Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 Cannes '84 I>ær myndir, sem vöktu kannski bvað mesta athygli á kvikmynda- hátíðinni í Cannes í ár voru, að öðrum ólöstuðum, París, Texas, sem hlaut Gullbjörninn (og Tjallað er um hér annarsstaðar), Undir eldfjallinu (Under the Volcano), eftir John Houston, en hann hlaut sérstök heiðursverðlaun hátíðar- innar, Einu sinni í Ameríku (Once Upon a Time in America), eftir Sergio Leone, Sunnudagur í sveit- inni (Un dimanche a la campagne), eftir Frakkann Bertrand Taverni- er, Annað land (Another Country), eftir Marek Kanievska, Cal, eftir Pat O’Connor (hans fyrsta mynd) og Saklausu dýrðlingarnir (Los Santos Inocentes), eftir Spánverj- ann Mario Camus, svo einhverjar séu nefndar. Annars eru skoðanir skiptar um Cannes-hátíðina, sem er auð- vitað ekkert nýtt. Flestir kaup- endur og seljendur sögðu að við- skiptin væru heldur lítil, að hluta til vegna þess hve hár doll- arinn væri og líka vegna þess að óháðu kvikmyndaframleiðend- urnir í Bandaríkjunum halda sinn eigin markað í Los Angeles Heldur dauf hátíð í ár í mars á hverju ári. Fyrir Banda- ríkjamenn er Cannes-hátíðin að verða eins mikill sjónvarps- myndaviðburður og bíómynda- viðburður. í augum þeirra er Cannes staður þar sem sjón- varpsmynd á borð við Daginn eftir (The Day After) er seld eins og hver önnur og sjónvarps- stjörnur eins og Pamela Sue- Martin og Patrick Duffy, sem bæði kynntu sínar fyrstu kvik- myndir á hátíðinni, fá viðlíka meðferð og Rita Hayworth og Rock Hudson. En það sem leiðinlegast var fyrir Bandaríkjamenn var að besta mynd hátíðarinnar var gerð í Bandaríkjunum af útlend- ingi. Það var, að því er virðist, farið varlega í sakirnar þegar valdar voru myndir á hátíðina. Þegar Sovétmenn tilkynntu að þeir myndu ekki taka þátt í ólympíu- leikunum í Los Angeles var ljóst að pólitíkin er einfaldlega all- staðar ráðandi og ekki síst á Cannes. Það kom nefnilega fram í dagsljósið að forstjóri hátíðar- innar, Gilles Jacob, neitaði að leyfa sýningar á bandarísku myndinni Moscow on the Hud- son, vegna þess að hún myndi móðga Sovétmenn. Og eina sov- éska myndin sem tók þátt í keppninni um Gullpálmann var þannig að hún hefði sem best getað svæft úlfahjörð að mati Jack Mathews, blaðamanns USA Today, í Cannes. „Ekkert er raunverulegra en töfrar," segir einhver í mynd Houstons, Undir eldfjallinu. Kvikmyndatöfrar voru sjaldséð- ir á Cannes þetta árið, segir Der- ek Malcolm, kvikmyndagagnrýn- andi breska blaðsins The Guard- ian. Aðeins tvær myndir voru töfrandi að hans áliti; París, Texas, og Einu sinni í Ameríku. Hvorug var þó gallalaus, en „báðar fengu mann til að lyftast í sætinu". Áhorfendur hylltu mynd Albert Finney í Llndir eldfjallinu. I I HEIMI rVirMyNDANN/! Wim Wenders: Úr mynd Wenders Im lauf der zeit frá 1976. „Flestar myndir um menn og konur lýsa samböndum eins og al- gjörum slvsum eða þær lýsa þeim á rangan hátt, fallega, eins og ástin geti yfirstígið alla erfiðleika. Svo að mér fannst að þessi mynd ætti ekki að reyna að benda á lausn, undankomuleið eða draumsýn, heldur einhverskonar ótrúleika eins og mann sem stekkur yfir sinn eigin skugga eða einhvers- konar öfuga röð hluta þar sem allt er hægt að endurtaka. Svo það er það sem við erum að reyna að gera.“ Þannig talar þýski leikstjór- inn Wim Wenders um nýjustu mynd sína, þá elleftu í fullri lengd, Paris, Texas , sem hlaut Gullpálmann á nýafstaðinni kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Myndin er gerð í Bandaríkjunum, tekin í Houston og Los Ángeles og fjallar um mann, sem yfirgefur konu sína og barn, er talinn af en snýr aft- ur í þeirri von að koma á nýjum fjölskyidutengslum. Með helstu hlutverk í myndinni fara þau Nastassia Kinski, Harry Dean Stanton og Dean Stockwell. Paris, Texas er fjármögnuð af Channel 4 í Bretlandi og franska og þýska sjónvarpinu. Það olli Wenders miklum erfiðleikum er hann gerði mynd með banda- rísku fjármagni þegar Francis Ford Coppola tók að sér að fram- leiða Hamett, leynilögreglu- mynd í anda gömlu meistaranna, og endaði á því að reyna að skipta sér af leikstjórn Wenders. Wenders var ekki alveg á því. Hann krefst þess að fá algerlega að stjórna vinnutilhögun sinni og efnismeðferð sjálfur. „Mér finnst ég vera agaðri en ég ræð við,“ sagði hann eitt sinn á meðan á upptökum Paris, Tex- as stóð. „Ég þekki mitt þema svo vel að það skelfir mig. Venjulega þekki ég það ekki. Sjáðu til. Eg þoli ekki að vinna að kvikmynd ef vinnan sjálf er ekki í raun einnig einskonar uppgötvun í sjálfri sér, ef hún er ekki líka einskonar ævintýri." Handritshöfundur að Paris, Texas er Sam Shepard (Frances, The Right Stuff). „Það er engin tilviljun að við Sam vinnum saman," sagði Wenders. „Við eigum svolítið sameiginlegt. Við höfum sögur að segja. Kannski Sam sé að leita eftir einhverju í Bandaríkjunum, sem er í líkingu við það sem ég var að leita eftir utan Evrópu og fann í Banda- ríkjunum, en Sam í „westrinu". Þar er einhver von eða staður þar sem einhverjar breytingar eiga sér enn stað. Ég veit það ekki. Fyrir mér eru Bandaríkin þessi ímyndaði staður." Og seinna segir Wenders: „Það, að segja sögu, er eitt- hvað ákveðið ferli, sem byrjar einhvers staðar og endar ein- hvers staðar, sem er raunveru- lega allt það sem lífið sjálft gerir ekki. Ég veit í sannleika ekki hvað ég hefði tekið mér fyrir hendur ef ég hefði ekki gert þessar myndir mínar. Ég hefði sjálfsagt leitáð eftir einhverri annarri tegund af reynslu, en mér finnst ég ekki aðeins meta líf mitt í gegnum þessar 11 myndir, sem ég hef gert hingað til, heldur kvikna þær breyt- ingar sem líf mitt tekur ætíð í þeim kvikmyndum sem ég geri.“ Árið 1980 kaus tímaritið Int- ernational Film Guide Wim Wenders einn af fimm leikstjór- um ársins. Þá var hann 35 ára en hann er fæddur í Dússeldorf árið 1945. Eftir að hafa reynt við læknisfræði og heimspeki skráði hann sig í kvikmyndaskóla í Múnchen árið 1967. Lokaverk- efni hans frá skólanum var „Summer in the City“, sem hann tileinkaði hljómsveitinni The Kinks og tónlist þeirra, sem hinn ungi Wenders hreifst mjög af. Fyrsta mynd Wenders í fullri lengd var, í lauslegri þýðingu, „Hræðsla markvarðarins við vítaspyrnuna" (Die angst des tormanns beim elfemeter) frá 1972. Hún fjallar um markvörð, sem óttast að hann sé orðinn of gamall fyrir íþrótt sína og hætt- ir í miðjum leik eftir rifrildi við dómarann. Hann drepur síðan tímann í kvikmyndahúsum og á kvennafari og myrðir að ástæðu- lausu stúlku sem hann hafði eytt nótt með. Síðan heldur hann í ieit að fyrrum vinstúlku sinni Na.sta.ssia Kinski í Paris, Texas eftir Wenders. með lögregluna á hælunum. Næsta mynd Wenders var „Rauða bréfið“ (Der scharlach- rote buchstabe), sem hann gerði árið 1973, þá kom „Alice í borg- unum“ (Alice im dem Stádten) 1974, „Falskur leikur" (Falsche Bewegung) 1975, „í timans rás“ (Im lauf der zeit) 1976 og „Amer- íski vinurinn" (Der amerikan- ische freund) 1977, sem sýnd var hér á fyrstu kvikmyndahátíðinni 1978 og var Wenders heiðurs- gestur hennar. Ameríski vinurinn segir frá Ripley nokkrum (Dennis Hopp- er), sem ræður Jonathan Zimm- ermann (Bruno Ganz) til að fremja fyrir sig morð, vegna þess að hann veit að Zimmer- mann er haldinn banvænum sjúkdómi og þarfnast pen- inganna fyrir konu sína og barn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.