Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 87 stöddu. Alf Sjöberg hafði töluverð áhrif á Bergman sem kvikmynda- leikstjóra og þessi mynd varð hon- um mjög lærdómsrík. Árið 1944 var Bergman ráðinn sem leikhússtjóri við borgarleik- húsið í Helsingborg, sem þá átti að leggja niður samkvæmt nýrri menningarpólitík ríkisins. Ríkis- styrkur var felldur niður en kjör borgarleikhússins í Malmö bætt sem því nam, enda Malmö stærri borg með gamla leikhúshefð. Þessu vildu borgaryfirvöld í Hels- ingborg ekki una. Vár þetta talin talsverð áhætta og Bergman var þar með orðinn yngsti leikhús- stjóri Svía. Staðan var að visu lé- lega launuð, en ekki vantaði vilj- ann og með völdu liði tókst hann á við vandann. Þrátt fyrir ung- gæðisbrag á ýmsu í fyrstu tókst Bergman og leikurum hans að endurlífga áhuga borgarbúa á leikhúsinu — fólkið keypti sig inn á sýningarnar og blöðin tóku að skrifa um þær. Tvö næstu árin eru ljósustu punktarnir í leikhússögu Helsingborgar. Bergman fór það- an reynslunni ríkari og stefndi eftir það á stærri mið. En Stokkhólmur hafði ekki enn opnað augun fyrir stórmeistara leikhússins og frá 1946—49 var hann leikstjóri við borgar- leikhúsið í Gautaborg. Hann tók | þátt í leiksviðssetningu þjóðleik- hússins í Stokkhólmi árið 1951 | sem tókst vel. Ekki nægði það þó til þess að tryggja starfsgrundvöll hans í höfuðborginni og aftur sótti hann suður á bóginn og nú til Malmö þar sem hann starfaði í næstu 6 ár. f Malmö gerði Berg- man stormandi lukku sem leik- stjóri og náði þar fullum þroska. Hann var þá þegar talinn fremsti Strindberg-túlkandi og margir töldu hann besta leikstjóra Svía. Margir bestu leikararnir sóttu til Malmö til þess að fá tækifæri til að vinna með honum og segja má að á sjötta áratugnum hafi sænsk leiklist náð hvað mestum blóma í Malmö. Þennan tíma var Bergman einnig einkar frjór sem kvik- myndagerðarmaður og flest sum- ur vann hann við upptökur kvik- mynda og réð þá til sín sömu leik- arana og hann vann með á leik- sviði. Þannig myndaðist grund- völlur fyrir hóp ungra leikara að starfa á launum árið um kring að list sinni og ýmsir þeirra yngri uxu með Bergman og náðu síðar hylli á alþjóðamælikvarða. Má þar einkum nefna Liv Ullmann, Max von Sydow og Bibi Anderson. Bergman hefur átt einkar auðvelt með að laða fram það besta í hæfi- leikum leikaranna — verið kröfu- | harður en um leið fullur samúðar og skilnings. Þetta er nánast ein- róma vitnisburður þeirra leikara sem starfað hafa með honum og líklega ein aðalforsenda frama hans sem leikstjóra á sviði og í kvikmyndum. Umbótamaður sjöunda áratugarins Bergman flutti til Stokkhólms 1960 og starfaði næsta áratug meira eða minna í tengslum við Dramaten og var að auki leikhús- stjóri þar í þrjú ár. Staða hans var nú óvefengjanleg og það sterk gagnvart stjórnvöldum að hann komst upp með það að sprengja hvað eftir annað þær fjárhags- áætlanir sem honum var ætlað að vinna eftir. Hann hafði ákveðnar hugmyndir um umbætur í leik- húsmálum" sem hann keyrði í gegn. Hann vildi ná til stærri hóps áhorfenda og lækkaði miðaverðið — það varð ódýrara að fara í þjóð- leikhúsið en í bíó. Laun leikaranna voru hækkuð og átti Bergman mestan þátt í því að auka veg og virðingu leikara og leikhússins yf- ir höfuð. Leikhúsið skyldi verða spegill mannlífsins og samviska þjóðfélagsins. „Leikarar,“ sagði hann, „eiga ekki að fá lægri laun en biskupar og lektorar." Þessi ár Bergmans á Dramaten voru einnig nýskapandi á leik- rænu tjáningarformi og ýmsar til- raunir í sviðsetningu gerði hann sem tókust misjafnlega. Hann leyfði sér að fylgja reglunni „listin listarinnar vegna“. Áheyrendur voru virkjaðir og sviðsetningar urðu ferli sem var listræn tjáning út af fyrir sig. Umræðufundir voru skipulagðir og leikarar svör- uðu spurningum áhorfenda. Sér- stakar sýningar fyrir börn og unglinga voru settar upp þar sem farið var út fyrir ramma hins hefðbundna barnaleikrits. Leik- húsið hafði uppeldislegu hlutverki að gegna. „Lífið er list“. Bergman í „útlegð“ Seinni hluta áttunda áratugar- ins starfaði Bergman mest utan Svíþjóðar. Hann var orðinn það stórt nafn að leiksvið hans var orðið stærra en Svíþjóð. List hans var orðin stórfyrirtæki með útibú bæði í Svíþjóð og Sviss. Nú fór skriffinnskan að krukka i skatta- framtöl Bergmans sem hann hafði sérfræðinga til að sjá um. En einn góðan veðurdag í janúar 1976 kemur lögreglan inn á svið Dram- aten þar sem Bergman var á æf- ingu og skipar honum með valdi að fylgja sér niður á stöð. Hann er ákærður um skattsvik og saksókn- ari undirbýr mál á hendur honum. Bergman brotnar saman og er fluttur á sjúkrahús. Möppudýrin ætluðu sér greinilega að troða list- sköpunina undir fótum sér. Fjöl- miðlar helltu sér yfir málið og ákærur gengu á víxl. Bergman taldi sig hafa orðið fyrir ólög- mætri árás og kærði málið fyrir yfirrétti. Eftir margra mánaða réttarrannsókn var komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið um vísvitandi skattsvik að ræða, en skattstofan og Ingmar Bergman, eða ráðgjafar hans, voru ósammála um hvernig skil- greina ætti tekjur hans og fór það mál fyrir dómstóla. Ingmar varð svo svekktur á öllu saman að hann yfirgaf Svíþjóð og settist að í Þýskalandi þar sem hann vann næstu árin. Kreppa í sænsku leikhúslífi Undanfarin ár hefur verið talað um stöðnum og jafnvel hnignun í sænsku leikhúslífi. Efnahags- kreppan hefur haft sín áhrif og kemur niður á starfsemi leikhús- anna, einnig hefur pólitískur ágreiningur orðið um stjórn leik- húsanna, verkefnaval og markmið. Sú pólitísering sem átti sér stað á áttunda áratugnum hefur hvað eftir annað seinni árin leitt til átaka sem hafa staðið leikhúslíf- inu sem heild fyrir þrifum. Fresta hefur orðið uppsetningum, sam- vinna leikara og stjórn leikhús- anna hefur oft verið brösótt. Upp- sagnir hafa gert leikarana óánægða og allt þetta hefur bitnað á listrænum gæðum framleiðsl- unnar. Svíar eiga ekki lengur neina óumdeilda spámenn á svið- inu sem geta skapað einingu og grundvöll nýrra átaka og sigra. Ymsir sáu glitta í nýja von er Bergman „sneri aftur“ og tók að sér leikstjórn við Dramaten. Mikil eftirvænting ríkti í sambandi við sviðsetningu hans á leikriti Shakespeares „Lear konungur“ og leikararnir áttu ekki nógu sterk orð yfir hve stórkostlegt það væri að fá að vinna undir stjórn hans. Frumsýningin var 9. mars sl. og allir gagnrýnendur luku einum rómi miklu lofsorði á þessa upp- setningu. En Bergman hugsar sér ekki að setjast að í Stokkhólmi aftur til frambúðar, og nokkrum dögum seinna var hann í Þýska- landi aftur við leikstjórn eins og áður segir. Síðasta Bergman- myndin Bergman gaf þá yfirlýsingu eft- ir gerð myndarinnar Fanny og Al- exander að þetta væri síðasta mynd hans. Hann vildi ekki, eins og margir af kollegunum, halda áfram eftir að hann væri farinn að dala — hann hefði séð of mörg dæmi þess. Kvikmyndagerð væri geysilega krefjandi starf bæði lík- amlega og andlega — hann væri orðinn of gamall til að standa í þessu og hefði auk þess gert sitt. Hvort hann stendur við þessi orð er þó annað mál. Hugur hans hef- ur frá barnsaldri verið bundinn myndrænni tjáningu og óstöðv- andi sköpunargleði á þessu sviði. Það var því að vonum að önnur yfirlýsing kom frá honum eftir að hann hafði fengið óskarsverð- launin fyrir Fanny og Alexander. Hann lét þess getið að áður en hann legði upp laupana vonaðist hann til þess að geta gert mynd eftir sögu sænska barnabókahöf- undarins Astrid Lindgren (er skrifaði söguna um Línu lang- sokk). Sú bók er hann átti við var sagan af Lottu á Ólátagötu (Lotta pá Brákmakargatan). Astrid Lindgren varð himinlifandi við þessa frétt og sagði í viðtali að hún hefði haldið að Bergman hefði gleymt samtali þeirra fyrir 10 ár- um er hann falaðist eftir rétti til að fá að kvikmynda söguna. Það er því varasamt að treysta því að við höfum enn séð síðustu Bergman- myndina. I’étur Pétursson. Ilelstu heimildir: H. Sjögren, Teater i Sverige efter andra varldskriget. (i. Werner, Den svenska filmens historia, P.G. Kngel og L Janz- on, Sju decennier, Svensk teater under 1900-lall- et Sautján ára vestur-þýzkur piltur með áhuga á ferðalögum, tungu- málum, tónlist, íþróttum og fleiru. Skrifar á ensku og frönsku auk þýzku: Martin Mais, Weinbergstr. 17, D8702 Unterpleidfeld, Germany. Frá Japan skrifar 25 ára stúlka með áhuga á tónlist og safnar póstkortum: Reiko Inafune, Nagabashi 4-2-11, Otaru, Japan. Frá Ástralíu skrifar 35 ára gömul þriggja barna húsmóðir sem vill skrifast á við konur hér á landi. Hefur áhuga á flestu því er varðar heimilið, bréfaskriftum, lestri, gömlum kvikmyndum og póstkort- um: Christine Peebles, 60 Casino Street, South Lismore, NSW 2480, Australia. Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og tennis: Mayumi Momiyama, 18-1 Dannokoshi Hirano, Iizaka-maehi, Fukushima, 960-02 Japan. Frá Englandi skrifar 28 ára fjög- urra barna húsmóðir, sem býr á þeim slóðum sem ævintýri Hróa hattar gerðust. Með áhuga á tón- list, íþróttum, ljósmyndun, bréfa- skriftum o.fl.: Judith James, 20 Douglas Road, Larkhills, Forest Town, Mansfield, Nottinghamshire NG19 0LT, England. Tvítug japönsk stúlka með tónlist- ar- og lestraráhuga: Etsuko Imura, 577-5 Hosoyacho, Utsunomiya-shi, Tochigi, 320 Japan. Frá Svíþjóð skrifar 37 ára kona sem starfar í prentsmiðju. Með áhuga á ferðalögum, tungumálum, tónlist, leikhúsi og bréfaskriftum: Inga-Lill Klotz, Gropevágen 8, S-281 00 Hássleholm, Sweden. Fjórtán ára japönsk stúlka með áhuga á bókalestri og tónlist: Mamiko Nakanishi, 15-13 Niina 7 chome, Mino-shi Osaka, 562 Japan. Sautján ára hollenzk stúlka með íslandsáhuga: Kirstin Engelchor, Achterglaan 41, 1422 cw Uithoorn, Holland. Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á ferðalögum, tónlist, kvikmyndum, dans o.fl.: Kimiko Suzuki, 3-139 Tsutsujigaoka, Kakamigahara city, Gifu, 509-01 Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.