Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 5 Tónlistarsjóður Armanns Reynissonar stofnaður: Áskell Másson tónskáld hlaut fyrstu starfslaunin Ljósm. Mbl./KÖE. Frí afhendiiigii 1. starfslauna tónlistarsjóðsins, sem fór fram á heimili Ármanns Reynissonar, stofnanda hans. F.v. Knútur K. Magnússon, tónlistarfulltrúi Ríkisútvarpsins, Baldvin Tryggvason, sparisjóósstjóri, Olöf Pálsdóttir, mynd- höggvari, Áskell Másson, tónskáld, og Ármann Reynisson, framkvæmdastjóri. „í DAG er óvenjumikil gróska í tónlistarlífi á íslandi. Komið hafa fram á sjónarsviöið margir hæfi- leikamenn. Sumir hverjir hafa þurft að leita á erlend mið og aðrir ekki notið sín á íslandi. Tónskáld okkar hafa ekki hlotið verðuga við- urkenningu, en fullyrða má að ekkert íslenskt tónskáld lifi af iðju sinni.“ Svo fórust Ármanni Reynis- syni m.a. orð er hann úthlutaði í fyrsta sinn starfslaunum úr ný- stofnuðum Tónlistarsjóði Ármanns Reynissonar þann 5. júní sl. Laun- in hlaut Áskell Másson, í því skyni að semja píanóverk fyrir ástralska píanóleikarann Roger Woodward. Hinn nýstofnaði sjóður ber einkunnarorðin „Mín hæsta sorg Fjögur veit- ingahús fá vín- veitingaleyfi BORGARRÁÐ gerir ekki athuga- semdir við að fjórir nýir staðir í Reykjavík fái vínveitingaleyfi, né að tveir aðrir staðir fái vínveitingaleyfi sitt endurnýjað. Nýju vínveitingastaðirnir eru, „Við sjávarsíðuna", veitingahús við Tryggvagötu 26, Skálkaskjól 2 (Stúdentakjallarinn), og vínveit- ingaleyfi til handa Hrafnkatli Guðjónssyni, Skipholti 37. Veit- ingahúsin sem borgarráð lagðist ekki gegn að fengju vínveitingalefi sín endurnýjuð eru Safari og Sælkerinn. Þá var á fundi borgarráðs lagt fram bréf frá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu um endurnýjun vínveitingaleyfis til handa Bjarna I. Árnasyni í veitingahúsinu Brauðbæ. Samþykkti borgarráð að vísa erindinu til umsagnar áfeng- isvarnaráðs. „Frelsið" komið út Tímaritið Frelsið, fyrsta tölublað 1984, er komið út. Að þessu sinni er ritið helgað minningu Tómasar Guð- mundssonar skálds. Davíð Oddsson, borgarstjóri, ritar grein um skáldið. Aðrir sem eiga greinar í Frels- inu að þessu sinni eru: Bjarni Bragi Jónsson, Björn Bjarnason, Hannes H. Gissurarson, og Matt- hías Johannessen. Þá eru að venju ritdómar um ýmsar bækur er tengjast hugmyndabaráttunni. Ritstjóri tímaritsins er Hannes H. Gissurarson cand. mag. og mín hæsta gleði, þær hittast í söngvanna hæðum" eftir Einar Benediktsson, skáld. Á skipu- lagsskrá sjóðsins segir m.a. að honum sé ætlað að styrkja tón- skáld til að semja tónverk til flutnings innan lands eða á er- lendri grundu. Er stofnfé hans kr. 100.000, en fyrsti styrkurinn úr sjóðnum nam kr. 60.000. í stjórninni sitja fimm og tekur styrkhafi sjálfkrafa sæti í henni ári eftir styrkveitingu. I úthlut- unarstjórn sjóðsins fyrir árið 1985 eiga sæti þau Ólöf Pálsdótt- ir, myndhöggvari, Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri, Knútur R. Magnússon, tónlist- arfulltrúi hjá Ríkisútvarpinu, Áskell Másson, tónskáld og Ármann Reynisson, fram- kvæmdastjóri. Mun úthlutun úr sjóðnum fara fram í júnímánuði á ári hverju. Við úthlutun fyrstu starfs- launa tónlistarsjóðsins lék Einar Jóhannesson, klarinettleikari tónverkið ,Blik“, einleik á klari- nett eftir Áskel Másson. í atóatfjórðung msHSsSSðfl" rsfÆrt; ver» vórlendis. « MatseðiU töstudag SSs?* um iaröeplum, gulrotum, belgbaunum, hrásalati og perum og þeyttum r)oma. MatseöiU 2. í hvítasunnu Blandaöur skelfisKKokte, með ravigotesosu og nst l uöubrauöi.Kryddlegmn lambaiærisvööv, meðnst I uöum sveppum. 9^°' urT1 gratineruöu blomka 1 og parisarkartöflum, hra- ■ salati og rauövinssosu. Nú endurtekin vegna fiölda óska næstkom- andi föstudagskvold og 2. í hvítasunnu 11. Húsiö opnaö kl. 19.00. Kynnir kvöldsins páll Þorsteinsson Miöa- og boröa- pantanir í sima 77500 daglega frá kl. 9. id velkonújl__J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.