Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 Emil Guðmundsson, hótelstjóri, kynnir gestum starfsemi Blómasalar Hótels Loftleiða. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Hótel Loftleiðir: Víkingar og tískudömur HÓTEL Loftleiðir tók til starfa fyrir 18 árum. Þá var jafnframt byrjuð framreiðsla á köldum mat á híaðborði í hádeginu. Nú hefur ver- ið aukið við kalda borðið og er nú fjölbreyttara úrval fiskrétta en áð- ur. Óskar Guðjónsson, yfirmat- sveinn, á veg og vanda af borðinu. Þar er, auk fískrétta, að fínna úrval af rammíslenskum mat, s.s. hákarl, hval og hangikjöt. Að sögn Emils Guðmundssonar, hótelsstjóra, hafa útlendingar gaman af að bragða ís- lenska matinn, þó sumir þeirra verði dálítið undarlegir á svipinn þegar þeim er boðinn hákarl. Víkingakvöld eru í Blómasal á hverju sunnudagskvöldi, þar sem boðið er upp á víkingamjöð, lambakjöt og pönnukökur. Vík- ingakvöldin, sem hafa verið reglulega í tvö ár, eru sérstök að því leyti, að þá klæðast matsvein- ar víkingaklæðum og fram- reiðslustúlkur klæðast að hætti víkingakvenna. Síðastliðin 11 ár hafa verið tískusýningar á Hótel Loftleiðum og verður svo einnig nú í sumar. Sýningarnar, þar sem kynntur er ullarfatnaður og skartgripir, verða í hádegi alla föstudaga. Óvænt ævintýri Hebba ÞEGAR blaðamenn Morgun- blaðsins fóru hringferð um land- ið í siðustu viku til þess að afla efnis i sjómannadagsblað Morg- unblaðsins voru þeir að fara frá Vestmannaeyjum til Neskaup- staðar á einni af flugvélum Leiguflugs Sverris Þóroddssonar. Um það leyti ienti þar Fokker Flugleiða og kom þá í ljós að ungur piltur úr Reykjavík, 10 ára gamall, hafði farið í ranga vél og var lentur i Vestmannaeyjum í stað þess að vera á leið til Eg- ilsstaða þar sem von var á fólki frá Neskaupstað til þess að sækja hann. Til þess að stytta leiðina fyrir Herbert litla tóku Morgunblaðsmenn hann með sér til Neskaupstaðar þar sem faðir hans tók á móti honum, en pilt- urinn var hinn ánægðasti með óvænt ævintýri. Ljóam. Mbl. Sigurgeir úr Eyjum. Herbert á fíugvellinum á Neskaupsstað ásamt Albert Baldurssyni flugmanni frá Leigufluginu. L I T M Y N D I R VIÐ FRAMKOLLUM OG KÓPÍERUM MYNDIRNAR Á 60 MÍNÚTUM SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219 Agnethe Christensen, altsöngkona. Tónleikar í Fríkirkjunni Á hvítasunnudag, 10. júní, verða tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík og hefjast kl. 21.00. Agnethe Christen- sen altsöngkona og Henry Linder klarínettuleikari frá Danmörku halda kvöldskemmtun, sem helguð verður „Dala-kórulunum“, en svo nefnist blanda af gömlum sálmalögum og þjóðlegri tónlist sænskri, eins og hún var í Dölunum í Svíþjóð á síðustu öld. Á efnisskrá eru ellefu Dalakóral- ar, þrjú lög handa einleiksklarín- ettu eftir Werner Wolf Glaser (f. 1910 í Gautaborg) og Dalakórala- svíta fyrir klarínett og einsöngs- rödd um sálmalagið „Þann signaða dag“ eftir Leif Kayser (f. 1919 j Danmörku). Henry Linder, klarínettuleikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.