Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 SVIPMYND Á SUNNUDEGI/P.W. BOTHA P.W. BOTHA, forsætisráðherra Suður-Afrfku, sem hefur verið á ferðalagi í Evrópu, þótti svo herskár leiðtogi þegar hann kom til valda fyrir sex árum að margir bjuggust við að harðari stefna yrði tekin upp. En á valdaárum sfnum hefur hann gert nokkrar breytingar á stefnunni í kynþáttamáium og undirritað friðarsamninga við tvö blökku- mannarfki til að draga úr viðsjám í sunnanverðri Afríku. Þessar breytingar hafa valdið klofningi í Þjóð- ernisflokki Botha og í röðum hollenzkumælandi Afríkana eins og Búar eru nú kallaðir, en þeir eru 60% hvítra fbúa Suður-Afrfku og afkomendur hol- lenzkra, franskra og þýzkra landnema. Leiðtogar Afríkana óttast fátt eins mikið og slfkan klofning, sem kallast Volkskeuríng. En Botha hefur reynzt fús til að fórna einingu Afríkana til að tryggja breytingarnar, sem hann hefur talið nauðsynlegar, og jafnvel frjálslyndustu andstæðingar hans virða hann fyrir það. H aukurinn Botha: Harður stjórnmálamaður, en sveigjanlegur stjórnandi. sem vill friðmælast við blökkumenn Til að koma á þessum breyting- um þurfti mikið hugrekki, þótt þær virðist ekki róttækar á vest- rænan mælikvarða, og Botha hef- ur alltaf verið þekktur fyrir póli- tíska dirfsku og festu. Hann sætt- ir sig illa við alla andstöðu og lip- urð er ekki einn af kostum hans. Þegar hann hefur einu sinni tekið ákvörðun stefnir hann ótrauður að settu marki, ekkert fær haggað honum og hann kærir sig kollótt- an um afleiðingarnar. Skapmikill Þótt hann hafi mildazt nokkuð síðan hann varð forsætisráðherra er hann enn mjög herskár og stjórnlyndur. Hann heldur þrum- andi ræður á fundum og minnir þá um margt á reiðan skólakennara. Hann er geysilega skapmikill og getur stokkið upp á nef sér þegar honum er andmælt eða þegar orð hans eru dregin í efa. Fyrrverandi ráðherra segir að eitt sinn þegar þeir rifust í forsæt- isráðuneytinu hafi ritari Botha af- stýrt handalögmálum. Botha þykir um margt minna á ísraelska stjórnmálamanninn Ari- el Sharon, „ísraelsku jarðýtuna". Sjálfur hlaut Botha viðurnefnið „Piet Wapen“ (Pétur vopn) þegar hann var landvarnaráðherra, þótt því væri breytt í „Piet Waterpist- ool“ (vatnsbyssa) þegar aðgerðir í Angólu fóru út um þúfur. Hann hefur einnig verið kallaður „sköll- ótti örninn", enda er hann „hauk- ur“ og þykir minna á ránfugl. Þrátt fyrir hörkuna segir vinur Botha að hann sé sveigjanlegur í stjórnsýslustörfum, kunni þá list að velja rétta menn til starfa og hlusti vel á öll ráð. Skipulagshæfi- leikar hans eru frábærir. Hclen Suzman, sem hefur setið í rúm 30 ár á þingi fyrir frjáls- lynda, hefur viðurkennt að henni sé í nöp við hann. Hún segir að hann sé eini ráðherrann, sem hún hafi aldrei getað talað við á löng- um stjórnmálaferli. Þegar dr. Hendrik Verwoerd forsætisráðherra var ráðinn af dögum í þinghúsinu í Höfðaborg 6. september 1966, skálmaði Botha öskureiður yfir þingsalinn, hróp- aði ókvæðisorð að frú Suzman og sakaði hana og hennar líka um að bera ábyrgð á morðinu. Pieter Willem Botha, sem bæði vinir og óvinir kalla „P. W.“, er fæddur 12. janúar 1916 á býli skammt frá þorpinu Paul Roux í Fríríkinu óraníu, þar sem alltaf hefur gætt mikillar íhaldssemi. Botha telur, eins og margir aðrir leiðtogar Afríkana, að hann hafi fengið mikla innsýn í hugarheim svartra Afríkumanna vegna upp- runa síns og segir að það sama verði ekki sagt um enskumælandi, frjálslynt og veraldarvant fólk í borgum Suður-Afríku. „Ég ólst upp á sveitabæ, þar sem við stóðum í beinum tengslum við Sotho-fólkið; það vann á býlinu og bjó þar. Við lékum okkur sam- an þegar við vorum börn og lærð- um tungu hvorir annarra... Sotho-fólkið gerði mér fært að skilja það og líta á það sem mannlegar verur.“ Móðir hans tók mikinn þátt í trúboðsstarfi og að hans sögn kenndi hún honum að „hata ekki annað fólk eða aðra kynþætti". Hann stundaði nám i gagn- fræðaskóla í bænum Betlehem í grenndinni og síðan í háskólanum í fylkishöfuðborginni Bloemfont- ein, en hætti námi þegar hann hafði lagt stund á lögfræði í eitt ár. Hann er fyrsti forsætisráð- herra Suður-Afríku af níu, sem hefur ekki háskólapróf, og ýmsir telja það skýra ofstopa hans að nokkru. Hörö barátta Botha vakti snemma athygli dr. Daniel D.F. Malans, fyrsta forsæt- isráðherra þjóðernissinna. Hann gerðist starfsmaður Þjóðernis- flokksins um leið og hann hætti námi, tvítugur að aldri, og fékk það verkefni að stjórna starfi flokksins í Höfðafylki. Flokkurinn var í stjórnarand- stöðu og Botha féll vel mikil harka, sem var í stjórnmálabar- áttunni á þessum árum, þegar Afríkanar börðust fyrir því að ná pólitískum yfirráðum. Ein af að- ferðum hans var að grípa fram í fyrir ræðumönnum andstæð- inganna á fundum með því að hrópa í gjallarhorn. Jafnaldrar hans segja að hann hafi skipulagt hópa unglinga, sem hleyptu upp fundum stjórnar- flokks Jan Smuts hershöfðingja, Sameinaða flokksins. Hann neitar því ekki að hann hafi tekið þátt í ofbeldi, en segir að það hafi aðeins gerzt þegar honum og vinum hans hafi verið meinað að bera fram fyrirspurnir. Hann var um tíma félagi í Ossewabrandwag, félagi hægri- öfgamanna, sem voru hlynntir nazistum og börðust gegn þátt- töku Suður-Afríkumanna í síðari heimsstyrjöldinni — „stríði Eng- lendinga“ eins og þeir kölluðu það. Á þetta er ekki minnzt í opinberri ævisögu hans. Árið 1943 kvæntist hann Önnu Elizabeth Rossouw, dóttur mót- mælendaklerks í Swellendam. Þau eiga fimm börn, tvo syni, Pieter og Rossoum, og þrjár dætur, Elanza, Amelia og Rozanne. Botha var kjörinn á þing þegar þjóðernissinnaðir Afríkanar kom- ust til valda 1948 og hefur síðan verið þingmaður kjördæmisins George, sem er vinsæll ferða- mannastaður á suðurströnd Höfðafylkis. Hann hefur verið leiðtogi Þjóðernisflokksins í Höfðafylki síðan 1966 og engin deild flokksins hefur verið eins vel skipulögð. Hann hefur setið lengur á þingi en nokkur annar þjóðernissinni. Hann öðlaðist mikla reynslu í stjórnsýslustörfum og gegndi fimm eða sex ráðherrambættum áður en hann tók við starfi land- varnaráðherra í apríl 1966, starfi sem hann gegndi til 1980, þegar hann hafði verið forsætisráðherra í tvö ár. FRÁ HÉRAÐSSKÓLANUKIÁ REYKJANESI Héraðsskólinn í Reykjanesi starfrækir skólaárið 1984—85: 1. Menntadeild: Almenna bóknámsbraut — Grunnnám. Þar er nemendum engin nauösyn aö sinni aö velja sér endanlega námsbraut til frambúöar. 2. Fornám: Þar gefst nemendum sem eigi náöu tilskildu lágmarki í einstökum greinum á grunnskóla- prófi kostur á aö ávinna sér framhaldsrétt- indi samhliöa framhaldsnámi í öörum grein- um innan menntadeildar. 3. 7.—9. bekk grunnskóla. H E I M A V I S T 1 hluti af 7 í flugvélinni TF Exp er til sölu. Flugvélin er Cessna Hawk XP 11, árg. 1977 meö : 195 Hp-mótor, skiptiskrúfu, fullkomnum blindflugstækjum, Glide slope Cessna 300 Autopilot, Dual King NAV/com, King ADF, King X-power og long range-tönkum. Einnig 1 hluti af 7 í flugvélinni TF SJM er til sölu. flugvélin er Cessna Skyhawk árg. 1972, long range tankar + gott mótorlíf. Upplýsingar veittar í síma 24359 (Siguröur) og 93-2223 (Pálmi). Upplýsingar gefur skólastjóri. Sími um ísafjörð. Umsóknir sendist skól- anum (401 ísafjörður) fyrir 30. júní nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.