Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 Grafískar kyikmyndfr Lifandi málverk Rabbað við Finnbjörn Finnbjörnsson um mynd hans „Innsýn" og fleira „Hér er um að ræða frum- herjastarf á þessu sviði. Nýtt tján- ingaform og aðstæður til að vinna svona mynd hér á landi eru engar. Kostnaðurinn er hrikalegur, ég hef lauslega áætlað hann vera um eina milljón króna og nú skulda ég 600.000 krónur. Ég bjóst við að fá um 3.000 manns á myndina því ég hélt að það væri hér svo stór hópur, sem veitti athygli því nýjasta sem er að gerast á listasviðinu. Svo virðist ekki vera.“ Það er Finnbjörn Finnbjörns- son, sem hefur orðið, en fyrir stuttu var frumsýnd í kvikmynda- húsinu Regnboganum ný grafísk kvikmynd eftir hann, sem nefnist „Innsýn". Nú gæti fólk haldið þeg- ar það heyrir minnst á grafíska kvikmynd að um sé að ræða til- breytingalausa, sifella röð lita og forma, sem koma og fara á tjald- inu undir „hávaða", sem kallaður er tónlist og nennir ekki að hugsa meira um það. Finnbjörn nennir því þó. Grafísk kvikmynd er það tjáningartæki, sem hann hefur valið sér sem listamaður og þótt listformið eigi á brattann að sækja núna trúir hann því að það eigi eftir að ná langt í framtíðinni. Grundvöllur hins andlega veruleika Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Finnbjörn að máli og spurði hann nokkurra spurninga um grafísku kvikmyndina hans og fleira. Hann var spurður að því fyrst hvert væri eðli grafískra kvikmynda. „Það eru til leiknar kvikmyndir og teiknimyndir og grafíska myndin liggur eiginlega einhvers staðar þar á milli. Leiknar myndir sýna raunveruleikann og þær sýna óbeint hugsanir, hinn andlega þátt mannsins. Teiknimyndir hafa sett raunveruleikann yfir í ævintýri, þær eru fígúratívar og endur- speglun á þeim leiknu. En af því að hugsun mannsins er ekki öll beint fígúratív, heldur tilfinn- ingar, reiði, ást, hefur grafísk mynd möguleika á því að fara niður á grundvöll hugsunarinnar og túlka hana í formum og litum. Þetta byrjar í uppbrotinu í mynd- listinni með expressjónismanum, þegar menn fara að snúa vitund- inni út í formum og litum. En sem sagt. Grafísk kvikmynd er mitt á milli leikinnar myndar og teikni- myndar og á auðveldar með að túlka grundvöll hins andlega veru- leika." Allt kemur aftur að upphafinu — Hver er uppbyggingin í þinni mynd? „Myndin krefst mikillar ein- beitni, sem er kannski til of mikils ætlast í dag, og er í raun og veru kennslukvikmynd í litrófinu, hringrásarlögmálinu, andstæðum, fjarvídd, og fer inn á frumþætti lífsins.Það eru sex litir í litrófinu og hver litur hefur sína sólarupp- rás og í sjöunda þætti eru allir litirnir til samans. Þeir tónast úr hvítum í litina sjálfa. Þennan þátt myndarinnar má líta á sem heila viku. Rauði liturinn gæti verið mánudagur, þriðjudagur appel- sínugulur og svo framvegis. Inni í þessari viku á sér stað hreyfing, öll hreyfum við okkur og þess vegna túlka ég líka lögmál hreyf- ingarinnar og það er að ekki er til bein lína, eins og Einstein sýndi fram á. Allt kemur aftur að upp- hafinu, vikan endurtekur sig. í byrjun myndarinnar er sólarupp- rás myrkursins og síðan sólarupp- rás Ijóssins. Það túlkar líka and- stæður, sem eru grundvöllur allr- ar skynjunnar. í hringrásunum upplifir maður litinn koma frá miðju á móti manni og þeim fjölgar þar til allir litirnir eru komnir. Það má líta á það sem atburði, sem við lendum í. Mismunandi litir túlka mismun- andi atburði án smáatriða, aðeins í „prinsippinu". Allt sem við upp- lifum er nýtt fyrir okkur og það á sér stað stöðug endurnýjun í upp- lifuninni. Hringrásarlögmálið er grundvöllur stöðugrar endurnýj- unar. Það er grundvöllur eilífðar- innar. Öll myndin er gerð til að gefa tilfinningu fyrir litum og það eyk- ur tilfinninguna fyrir hverjum lit þegar hann er settur fram í and- stæðu sinni. Andstæðir litir eru saman í kúlu, annar helmingurinn er andstæða hins, þeir koma úr fjarlægð og fylla alveg upp í tjald- ið. Það er fjarvíddin, sem er einnig grundvöllur skynjunar. Og grundvöllur þess að við stöðnum ekki, séum ekki alltaf að upplifa það sama, er hungur og saðning. Maður verður saddur af öllu og mann hungrar í nýtt. Þetta er há- punktur myndarinnar og upp frá þessu snýr myndin við og fer öll afturábak, sem er kannski mistök því fólk getur verið orðið þreytt þegar hér er komið." Tólf myndir á sekúndu — Sólin leikur stórt hlutverk í myndinni. „Já. Sólin er móðir lífs á jörð- inni. Tákn kærleikans. Án sólar- innar væri ekkert líf, hún er þungamiðja lífsins. í sólarlaginu fer ég í gegnum litrófið. Liturinn er partur af sólarljósinu, partur af ljósinu." — Hvernig er grafísk mynd unnin? „Hún er teiknuð, mynd fyrir mynd, 12 myndir fyrir hverja sek-1 úndu. Ég sat við teikningar að myndinni í tvö ár. Ef vinnuað- staðan hefði verið í lagi þá hefði ég getað kvikmyndað tveggja mánaða vinnu í einu og skoðað hana og þreifað mig þannig áfram, en til þess voru engin tæki og það má segja að ég hafi teiknað myndina blindandi því ég vissi ekki hvernig hún kom út fyrr en hún var fullgerð. Ef ég hefði haft réttu tækin hefði myndin orðið öðruvísi, í henni hefði verið miklu meiri hreyfing og fleiri form. Draumurinn er að koma sér upp vinnustofu með teiknurum því það væri hægt að ná miklum árangri hér með þessari nýju list. Hún gæti orðið almennt tjáningarform ef hún næði að smita út frá sér.“ — Hvar lærðir þú fagið? „Það var hjá einkaaðila úti í San Francisco í Bandaríkjunum. Ég var rekinn áfram af þessari Meðaldrægu eldflaugarnar: Ánamustum Nýja OLÍS stöðin í Ánanaustum liggur vel við akstursleiðum og athafnasvæðum. Olís í alfaraleið BB Stöðin Ánanaustum Wörner gagnrýnir Hollendinga Bonn, 8. júní. AP. MANFRED Wörner, varnar- málaráðherra Vestur-Þýska- lands, gagnrýndi í dag þá ákvörðun ríkisstjórnar Hol- lands, að fresta uppsetningu meðaídrægra eldflauga Atl- antshafsbandalagsins um tvö ár. Wörner sagði í umræðum á sambandsþinginu í Bonn, að ákvörðun Hollendinga vekti efasemdir um staðfestu og samstöðu ríkja Atlantshafs- bandalagsins. Hún sýndi Sov- étmönnum fram á, að hægt væri að beita þrýstingi og hót- unum og drægi úr áhuga þeirra á að setjast að samningaborði með Vesturveldunum. Ráðherrann sagði að Vest- ur-Þjóðverjar hygðust standa við skuldbindingar sínar gagn- vart Atlantshafsbandalaginu og engin töf yrði á því að þeir kæmu fyrir stýri- og Pershing- eldflaugum, sem geta borið kjarnorkuvopn, í landi sínu. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Jflarjyunfclafoiíi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.