Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 55 fjallshlíðina eins og hvirfilvindur. Þegar flóðið kólnaði leit það líka í Herculaneum út eins og harðnað- ur leir. Snemma árs 1982 komu fram sönnunargögnin um að ein- mitt hefði verið um slíkt helflóð að ræða þegar fundust skemmurn- ar á hafnarbakkanum í Hercul- aneum. Þær voru fullar af bein- agrindum af fólki, sem sýnilega hafði dáið skyndilega þar sem það var komið. Fólk virðist hafa leitað skjóls hvað hjá öðru gegn þessari skelfingu. Það virðist hafa flúið þarna inn, kannski ætlað að reyna að komast í burtu sjóleiðis. Úti á ströndinni hafa líka fundist fleiri beinagrindur og þar er verið að grafa upp rómverskan bát, sem þykir mikill fengur þar sem ekki eru neinar heimildir um báta Rómverja frá 1. öld. Uppgreftrin- um þarna stjórnar dr. Guiseppe Maggi. Beinagrindurnar, sem þarna hafa komið fram, þykja mikill fengur. Mjög fáar aðrar beina- grindur frá tímum Rómverja hafa lifað tímans tönn. Rómverjar brenndu lík látinna. En þarna liggur svo allt í einu á ströndinni heil rómversk íbúabyggð, lýðræð- islega saman sett af körlum, kon- um og börnum, höfðingjum, þræl- um og leysingjum. „Hver segir að dauðir tali ekki?“ segir Sara Bid- sel, sem er sérfræðingur í gömlum beinum. „Þessi bein eiga eftir að segja okkur heilmargt um fólkið sem hér bjó og hvernig það lifði lífi sínu.“ En hún og aðrir hafa af því áhyggjur hvernig eigi að varð- veita beinin, þegar þau eru komin fram í dagsljósið eftir 20 aldir og er verið að gera tilraunir með það. A meðan fara menn sér hægt við að grafa upp. Þau bein, sem búið er að grafa upp eru leifar heilsu- hrausts fólks, sem var vel á sig komið nema þrælarnir. Það mein- lega er að beinin varðveitast alveg eins og ný meðan ekki er snert við þeim. Þegar búið er að grafa þau upp, eru þau í hættu. En votur jarðvegurinn sem umlykur Herc- ulaneum hefur varðveitt allt mun betur en öskulagið í Pompeii. Þarna eru nær alheil húsgögn, fiskinet og matvæli á borð við korn, brauð, egg, grænmeti og kjúklingabein, rétt eins og fólkið hljóp frá því. Því gefur Herculane- um mjög almenna mynd af lífinu í bænum National Geographic Society ber kostnaðinn af verki Söru Bidsel og styrkir einnig verk jarðfræðingsins Haralds Sigurðs- sonar. Ný tímasetning og túikun gossins Þegar beinagrindurnar fundust, hafði próf. Haraldur Sigurðsson frá Rhode Island-háskóla nýlega gert grein fyrir nýrri túlkun á eðli gossins og tímasetingu atburð- anna. Hefur blaðamaður National Geographic eftir honum að þessar mannaleifar skapi alveg einstætt tækifæri til þess. Hvernig þær liggja í þessu forna gosefni geti orðið að miklu liði við að fá fram hverja myndina eftir aðra af því hvernig Vesúvíus tók líf hinna látnu, og raða þeim saman. Herculaneum er mjög fallegur bær. Fyrrum hefur hann dregið að auðuga Rómverja, sem komu þangað sér til hvíldar. En bærinn hefur verið meira en sumvardval- arstaður. Fiskveiðar hafa verið stundaðar þaðan, því mikið hefur verið grafið upp af veiðarfærum. Af 4—5 þús íbúum hafa margir lifað af sjávarafla. Þarna eru ekki þessi mörgu litlu verkstæði eins og í Pompei. Þetta hefur fremur verið bær listiðnaðar- og handiðn- aöarmanna. Samt sýna þessi fögru hús og íburðarmiklu leikhús og böð að fólk hefur lifað við góð efni. í Herculaneum hefur búið menntafólk. í villu einni er mikið af handritaleifum. Flest gosin hættulausari íbúarnir í Herculaneum hafa dáið 7 klst á undan þeim sem fór- ust í Pompeii. Þar sem vindáttin stóð af Herculaneum í fyrstu, þá slapp það við fyrsta öskufallið, enda þótt bærinn sé nær eldfjall- inu en Pompeii, að því er Haraldur Sigurðsson segir. Þó hljóta jarðskjálftar og blossar frá gígn- um í aðeins 4ra km fjarlægð að hafa skotið íbúunum skelk í bringu áður en gjóskuflóðið kom æðandi með 100—300 km hraða á klukkustund og 100 stiga heitt eða meira. „Þegar fólkið sá eldtung- urnar koma æðandi niður fjallið hefur það hlaupið af stað í áttina út úr bænum. En það hefur ekki verið lengi á götunum. Við upp- gröftinn fannst lítið barn í vöggu sinni. Annað barn virðist hafa verið veikt í rúminu. Ef foreldr- arnir hefðu haft nokkurt svigrúm, þá hefðu þeir ekki skilið börnin eftir.“ Fyrsta helskýið hefur drep- ið alla í Herculaneum á stundinni. Siðan hefur Vesúvíus oft gosið, en sjaldan með þessum hætti. - Venjulega sendir fjallið frá sér seiga hraunleðju. Gjóskuflóð fylgdi þó gosi 472 og aftur 1631 — drap þá um 4.000 manns. Vísinda- menn búast við öðru „plinísku gosi“ á næstu öldum. Síðasta gos í Vesúvíusi var 1944. Síðan hefur orðið lengsta goshlé í fjallinu í nútímasögu. Ógerlegt er að spá um það hvenær næsta gos verður, segir Pio Di Girolamo, jarðfræð- ingur í Napólí. Hér hefur bærinn Herculaneum undir fjallinu Vesúvíus verió endurskapaður í samræmi við þær upplýsingar, sem fengist hafa við uppgröftinn. Á ströndinni eru skemmurnar, sem fólkið hefur flúið í og þar sem það hefur nú verið grafíð upp. Þetta var baðstaður og fískimannabær með glæsilegu leikhúsi, baðhúsum og listiðnaði. GETUM RAKIÐ ALLT GOSID AHRIF ÞESS A F0LKIÐ VEITA UPPL YSINGAR segir Haraldur Sigurðsson, jarðfræðingur Haraldur Sigurðsson, jarðfræð- ingur, var nýkominn heim til Bandaríkjanna frá uppgraftar- staðnum við Vesúvíus á ftalíu, þeg- ar fréttamaður Mbl. náði símtali við hann. En þar hefur hann verið við rannsóknir sínar öðru hverju síðan 1975, nú í vetur fram til aprílloka. Hann er prófessor í haf- fræði við haffræðideild Rhode Island-háskólans og fjallar mest um jarðfræði hafsbotnsins. Fer mikið í leiðangra á skipi skólans til rannsókna á suðurhluta Mið- Atlantshafshryggsins, þeim hinum sama sem liggur gegn, um ísland, og eystri hryggnum í Kyrrabafi. Til gamans má geta þess að Steinþór Sigurðsson, leiktjaldamálari og bróðir Haraldar, var háseti á rann- sóknaskipinu með honum í hitteð- fyrra í einum slíkum leiðangri. En Haraldur er líka með rannsókna- verkefni á fslandi og kemur hér oft. Þó ekki í sumar, sagði hann. Hann er með bergfræðilegar og jarðeðlisfræðilegar rannsóknir á íslenska basaltinu á Vesturlandi og Suðurlandi. Haraldur sagði að gosið í Vesúvíus árið 79 f. Kr. sé ekki ólíkt Heklugosinu árið 1004, sem lagði Þjórsárdal í eyði. Undir gosefnunum úr Vesúvíusi grófst þó meiri byggð. Vitað um nöfnin á 8 borgum sem hurfu og af þeim hafa þrjár fundist. Pompeii, Oplontis og Herculaneum, sem fannst nú síðast 1975. Hefur Haraldur unnið að rannsóknum á öskulögunum, sem lagst hafa yfir þessa byggð. Hann sagði að í sumar hefðu fundist nokkrir sveitabæir, sem höfðu grafist í gosinu. Og uppgröfturinn á þess- um bóndabæjum væri tilsvar- andi uppgreftrinum á Stöng í Þjórsárdal, nema að þessir bændur hefðu ræktað vínvið í stað þess að Stangarbóndi hafði kýr og kindur. Fyrirbærið svipað á fámennum sveitabæ. í bænum Herculaneum voru aftur á móti um 2.000 manns enn á vappi þeg- ar helskýið frá fjallinu kom yfir þá og þeir fórust á staðnum. — Þar sem svona mikil byggð hefur verið, verða allt aðrar að- stæður til að túlka gossöguna, segir Haraldur. Við höfum feng- ið miklu betri upplýsingar um gang gossins. Þarna er hægt að sjá hvernig áhrifin á hluti og byggð hafa orðið. Við getum reiknað út kraft, hraða og hita eftir þeim áhrifum. Þannig hef- ur verið hægt að timasetja alla atburði gossins, lið fyrir lið. Að- stæðum þarna má líkja við gosið í Mexíkó 1982, sem var af sömu gerð. Þar eyddust 9 þorp og 2.000 manns fórust í gosinu. Ég hefi verið þar við rannsóknir í 2 ár og stefni að því að nýta upplýs- ingarnar, sem við fengum í þessu nútímagosi, við túlkunina á gos- inu í Vesúvíus fyrir 2000 árum. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðing- ur, hefur stjórnað jarðfræðilegu rannsóknunura á gosinu í Vesúví- usi 79 f.Kr., sem lagði í eyði borg- irnar Herculaneura og Pompeii. Haraldur rifjar upp í stuttu máli Vesúvíusargosið, sem stóð í tvo daga. Hófst á hádegi 24.ág- úst, skv. bréfi Pliniusar yngra sem staddur var í 32 km fjar- lægð. Pompeii grófst strax í gjósku, því vindáttin stóð á bæ- inn. Eftir 10 klukkustunda ösku- fall var bærinn kominn undir 2'/fe m lag af gjósku. Fólkið flúði, en þetta hafði verið 20 þús. manna bær. Eftir 10 tíma varð gjörbreyting á hegðun gossins. Um miðnætti byrjaði að mynd- ast helský, varð gjóskuflóð í stað gjóskufalls. Rann þetta helský yfir landið og fór hratt yfir. Náði bænum Herculaneum. íbúarnir þar höfðu rétt tíma til að komast niður á ströndina til að reyna að komast í báta sína, og því er þarna svo mikið af fólki þegar grafið er. Allt annað en í Pomp- eii. Sex slík ský gengu yfir og það var ekki fyrr en það fjórða sem náði Pompeii. Þannig hefur Haraldur Sig- urðsson getað tímasett atburði þessa 2.000 ára gamla goss lið fyrir lið. — Þetta er ákaflega skemmti- legt viðfangsefni, segir hann. Hann segir að lokið sé að mestu rannsóknunum á eldfjallinu sjálfu, en eftir ýmis rann- sóknastofuvinna. Hann bjóst þó við að halda aftur á staðinn næsta vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.