Morgunblaðið - 10.06.1984, Side 36

Morgunblaðið - 10.06.1984, Side 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 V\\joub attu 'j'ib'&b þú \/itir ekki h\Jab þetta. er ? H\zer eldaJbi þa2>?" Með morgnnkaíTinu Ég minnist nú þess ekki að þú haf- ir fengið mig til að hlæja síðan þú gafst mér myndina af þér á jólun- um. HÖGNI HREKKVISI ,,\7ETTA El? APALK£PPnI5BÓMIN<3kJRinN HANS." Kenningar Dr. Helga Pjeturs Gestur skrifar: Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um frið. Haldnar hafa verið friðargöngur út og suð- ur, haldnar friðarvikur o.s.frv. o.s.frv. Allt er svo sem gott um það að segja ef það skyldi bera einhvern árangur. Ég mun ekki leggja orð í belg þeirrar friðarumræðu sem átt hef- ur sér stað undanfarið því mér finnst hún oft hafa leiðst út í „pólitískt" jag og nudd sem engum tilgangi þjónar. Heldur langar mig til að skoða þessi mál i öðru og víðara samhengi. Mig langar til í fáum orðum og af veikum ætti að lýsa hugmyndum mínum um manninn sem líftegund, stöðu hans á þessari plánetu og í al- heimi, en það finnst mér einmitt hafa vantað í áðurnefnda friðar- umræðu og frekar verið gutlað á yfirborðinu eins og ég gat um fyrr. Frá því að ég var krakki hefur ein af mínum uppáhaldslesningum verið mannkynssaga. Ég hef fram að þessu lesið allar bækur um sögu mannkynsins sem ég hef náð í. Lengi vel las ég mannkynssög- una eins og spennandi reyfara, las spenntur um örlgagaríkar orust- ur, um fræga herforingja og her- konunga og drottningar (að konur séu eitthvað friðsamari en karlar þar sem þær ná völdum er tóm vitieysa). Einnig las ég um fræga listamenn og heimspekinga og trúarbragðahöfunda. Allt þetta sá ég fyrir mér eins og skuggamynd á tjaldi líkt og Einar Ben. kvöldið góða. Las þetta sem sagt hugsun- arlítið og án dýpri „þenkinga". En þegar ég vitkaðist (að ég held) fór ég að brjóta heilann og fór að leggja erfiðar spurningar fyrir sjálfan mig: Hver er tilgang- ur mannsins? Hvert stefnir hann? Þegar kjarnorkan var leyst úr læðingi og notuð til hernaðar rann eins og ljós upp fyrir mér og dimmdi mér þá fyrir sjónum, þ.e. mannkynið hefur alltaf stefnt að sinni eigin tortímingu. Það sem jók mér skilning á þessu voru rit Dr. Helga Pjeturs, Nýalarnir, en þau rit las ég ein- mitt um þetta leyti. Kenningar Dr. Helga vöktu mikla athygli þegar þær komu fram enda voru þær um margt mjög nýstárlegar og hefur ýmis- legt í þeim sannast eftir hans dag. Mun ég staldra hér við og drepa á nokkrar þeirra. Þar sem ég hef ekki rit hans við hendina verður þetta upprifjun eftir minni. Helgi heldur því fram að lífið sé umbreyting efnis á æðra stig, sé einskonar tilraun heimssálarinnar til æðstu fullkomnunar. Þessi til- raunastarfsemi fer ekki aðeins fram á þessari plánetu heldur víðsvegar um alheiminn, því víðar sé líf en á þessari jörð. Sjörnu- fræðingar nútímans eru reyndar komnir á þessa skoðun eftir að þeir með þeirri tækni, sem þeir ráða yfir hafa lagt undir sig meira af alheiminum. Þeir telja útilokað að ekki sé víðar að finna líf en á okkar jörð og hefur nú risið upp ný vísindagrein, stjörnulíffræði, og má segja að Dr. Helgi Pjeturs hafi verið nokkur framúrstefnu- maður á þessu sviði. Helgi telur að sums staðar tak- ist þessi tilraun en mistakist ann- ars staðar. Þar sem vel hefur tek- ist er lífð komið á miklu fullkomn- ara stig heldur en hér á jörð, já svo fullkomið að tekist hafi að sigrast á hrörnun, þjáningu og dauða. En á öðrum hnöttum hafi tilraunin tekist miður og þar sé lífið ófullkomnara en hér. Helgi talar um tvær megin- stefnur sem lífið í alheimi stjórn- ast af, þ.e. helstefna og lífstefna, og eftir því hvorri stefnunni sé fylgt ráðist farnaður eða ófarn- aður alls lífins. Helgi telur að mjög geti brugðið til beggja vona um tilraunina hér á jörð. Hann telur að mannkynið standi frammi fyrir algjörri glötun ef það ekki sjái að sér (það skal tekið fram að ekki var búið að leysa kjarnork- una úr læðingi þegar hann skrif- aði þessar bækur). Það hafði sem sagt alltaf fylgt helstefnu en nú verður það að breyta um og fylgja Iífstefnunni í staðinn ef ekki á illa að fara. Helgi leggur mikið upp úr því að ná sambandi við verur frá öðrum plánetum, sem eru lengra komnar en við á þroskabrautinni. Ef að mannkynssagan er krufin til mergjar kemur í ljós að margt í áðurnefndum kenningum Helga stenst dóm sögu og reynslu. Allar uppfinningar hefir maðurinn not- að í og með sem hrís á sig sjálfan, það er til dauða og tortímingar, og ég tel það algjört kraftaverk ef ekki verður það sama uppi á teng- ingnum hvað kjarnorkuna áhrær- ir því ég veit ekki eitt einasta dæmi þess í sögunni að vopn, sem hafa verið fundin upp, hafi ekki verið notuð fyrr eða síðar. Nú neita ég því alls ekki ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til bjargar og reynt hafi verið að snúa við á braut helstefnunnar, og á ég þar við ýmsar trúarhreyf- ingar og þá sérstaklega kristin- dóminn og einnig heimspekikenn- ingar eins og Taóisma. Þá má ekki heldur gleyma ýmsum þjóðfélags- stefnum, sem öllu áttu að bjarga, en það er eins og mikið af þessari viðleitni til góðs virðist hafa runn- ið út í sandinn eða snúist í and- stæðu sína. En spurningin er hver er orsökin að svona hefur farið? Við því fæ ég einungis eitt svar. Það hefur eitthvað farið úrskeiðis með manninn, hann er að ein- hverju leyti misheppnaður sem tegund. Ég fór að glugga í Biblíuna um daginn og í Mósebókunum rakst ég á ýmislegt sem mér fannst mjög athyglisvert til skilnings á eðli mannsins og um leið spádóm um örlög hans. T'ökurn til dæmis döguna um syndafallið og skilningstré góðs og ills. Þar kemur greinilega fram að maðurinn gekk of langt og braut með því vilja Guðs. Hann hafði ekki nægilegan siðferðisþroska til að fara með þá tækniþekkingu og vald það sem honum var gefið. Eða þá sagan um Kain og Abel, sem ekki er margorð en segir því meira. Þar segir frá því, sem greinir manninn frá öðrum lífver- um jarðarinnar og er raunveru- lega meginorsök ófarnaðar hans, þ.e. hann drepur innan sinnar eig- in tegundar. En er ekkert til bjargar? mun þá einhver spyrja. Dr. Helgi Pjeturs telur það eitt til bjargar, eins og áður segir, að ná sambandi við verur frá öðrum hnöttum, sem eru okkur fremri og fullkomnari, og leita hjálpar hjá þeim. Aðrir binda vonir sínar við endurkomu Jesú Krists. Ég sagði áðan að það væri ekkert nema kraftaverk, sem gæti bjargað mannkyninu út úr þeim ógöngum sem það hefur ratað í, og krafta- verk hafa gerst og geta því enn gerst. En gerist kraftaverk til bjargar manninum verður það ekki fyrir hans tilstilli. Þar verða önnur og sterkari öfl að verki, en við skulum samt lifa í voninni því „vonarsnauða viskan veldur köldu svari". í sama gæðaflokki og kartöflurnar KK skrifar: Kæri Velvakandi. Ég bið um áheyrn. Ég þarf að kvarta um sjónvarp- ið. Eg.spyr, er ekki hægt að kaupa aðrar myndir en með Woody All- en? Eða er hann kannski uppáhald þeirra sem velja sjónvarpsefnið? Og þessir eilífu þýsku söng- skemmtiþættir þar sem söngvar- arnir eru rammfalskir. Fyrir minn smekk er Woody Allen eitt leiðinlegasta og ófrýnilegasta fyrirbæri sem sést hefur á hvíta tjaldinu í allri kvikmyndasögunni. Hann er í sama gæðaflokki og kartöflurnar frægu. Hætta verður sýningum á þessum asnagangi, því að á hann er ekki horfandi fyrir heilbrigt fólk. Nú munu margir nefna takkann góða og er minn takki orðinn talsvert slitinn því að ansi oft hef- ur verið slökkt á imbanum undan- farið, á þessu verður að verða breyting, og því spyr ég: Hvers vegna eru aldrei sýndar gamlar góðar myndir (það má jafnvel endursýna myndirnar), kúreka- myndir, indíánahasar, Áfram- myndirnar, og framhaldsflokka eins og Aston-fjölskylduna, For- syte, Dísa í flöskunni og fleiri og fleiri. Það er nefnilega komin ný kynslóð sem aldrei hefur séð þessa góðu þætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.