Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 Fótnettir arftakar fílsins á hitabeltis- gresjunum GÍGANTILÓPAN Fíllinn átti sitt blómaskeið á uppgangstíma slóru spendýr- anna, skömmu fyrir tilkomu mannsins. Eftir að maðurinn kom til sögunnar fór að syrta í álinn hjá þessu stóra dýri uns þar kom, að fíllinn varð al- dauða. Tvcer skyldar tegundir, Elephas og Loxodonta, náðu að vera samtíða manninum undir lokin og lifa hann, en dóu út skömmu síðar. Þar með var kyn fílsins liðið undir lok — og erfingjarnir að sessi hans í náttúrunni hlutu að koma annars staðar frá. Þeir komu úr hópi afkomenda ant- ilópunnar, sem sjálf er þó löngu horfin af yfirborði jarð- ar. En helsti afkomandinn er gíantilópan, Megalodorcas giganteus, risavaxin jurtaæta með fœtur, sem minna á gilda trjáboli og getur orðið allt að tíu tonn að þyngd. Eins oggef- ur að skilja hafa sviflétt stökk antilópunnar orðið að víkja fyrir þyngslalegri fótaburði og tœrnar tvcer, sem antilópan stökk á. eru orðnar að gildum hófum á fótum skepnunnar. Hornin eru fjögur og fremra parið gerir gigantilópunni kleift að ryðja jarðvegi frá rótunum og jarðávöxtunum. sem eru aðalfceða hennar. Það sem einu sinni var eyjan ísland ... Norður-fshajið hefur lokast af frá hinum höfunum en margar ár í Norðurálfu renna í það. Lokun N-fshafsins varð með þeim hcetti að þegar gaus á Norður-Atlantshafssprungunni, klofnaði eyjan fs- land í tvennt. Eldvirknin hélt áfram uns það, sem einu sinni var fsland. var orðið að þéttu eyjabelti, sem að endingu myndaði hrygg og skildi heimshöjin að. Hinum megin á hnettinum varð landrek til þess að loka Beringssundi og því er N-fshafið nú sem risastórt innhaf og saltmagn þess mun minna en hinna hafanna. Lífið á freðmýrunum ncest fshajinu er ekki mjög fjölbreytt. nema helst um hásumarið þegar flökkuhjarðir ýmiss konar ogfuglar leggja þangað leið sína. Af hjarðdýrunum ber hcestloðnu gígantilópuna, sem heldur sig ( norðurhluta barrskóganna á sumrin. En frá frcenku hennar á hita- beltisgresjunum hefur þegar verið sagt og þar sem þeim svipar hvorri til annarrar um flest nema háralagið, verður henni ekki lýst nánar hér. Eina dýrið, sem gígantilópan hefur ástceðu til að óttast, er bardelot, (Smilomys atrox). Það dýr hefði unað hag sínum vel á fyrsta uppgangstíma spendýranna á jörðinni, þegar sverðtennl tígrisdýr eltust við mammúla og síðar f(la, sem voru svipaðir að stcerð og gígantilópan. Hegðunarmynstri bardelotsins svipar til at- ferlis sverðtenntu tígrisdýranna fyrir nokkrum tugum milljóna ára þó að sá fyrrnefndi tilheyri stofni ránrottunnar og sá síðarnefndi hafi verið aldauða löngu fyrir öld mannsins. En Kfseigt og slerkt kyn rottunnar teygir arma slna l ýmsar áttir og það er henni sem bardelotinn getur þakkað það hve mikil ógn hinni risavöxnu gígantilópu stendur af honum. Það eru þó eingöngu kvendýrin. sem búa svo vel að vera sverðtennt og karldýrið minnir fyrir vikið ( útliti meira á (sbjörninn, sem endur fyrir löngu reikaði um þessar sömu slóðir. Nýtt Nýtt Pils — blússur — peysur. Glugginn, Laugavegi 40, Sími 12854. VÉLSMIÐJUR PRATT renni- bekkspat- rónur. Ýmsar stæröir ávallt fyrir- liggjandi. G. J. FOSSBERG VÉLAVER7LUN HF. Skúlagötu 63 - Reykjavík Sími 18560 Frá Norræna félaginu til félagsmanna KOSTAKJÖR HIEÐ NORRÖNA Nýtt samkomulag hefur nú verið gert um vildarkjör fyrir félagsmenn Norræna félagsins með ms. Norröna í sumar. Eins og áöur hefur verið auglýst verður veittur afsláttur á öllum leiðum og af öllum fargjöldum á ferðum skipsins frá Seyðisfiröi dagana 21/6, 28/6, 16/8, 23/8, 30/8 og 6/9. Gilda þessir afslættir hvort heldur keypt er far aðra leiðina eöa báöar og þá án tímatakmarkana á heimkomu. NF-Kostakjör Auk þessa hefur nú verið samið um sérstök kostakjör fyrir NF-félaga með annarri hvorri ferð skiþsins í allt sumar, einnig um háannatímann, miðað við að far sé keyþt fram og til baka og komið verði heim eigi síðar en með annarri heimferö skipsins frá utankomudegi. Þessi kostakjör verða fyrst í boði við brottförina 21. þessa mánaðar og síöan í ferðunum 5. júlí, 19. júlí, 2. ágúst, 16. ágúst og 30. ágúst. Þurfi fólk aö dveljast lengur ytra en hér er ráð fyrir gert getur Norræna félagið tryggt félags- mönnum sínum venjulegan NF-afslátt á þessum tímum. Flug og sigling í tengslum við þessar ferðir hefur einnig verið samiö við Flugleiðir um NF-afslátt á flugfargjöldum félagsmanna til og frá Egilsstöðum hvað- anæva aö af landinu þaðan sem vélar félagsins fljúga. Félagsmenn, sem áhuga hafa á aö notfæra sér þessar nýjungar í þjón- ustu félagsins eru beðnir að hafa sem fyrst samband við skrifstofu þess í Norræna húsinu, símar 10165, 19670 og 15944.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.