Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 35 Dauðinn á Signu Franski hraðsiglingamaðurinn Gerard Barthelemy lést sl. laugardag þegar báti hans hvolfdi á Signu en þar var hann að æfa fyrir Grand Prix-keppnina í hraðbátasiglingu sem fram fór í París á sunnudag. Barthelemy, sem var 35 ára gamall, ætlaði að venda bátnum þegar hann tókst á loft og splundraðist síðan á vatnsfletinum. Berthelemy lést síðar um daginn af sárum sínum. Hann var Krakklandsmeistari í þessari fþrótt. Madrid: Mótmæli gegn aðild að NATO Madrid, 4. júní. MIKILL mannfjöldi, 100.000 manns að sögn lögreglunnar en 500.000 að sögn skipuleggjenda, gengu í gær, sunnudag, um götur Madridar og kröfðust þess að Spánverjar segðu sig úr NATO og felldu úr gildi samninga um bandarískar herstöðvar í landinu. Friðarhreyfingar, umhverfis- verndarsinnar og spánski kommún- istaflokkurinn stóðu fyrir göngunni, en Sósíalistaflokkurinn ekki þótt nokkrir þingmanna hans væru með. f kosningabaráttunni árið 1982 hétu sósíalistar því að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um aðildina að Atl- antshafsbandalaginu en eftir að þeir komust til valda hefur Felipe Gonzalez, forsætisráðherra, aðeins viljað segja það eitt, að til atkvæða- greiðslunnar yrði efnt áður en kjör- tímabilinu lyki. Spánn varð 16. að- ildarríki Atlantshafsbandalagsins í maí 1982 en þá voru miðflokkarnir við stjórn. Skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið á Spáni, benda til að um 60% þjóðarinnar séu andvíg aðild- inni að Atlantshafsbandalaginu. Mallorkaferðirnar okkar eru með viðkomu í borginni glaðværu, Amsterdam og er brottför alla þriðjudaga. Hægt er að velja um 1, 2 eða 3 vikur á Mallorka og 3 daga eða lengur í Amsterdam. Við bjóðum glæsilega gististaöi, hótel og íbúðir við hinar vinsælu strendur, Magaluf og Santa Ponsa. íslensk fararstjórn. Við höfum gert afar hagstæða samninga við hollensku ferðaskrifstofuna Arke Reisen, sem er ein stærsta og virtasta ferðaskrifstofa Hollands og getum í samvinnu við þá, boðið ferðir til flestra vinsælustu ferðamannastaða við Miðjarðarhafið og víðar. Verið velkomin á skrifstofu okkar og fáið nánari upplýsingar. I I KDASKKIKMOFAN LAUGAVEGI 66 IOI REYKJAVÍK SÍMI 28633 HONDA Garðtætarar AFKASTAMIKLIR, HANDHÆGIR, LÉTTIR (AÐEINS 27 KG) Nú þarf ekki að stinga upp garð- inn. Notið Honda garðtætara. Verð aðeins honda á íslandi 15.900.- VATNAGARDAR 24, REYKJAVÍK, SÍMI 28772. Um Vestfiiöi meö Vestfjaröaleiö Hvítasunnuferð á Látrabjarg Farið kl. 8 á föstudagsmorgni í Stykkishólm meö flóabátnum Baldri yfir Breiðafjörö að Brjánslaek. Gist i tvær nætur aö Breiðuvik og eina nótt að Birkimel. Nánasta umhverfi skoðað, t.d. Byggðasafnið að Hnjóti, Rauði- sandur, Patreksfjörður, Bildudaiur, Vatnsfjörður. Fararstjóri Oaniel Hansen. LEIÐIN ER GREÐ ' HópieTÖabilcn 11 60 sœta simi 29950 - 29951 Sérleyfisteröu um Vestfiröi VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Siöumúli 13 — P.O. Box 5295 — 125 Reykjavík Tilkynning til atvinnurekenda um vinnu og barna og ungmenna Um þessar mundir kemur á vinnumarkaöinn mikill fjöldi ungs fólks. Á undanförnum árum hefur tíöni alvarlegra vinnuslysa veriö mun hærri hjá ungu fólki en þeim sem eldri eru. Vegna þessa vekur Vinnueftirlit ríkisins athygli atvinnurekenda á eftirtöldum ákvæðum laga nr. 46/1980 um aöbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stööum. ★ Atvinnurekandi skal gera starfsmönnum sínum Ijósa slysa- og sjúkdómshættu sem kann aö vera bundin viö starf þeirra. Atvinnurekandi skal þar aö auki sjá um aö starfsmenn fái nauðsynlega kennslu og þjálfun í aö framkvæma störf sín á þann hátt, aö ekki stafi hætta af (14. gr.). ★ Börn (einstaklinga innan 14 ára aldurs) má ekki ráöa nema til léttra hættulítilla starfa (59. og 60. gr.). Þau störf sem ekki má ráöa börn til eru t.d. uppskipun, vinna viö hættulegar kringumstæöur eöa vélar sem valdiö geta slysi, meöferð hættulegra efna eða þau störf er hafa i för meö sér slíkt andlegt og/eða líkam- legt álag aö hamlaö geti vexti þeirra og þroska, sbr. ennfremur lög nr. 53/1966 um vernd barna og ung- menna. ★ Unglingar, 14 og 15 ára, mega ekki vinna lengur en 10 klst á dag og skal vinnutíminn vera samfelldur. Þeir, sem eru 16 og 17 ára, skulu hafa minnst 12 tima hvíld á sólarhring og skal hvíldartíminn aö jafnaði vera á tímabilinu milli kl. 19 og 7. Öryggistrúnaðarmenn starfsmanna eöa félagslegir trún- aöarmenn skulu fylgjast meö því að farið sé að ofan- greindum ákvæðum. Reykjavík 1. júní 1984. Geymið auglýsinguna og festiö upp á vinnustöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.