Morgunblaðið - 06.06.1984, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984
3
20. umsóknir
um 11 náms-
stjórastöður
Umsóknarfrestur um 11 námstjór-
astöóur hjá skólarannsóknardeild
rann út 20. maí síðastliðinn. Eftir-
taldar umsóknir bárust:
I. íslenska.
Guðmundur Kristmundsson, nám-
stjóri.
Örn ólafsson, háskólakennari.
II. Danska '/2 staða.
Jóna Björg Sætran, námstjóri.
Lovísa Kristjánsdóttir, kennari.
Sigurlín Sveinbjarnardóttir,
kennari.
III. Enska Vz staða.
Jacqueline M. Friðriksdóttir,
námstjóri.
Anna Patricia Aylett, kennari.
IV. Stærðfræði.
Kristján Guðjónsson, námstjóri.
V. Náttúrufræði.
Þorvaldur Örn Árnason, nám-
stjóri.
Ágúst H. Bjarnason, kennari.
VI. Samfélagsfræði.
Erla Kristjánsdóttir, námstjóri.
Guðmundur Hansen, skólastjóri.
Haraldur Jóhannsson.
Tryggvi V. Líndal.
VII. Kristinfræði '/2 staða.
Sigurður Pálsson, námstjóri.
VIII. Heimilisfræði.
Engin umsókn barst um þá stöðu.
IX. Mynd- og handmennt.
Hildur Jónsdóttir.
Þórir Sigurðsson, námstjóri.
X. Tónmennt.
Njáll Sigurðsson, námstjóri.
XI. Byrjendakennsla.
Sigríður Jónsdóttir, námstjóri.
Elín K. Thorarensen, kennari.
Flugleiðir
áfrýja Air
Bahama-dómnum
„VIÐ höfum ákveðið að áfrýja þessum
dómi í máli Air Bahama-flugmannanna
,“ sagði Sigurður Helgason, fram-
kvæmdastjóri Flugleiða í New York, í
samtali við blm. Morgunblaðsins í gær,
er hann var spurður hvort ákvörðun
hefði verið tekin um það hvort þeim
úrskurði dómstóls í New York að
Flugleiðum beri að greiða flugmönnum
Air Bahama 28 milljónir króna, þar
sem þeim hafi verið mismunað er ís-
lenskir flugmenn voru settir í störf
þcirra á sínum tíma, yrði áfrýjað eða
ekki.
Sigurður sagði að enn lægi ekki
fyrir endanleg álitsgerð lögfræðinga
Flugleiða í þessu máli, en hann sagði
að samkvæmt þeim upplýsingum
sem þegar hefðu borist, teldu Flug-
leiðamenn ástæðu til þess að áfrýja
dómnum.
„Við höfum engu að tapa með því
að áfrýja," sagði Sigurður, „því þó
það sé alltaf töluverður lögfræði-
kostnaður sem fylgir áfrýjun, þá
teljum við að við eigum góða mögu-
leika á að fá dómnum breytt, með
þeim hætti að við verðum dæmdir til
þess að greiða mun minni fjárupp-
hæðir.“
Sigurður sagði að þeir hjá Flug-
leiðum í New York teldu að það væru
ákveðin formsatriði í dómnum, sem
gerðu það að verkum, að Flugleiðir
gætu átt kröfu til lækkunar eða
niðurfellingar. Ekki vildi Sigurður
úttala sig um hvað það væri á þessu
stigi, því hann taldi að slfkt gæti
veikt stöðu Flugleiða í málinu.
Sigurður sagði að það væri ómögu-
iegt að segja til um hvenær málið
yrði tekið fyrir hjá dómstólunum í
New York, slíkt færi allt eftir því
hversu mikið væri að gera hjá þeim.
Þó taldi hann að það myndi ekki
dragast lengi að málið yrði tekið
fyrir.
Utanaðkomandi
aðilar — en
ekki skólar
1 YFIRLÝSINGU Hafsteins Jóns-
sonar og Selmu K. Haraldsdóttur
kennara við MÍ, sem birtist í Mbl. í
gær, urðu mistök af blaðsins hálfu í
niðurlagi yfirlýsingarinnar. Þar átti
að standa, að þau væru ósammála
því, að deilur skólameistara Ml og
kennara væru gerðar að æsifréttum
á síðum dagblaða, eða að leitað væri
til utanaðkomandi aðila (ekki skóla),
með lausn þeirra. Mbl. biðst velvirð-
ingar á þessum mistökum.
I
m.' \
Ljósm. Mbl./Júlíus
HaffEarfjarð-
ardagiar
Hafnarfjarðardagur var í
fyrsta sinn haldinn í gær í
því skyni að kynna bæjar-
búum starfsemi bæjarfélags-
ins. Á slökkvistöð bæjarins
var opið hús og hjá Bæjarút-
gerðinni, auk þess sem Fisk-
iðjuver Hafnarfjarðar hélt
kynningu á starfsemi og
framleiðslu fyrirtækisins.
Voru gestum sýnd húsakynni
fyrirtækisins og boðið að
smakka á sjávarréttum.
FRANCH MICHELSEN
ÚRSMHUUHEISTARILAUGAVEIG 39
ROLEX-ÚR
Á 1.6 ,
MILLJON
KRONUR
TIL SÝNIS 0G SÖLU
AÐEINS Á MORGUN
Viö höldum upp á 75 ára afmæli fyrirtækisins
á morgun, fimmtudag, meö sýningu á glæsilegustu úrum
heims frá Rolex, sem kosta frá kr. 23.400 upp í kr. 1.610.000,
eöa sem svarar veröi lúxus 3ja herbergja íbúöar í Reykjavík.
Ef þú átt íbúö nú þegar og vantar eitthvaö til aö kaupa getum
viö boöiö þér Rolex á 1,6, eöa eitthvaö ódýrara, því Franch
Michelsen býöur upp á úr í öllum veröflokkum, en aöeins
hæstu gæöaflokkum. Þriggja aldarfjóröunga reynsla í þjón-
ustu og viögeröum er rómuö um land allt.
Veriö velkomin
FRANCH MICHELSEN
ÚRSMÍÐAMEISrARI
LAUGAVEGI 39, SÍMI 28355
REYKJAVÍK