Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 28
 76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 Breytið ekki okkar heimi íykkar mynd Viðíal við Elínu Bruusgaard Hugsum okkur stríð þar sem 40 þúsund menn féllu á degi hverjum, allt árið um kring. Myndum við ekki segja að þetta væri tortímingarstríð? Myndum við ekki mótmæla með fánum og kröfuspjöldum, með verkföllum og öllum meðulum sem við gætum beitt? En 40 þúsundir barna deyja á hverjum degi — hver vill and- mæla fyrir þeirra hönd? Og vegna tára 40 þúsunda kvenna sem falla á degi hverjum, í gær, í dag og á morgun? annig lauk máli sínu á landsfundi Friðarhreyf- ingar íslenzkra kvenna Elín Bruusgaar, sem fengin hafði verið frá Noregi til að flytja þar erindi. En Elírv hefur áratugum saman starfað af mik- illi óeigingirni að þróunarhjálp og margvíslegum málum kvenna og fátækra þjóða, bæði heima í Nor- egi og á alþjóðavettvangi. Hún var m.a. fulltrúi Noregs í fram- kvæmdanefnd Alþjóðasambands húsmæðra, sem ásamt öðrum norskum kvennasamtökum hefur unnið þrekvirki í þróunarhjálp í Afríku og Asíulöndum og er nú fulltrúi Noregs í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, sem hefur aðsetur í Vínarborg og er m.a. að undirbúa kvennaráðstefnu SÞ í Nairobi á næsta ári til að ljúka og taka út árangurinn af kvennaára- tugnum. Fyrir utan það er hún al- veg sérlega elskuleg og heillandi kona, sem hefur frá mörgu að segja. Sumt af því segir hún í bók- inni Augliti til auglitis, sem kom út í íslenskri þýðingu Sigríðar Thorlacius í vetur. Þegar Elín Bruusgaard mælti ofangreind orð, var hún að tala um offjölgunarvanda heimsins, að mannkyninu fjölgar um 16 millj- ónir á ári: Það er stórt vandamál, en eitt hefur valdið mér undrun, sagði hún. Hvers vegna hafa engin kvennasamtök tekið hinn geig- vænlega barnadauða á stefnuskrá sína? Þar er viðfangsefni sem kon- ur um allan heim geta sameinast um. Þegar um börnin okkar er að ræða hafa allar konur eina sál. Gegnum börnin er hægt að fá aðr- ar konur til viðtals. Á hverjum degi deyja 40 þúsund börn í fá- tæku löndunum úr sulti og van- næringu? Og Elín segir okkur frá honum Josúa í þorpi einu inni í Afríku, þar sem hún var á ferð vegna hjálparstarfs. Þegar hún kom að litlu heilsugæslustöðinni sat þar fyrir utan drengur með uppbólginn maga og starandi augnaráð, augsýnilega langt leidd- ur. Hún fór inn og sagði felmtri slegin: Það er hér lítill veikur drengur fyrir utan, getið þið ekki gert eitthvað fyrir hann fljótt? Það hlýtur að vera hann Josúa litli, var svarið, nei, fyrir hann getum við ekkert gert. Hann er að deyja og við höfum ekkert rúm fyrir hann. Við erum að reyna að bjarga honum yngri bróður hans, sem ekki er eins lagt leiddur af hungri. Tveimur dögum seinna, þegar Elín kom þar aftur, var Josúa horfinn af staðnum sínum, dáinn. Móðirin sem komið hafði berandi drengina farin heim með yngri soninn. En starfsfólkið sagði, að eftir 2 mánuði mætti bú- ast við að sjá hana aftur með þann yngri, síðasta barnið sitt, og þá jafn langt leiddan og Josúa. Okkur, sumum áheyrenda a.m.k., fannst liggja í orðum Elínar Bruusgaard að kannski væri enn nærtækara að reyna að koma ein- hverju af þessum 40 þúsund Jos- úum, sem eru að deyja úr hungri og bjargarleysi í veröldinni dag hvern nú, til bjargar en beina allri athyglinni að ókomnum, hugsan- legum hættum, sem börnum okkar eru búin. Breytið ekki okkar heimi í ykkar í fyrrnefndri bók Elínar Bruusgaard segir hún á skemmti- legan og oft gamansaman hátt frá þáttum úr ferðum sínum og tengslum við konur á stöðum eins og Zambíu, Kenýu, Shri Lanka, Pakistan, Kampútseu, Póllandi o.s.frv. vegna hjálparstarfs af ýmsu tagi. í viðtali við hana hefi ég orð á því að þar skíni í gegn annað viðhorf en maður eigi að venjast, þegar við Norðurlandabú- ar komum vaðandi inn í þessi fjar- lægu lönd og ætlum náðarsamleg- ast — án þess þó að segja það — að hjálpa þessu vesalings fólki til að lifa eins og við hér. Okkar lífsmáti sé sá eftirsóknarverðasti. Hún kannast við það og segir: í Zambíu sagði ágætur maður svo réttilega af hreinskilni, sem mað- ur fær sjaldan að heyra: Komið ekki hingað til að reyna að breyta okkar heimi í ykkar mynd. Þá fáum við bara fyrirmyndir og verðum kopíur af ykkur. Og okkur líkar ekki það sem við sjáum til ykkur og það sem þið gerið. Þetta sama viðhorf má greina víðar. Að- stæður eru svo ólíkar. — En það skrýtna er, segir Elín ennfremur. að rétt áður en ég kom hingað til íslands var ég í Calcutta á Indlandi og sat með konum í stofu, þar alveg eins og hér. Og við töluðum um alveg það sama sem við konurnar erum nú að tala um á íslandi. Okkur er það sama í huga, ef við náum saman. — Og hvað er það sem konur tala um alls staðar, þrátt fyrir ólíkar aðstæður og ólík viðhorf? Börnin, svarar Elín um hæl. Það er það sem við eigum sameigin- legt. Ég held kannski að við höfum haft ranga aðferð t þessu átaki til að bæta stöðu konunnar. Við byrj- uðum ofan frá. Allar þær konur sem nálægt koma eru forréttinda- konur. Konumar á hverjum stað, sem hafa fengið menntun og tæki- færi og vilja bæta hag kynsystra sinna. En það nær ekki til kvenn- anna, sem ganga út úr kofunum sínum, vinna eins og þrælar bara til að lifa, sækja vatn langar leiðir og eru einfaldlega of þreyttar til að hugsa eða hlusta. Við eigum að byrja neðan frá, hjá þessum kon- um og hlusta á þær, vinna okkur upp eftir stiganum. Þetta hefur kvennahreyfingin látið undir höf- uð leggjast. Það er þarna niðri sem skórinn kreppir. Og þá er fyrsta sambandið að setjast með þessum konum undir bao-bao-tré og tala um börnin. Fyrst þeirra börn og svo önnur. Það opnar leið að hjarta þeirra, allra kvenna. Konan í þriðja heiminum Þetta leiðir talið að átaki Sam- einuðu þjóðanna til að bæta hag kvenna í heiminum. En níu ár eru liðin frá kvennaárinu og eitt ár eftir af kvennaáratugnum, sem nú er verið að líta yfir. Unnið er að því að undirbúa ráðstefnu til út- tektar á árangrinum og móta framtíðarverkefnin í Nairobi 15. til 27. júlí næsta sumar. Elín vill helst ekki svara beint spurning- unni um það hvort mikill árangur hafi orðið. Á vissum sviðum vissu- lega, en fyrir konur í heiminum í heild er vafasamara með árangur- inn. — Þeim mun meira sem mað- ur sér, því fleiri og stærri verða götin og gallarnir, segir hún. Hún telur að það hafi verið til skaða að skutla kvennamálunum úr innsta hring atburðanna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og í miðstöð þróunar og mannréttinda í Vín- arborg. Og til Kvennanefndarinn- ar var svo vísað alls konar málum án þess að fylgdi fé og stjórnmála- leg völd. En ekki megi láta deigan síga. Unnið er að því fyrir Nair- obi-ráðstefnuna að leggja upp framhaldsáætlun FLS (Forward Looking Strategy), sem á að ná fram til ársins 2000. Og í Nairobi á að safna hugmyndum um hvernig og hvað beri að leggja mesta áherslu á. Það megi ekki verða eins undirbúið og upphaflega kvennaráðstefnan í Mexíkó fyrir 9 árum, sem byggðist á svörum frá 20 þjóðum um hvað gera þyrfti. Aðeins þessar 20 þjóðir af yfir 150 gáfu svör við því, og vitanlega voru það þær þjóðir sem lengst eru komnar. Nú verði að vinna þetta miklu raunsærra og mark- vissara. Umræðunum um kjörorð kvennaáratugarins hafa forrétt- indakonur stýrt og leitt þær inn á þær brautir sem þær vilja. Þessar forréttindakonur búa í iðnríkjun- um og sumar tilheyra efsta lagi þjóðfélagsins í 3. heiminum, segir Elín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.