Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JtJNÍ 1984 HENDUR OG HANDTAK Tekiö í hönd á venjulegan Mtt, þétt og vel. Höndin, þetta undratæki okkar mannanna, gerir okkur kleift að framkvæma margar þær athafnir sem öðrum tegundum eru ofviða. Svo mikilvægar eru okkur hendurnar, að vanti verkfæri eða áhald til einhverra hluta, er gjarnan komist svo að orði að menn séu handalausir án þess eða hins. Þessi sannindi eru hverjum manni ljós, ekki síst þeim sem einhverra hluta vegna hafa ekki full not af höndum sín- um og hafa kannski aldrei haft. Þegar þannig er ástatt geta einfaldir hlutir orðið sannkölluð þrekraun. Það er alkunna að hendur eru ekki ein- göngu notaðar til að gera áþreifanlega hluti með, þær eru einnig hjálpartæki til að mynda tákn. Við veifum höndum í kveðjuskyni, (það er reyndar eitt það fyrsta, sem ómálga börnum er kennt), við sendum fingurkoss, notum handa- hreyfingar til að láta í ljós gleði eða von- brigði, hendurnar gera heyrnarskertum fært að tjá sig með táknmáli og svo má lengi telja. Hendurnar eru notaðar til áherslu- auka mæltu máli, sumar þjóðir nota nær án afláts á meðan talað er og má þar nefna þær helstar, sem við Miðjarðar- hafið búa, Frakka og ítali. Aröbum mun það einnig lífsnauðsyn að geta notað hendurnar, og jafnvel allan líkamann til tjáningar ásamt hinu talaða orði. Kanadískur fræðimaður, Robert A. Barakat, hefur sérstaklega rannsakað „merkjamál" araba og ritað um það grein í Journal of Popular Culture, hann segir að það jafngilti því að setja haft á tungu manna ef hendur araba væru bundnar á meðan hann væri að tala. I enskumælandi löndum þykir ekki viðeigandi að nota hendurnar til að leggja áherslu á mál sitt í samtölum, það þykir bera vott um skort á siðfágun. Hjá okkur mörlöndum sjást menn stundum veifa höndum í samræðum, lík- Einstaktega hlýlegt handtak. Handtak at leiöinleguatu gerö, letilegt, áhugalaust. Hver kærir sig um slíkt? ast til er þar frekar um að ræða að menn eru að móta hluti, eða lýsa, með því að draga ósýnilegar línur með höndunum. Þó eru til þeir menn, sem oft stíga í ræðustól og eru svo sýndir okkur á sjón- varpsskermi heima í stofu, sem búnir eru að temja sér einhvern framandi handa- slátt til að leggja „þunga" áherslu á það sem þeir eru að segja. Sinn er siður í landi hverju á þessu svið sem öðrum. Að takast í hendur Víðast hvar í heimi tíðkast það að tak- ast í hendur við ýmis tækifæri: menn heilsast, kveðjast, gefa drengskaparlof- orð, ganga frá samningi og kaupum með handabandi. En handtak manna er misjafnt eins og allir vita, sumir hafa gott, þétt handtak, sem vekur hjá manni traust, aðrir taka í höndina „með hangandi hendi", ef svo má að orði komast. Hvort ráða má af handtaki manna þætti í skapgerð þeirra og „karakter", eins og sumir vilja vera láta, skal ósagt látið, en óneitanlega getur handtak manna orðið minnisstætt bæði sakir hlýju, sem í því telst, og ekki síður vegna „linku“, eða hvað hægt er að kalla það. Líkast til nota Norðurlandabúar handabandið við fleiri tækifæri en marg- ir aðrir. Fyrir utan þessi venjulegu til- efni, sem áður eru talin, ríkti sá siður hérlendis og gerir enn meðal eldri kyn- slóðarinnar, að þakka húsráðendum fyrir veittar velgjörðir með handabandi um leið og staðið var upp frá borðum. Bekkjarsystir og vinkona, sem fór til náms í Þýskalandi, lýsti með tilþrifum umgengnisvenjum þýskra fyrir okkur við heimkomu. Þótti henni með ólíkindum hve áhugasamir þeir voru að heilsast, gott ef hún lenti ekki í því að heilsa nágrönnunum með handabandi tvívegis í venjulegri búðarferð, þ.e. þegar hún gekk fram hjá þeim á leið í búðina og síðan aftur á leiðinni heim. Stúlkunni fannst, sem von var, að of mikið mætti nú af öllu gera. Löngu síðar komst undirrituð að því, að frásögnin var ekki nema ofurlítið færð í stílinn, eins og stúlkna er siður. í Bæjaralandi að minnsta kosti nota menn hvert tækifæri sem gefst til að heilsa með handabandi, jafnvel þó fólk sjáist oftar en einu sinni á dag, og á þetta við unga fólkið ekki síður. Bretar heilsa með handabandi þegar þeir eru kynntir hver fyrir öðrum, Bandaríkjamenn takast einnig í hendur við sama tækifæri ef um karlmenn er að ræða, ef það er kona og karlmaður er látið nægja að kinka kolli. Hvernig sá siður er tilkominn er ekki vitað, en ein eða tvær tilgátur koma upp í hugann þó ekki verði þær tíundaðar hér. Það er sannarlega ekki sama hvernig handabandið er, svo mikið er víst. Undirritaðri er það í barnsminni þegar þeir fullorðnu voru að áminna okkur um að horfa beint framan í þann, sem verið væri að heilsa með handabandi. En þetta var auðvitað fyrir óralöngu, á þeim tíma þegar fullorðnir töldu að sýna ætti tillitssemi og virðingú í umgengni við náungann og ætluðust til þess sama af börnum sínum. Það var kallað að kunna „mannasiði". En það er önnur saga. Bergljót Ingólfsdóttir. 2Tlorjjuní>Iní»ií> reglulega af öllum fjöldanum! Korpa (Úlfarsá) Veiöileyfin veröa afgreidd frá og með þriðjudeginum 12 þ.m. Versl. Veiðimaðurinn, Hafnarstræti 5. ÓDÝRT TIL FÆREYJA Norræna félagiö bendir félagsmönnum sínum á, að þeim bjóöast sérstök kjör meö flugi til Færeyja dagana 19. júní, 10. júlí og 24. júlí í sumar. Bæöi miðaverö og ferðakjör eru mjög hagstæð. Þeir félagsmenn, sem hyggjast notfæra sér þessi kjör í fyrstu ferðinni, þann 19. júní, eru beðnir að láta skrá sig hjá skrifstofu félagsins sem allra fyrst. Norræna félagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.