Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 31
Steina Borghildur Níelsdóttir, dúx á stúdentsprófí í Flensborgarskóla: Viðskiptafræðin og lögfræðin heilla Steina Borghildur tekur við viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúd- entsprófi. Verðlaunin voru ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonar. Steina Borghildur Níelsdóttir var dúx Flensborgarskóla á stúd- entsprófi á vorönn ’84. Hún brautskráðist frá tveimur náms- brautum í senn, málabraut og við- skiptabraut, og náði 172 námsein- ingum, sem eru 39 einingar um- fram það lágmark, sem krafist er til stúdentsprófs. Steina fékk við útskriftina verðlaun fyrir bestan námsárangur í heild og að auki viðurkenningar fyrir góðan árang- ur í þýsku og dönsku. í skólaslitaræðu sinni, gat Kristján Bersi ólafsson skólam- eistari þess, að Steinu vantaði aldrei í kennslustund öll árin, sem hún stundaði nám í skólan- um og hún mætti aldrei of seint. Þá mun enginn nemandi, sem lært hefur undir stúdentspróf í DÚX MK. á stúdentsprófi að þessu sinni er Guðrún Svanborg Hauksdóttir, en hún hlaut 9,0 í að- aleinkunn. Guðrún var í náttúru- fræðideild og við skólaslitin voru henni veitt bókaverðlaun fyrir góð- an árangur í líffræði, íslensku og sögu. Auk þess voru henni veittar viðurkenningar fyrir hæstu ein- kunn á studentsprófi og ennfrem- ur fyrir hæstu einkunn innan síns bekkjar. — Sú spurning leitar fyrst á hugann hvernig svo góðum námsárangri verði náð? „Ég verð nú að segja eins og er, að ég læri heldur lítið heima, en fylgist þess í stað vel með í tímum. Síðan tek ég á mig rögg fyrir próf og læri það sem trass- að hefur verið yfir veturinn." — Hverjar voru svo uppá- haldsnámsgreinarnar þínar? „í rauninni þykja mér allar Guðrún Svanborg Hauksdóttir, dúx MK, raeð verðlaun sín. skólanum, hafa náð eins mörg- um námseiningum og Steina. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði Steina það rétt vera að hana hafi aldrei vantað í kennslustund í skólan- um vegna veikinda eða annars, „en þegar kom að prófunum núna veiktist ég af flensu og var meira og minna veik í upphafi prófanna," sagði hún. Þrátt fyrir flensuna í upphafi prófanna hljóða einkunnir Steinu upp á A í 51 áfanga að meðtalinni leik- fimi og skólasókn, B í 27 áföng- um og C í einum áfanga. Hver eru áhugamál þín Steina fyrir utan námið? „Þau eru nú mjög margvísleg," segir hún. „Ég les mikið, aðal- lega skáldsögur og ég kíki stund- greinar jafn skemmtilegar, en ef ég ætti að nefna einhverja eina þá held ég að það yrði líffræði. Mér þótti þó jafn gaman í öllum tímum. — Hver eru helstu áhugamál þín? „Hestamennska, fyrst og fremst. Ég á tvo hesta í Gusti í Kópavogi, og þar dvel ég í öllum mínum frítímum. Auk þess hef ég mikinn áhuga á myndlist, og tók þar að lútandi myndlist í vali í skólanum, sem var kennd í Myndlistarskólanum í Reykja- vík. Ég teiknaði þó miklu meira þegar ég var lítil, en hesta- mennskan er tímafrek og því hef ég lítið getað sinnt myndlistinni undanfarin ár.“ — Tókstu á einhvern hátt þátt í félagslífi skólans? „Nei, eiginlega var það nú skammarlega lítið. Það vill oft verða svo að þegar maður sjálfur er upptekinn af eigin áhugamál- um, þá lætur maður aðra ósjálf- rátt um félagsstörfin. Ég taldi mig auðvitað afsakaða með hest- ana mína til að hugsa um.“ — Hvers vegna valdirðu nú frekar náttúrufræðideild en ein- hverja aðra? „1 rauninni hefði mig líka langað til að læra greinar hinna deildanna, en þar sem áhugi minn beinist þó helst að líffræði, valdi ég náttúrufræðideild." — Hyggurðu á framhalds- nám? „Já, ég ætla að skella mér beint í læknisfræði við Háskóla íslands næsta haust. Vissulega er freistandi að taka sér ársfrí frá náminu og fara eitthvert út i lönd, en þá er líka hætta á því að eitthvað teygist úr fríinu." — Þú ert ekkert hrædd við horfurnar innan læknastéttar- innar? „Mig langar mest í læknis- fræði, jafnvel þó að atvinnuhorf- ur innan stéttarinnar séu slæm- ar, og vel það frekar en að fara út í eitthvað nám sem býður upp á góða atvinnumöguleika, en mér mun kannski alltaf leiðast í. Ég verð bara að vona það besta og sjá svo til að loknu nárni," sagði Guðrún Svanborg að lok- um. um í fræðibækur. Svo hef ég unnið í húsinu, sem fjölskyldan hefur verið að byggja undanfar- in ár. Ég hef áhuga á allskyns handavinnu, keramik, prjóna- skap og útsaumi og ég hekla líka stundum. Reyndar vorum við vinkonurnar orðnar frægar fyrir prjónaskap í skólanum. Nei, ég prjónaði áldrei í kennslustund- um,“ segir hún þegar hún sér spurningarmerkinu bregða fyrir á andliti blaðamanns. „Við prjónuðum alltaf í frímínútum og í eyðum á milli tíma. Ég held að ég hafi prjónað einar 10 peys- ur á þessum árum sem ég hef verið í Flensborg, en svo hef ég líka mjög mikinn áhuga á ferða- lögum innanlands og hef ferðast töluvert um landið á undanförn- um árum.“ — Nú hefur þú 172 námsein- ingar. Hefðirðu ekki getað flýtt fyrir þér og útskrifast um síð- ustu jól? „Jú, ég hefði getað það. Ég hafði nægilega margar einingar til þess, en ég ætlaði mér frá upphafi að verða vorstúdent. Mér finnast útskriftirnar um jólin falla svo mikið inn í jóla- stressið, en vorútskrift finnst mér miklu hátíðlegri. Mér finnst það bara tilheyra vorinu að brautskrá stúdenta. Auk þess var það ekkert markmið hjá mér að flýta fyrir mér.“ — Hvaða námsgreinar voru í mestu uppáhaldi hjá þér? „Saga, tungumál og sálfræði," segir hún án þess að hugsa sig um. — Nú varst þú á tveimur ólík- um námsbrautum. Hvernig sam- ræmdust stundatöflur þessara tveggja brauta? ÞAÐ VAKTl athygli við skólaslit Menntaskólans í Kópavogi 25. maí s.l., að þrjár stúlkur í hópi stúd- enta fengu verðlaun fyrir forystu- störf í nemendafélagi skólans, þær Hulda Björnsdóttir, Guðlaug Þór- hallsdóttir og Þóra Guðmundsdótt- ir. Þær stöllur gegndu embættum sínum veturinn 1982 til 1983, sem framkvæmdastjórn nemendafé- „Þegar ég byrjaði í skólanum var ég bara á viðskiptabraut, en í upphafi þriðja skólaársins tók ég málabrautina með og eftir það var alltaf spennandi að fá nýja stundatöflu til að sjá hvernig maður gæti samræmt tímana. Ég þurfti að taka nokk- ur fög utan skóla. Stundum átti ég að vera í tveimur kennslu- stundum á sama tíma og þá varð ég bara að lesa heima. Ég fékk að vita hvaða verkefni voru tekin fyrir á hverjum tíma og skilaði þeim. Ég var til dæmis í eitt og hálft ár í ensku utan skóla og í nokkrum fögum eina önn. — Hvaða „galdraformúlu" notaðir þú til að ná svo góðum árangri í náminu? „Það er nú engin galdrafor- múla. Ég undirbjó mig fyrir tím- ana með því að vita nokkurn veginn um hvað átti að fjalla hverju sinni. Svo tók ég niður glósur í tímum og las fyrir próf- • in.“ — Hvernig fannst þér að vera í Flensborgarskóla? lagsins, Hulda formaður, Guðlaug gjaldkeri og Þóra ritari. Mun það vera einsdæmi á íslandi að þrjár stúlkur hafi verið kjörnar þannig til forystu í framhaldsskóla. Aðspurð sagði fyrrv. formað- urinn, Hulda Björnsdóttir, að kjör þeirra þriggja til forystu- starfa innan nemendafélagsins hefði komið þeim mjög á óvart, „Mér fannst gaman. Ég kynnt- ist mörgu fólki og fjölbrauta- kerfið átti vel við mig. Það býður upp á svo margt, meðal annars að geta ráðið námshraðanum og taka fög utan skólans, auk þess sem maður kynnist fleira fólki en í hefðbundnu bekkjakerfi, þar sem maður er alltaf með nýjum hópum í tímum. Mér finnst ég hafa varið timanum vel þarna og mér leiddist aldrei í skólanum." — Hvað um nám í framtíð- inni? „Það er tvennt sem kemur til greina hjá mén lögfræði og viðskiptafræði. Ég á eftir að kynna mér betur hvernig námið fer fram og hvernig atvinnu- möguleikar lögfræðinga og viðskiptafræðinga eru. Annars hef ég ekki mikinn tíma til að athuga þetta, því ég þarf að vera búin að ákveða mig og sækja um skólavist fyrir 13. júlí,“ sagði Steina Borghildur Níelsdóttir að lokum og hélt áfram að vinna, en hún vinnur í Sparisjóði Hafnar- fjarðar, þar sem hún hefur unnið undanfarin tvö sumur. því allar höfðu þær mótfram- bjóðendur. Auk þess voru þær allar í sama bekk er þær gegndu embættum sínum, sem einnig verður að teljast all óvenjulegt. Þær vinkonurnar luku síðan stúdentsprófum í vor og brautskráðust úr nátturufræði- deild frá Menntaskólanum í Kópavogi, eins og fyrr segir. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, dúx MK: Skelli mér beint í læknisfræðina Ingólfur A. Þorkelsson skólameistari, afhendir Huldu Björnsdóttur, Guðlaugu Þórhallsdóttur og Þóru Guð- mundsdóttur viðurkenningu fyrir unnin forystustörf í nemendafélagi MK. Þrjár stúlkur í forystu- störfum nemendafélags MK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.