Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 23 Bermúdaslysið Símamynd AP. Eins og frá hefur verið greint í fréttum, sökk bresk skúta úti fyrir ströndum Bermúda á mánudaginn. Á meðfylgjandi mynd eru björgunarmenn aó lyfta líki eins skipverjans upp á bryggju í St. George. I>etta er eina líkið sem fundist hefur, níu hefur verið bjargað, en hinir eru taldir af. Oljóst er hvað slysinu olli. Vinnudeilurnar í V-Þýskalandi: Vinnuveitendur mega boða til verkbanna Ekki búist við árangri af samningaviðræðum Krankfurt, 5. júní. AP. Tass út- húðar ræðu Reagans Moskvu, 5. júní. AP. SOVÉSKA fréttastofan Tass lét frá sér fara í gær, að nýleg ræða Ron- alds Reagan Bandaríkjaforseta, sem hann flutti á þingi írska lýð- veldisins, væri engin tímamótaræða og þrátt fyrir „orðskrúð" hefði for- setinn ekkert lagt fram sem byggj- andi væri á. Fréttastofan var að tjá sig um þau orð Reagans að Bandaríkja- menn og NATO kynnu að vera til í að hætta uppsetningu hinna margumtöluðu meðaldrægu kjarnorkuflauga í Vestur- Evrópu, ef Sovétmenn kæmu til móts við þá með umtalsverðum niðurskurði á eigin vopnabúri. Tass sagði að kröfur Reagans í garð Rússa í þessum efnum væru „óaðgengilegar og óraunsæjar og augljóslega ekkert annað en áróð- ursbragð af hálfu forsetans". „Sovéska stjórnin mun aldrei setjast að afvopnunarviðræðu- borðunum í Genf nema að NATO hætti umsvifalaust og skilyrðis- laust að setja niður meðaldrægar flaugar í Vestur-Evrópu. Reagan sagði einnig í um- ræddri ræðu sinni á írska þing- inu, að Bandarikin væru reiðubú- in að ræða sáttmála við Sovétrík- in þar sem kjarninn væri að úti- loka Evrópu sem átakasvæði. Sovétmenn hafa sjálfir imprað á þessu áður og Tass úthúðaði ekki þessum hluta ræðu Reagans, heldur sagði að í öllum aðalatrið- um hefði ræða forsetans verið „litlausar og þreytandi endur- tekningar þar sem ekki væri kastað fram nýjum hugmyndum heldur smjattað enn um sinn á þeim gömlu og óaðgengilegu". Jerúsalem, 5. júní. AP. ÍSRAELSKA utanríkisráðuneytið greindi frá því í dag, að ísraelskur diplómat hefði særst skotsárum í Kaíró er óþekktur árásarmaður hleypti af skammbyssu að honum í gær. Diplómatinn er ekki sagður í lífshættu, en hlaut þó Ijót sár. Þetta er í fyrsta skipti sem Vinnumáladómstóll í Hessen í Vestur-Þýskalandi staðfesti í dag rétt vinnuveitenda til að boða til verkbanna og gerði um leið ómerk- an þann úrskurð vinnumáladómstóls í Frankfurt, að vinnuveitendur skyldu greiða hálfa milljón marka í ísraelskir diplómatar verða fyrir slíkri áreitni í Egyptalandi síðan stjórnmálasamband var tekið upp og ísrael opnaði sendiráð í landinu árið 1979. Diplómatinn, Zvi Keder, var á gangi skammt frá heimili sínu í Kaíró rétt um miðnættisbilið, er sekt ef þeir afturkölluðu ekki verk- bönn, sem boðað hafði verið til. Úrskurður vinnumáladómstóls- ins kom á sama tíma og deiluaðil- ar bjuggust til að setjast að samn- ingaborðinu en verkfallsaðgerð- irnar hafa nú staðið í liðlega þrjár bifreið ók að honum og skothríð- in hófst. Tvær kúlur hæfðu hann í handlegginn og slapp hann betur en á horfðist í fyrstu. Byssumaðurinn slapp, en yfir- völd í Egyptalandi hafa lýst yfir að málið verði rannsakað ofan í kjölinn. vikur. Verkföll, verkbönn og upp- sagnir vegna verkfallanna hafa náð til 330.000 manna og segja vinnuveitendur, að tekjutap iðnað- arins dag hvern sé nokkuð á fjórða milljarð ísl. kr. Svo hafði virst sem samdrættinúm í vestur-þýsku efnahagslífi væri lokið og endur- reisn hafin en nú óttast menn, að verkföllin valdi alvarlegum vand- ræðum í efnahagslífinu og nýjum uppsögnum. Vinnuveitendur eru ákveðnir í að gefa ekkert eftir og hafa boðað frekari verkbönn en verkamenn krefjast þess enn sem áður, að vinnuvikan verði stytt um fimm stundir án þess, að kaupið lækki. Segja þeir það munu leysa að mestu atvinnuleysið en vinnuveit- endur segja á móti, að það muni leysa Vestur-Þjóðverja frá því að selja vöru sína á alþjóðlegum markaði. í aldarfjórðung“? Spurt á IDIC0AID Sigurdur Einarsson „Syning sem a engann sinn líka hérlendis" Anna Dóra Steingrímsdóttir „Eg skemmti mér konunglega i kvöld" Birna Loftsdóttir „Ég het ekki skemmt mér svona vel í araraöir" Ingi Björn Albertsson og Magdalenda Kristinsdóttir „Ömar er meiriháttar" Linda Bjarnadóttir „Eg gat ekki hætt aö hlæja all- ann timann" Guðjón Gíslason Frabær skemmtun sem höföar til allra aldurshopa" María Jakopsdóttir „Eg hef dáö hann lengi: Hann Ömar er dýrlegur i einu oröi sagt"! Könnun á friðarfræðslu í breskum skólum: Friðarfræðslan í reynd bara pólitísk innræting Námsefnið mátti mestallt rekja til tveggja heimilisfanga í Lundúnum FRIÐARFRÆÐSLAN í almennum skólum og háskólum er „lágkúru- leg“ tilraun til að „að hafa pólitísk áhrif" á börn. Segir svo í skýrslu, sem kom út í Bretlandi í lok síðasta mánaðar, en The Daily Telegraph sagði frá henni í fyrri viku og lagði jafnframt út af henni í leiðara. Skýrslan kemur út í kjðlfar umfangsmikillar könnunar, sem fram fór um allt Bretland og var einkum unnin af lafði Cox og dr. Roger Scruton við Lundúnahá- skóla. Niðurstaðan, sem þau kom- ust að, var sú, að friðarfræðslu ætti að banna í skólum eða að foreldrum væri a.m.k. gefinn kostur á að krefjast þess, að hún væri frjálst fag, sem kennt yrði utan venjulegs skólatíma. Eftir að hafa kannað friðar- fræðsluefnið bæði I almennum skólum og háskólum segja þau Cox og Scruton, að sem kennslu- efni sé það óhæft. „Á friðarnámið er alls ekki hægt að líta sömu augum og annað nám og það ætti heldur ekki að kynna það sem slíkt,“ segja þau. í skýrslunni segir, að Friðar- fræðslustofnunin við Bradford- háskóla, sem stofnuð var árið 1973 fyrir fé frá kvekurum, berj- ist mest fyrir því að koma á frið- arfræðslu í breskum skólum en þar sé rekinn áróður bæði leynt og ljóst fyrir einhliða afvopnun auk þess sem umfjöllun um meiriháttar „pólitfsk og siðferði- leg álitamál sé ruglingsieg og duttlungafull". Könnunin leiddi einnig í ljós, að í almennum skólum er „friðar- fræðslan" einkum fólgin í áróðri fyrir einhliða afvopnun þótt raunar sé reynt að klæða hann í alls kyns dularbúning. Þau Cox og Scruton segja, að sá þáttur „friðarfræðslunnar", sem felst í því að kenna börnunum að leysa öll ágreiningsmál sín með kurt- eislegum orðum og stillingu, hafi hingað til flokkast undir almenna mannasiði og þótt sjálfsagt að brýna hann fyrir börnunum. „Friðarfræðsla er ekki hlut- laus. Tilgangur hennar er ekki að fræða heldur að reka pólitískan áróður. Öll vitleysa, sem kemst í tísku, hverfur fljótt ef fólk er ákveðið í andstöðu sinni en hvað friðarfræðsluna varðar vantar enn þessa ákveðnu andstöðu. Meðan svo er munu börnin okkar verða beitt pólitískri innrætingu óhindrað," segir í lokaorðum skýrslunnar. I könnun þeirra Cox og dr. Scrutons kom í ljós, að langmest- an hluta „heimildanna" og náms- efnis friðarfræðslunnar mátti rekja til tveggja heimilisfanga í London: Poland-strætis 9, þar sem Rowntree-sjóður kvekara er til húsa, og Godwin-strætis 11, en þar eru aðalstöðvar samtakanna, sem berjast fyrir því, að Bretar afvopnist kjarnavopnum sínum einhliða. ísraelskur diplómat skotinn í Kaíró

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.