Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 Frá tilnefningu Botha í embætti forsætisrádherra 1978. Elanza dóttir hans óskar honum til hamingju. Kona hans fylgist með. ,,Haukurinn“ Skipulag hersins og aginn, sem þar ríkti, höfðuðu mjög til hans og það var á þessum árum sem hann fékk orð fyrir að vera mikill „haukur". Hann lýsti því yfir að hann mundi aldrei láta Namibíu af hendi við „marxistann og hryðjuverkamanninn" Sam Nuk- oma, leiðtoga SWAPO, og gagn- rýndi einn af leiðtogum stjórn- arandstæðinga þegar hann kom heim frá Zambíu, þar sem hann hafði rætt við Kenneth Kaunda forseta, fyrir að umgangast „vini morðingja og nauðgara". Nú hæla Suður-Afríkumenn Kaunda fyrir „stjórnvizku" og hafa rætt við Nukoma. Botha stækkaði heraflann og gerði á honum miklar endurbæt- ur. Herútgjöld tuttugufölduðust á einum áratug og hann skipulagði innrásina í Angólu 1975. Hermenn eru enn í hópi nánustu ráðunauta hans og hermál eru eina áhugamál hans fyrir utan stjórnmálin. Hann setti sig vel inn í herfræðikenn- ingar á þessum árum og háskólinn í Stellenbosch sæmdi hann heið- ursnafnbót í hervísindum. Hann varð forsætisráðherra fyrir tilviljun í september 1978. Hneyksli í upplýsingaráðuneytinu varð Jóhannesi Vorster forsætis- ráðherra og arftaka hans, Connie Mulder, að falli. Þetta mál minnti á Watergate-hneykslið í Banda- ríkjunum og var kallað „Mulder- gate“, en Botha kom ekki nálægt því. Hann hafði setið lengur í rík- isstjórn en nokkur annar ráðherra og allir gátu sætt sig við val hans sem eftirmanns Vorsters. Þar sem Botha var talinn mikill „haukur" bjuggust fáir við mikl- um breytingum þegar hann tók við, en hann sýndi frá upphafi sveigjanleika í afstöðu sinni til 22 milljóna svartra íbúa Suður- Afríku. Hann fór t.d. fljótlega í heimsókn til Soweto, fjölmenns bæjar við Jóhannesarborg. Hann var fyrsti forsætisráðherra Suð- ur-Afríku, sem það hafði gert, og andstæðingar hans urðu forviða. Ein mikilvægasta breytingin, sem stjórn hans hefur gert í kyn- þáttamálum, er sú að verkalýðs- félög blökkumanna hafa fengið lagalega viðurkenningu og rétt- indi blökkumanna til að stofna verkalýðsfélög hafa verið aukin. Hann hefur einnig átt fundi með fulltrúum stórfyrirtækja, sem eru undir stjórn enskumælandi stjórnarandstæðinga — frjals- lyndra Engil-Saxa og gyðinga, sem leiðtogar Afríkana fyrirlíta. Síðan hefur Botha boðað um- bætur í nokkrum ræðum og hvatt hvíta landsmenn til að sætta sig við þær. „Við verðum að aðlagast, að öðrum kosti deyjum við út,“ er viðkvæðið hjá honum. Þetta varð til þess að margir hvítir Suður-Afríkumenn, sem höfðu ekki viljað vera bendlaðir við aðskilnaðarstefnu stjórnarinn- ar, í kynþáttamálum, apartheid, komu til liðs við hann. Þeir vilja umbætur, en óttast stjórn blökku- manna og Botha virtist bjóða töfraformúlu, sem fól í sér breyt- ingu án þess að slakað yrði á yfir- ráðum hvítra manna. Uppreisn Pólitískt hugrekki Botha hefur sjaldan komið eins vel í ljós og í nóvember 1982, þegar til uppgjörs kom milli hans og öfgafullra íhaldsmanna í Þjóðernisflokknum undir forystu dr. Andries Treurn- icht, sem hefur verið ráðherra, áhrifamaður í hollenzku siðbót- arkirkjunni, formaður leynifélags- ins Broederbond og formaður Þjóðernisflokksins í Transvaal. Þessir menn höfðu snúizt önd- verðir gegn tillögum Botha um að veita 2,7 milljónum kynblendinga og 850.000 indverskum íbúum Suður-Afríku takmörkuð áhrif á stjórn landsins. Botha veitti upp- reisnarmönnunum vikufrest til að samþykkja tillögurnar eða segja sig úr flokknum. í nokkra daga leit út fyrir að Þjóðernisflokkurinn í Transvaal færi í stjórnarandstöðu undir for- ystu dr. Treurnichts og þar með hefði stjórnin misst stuðning um það bil helmings fulltrúa sinna á þingi og kjarna stuðningsmanna sinna. Botha fór flugleiðis til Pret- oriu, þar sem stjórn Þjóðernis- flokksins í fylkinu ræddi hvað til bragðs skyldi taka, mætti óboðinn á fundinn og hvatti til einingar í áhrifamikilli ræðu. Honum tókst að halda uppreisninni í skefjum og þegar dr. Treurnicht sagði sig úr flokknum fylgdu honum aðeins 16 þingmenn þjóðernissinna. Klofningurinn var engu að síður erfið reynsla og vakti ugg um aft- urhvarf til illvígra innbyrðis deilna Afríkana á árunum áður en þjóðernissinnar komust til valda og þjóðarklofning. En aukið fylgi Botha meðal enskumælandi Suð- ur-Afríkumanna, sem venjulega hafa kosið stj'órnarandstöðuna, hefur vegið upp á móti því fylgi, sem hann hefur misst meðal harð- línumanna. Þetta kom í ljós í þjóðarat- kvæðagreiðslu í nóvember sl., þeg- ar 66% kjósenda hvítra kjósenda samþykktu tillögur Botha um hina nýju stjórnarskrá. Hún mun veita kynblendingum og fólki af ind- verskum uppruna rétt til að kjósa ákveðinn fjölda þingmanna, sem sitja munu í aðskilinni þingdeild, og gerir ráð fyrir að kynblend- ingar og Indverjar verði skipaðir í ríkisstjórn. Þessi lög, sem taka gildi í september, tryggja að sjálfsögðu að allar endanlegar ákvarðanir verða sem fyrr í hönd- um hvíta minnihlutans. Fullyrt er að með þessum breyt- ingum hafi Botha farið að ráðum vina sinna úr hernum, sem hafi með þeim viljað treysta stjórn hvíta minnihlutans í sessi. Náin vinátta Botha og Magnúsar Mal- ans hershöfðingja, fyrrverandi yf- irmanns heraflans og núverandi landvarnaráðherra, hefur leitt til ásakana um að herinn hafi of mik- il áhrif á störf stjórnarinnar, en Malan og aðrir ráðherrar þver- taka fyrir það. „Það er aðeins einn maður, sem stjórnar þessari ríkis- stjóm og það er P.W.,“ sagði einn þeirra nýlega. Aðdáendur Botha halda því nú fram að hann hafi alltaf beitt sér fyrir sáttum við kynblendinga, sem flestir tala mál Afríkana og aðhyllast sömu trú og þeir. Botha hefur heldur aldrei farið dult með samúð sína með kynblendingum. Einu sinni skipaði hann embættis- mönnum á landbúnaðarsýningu í kjördæmi sínu að veita kynblend- ingum aðgang; „Þessir menn berj- ast á landamærum okkar og vinna í verksmiðjum okkar. Þeir eru tryggir borgarar þessa lands.“ En margir kynblendingar benda á að Botha hafi aldrei lagzt gegn lögum frá 1956, er sviptu kyn- blendinga í Höfðafylki kosninga- rétti. Þeir benda einnig á að þegar hann fór með mál kynblendinga í ríkisstjórn 1966 hafi hann undir- ritaði illræmda tilskipun, sem varð til þess að sögulegt hverfi kynblendinga í Höfðaborg, svo- kallað „Hverfi 6“, var jafnað við jörðu og 60.000 íbúar þess fluttir 67 til nýrrar byggðar á sandauðnum við False Bay. Útrýmingarhætta Afríkanar hafa búið í Suður- Afríku í þrjár aldir og eiga sér engar rætur lengur í Evrópu. Svartir þjóðernissinnar hafa þrengt meir og meir að hvítum mönnum í Afríku og hvítir íbúar Suður-Afríku telja sig í útrým- ingarhættu. Þeir ætla alls ekki að afsala sér raunverulegum pólitísk- um völdum; þeir óttast að þar með verði þeir minnihlutahópur í landi, sem aðrir stjórna, og glati tilverurétti sínum. Þann rétt er Botha staðráðinn í iað varðveita og að því leyti hefur engin grundvallarbreyting orðið. Þær breytingar, sem hann hefur beitt sér fyrir, miða að því að sníða verstu agnúana af apart- heid-kerfinu og miða ekki að rót- tækum uppskurði. Tilgangurinn er að tryggja áframhaldandi völd Afríkana á tímum aukins þrýst- ings heima fyrir og erlendis frá. „Ég er hlynntur því að laga- ákvæði, sem gera ráð fyrir óþörfu og skaðlegu misrétti, verði felld niður. Mörg þeirra hafa verið felld niður,“ sagði hann 1979. „En ég er ekki hlynntur þvinguðum sam- runa og er ekki hlynntur því að sjálfsákvörðunarrétti þjóðar minnar verði stefnt í hættu." Hann kveðst einnig „trúa á varð- veizlu menningarlegra verðmæta". Markmið Botha og dr. Treur- nichts og annarra harðlínumanna eru því í aðalatriðum hin sömu og þá greinir aðeins á um leiðir að markinu. Hins vegar hafa breyt- ingarnar á stjórnarskránni verið gerðar í trássi við vilja flokks- þinga Þjóðernisflokksins og Botha hefur verið gagnrýndur í flokkn- um fyrir að hafa ekki haft hvíta kjósendur með í ráðum. Allar frekari breytingar hafa í för með sér þá hættu að fleiri hægrimenn snúi baki við flokknum. En Botha hefur komizt að þeirri niðurstöðu að alger aðskilnaður sé ekki lengur raunhæfur möguleiki og að kynblendingar, og ef til vill Indverjar síðar meir, séu forrétt- indastétt borgar-blökkumanna, sem hvítir menn þurfi að fá til samstarfs. Hann ætlar alls ekki að koma því til leiðar að Afríkanar og aðrir hvítir menn verði minni- hluti í landi, sem aðrir stjórni. Botha lætur senn af embætti forsætisráðherra, en völdum hans lýkur ekki þar með. Hann verður líklega forseti í haust. Völd for- seta verða aukin og eftir á að koma í ljós hvað breytingum það veldur á stöðu hans og ástandi suður-afrískra stjórnmála. GH í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTOFÍGI Sumarið er komið og framundan eru ferðalög og útilegur. En hvert sem leið þín liggur, skaltu hafa með þér góða bók og birtugjafa af bestu gerð; litla Ijósálfinn. Þegar aðrir tjaldbúar eru komnir í fastasvefn, þá skalt þú festa litla Ijósálfinn á bókina og lesa síðan í ró og næði, án þess að trufla svefnfriðinn. Einn stærsti kostur itla Ijósáifsins er að hann getur notast við rafhlöður og þannig lýst þér við lesturinn, í bílnum, bátnum, flugvélinni, tjaldútilegunni, sumarbústaðnum, - hvar sem er! Borgartúni 22, sími 24590, Reykjavík Fæst einnig í bóka- og gjafavöruverslunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.