Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 EITURLYF ÞRÖNGT Á ÞINGI Meinlætalífið dregur dilk á eftir sér Refsingar Pakistana eru nú líka „í anda“ Múhameöstrúarinnar. Hér er smyglari hýddur opinberlega. aö er viöurkennd staöreynd aö hvergi í heiminum er eins mikið flutt út af heróíni til ann- arra landa og frá Pakistan. í janúar síðastliönum var rann- sóknarnefnd á vegum Banda- ríkjaþings í Pakistan og komst hún aö þeirri niðurstööu aö 60—70% af því heróíni, sem selt er í Bandaríkjunum sé komiö frá Pakistan. En Pakistanar taka sjálfir sinn toll af heróíninu, því aö eiturlyfja- neyzla hefur færzt gríðarlega í vöxt þar í landi á síöustu árum. Samkvæmt skýrslu frá Samein- uðu þjóöunum er talið aö rúm- lega 30.000 eiturlyfjasjúklingar séu nú í Pakistan, en áriö 1979 var þessi nautn nær óþekkt þar í landi. Einn þeirra lækna, sem fæst viö eiturlyfjavandamáliö tel- ur þó aö sjúklingarnir séu marg- falt fleiri eöa allt aö 150.000 og veröi líklega orðnir 250.000 áriö 1986. Könnun sem fór fram viö Punjab Háskólann í Lahore leiddi og í Ijós aö 67% náms- manna höföu neytt eiturlyfja einu sinni eöa oftar. Stúdentar við háskólann í Karachi segja eina ástæöuna fyrir þessu vera lífsleiöa. Herfor- ingjastjórnin í landinu hefur sett þegnunum mjög strangar reglur í anda Múhameðstrúar. Sam- kvæmt þeim er bannað aö neyta áfengis, diskótekum hefur veriö lokaö, stúlkur mega ekki sýna dans og fjölmargar kvikmyndir hafa veriö bannaðar. Þá hefur stúdentaleikhúsið hætt starfsemi sinni vegna hinnar ströngu rit- skoðunar. Loks færist þaö stöö- ugt í vöxt aö karlar og konur fái ekki aö stunda saman nám og er þar enn fylgt þoöoröum Múham- eðstrúarinnar. Svo rammar skorður hafa raunar veriö reistar viö samskiptum kynjanna, aö piltar og stúlkur geta varla talaö saman á almannafæri. Afleið- ingarnar eru þær aö bæöi kynin reyna að gleyma raunum sínum meö neyzlu eiturlyfja. En kannanir sýna aö þaö eru samt umfram allt grasekkjurnar, sem sækja sér hugsvölun í óminnisheim eiturlyfjanna. Þær eru margar í Pakistan, þvi að um þrjár milljónir karla hafa viður- væri sitt af störfum erlendis, einkum viö Persaflóa, í Saudi- Arabíu og í Evrópu. En þótt grasekkjurnar geti lif- aö áhyggjulausu lífi fjárhagslega, eru þær afar einmana og gleöi- snauöar. Þær stofna því jafnvel með sér klúbba til aö stytta sér stundir og þaö orö leikur á aö þar neyti þær heróíns. Aörar giftar konur líta þessa iöju óhýru auga og fyrir skömmu efndu konur í verkamannahverfi í Kar- achi til mótmælaaðgeröa á göt- um úti gegn eiturlyfjasölum. Einnig veittust þær aö lögregl- unni fyrir aö hafa ekki hendur í hári þessara manna. Mest af hinu svokallaða Pak- istan-heróíni á uppruna sinn í Afganistan, en vegna stríðsins sem þar er háö er þaö einkum flutt um Pakistan. Stöku sinnum klófesti lögreglan einhvern þeirra vöruflutningabíla sem flytja heróín frá landamærabæn- um Peshawar tl Karachi, og læt- ur sjónvarpiö sig þá sjaldnast vanta, en engu aö síður tekst mönnum aldrei aö hafa hendur í hári höfuöpauranna. — JOHN STOKES. SMYGL Háþróað feimnismál plagar Palme Svíi nokkur, sem Ijóstraö hefur upp um nöfn ýmissa landa sinna, sem hafa smyglaö háþróuö- um, amerískum tæknibúnaöi til Sovétríkjanna, er orðinn meirihátt- ar höfuðverkur fyrir ríkisstjórn Olofs Palme, sem gerir allt sem hún getur til aö þagga máliö niöur af ótta viö efnahagslegar refsiaö- geröir Bandaríkjamanna. Framburöur mannsins hefur nú þegar leitt til handtöku forstjóra Asea-rafmagnsvörufyrirtækisins en hann hefur viöurkennt aö hafa selt nýrri, sovéskri stálverksmiöju háþróað, bandarískt tölvukerfi. Þessi sala stríölr raunar alls ekki gegn sænskum lögum en Sovét- menn borguöu hins vegar forstjór- anum 76.000 dollara, sem settir voru á banka í Sviss. Þegar for- stjórinn var handtekinn 11. apríl sl. var honum gefiö aö sök misferli meö gjaldeyri og skattsvik. Sænska lögreglan hefur litiö sagt um þetta mál og fer í því eftir fyrirskipunum stjórnvalda, sem kæra sig ekkert um þá athygli, sem þau fengu í fyrra þegar sænskir tollveröir stöövuöu send- ingu á VAX ll/782-tölvu á leiö hennar til Austur-Evrópu. Tölv- unni, sem hægt er aö nota sem stjórntæki fyrir eldflaugar, var skil- aö aftur til framleiöandans en þó ekki fyrr en eftir aö Caspar Wein- berger, varnamálaráöherra Bandaríkjanna, haföi lagt mjög fast aö sænsku stjórninni. Frásögnum af síöustu hneykslis- málunum af þessu tagi var lekiö í Dagens Nyheter, viðlesnasta blaö- iö í Svíþjóö, og sá, sem þaö geröi heitir Sven-Olof Hakanson, en hann átti sjálfur þátt í aö reyna aö smygla VAX-tölvunni. Sagt er, aö Hakanson hafi fallist á aö segja til allra annarra, sem tengdust mál- inu, gegn því aö fá vægan dóm. „Hakanson finnst sem hann hafi veriö svikinn og er mjög bitur. Hann liggur heldur ekki á liöi sínu og þaö má búast viö fleiri handtök- um,“ sagöi talsmaöur lögreglunnar nýlega. — CHRIS MOSEY Gestagangurinn gengur fram af Svisslendingum Um langan aldur hafa Sviss- lendingar veitt pólitískum flóttamönnum hæli í landi sinu og stjórnarskrá þeirra kveður enda á um aö þaó sé réttur þeirra. Á undan- förnum árum hefur fjölmörgum póli- tískum flóttamönnum veriö veitt hæli í Sviss, einkanlega fólki frá Tékkó- slóvakíu, Ungverjalandi, Tíbet og Ví- etnam. En hversu langt á slík gestrisni aö ganga? Þaó sjónarmið á nú vaxandi fylgi aó fagna meöal Svisslendinga, aó hún megi ekki ganga of langt. Sumir telja jafnvel aö útlendingar hafi misnotaö gestrisni þjóöarinnar meö því aó látast vera pólitískir flóttamenn. Þetta málefni er ofarlega á baugi um þessar mundir vegna þess aö ný- lega eru gengin í gildi ný lög, sem kveöa á um, aö rannsókn á högum flóttamannanna verði aukin frá því sem verið hefur. I sama mund herma upplýsingar frá dómsmálaráöuneyti og lögreglu, aö vaxandi fjöldi fólks biðji um hæli í Sviss á þeim forsend- um aö þaö sé beitt kúgun og harö- ræöi af hálfu stjórnvalda í heima- löndum sínum. I lok siöasta árs lágu fyrir 10.000 umsóknir um pólitískt hæli í Svlss af hálfu fólks sem þegar var komiö til landsins. Þar aó auki höföu borizt sex þúsund frá fólki, sem haföi feng- iö synjun um pólitiskt hæli. á fyrstu tveim mánuöum þessa árs voru 1.669 umsóknir færóar inn og 800 áfrýjanir höfóu bæst viö. i lok þessa árs er talið að umsóknir og áfrýjanir veröi samtals 25.000. Þá eru margir Svisslendingar efins um aö umsóknir þessar séu allar á réttmætum rökum reistar. Fyrrum voru flestir eöa allir sem leituóu hælis í Sviss frá löndum þar sem stjórnar- far var með þeim hætti aö menn höföu ríka ástæöu til aö komast þaö- an. Nú telja menn á hinn bóginn aö sú sé ekki lengur raunin. Meirihluti þeirra sem sækja um hæli i Sviss er fólk frá ríkjum þriðja heimsins og þær raddir hafa heyrzt, aö ástæður margra séu ekki pólitískar heldur efnahagslegar, þótt ekki sé þaö látiö uppi. En þaö er engum vafa undirorpiö Þeim innfæddu er hætt að lítast á blikuna aö lögö er meiri vinna í aö kanna umsóknirnar en áöur og málin oröin þyngri í vöfum. Umsóknir hlaöast því upp og þaö tekur marga mánuöi og jafnvel ár aö ganga frá þeim. Þær nýju reglur, sem hór eftir verður unn- iö eftir, miöa aö því aö einfalda rann- sóknirnar og hraöa þeim, en þær eru einnig strangari en hinar eldri. Gestrisni Svisslendinga kostar þá drjúgan skilding. Þaö er algengt aö umsækjendur um pólitískt hæli fái framfærslu á kostnaö svissneskra skattgreiðenda meðan þeir bíöa úr- skuröar. Og reikningarnir eru svim- andi háir. Kostnaöur vegna umsækj- endanna mun nema tæpum hálfum milljarði króna á þessu ári og veröur átta sinnum meiri en áriö 1980. — NORRIS WILLATT LISTIN OG FLOKKURINN Kvikmynda- smiðir teknir ábeinið Sovéska ríkisstjórnin og komm- únistaflokkurinn sendu nú ný- lega listamönnum og leikurum dá- litla nótu og sögöu, aö hér eftir skyldu þeir reyna aö koma betur til skila boöskap byltingarinnar og kommúnismans. í bréfinu sagöi, aö meö suma kvikmyndaleikstjóra væri þaö þannig, að hreinasta hending væri aö þeir hittu á al- mennilegt efni og aörir geröu bara „leiöinlegar myndir og lélegar", og gjörsamlega úr tengslum viö líf venjulegs fólks. Sumir þessara leikstjóra, sagöi í bréfinu, reyndu aö lofsyngja úr- kynjaöa lífshætti og siöi og létu eins og þeir vissu ekki af kommún- ísku fyrirmyndarhetjunni, hyrn- „fyrirmyndarhetjurnar“ sínar. ingarsteini hins sósíalska raunsæis (listastefnan, sem Stalín stofnaöi til á fjóröa áratugnum).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.