Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNl 1984 Kirkjuloftið i Dómkirkjunni. Að sækja kirkju Kolbrún Þórhallsdóttir skrifstofustjóri sat við tölvuna sína uppi á sjöundu hæð við Suð- urlandsbraut þegar við komum til hennar á þriðjudaginn var. Allt í kring blasti við iðandi mannlífið niðri á jörðunni, bað- að í heitri móðu, sjaldgæfri á Suðurlandsbrautinni. Við erum raunar komin til að tala við Kolbrúnu um útlöndin langt í burtu, um Ameríku, þar sem hún bjó í 10 ár með manni sínum, Erling Aspelund, framkvæmda- stjóra, og 4 börnum þeirra. Við höfum nefnilega heyrt að í Am- eríku hafi hún lært að fara í kirkju. Er þetta satt? Já, það er satt, segir Kolbrún. Ég var ekki vön því hér heima að fólk færi mikið í kirkju. Þótt það væri kannski trúað í hjarta sínu lýsti það sér ekki í því. Við bjuggum í Bandaríkjunum þegar eldri börnin okkar voru komin á þann aldur að fara í sunnudaga- skóla. Það er ekki síður nauð- synlegt fyrir börnin þar er hér að sækja sunnudagaskóla því þar er kristinfræði ekki kennd í skólum. Það verk er ætlað kirkj- unni og börn sækja sunnudaga- skólana mikið. Við vorum, strax eftir að börnin okkar slógust í þann hóp, látin kurteislega vita að þetta ætti ekki að vera nein einstefna. Og við fórum að sækja guðsþjónustur. Líkaði ykkur það vel? Börnin okkar sóttu sunnudagaskóla í indælli, lítilli, lútherskri kirkju. Það varð hluti af lífinu að sækja guðsþjónust- urnar þar á sunnudögum. Já, okkur fannst gott að sækja þess- ar guðsþjónustur. Það var í fyrsta sinn, sem ég sá fólkið taka þátt í söngnum. Núna er fólk farið að syngja í guðsþjónust- unni hérna heima eins og þar. Þetta kom mér betur inn á það hvað var að gerast í messunni. Hélduð þið áfram að sækja kirkju eftir að þið komuð heim? Við fluttum á Öldugötuna í Reykjavík og tilheyrðum Dóm- kirkjusöfnuðinum. Þá voru kosn- ingar í söfnuðinum rétt á eftir og okkur þótti sjálfsagt að taka þátt í þeim. Síðan tókum við þátt í safnaðarstarfinu. Ég hef starf- að í kirkjunefnd kvenna Dóm- kirkjunnar í u.þ.b. 10 ár. Það er ljómandi gaman og góðar konur, sem starfa þar saman. Þær standa aðallega fyrir fjáröflun fyrir kirkjuna. Þegar verið var að endurnýja kirkjuna gáfu þær fé til þess og nú er verið að safna í orgelsjóð. Finnst þér gott að taka þítt í þessu starfí? Mér finnst þessi þátttaka hafa mjög góð áhrif á mig. Mér líður vel í kirkjunni. Ég hefði ekki viljað missa af því að kynnast safnaðarlifinu og kirkjustarfinu á svona náinn hátt. Ég finn að ég tilheyri kirkjunni. Hún er mér ekki ókunn. Ég á heima þar og þegar ég kem upp á kirkjuloft til að vinna með konunum þar finn ég einmitt þetta. Geturðu borið starfíð úti og hér heima eitthvað saman? Nei, ég get það eiginlega ekki. Þar tók ég aðeins þátt í guðs- þjónustum en hér starfa ég í sjálfu safnaðarstarfinu. En þátttakan í guðsþjónustunum verður æ líkari því, sem var þar úti. Ég get að vísu ekki talað um aðra söfnuði en Dómkirkjusöfn- uðinn en þar tekur fólk alltaf meiri og meiri þátt I safnaðar- söngnum og allri guðsþjónust- unni. Von fyrir kirkjuna Við höldum áfram að tína til kafla úr bæklingunum, sem sendir eru út til safnaðanna vegna heimsþings Lútherska heimssambandsins í Búdapest í sumar. í dag sendum við ykkur, með hvítasunnukveðju, kafla um kirkjuna. Við vonum sem fyrr að lesturinn verði ykkur til umhugsunar og uppörvunar og svo bænar um betra líf í kirkjunni því í því teljum við að sé von fyrir kirkjuna. ★ Lýður Guðs á fyrirheit, og þess vegna von, um einingu, þrátt fyrir kirkjusöguna, sem er að baki. Þessa von þarf að þiggja í trú svo að hún verði mótandi þáttur í lífi Guðs lýðs. Einingin verður fyrst að veruleika í söfnuðinum. Hún er ekki þannig að allir verði eins heldur er hún einnig í frelsi fólks, sem er hvert öðru ólíkt. ★ Kirkjan, sem á fyrirheit og von, megnar samt ekki alltaf að bera þessa von til hinna þjáðu og vonsviknu, undirokuðu og firrtu. Annars vegar hefur fólk í kirkj- unni staðnað í of einhliða boðskap um andlega frelsun einstaklingsins. Hins vegar eru sumir orðnir uppgefn- ir á of mikilli áherslu á félagslegt framtak. ★ Þau, sem eru trúrækin, eru ekki sjáanlega frábrugðin þeim, sem eru það ekki. Hin trúræknu eru líka ver- aldleg. Þau hafa beint sjónum sínum frá leyndardóm- unum, arfsögninni, hinu yfirnáttúrulega og krafta- verkunum. Þau beina áhuganum að því að útvega nýtt eldhús í kirkjuna, skipuleggja handboltalið til að keppa fyrir kirkjuna, leshóp til að ræða nútímaskáld- sögur og tjáningarhóp svo að fólk geti fundið út hvert það er í raun og veru. ★ En við setjum samt von okkar til þessarar kirkju og við trúum því að þótt hún sé ófullkomin verði hún von fyrir aðra. Von hennar og eining kemur í ljós þegar söfnuðurinn lifir í Kristi og Kristur í söfnuðinum, mótar líf hans og sést í hinum ýmsu aðstæðum hans. ★ Kirkjan er griðastaður og sem slík er hún lærdómsset- ur, sem gefur huganum frjálsræði, menningarmiðstöð, sem mótar nýjar stefnur, staður guðsþjónustu, þar sem lofgerðin sprettur fram, heilsugæslustöð til að lækna andlega þjáningu og athvarf þeirra, sem vilja bjarga lífi sínu. Kirkjan er kölluð til að vera og gera þetta og til að takast á við spillingu okkar tíma. Biblíulestur vikuna 10. til 16. júní Hvítasunna Sunnudagur 10. júní: Post. 2.1—13 — Hvítasunnuundrið. Mánudagur 11. júní: Jóel 3.1—5 — Spádómur rættist. Þriðjudagur 12. júní: Matt. 3.13—17 — Faðirinn, sonurinn og andinn. Miðvikudagur 13. júní: I. Kor. 12.27—31 — Úthlutun and- ans. Fimmtudagur 14. júní: I. Kor. 13 — Hin ágætasta leið. Föstudagur 15. júní: Jóh. 14.15—21 — Guð sendir anda sinn. Laugardagur 16. júní: Gal. 5.22—26 — Ávöxtur andans. Þetta er mynd af altaristöflunni í kirkjunni f Bæ í Borgarfírði. Karen Agnete Þórarinsson málaði töfluna. Myndin er tekin af Jóhönnu Björnsdóttur. Við sendum ykkur ofurlitla hvítasunnubæn með. Drottin Guð. Þú veizt að við erum bara venjulegt fólk. Við vinnum okkar daglegu störf og eigum okkar daglegu áhyggjur, amstur, gleði og tilhlökkun. Við erum stundum svo önnum kafin eða svo niðurdregin að við gleymum að biðja þig um þinn heilaga anda. en stundum, Drottinn, finnum við að við getum ekki lifað án hans, hjörtu okkar finna ekki frið, ekki huggun og kærleika nema hjá þér. Gefðu okkur anda þinn. Hjálpaðu okkur til að sækjast eftir honum alla daga. Svo að við fáum að ganga inn í nýjar og nýjar vistarver- ur trúarinnar á þig, þar sem kraftur þinn og mildi ljóm- ar okkur skærar og skærar. Og við finnum að þar er styrkur hversdags okkar. Líka styrkur daganna, sem eru ólíkir hversdeginum, ógleymanlegir vegna sorgar sinnar eða hamingju. Gefðu okkur þinn heilaga anda svo að við vitnum um upprisu þína. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.