Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNl 1984 73 Wenders í lengri tíma en mynd Leones var tekið með þögn enda áhorfendur orðnir þreyttir eftir að hafa horft á hana í 220 mínút- ur. Það virðist þó hafa verið þess virði. Malcolm hrósar Harry Dean Stanton fyrir leikinn í Par- ís, Texas, og eins Robert De Niro í mynd Leones. Þriðja besta myndin á hátíðinni að hans mati var sú spænska, Saklausu dýrð- lingarnir, sem fjallar um fátæka bændafjölskyldu, er þrælar fyrir Cannes ’84: Sigurveg- ararnir Gullpálminn: París, Texas. Besti leikstjórinn: Bertrand Tavernier, fyrir „Sunnudag í sveitinni" (Un Dimanche a la campagne). Besta leikkonan: Helen Mirr- en fyrir leik í bresku myndinni Cal. Besti leikarinn: Alfredo Landa og Francisco Rabal fyrir leik í spænsku myndinni „Sak- lausu dýrðlingarnir" (Los Santos Inocentes). Besta handrit: The Angelop- oulis fyrir grísku myndina „Ferðin til cythera" (Taxidi Sta Kithira). Sérstök verðlaun: John Houston, bandarískur leik- stjóri. hefðarfjölskyldu, sem er mjög grimm í hennar garð. Skiptar skoðanir voru um myndina Undir eldfjallinu. Sum- ir sögðu hana vera meistaraverk á meðan aðrir töldu hana hræði- lega. Mynd Skolimowskis, Vin- sældir eru besta hefndin (Suc- eess Is the Best Revenge), sem var önnur af tveimur myndum Breta á hátíðinni (hin var Annað land), olli Malcolm nokkrum vonbrigðum og einnig framlag Nýja Sjálands, Vigil, eftir Vinc- ent Ward. Þær myndir, sem mest heill- uðu Edward Behr hjá banda- ríska tímaritinu Newsweek, voru Undir eldfjallinu, og minnist hann sérstaklega á frábæran leik Albert Finneys, Sunnudagur í sveitinni, eftir Tavernier, er segir frá gömlum listamanni, sem er hundóánægður með lista- mannsferil sinn, Cal, em gerist í Ulster á írlandi og segir frá ung- um manni sem tilneyddur gerist skæruliði í IRA, en breska leik- konan Helen Mirren hlaut leik- konuverðlaunin fyrir leik sinn í henni, og að endingu nefnir Behr Annað land, sem er að nokkru leyti byggð á örlögum njósnar- anna Guy Burgess og Donald MacLeans. Cannes-hátíðin í heild virtist hafa verið heldur dauf í ár. Áð- urnefndur Mathews líkir henni við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1928, „ég meina, þeir kusu Hoover en samt vildi enginn missa af því.“ Og seinna Úr mynd Taverniers, Sunnudagur í sveitinni. segir hann: „ ... Gullpálminn, sem mælikvarði á listfengi, er ekki virði saltsins á poppkorninu þínu. Hann er aðeins banana- splitt alþjóðahátíðar, sem er stór kvikmyndaviðburður með góðum myndum og slæmum og 400 þar á milli. Keppnin um Gullpálm- ann er ekki um bestu myndir í heimi ... Menn eiga eftir að muna þessa Cannes-hátíð, sem hinnar köldustu, blautustu og viðburðasnauðustu í áraraðir. Meira að segja Pia Zadora nennti ekki að láta á sér bera í leiðindaveðrinu." Edward Behr saknaði fjörsins, sem einkennt hefur Cannes í gegnum tíðina. „Það var varla að finna þessar hefðbundnu kampa- víns- og kavíarveislur og límós- ínurnar stóðu mannlausar kvöld eftir kvöld. í fyrsta skipti í 37 ára sögu hátíðarinnar var hún daufleg...“ Hér hefur verið farið nokkrum orðum um álit manna á hinum ýmsu myndum Cannes-hátíðar- innar í ár og eins og sjá má sýn- ist sitt hverjum, eins og eðlilegt er. Til gamans má svo geta þess hér í lokin að Daninn Lars von Trier hlaut sérstök tækniverð- laun fyrir tæknileg atriði í mynd sinni „Forbrydelsens Element". Og danska blaðið B.T. sló eftir- farandi fyrirsögn upp með stríðsletri: „Nú dreymir Trier um Porsche og konu af gyðinga- ættum." Já frægðin ... — ai. Með tímanum fer Ripley að kunna vel við Zimmermann, sem flækist æ meira í málið. Fjórar aðrar myndir Wenders voru á fyrstu kvikmyndahátíð- inni hér á landi og hélt leikstjór- inn stutta tölu við setningarat- höfnina. Hann hvatti mjög ráða- menn til að halda áformum sín- um um kvikmyndalöggjöf til streitu og nefndi máli sínu til stuðnings, að það hafi ekki verið fyrr en eftir að vestur-þýsk stjórnvöld tóku að styrkja þýska kvikmyndagerð fyrir réttum fimm árum (eða 1973) að hún mjög gott man ég,“ segir Sæ- björn. „Hann hafði mikinn áhuga á íslenskri kvikmynda- gerð og kvikmyndum og lands- laginu hér á íslandi og talaði um að sig langaði til að gera hérna kvikmynd, sem síðan hefur ekk- ert orðið úr. Hann sagði mér að nú væri hagur sinn heldur betur að vænkast, því Francis Ford Coppola hefði beðið hann að koma yfir til Bandaríkjanna til að ræða við sig um eitthvert project. Og það kom seinna í ljós að Coppola vildi að hann leik- stýrði Hamett fyrir sig.“ Úr Ameríska vininum frí 1977. rétti úr kútnum eftir áralanga niðurlægingu, og nú væri svo komið að þýsk kvikmyndagerð hefði öðlast viðurkenningu á al- þjóða vettvangi. Hvatti Wenders íslenska kvikmyndagerðarmenn síðan til að láta ekki deigan síga. Á kvikmyndahátíðinni 1978 var haldin samkeppni um ís- lenskar kvikmyndir (sjá með- fylgjandi álitsgerð Wenders) og var Wim Wenders formaður dómnefndar, sem fjallaði um myndirnar. Kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins, Sæbjörn Valdi- marsson, hitti Wenders og spjölluðu þeir margt. Sagði Sæ- björn í samtali við Mbl. að Wenders hefði verið mjög geðug- ur og dagfarsprúður maður og skemmtilegur með afbrigðum. „Honum þótti brennivín í kók Eins og áður hefur komið fram var samvinna þeirra Wenders og Coppola ekki eins og best væri á kosið. Coppola skipti sér meira af leikstjórninni en Wenders kærði sig um, tökur lágu niðri um tíma og það var eiginlega aðeins fyrir framtak Wenders að þeim var framhald- ið. Og útkoman varð æði mis- jöfn. Gagnrýnendur voru ekki á einu máli um ágæti myndarinn- ar, flestir töldu hana lélega og áhorfendur létu ekki sjá sig á henni. Hún þótti einfaldlega slæm, „floppaði" eins og sagt er. En eftir Hamett kom Paris, Texas og'nú stendur Wenders með pálmann í höndunum og þá er aðeins eftir að sjá hvers verð- ur að vænta af honum í framtíð- inni. — ai. Wenders og íslensk kvikmyndagerð Wender mundar kvikmyndatökuvél ina. Leikstjórinn Wim Wenders sem fékk gullpálmann í Cannes fyrir bestu mynd hátíðarinnar er íslend- ingum af góðu kunnugur. Hann var gestur Kvikmyndahátíðarinnar 1978, þeirrar fyrstu sem haldin var hér á landi. Fyrsta mynd sem sýnd var á hátíðinni var mynd hans Amer- íski vinurinn, en auk þess voru sýnd- ar fjórar aðrar myndir eftir hann á hátíðinni. Á þessari hátíð voru veitt fyrstu íslensku kvikmyndaverðlaun- in, en Wenders var formaður dóm- nefndar. Sem formaður dómnefndar skrifaði Wenders stuttan pistil, sem hann afhenti fjölmiðlum. í þessum pistli lýsir hann skoðun sinni á myndunum sem kepptu til verðlauna og viðhorfum sínum til íslenskrar kvikmyndagerðar. Þessi pistill frá 1978 fer hér á eftir, en hann er fróð- legur með tilliti til þess sem síðan hefur gerst í íslenskri kvikmynda- gerð. Mynd Hrafns Gunnlaugssonar Hrafninn flýgur hefur verið sýnd á aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Berlín, og Atómstöð Þorsteins Jónssonar í Cannes. Myndirnar Lilja og Bóndi, sem Wenders fjallar aðal- lega um, eru eftir þá Hrafn og Þor- stein. Lilja eftir Hrafn og Bóndi eftir Þorstein, en það var sú mynd sem hlaut verðlaunin. Hér fer grein Wim Wenders. „Mér finnst aðeins vera þrjár kvikmyndir í samkeppninni, sem koma til álita við veitingu verð- launa: Ballaðan"um Ólaf Liljurós, Bóndi og Lilja. Hinar eru ann- aðhvort of viðvaningslegar eða ópersónulega gerðar, þær tilheyra sviði iðnaðarkvikmynda, sem hafa auglýsingu eða útbreiðslustarf- semi að markmiði. Það er skoðun mín, að framvegis ættuð þið ann- aðhvort að undanskilja slíkar kvikmyndir, eða setja þær í flokk út af fyrir sig. Hinar þrjár ofannefndu kvik- myndir hafa það umfram allar aðrar að vera persónugerðar framsetningar í kvikmyndaformi, sem sýna tilfinningu fyrir stíl og fyrir hinu mannlega. Ballaðan líður meira en hinar fyrir hinn þrönga fjárhagslega stakk, sem henni er sniðinn, til dæmis skort á nægilegri birtu í inniatriðunum og er ekki eins kunnáttusamlega gerð og Lilja, hin skáldsagnar kvikmyndin. Bóndi er góð heimildarkvikmynd, sem í eru nokkur sérstæð atriði, en ef til vill skortir hana í heild sinni festu í uppbyggingu og formi. Þannig fannst mér til dæm- is, að notkun hljómlistar í kvik- myndinni rýrði mjög suma kosti hennar. Því virðist Lilja vera jafnbesta kvikmyndin, og hin eina, þar sem raunverulegum tökum er náð- á hinu afmarkaða efni. Þar sem höf- uðskilyrði til þess að skilja kvik- myndina er mælt mál, og ég skildi ekki orð af því, get ég aðeins dæmt hvernig myndin kom mér fyrir sjónir, en ég er hræddur um að það sé töluverð takmörkun. Því er það tillaga mín, að verð- launin fari til Lilju og/eða Bónda, sem fulltrúa tveggja mismunandi forma, skáldgerðar og heimild- armyndar, og að Ballaðan um ólaf Liljurós fái viðurkenningu. Ef dómnefndin verður að taka af- stöðu um aðeins aðra af tveim, verð ég að láta hana skera úr um hvora. Eftir að hafa séð „Blóðrautt sól- arlag“ eftir Hrafn Gunnlaugsson, gerða fyrir íslenska sjónvarpið, og hrifist af ágætum tökum stjórn- anda hennar, kvikmyndatöku- manns, leikara og höfundar eða framleiðenda á verkinu, langar mig mig til þess að mæla með því við dómnefndina, íslensk yfirvöld, og sérhvern þann sem hefur með málið að gera, eða hefur áhuga á íslenskri kvikmyndagerð, að íhuga alla möguleika til samvinnu milli sjónvarps, innlendrar kvikmynda- gerðar og væntanlegrar aðstoðar ríkisins. Þetta land er of lítið til þess að bera uppi sjónvarp og kvikmyndagerð óháð hvort öðru. Ég veit af eigin raun að jafnvel í landi sem Þýskalandi er það hið sameinaða átak, sem hefur gert tilveru og vöxt hinnar nýju þýsku kvikmyndagerðar mögulega." Farnist ykkur vel. Wim Wenders“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.