Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNl 1984 63 þörf til að tjá mig, ég sá fyrir mér form hreyfast og fór að teikna þau á pappír, svona eins og ég hélt að þetta væri gert en ég sá að það dugði ekki til, ég þyrfti að fara að læra þetta. Eftir námið sá ég hvað þetta var erfitt alltsaman og vildi hætta, en myndirnar í huganum létu mig bara ekki í friði. Þannig fór ég út í þetta og í trássi við allt og alla, sem ég hefði kannski átt að hlusta á.“ Slæm aðsókn — Hvað var myndin lengi í smíðum? „Ég stóð frammi fyrir tveimur möguleikum. Annað hvort að gera hana á tíu árum og vinna þá i henni á kvöldin eingöngu eða taka sénsinn á að gera hana á þremur árum og sjá til hvort henni yrði ekki tekið vel þegar hún kæmi.“ — Og hvernig hafa undirtektir verið? „Myndin hefur eiginlega enga aðsókn fengið. Um 400 manns hafa séð hana. Ég hef í hyggju að flytja hana út í gallerí Lækjartorg og hafa hana þar á myndbandi." — Hverjir eru möguleikarnir á að selja svona grafískar kvik- myndir? „Það eru til ýmsar leiðir bæði hér heima og erlendis. Myndin er 30 mínútna löng og ég ætla að klippa hana í 11 búta, sem verður hægt að skjóta inn á milli atriða til dæmis í sjónvarpi. Svíar hafa sýnt áhuga á að fá myndina til sín. Grafískar kvikmyndir hafa eigin- lega aðallega verið notaðar sem fyllingarefni í sjónvarpi og á und- an bíómyndum í kvikmyndahús- um.“ Lifandi málverk — Þurfa menn ekki að vera vel inni í málum til að skilja þessar, að því er virðist, flóknu tákn- myndir? Ég meina, þetta er engin ævintýramynd í panavisjón með íslenskum texta. „Ég get bara vonað að fólk fari á þetta með opnu hugarfari. Þetta er lifandi málverk og þegar svona nýtt listform eins og þetta kemur fram, þurfa gagnrýnendur, sem þekkja ekki til listarinnar, helst að tala við höfundinn og kynnast því, sem þeir ætla að tala um, með fullri virðingu fyrir gagnrýnend- um. Það hafa birst tveir neikvæðir dómar um myndina, sem er vel skiljanlegt því þetta er ný list og óþekkt," sagði Finnbjörn Finn- björnsson að lokum og var bjart- sýnn á framtíð hinna grafísku kvikmynda. Svo vildi hann endi- lega skjóta því inní að það er sýn- ing á grafískum teikningum hans í anddyri Regnbogans í tengslum við kvikmyndasýninguna. — ai. FATASÖFNUN 12.-16. júní til hjálparstarfs Kirkjunnar í Eþíópíu. Tekið verður á móti fötum í söfnuðum landsins frá n.k. þriðjudegi til laugardags. Móttökustaðir í Reykjavík og nágrenni verða opnir kl. 18-21 frá þriðjudegi til föstudags, en laugardaginn 16. júní kl. 13-18. Seljasókn, Tindaseli 3, Safnaðarheimili Breiðholts- Fella- og Hólasöfnuðir, Hólaberg 88 Safnaðarheimilið í Arbæ Dómkirkjan Hallgrímskirkja Langholtskirkja Neskirkja Laugarneskirkja Áskirkja Óháði söfnuðurinn, Kirkjubæ v/Háteigsveg Bústaðarkirkja Háteigskirkja Grensáskirkja Fríkirkjan í Reykjavík Kópavogskirkja Safnaðarheimilið í Garðabæ Hafnarfjarðarsókn, Dvergasteini, Suðurgata 6 Víðistaðasókn, Víðistaðaskóli Fríkirkjan, Hafnarfirði Hjálpið okkur að koma fatnaðinum til skila með því að greiða kr. 40.00 fyrir Vinsamlegast afhendið fatnaðinn hreinan og heilan. Hjolparstofnun kirkjunnar f, hvert afhent kíló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.