkomulagi sýslu- mannsembætta Múlasýslna og sam- þykki dómsmálaráðuneytis hefur Fljótsdalshérað og Borgarfjörður eystri nú verið sameinað í eitt lög- gæslusvæði, en til þessa hafa lög- gæslumál á Héraði verið nokkuð önug viðfangs vegna sýsluskipunar. T.d. hefur lögreglan á Egilsstöðum ekki mátt skipta sér af málum í Fellabæ norðan Lagarfljótsbrúar til þessa, heldur hefur þurft að kalla til lögregluna á Seyðisfirði, þar sem Fellabær er í Norður-Múlasýslu en Egilsstaðir í Suður-Múlasýslu, enda þótt aðeins 4 km séu milli Fella- bæjar og Egilsstaða, en hins vegar 25 km milli Seyðisfjarðar og Fella- bæjar og auk þess yfir Fjarðarheiði að fara og síðan gegnum Egilsstaði. komulag og líklega einsdæmi á landinu," sagði Björn Halldórsson, lögregluvarðstjóri á Egilsstöðum, „og kann e.t.v. að verða snúið í framkvæmd í einstaka undan- tekningum, en hvað varðar alla al- menna löggæslu á Héraði er þetta áreiðanlega til mikilla bóta.“ Nýráðnum lögregluþjóni, Jóni Þórarinssyni, leist vel á starfið, þótt löggæslusvæðið sé ærið að stærð, vegir þess um 1100 km alls, en þar af eru sýsluvegir aðeins um 200 km. Hartnær 3000 manns búa á þessu nýja löggæslusvæði og alls munu um 10 samkunduhús vera á svæðinu. Að sögn Björns, lögregluvarð- stjóra, munu talsvert á annað Löggæslumenn Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystra, Björn Halldórsson, varðstjóri á Egilsstöðum, og Jón Þórarinsson, nýráðinn lögregluþjónn í Norður-MÚIasýslu. Ljósm.: Mbt/Ólafur. Að sögn Boga Nílssonar, sýslu- manns Sunnmýlinga, gekk hin nýja skipan löggæslumála á Hér- aði í gildi 1. þ.m. og frá þeim tíma var ráðinn sérstakur lögreglumað- ur við sýslumannsembættið í Norður-Múlasýslu með aðsetri á lögreglustöðinni á Egilsstöðum og mun hann ásamt lögregluvarð- stjóranum á Egilsstöðum annast löggæslu á Héraðinu öllu og Borg- arfirði eystra eða í 11 sveitarfélög- um; þar af eru fjögur sveitarfélög í Suður-Múlasýslu en sjö í Norð- ur-Múlasýslu. Þannig að nú þarf ekki lengur að kveðja lögregluna á Seyðisfirði um langa og erfiða vegu til að sinna löggæsiumálum nánast við túnfótinn á lögreglu- stöðinni á Egilsstöðum. Bogi Nílsson, sýslumaður, kvað þetta gert til að færa þjónustuna nær fólkinu og auk þess lengdist sá tími sem vakt væri staðin á lögreglustöð hverju sinni við fjölg- un löggæslumanna á Egilsstöðum og því auðveldara að ná til lög- reglu en ella. Bogi gat þess að nú væri í athugun að sameina Reyð- arfjörð og Eskifjörð í eitt lög- gæslusvæði. „Víst er þetta sérstakt fyrir- hundrað þúsund manns fara um Egilsstaði árlega, þar af um 60 þúsund um Egilsstaðaflugvöll ein- an. En lögreglan á Egilsstöðum fer jafnframt með tollgæslu á flugvellinum. A Egilsstöðum munu haldnir einna fjölmennastir dansleikir á Austurlandi, en þá eru að jafnaði 4—5 lögreglumenn á vakt. Auk þess eru haldnar útisamkomur á hverju sumri. Að undanförnu hefur engin fangageymsla verið á Egilsstöðum og hefur þurft að grípa til þess óyndisráðs að flytja óeirðaseggi til geymslu á fjörðum niðri. En nú er verið að innrétta fangaklefa í kjallara núverandi lögreglustöðv- ar og verða þeir fullbúnir fyrir næsta stórdansleik á Egilsstöðum, enda eins gott því að enginn veit hvað kann að gerast þegar 500— 900 manns hópast til slíkrar sam- komu. Björn kvað það há nokkuð störf- um lögreglunnar hér að hún hefur ekki nema eina lögreglubifreið til umráða. Sýslumaður Norður-Múlasýslu er Sigurður Helgason. — Ólafur AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND GUÐJÓNSSON Hvert er aðalhlutverk sovéskra kaupskipaflot- ans á heimshöfunum? KAUPSKIPAFLOTI Sovétríkjanna hefur farið ört vaxandi síðustu árin, umsvif hans hafa aukist stórkostlega og það á kostnað annarra skipafé- laga, samkeppni hefur harðnað til mikilla muna. En þar með er ekki öll sagan sögð, öðru nær. Sérfræðingar segja kaupskipin sigla um heimshöf- in með allt aðrar fyrirætlanir heldur en að flytja vörur þó það sé hin opinbera stefna. Líta þeir á flotann sem vaxandi tæki í höndum Sovét- manna við upplýsingasöfnun um efnahag, flutninga og margt annað sem kemur stjórnvöldum í Kreml að notum. Á sama tíma grefur sovéski flotinn undan öðrum slíkum. Vaxandi áhyggjur Ráðamenn á Vesturlöndum hafa vaxandi áhyggjur af hinum auknu umsvifum Sovétmanna í þessum efnum. Sovésku skipin eru ríkisrekin og það með tapi. Stjórnvöldum er nokk sama, skipin þjóna svo mikilvægum til- gangi að þeim finnst það til þess vinnandi. Flotinn undirbýður önnur kaupskip og viðskiptavin- irnir versla þá við Rússa af því að það er hagkvæmara. Hans Böhme, sérfræðingur við sigl- ingamálastofnun Vestur-Þýska- lands í Kiel segir: „Það eru heimsstjórnmál sem ráða ferð- inni í kaupskiparekstri Sovét- manna. Það er yfirskin hjá þeim að þeir séu í vöruflutningum, þeir eru svo ódýrir að skipin eru rekin með halla.“ Skipum fjölgar Kaupskipafloti Rússa byrjaði að stækka fyrir alvöru um 1960 og ríkisreksturinn hefur komið því til leiðar. Sovésk kaupskip taka oft að sér flutninga fyrir allt. að 5 til 10 prósent minni greiðslur heldur en keppinaut- arnir og einnig iðulega þrátt fyrir að skipin hafi ekki tryggt sér farm frá höfnum þeim sem þau sigla til. Eru þau því oft hálflestuð, eða jafnvel galtóm á sveimi um heimshöfin. Talað var um 5 til 10 prósent undirboð. Það eru „venjulegar" tölur. En þeir geta beygt sig enn meir, þeir hafa átt það til að bjóða flutn- inga fyrir allt að 50 prósent minni greiðslur en önnur skipa- félög. Við slíka aðila er erfitt að keppa og eiga við. Sovétmenn hafa ekki skákað mestu kaupskipaþjóðum heims þrátt fyrir vöxtinn sem hlaupið hefur í flota þeirra. Líbería, Jap- an, Grikkland og Panama hafa þar enn forystu, en Rússar eru í sókn. OECD-stofnunin segir Sovétmenn sjá um um 3,8 pró- sent allra flutninga af þessu tagi og hafa þeir samkvæmt því nán- ast jafnað við Bandaríkin. Þá segja ýmsir sérfræðingar, að Sovétmennirnir geri sérstaklega í því að undirbjóða í flutninga á dýrum og verðmætum vörum, en „skilja ruslið eftir“ eins og kom- ist er að orði. Slíkt grefur enn frekar undan keppinautunum. Ónafngreindur franskur kaup- skipasérfræðingur útskýrir: Sov- éskir skipverjar eru á lágum launum, eldsneyti sovésku skip- anna er ódýrt, engin verkalýðs- félög að eiga við, þar af leiðandi engin verkföll, engin svimandi Iryggingariðgjöld og loks um- fram allt, skeytingaleysi sov- éskra yfirvalda að reka útgerð- ina með bullandi tapi. Breskir skipasérfræðingar telja að kostnaður við aðbúnað skipverja um borð í sovésku skipunum sé einungis um fjórðungur af sam- svarandi kostnaði í breskum skipum. Fyrir vikið geta sovésku skipin flutt meira af vörum. Hvar eru sovésku skipin? Sovésku kaupskipin eru eink- um á þremur hafsvæðum, sigl- ingaleiðinni milli Mið-Ameríku og Evrópu, ásamt Kúbu, í Austur-Afríku og Austurlöndum fjær. Stundum hafa rússnesk skip flutt meira en helming alls kaffis og 45 prósent bómullar- útflutnings Mið-Ameríku til Evrópu. Um Afríkusiglingarnar segir einn vestur-þýskur sér- fræðingur: Það eru oft fleiri sov- ésk kaupskip í afrískum höfnum heldur en skip heimamanna og kaupskip annarra landa til sam- ans. Svona tölur mætti lengi telja upp. Það eru ekki bara kaupskipin, verksmiðjutogarar Sovétmanna gegna fleiri hlutverkum á fiski- miðum en að „ryksuga" upp fiskitorfur, þeir fylgjast með heræfingum, siglingum erlendra skipa. Nýlega urðu Frakkar þess varir til dæmis, að sovéskir ryksugutogarar voru að beina ratsjártækjum sínum að franskri herflugstöð við Mið- jarðarhaf. Sovétmenn sem flúið hafa frá borði í erlendum höfn- um og beðist hælis sem pólitískir flóttamenn, segja að áhafnir sovésku kaupskipanna og togar- anna telji fleiri heldur en á sam- svarandi skipum annarra landa. Þeir segja að umframfjöldinn séu sovéskir sjóherliðar sem hafi það hlutverk að fylgjast með öllu, merkilegu sem ómerkilegu, og skrá hjá sér allar upplýs- ingar. En þrátt fyrir þessi miklu um- svif Rússa bendir ýmislegt til þess að stefnubreytingar kunni að vera að vænta. Einn af tals- mönnum siglingamálaráðuneyt- isins í Moskvu, Igor Averin, sagði til dæmis nýlega að Sov- étmenn hefðu það til athugunar að ganga í hin alþjóðlegu hags- munasamtök kaupskipaeigenda. Hann segir að áróður annarra kaupskipaeigenda sé út 1 hött og bendir á að sovésk skip sjái ein- ungis um 50 prósent af vöru- flutningum til og frá Sovétríkj- unum. „Ef við ætluðum okkur að einoka markaðinn myndum við byggja upp flota okkar mun hraðar. Við höfum einungis ver- ið að hasla okkur völl á siglinga- leiðunum," segir Averin. Hann segir einnig að stækkun skipa- flotans hafi hægt verulega á sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.