Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 20
MORGUNB*)IÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNl 1984 Þetta er skáldskapur byggður á stað- reyndum, segir Dougal Dixon, breskur líffræðingur, um bók sína After Man. En þar setur hann fram ýmsar tilgátur um lífverur þær, sem muni byggja jörð- ina fimmtíu milljón árum eftir að mað- urinn er horfínn af yfírborði hennar. Staður og Stund; Jörðin eftir 50 milljón ár. Mann- kynið er löngu liðið undir lok og einnig flestar tegundir, sem í dag ráða lögum og lofum í dýraríkinu. Meginlöndin hafa færst úr stað og á þeim reika nýjar dýrategundir. Þetta er myndin, sem breski líf- fræðingurinn Dougal Dixon dregur upp í bók sinni „After Man“ og kveðst byggja á þeim lögmálum þróunarinnar, sem þekkt eru í dag. Bók þessi kom út í Englandi árið 1981 og í formála hennar segir hinn þekkti dýrafræðingur og rithöfund- ur Desmond Morris m.a.: „Um leið og ég sá þessa bók, óskaði ég þess að ég hefði skrifað hana sjálfur. Hugmyndin að henni er frábær, framsetningin listilega af hendi leyst. Það sem gerir bókina jafn vel heppnaða og raun ber vitni og dýr- in, sem hún kynnir okkur fyrir sannfærandi, er jafnvægislist höf- undar. En líflegar og oft á tíðum fj arstæðukenndar draumsýnir hans, lúta ströngum vísindalegum aga, sem setur þær skör hærra en hin fáránlegu skrýmsl, sem oft gefur líta í „framtíðarvísindaskáld skap“ af ýmsu tagi.“ Desmond Morris klykkir út með því að segja, að eini „ókosturinn“, sem hann sjái við bókina, sé sá, að lesandinn kunni að fyllast trega yf- ir því að sum þessarra dýra, sem höfundur lýsi af svo miklu listfengi, skuli ekki vera meðal okkar nú þeg- ar. Um það sýnist eflaust sitt hverj- um, því ekki eru allar verurnar sem birtast á síðum „After Man“ þeirrar gerðar, að marga fýsi að komast í návígi við þær. En til þess mun heldur ekki koma, gangi framtíðarspá Dixons eftir. Því eins og áður sagði, gefur hann sér þær forsendur í skrifum sínum, að mannkynið verði löngu búið að útrýma sjálfu sér þegar hér er komið sögu. „After Man“ fjallar því ekki um manninn, heldur þá sem erfa landið að honum gengnum. Hér verður að- eins tæpt á skoðunum höfundar á því hverjir það verða og kynnt nokkur forvitnileg sýnishorn af furðum framtíðarinnar, eins og þær koma Dougal Dixon fyrir sjónir. Banabiti mannsins verður hann sjálfur „Þróun er ekki fyrirbæri, sem leið undir lok með núverandi skipan líf- keðjunnar á jörðinni, heldur ferli, sem heldur stöðugt áfram og hægt er að skoða með því að líta í kring- um sig í dag og eins með rann- sóknum á steingervingum og öðrum minjum um fyrri tíma. Þróun líf- ríkisins er viðstöðulaus, hún var, er og verður til staðar í einhverri mynd svo lengi sem líf fyrirfinnst á jörðinni," segir höfundur m.a. í upphafi bókarinnar og bætir því við, að eðli þróunar sé að vera til bóta á því sem fyrir er. „En þegar litið er á hinar fullkomnu lausnir á aðlögunarvanda hinna ýmsu teg- unda, sem náttúran býður upp á; hinn langa háls gíraffans, fimi ap- ans og litbrigði sandeðlunnar, sem gera henni kleift að dyljast skarp- skyggnum óvinum, þá verður erfitt að ætla sér að bæta um betur og nær ógerlegt að gera sér grein fyrir framvindunni í þróun þessarra eig- inleika. Því hvernig er hægt að bæta það, sem er jafn nærri full- komnun?" spyr höfundur, en bætir því við að einn sé þó sá þverbrestur í fullkomnuninni, sem liggi í augum uppi. „Það er eyðingarmáttur manns- Fimmtíu milljón ár eru liðin frá öld mannsins Meginlönd Afríku, Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku mynda eina heild og enn- fremur er Ástralía orðin áföst þeira. Suður-Ameríka hefur siitnað frá Norður- Ameríku og hefur nú svipaða stöðu og hún mun hafa haft á tertíertímanum. ins og röskun hans á hárfínu jafn- vægi náttúrunnar. Ég hef leyft mér — og ekki að ósekju — að gera þá staðreynd að hornsteini í tilgátum mínum og gert ráð fyrir að maður- inn hafi útrýmt þeim tegundum, sem nú þegar eru í hættu og nær lagt í rúst eðlilegt umhverfi þeirra áður en röðin kemur að honum sjálfum og hann deyr út. Þegar það verður, getur þróunin aftur tekið til starfa við að bæta tjónið, sem mað- urinn hefur valdið og fylla upp í skörðin, sem skapast hafa í dýra- ríkinu fyrir hans tilverknað. Arftakarnir Hráefnið í „viðgerðir" náttúrunn- ar á lífkeðjunni verða þær dýrateg- undir, sem nú þrífast þrátt fyrir tilvist mannsins og tilraunir hans til að útrýma þeim og munu því lifa hann. Dýr, sem við fyrirlítum mörg hver og lítum á sem sníkjudýr og pestarbera. Þau eru mun líklegri til þess að lifa af en húsdýrin, sem hafa þróast undir handarjaðri mannsins til þess að þjóna þörfum hans og eru því háð honum. Afraksturinn af þessum vanga- veltum er dýrafræði jarðarinnar eftir 50 milljón ár eins og hún kem- ur mér fyrir sjónir, rökstudd með þekktum grundvallaratriðumum kenningum um þróun lífsins og vistfræði jarðarinnar. Niðurstöð- urnar eru skáldskapur — byggður á staðreyndum. Hér er enginn spá- dómur á ferðinni, heldur úttekt á því, sem hugsanlega gæti orðið. Skýrslan er rituð í nútíð, því henni er beint til þeirra, sem hafa áhuga á að taka sér ferð fram í tímann og dvelja þar um stund ásamt hinum nýju íbúum jarðarinnar." Svipaö loftslag — breytt landaskipan Veröldin yrði ekki óþekkjanleg í augum mannsins, gæti hann litið hana augum fimmtíu milljón árum eftir að hann er sjálfur liðinn undir lok. Gróðurfar og loftslag er í grófum dráttum svipað því sem var. En landrek hefur gert það að verkum að nú er hægt að ganga þurrum fótum milli meginlanda Evró-Asíu, Ástralíu og Norður-Ameríku. Suður-Ameríka er orðin eyland, líkt og var á tertieröld. Dýralífið hefur hins vegar breyst, þó að ennþá skiptist dýrin í fiska, spendýr, skriðdýr o.s.frv. og þeim svipi í mörgu til þeirra teg- unda er voru samtíða manninum á jörðinni. Róttækustu breytingarn- ar hafa átt sér stað meðal háþróuð- ustu tegundanna, fugla og spen- dýra, sem vegna aðlögunarhæfi- leika sinna bregðast skjótt við breyttum aðstæðum í umhverfinu með því að þróa og framleiða ný afbrigði og tegundir. Þar sem helstu vaxtar- og veru- svæði jurta og dýra eru mikið til óbreytt (þó að grðurfarsbeltin hafi færst nokkuð úr stað), verður skýr- ingin á breytingunum á lífríkinu ekki sótt þangað, heldur hlýtur hana að vera að finna í óendanleg- um fjölbreytileika náttúrunnar og hinum mikla fjölda lausna á aðlög- unarvanda hverrar tegundar fyrir sig, sem hún býður upp á. Það fer síðan eftir uppruna hverrar teg- undar fyrir sig hvaða „ lausn" verð- ur að lokum ofan á. Sé kvikindi búið einhverjum þeim eiginleika sem auðveldar því lífsbaráttuna í því umhverfi sem það hrærist í, eru allar líkur á að sá eiginleiki eða líkamseinkenni muni þróast með Fagur límaðir íbúar Kyrrahafseyjar NÆTURSTIKLARINN Á Kyrrahafseynni Batavia eru fleslir íbúanna afkomendur leður- blaka. Batavia er ung eyja frá jarðfrœðilegu sjónarhorni séð og orðin til við eldvirkni neðansjávar, líkt og Hawaii-eyjar, en þcer eru löngu sokknar í sce. Fyrstu íbúar nýrra landa eru oftast fuglar, en á Batavia urðu spendýrin fljúgandi, leðurblökurnar, fyrri til. Þeim tókst að hreiðra svo vel um sig að nú fylla þcer flest vistfrœðileg rúm á eynni og hafa þróast í ýmsar áttir. Sumar tegundirnar lifa I sjónum. aðrar hafast aðallega við í trjám og enn aðrar halda sig við jörðina, en allar hafa þœr til að bera sameiginleg einkenni, sem þcer hafa hlotið I arf frá formceðrum sínum, leðurblökunum. Stœrsta tegundin og jafnframt sú skœðasta er nceturstiklarinn (Manambulus perhorridus). Hann er u.þ.b. einn og hálfur metri á hceð, leggirnir voru vcengir á forverum hans ogþað, sem á þeim voru afturlappir, sveigist fram á nceturstiklaranum og myndar útlimi, sem minna á hendur. Nceturstiklararnir halda hópinn, fara um skóga eyjarinnar í skjóli ncetur með ófögrum hljóðum og eira þá engu kviku, sem á vegi þeirra verður. þvi og styrkjast, framar öðrum, sem gera má ráð fyrir að væru jafnvel enn fullkomnari en eiga sér ekki þróunarlegar forsendur í upp- runa dýrsins. Tómarúmið sem skapaðist þegar maðurinn féll úr hásæti sínu varð hvatinn að tilurð nýs lífríkis og það eru íbúar þess og hæfni þeirra til þess að komast af á hinum ótal- mörgu og ólíku íverustöðum, sem jörðin býður upp á, sem hér verða kallaðir til sögu.“ Höfundur After Man gerir öllum helstu gróður- og veðurfarsbeltum jarðarinnar skil í lýsingum sínum á lífinu á jörðinni fimmtíu milljón árum eftir „öld mannsins", eins og gera má ráð fyrir að það verði sam- kvæmt hugmyndum hans og ímyndunarafli. En hér er að sjálf- sögðu aðeins hægt að stikla á stóru og bregða upp nokkrum svipmynd- um af þessum „arftökum" okkar eins og þeir koma Dougal Dixon og teiknurunum sem aðstoðuðu hann við verkið fyrir sjónir. (HUdur Helga Sigurðardóttir tók saman.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.