Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNl 1984 Dauðir segja eldgosasögu VESUVIUS FYRIR 2000 ARUM íslenzkur jarðfræðingur við uppgröftinn á Ítalíu Hún hefur verið um 45 ára gömul, þegar eldgosið batt enda á líf hennar. Og þarna hefur hún legið í 2000 ár með dýru skartgripina sína, tvö falleg slönguarmbönd úr skíra gulli og tvo stóra gullhringa með steinum. Maíhefti hins vandaða tímarits National Geographic er að stórum hluta lagt undir upp- gröft og fornleifarannsóknir á bænum Herculaneum, sem grófst í ösku í eldgosinu í Vesúvíusi 79 f. Kr., því hinu sama sem lagði Pompeii í eyði. En þessi bær fannst árið 1975 og hefur verið unnið að rann- sóknum þar síðan, aðallega tvö síðustu árin, og bæði fundist leifar íbúanna, sem fórust svo skyndilega þar sem þeir voru komnir og hýbýli þeirra. Þessi uppgröftur hefur líka veitt miklar upplýsingar um eldgos- ið sjálft. En um það ber vitni greinin í Geographic undir fyrirsögninni: Eftir 2.000 ára þögn segja hinir dauðu söguna um gosið í Vesúvíusi. Jarðfræðingurinn sem haft hef- ur á hendi eldfjallarannsóknirnar á þessu 2.000 ára gosi í Vesúvíusi er fslendingur, Haraldur Sigurðs- son, og eru miklar upplýsingar eftir honum hafðar í greininni og mynd af honum á staðnum. Hefur hann getað tímasett alla atburði gossins og fengið nákvæma mynd af atburðinum, miklu nákvæmari en áður var fengin með uppgreft- inum á Pompeii. Náði fréttamaður símtali við Harald, sem birtist annars staðar hér á síðunni. Allir fórust á andartaki Út úr tímalausri, rykfallinni dimmunni, starir fornrómverskt fórnarlamb Vesúvíusarfjalls út í 20. öldina og gnístir enn tönnum í skelfingu. í námunda liggja brunnar, samfléttaðar leifar nokkurra annarra, sem grafist höfðu í votan eldfjallajarðveg. Þannig hefst fyrrnefnd grein í Geographic Magazine. Gefur strax hugmynd um hvað blasti við eftir að ítalskir verkamenn tóku fyrir tveimur árum að grafa upp skemmur á hafnarbakkanum í Herculaneum. Síðan hafa mörg önnur vitni um manntjón komið fram í dagsljósiö þarna á strönd- inni: hefðarkona með skartgripina sína, rómverskur hermaður með sverð í hendi og ýmiskonar áhöld, ljósker, peningar og jafnvel óskemmdur rómverskur bátur. Þetta lyftir ekki aðeins hulunni af hinum átakaniegu, síðustu mínút- um þessara skefldu íbúa. Það dregur fram í dagsljósið mergð af nýjum upplýsingum sem nú þegar segja okkur miklu meira en vitað var áður um það hvernig fólkið lifði, og dó, í borgunum undir Vesúvíusarfjalli. Sviðið hefur verið í myrkri í 2.000 ár. Líka leiksviðið sem þarna lá grafið 30 metrum undir gosefn- unum. Þar hafa komist í sæti 2.500—3.000 manns og klukku- hljóðfæri á gólfinu sýnir að gam- anleikur hefur verið fluttur í þessu leikhúsi, stolti hins forna strandbæjar Herculaneum á 1. öld f. Kr. Öll ummerki um bæina Pompeii og Herculaneum voru þurrkuð út þartil þeir urðu af til- viljun á vegi verkamanns að grafa brunn árið 1709. Þá tók hefðarfólk frá Napólí að grafa niður holur til að ræna ieikhúsið. Hirtu m.a. marglitar marmaraflögurnar af framhliðinni til að setja á húsin sín og brons og marmarastytturn- ar til að prýða heimili sín. Flóinn er í hálfs km fjarlægð frá leikhúsinu. Gjóskan úr sama gosi hefur grafið ströndina undir 20 metra þykku lagi. Nú er búið að grafa upp hluta af þessari strönd. Óg þar hafa einmitt komið í ljós þessar skemmur, sem líklega hafa verið notaðar til að geyma í báta. í *þeim hafa fundist dýrmætustu fornleifar seinni tíma. Fornleifa- fræðingar höfðu fram að því talið að næstum öllum íbúum í Hercul- aneum hefði tekist að flýja undan gosinu í Vesúvíusarfjalli. Eftir að íbúamir voru flúnir, hefði Hercul- aneum svo grafist undir loftþéttri leirskriðu. I Pompeii hefði nokk- urra klukkustunda öskufall grafið þá sem þar hafa fundist. En fyrri tíma vísindamenn þekktu ekki helskýin svokölluðu, sem ekki upp- götvuðust fyrr en á þessari öld. Þessi flóð ofsaheitrar eiturgufu og gosefna, sem koma æðandi niður Fólkið hefur flúið niður á ströndina og þjappað sér saman í skelfingu sinni. Er þarna enn, þar sem það leitaði skjóls í faðmi hvers annars. Þessir hafa komist í bátinn, sem dugði þó skammt. Gas- og öskuflóðið sem skall á borginni og deyddi íbúana svo fljótt hefur geymt ýmsa húsmuni vel. Hér er 2000 ára gamalt baðker úr bronsi og marmaravaskur. íburðarmikið mosaíkgólf hefur brotnað undan þunganum af öskulögunum ofan á, en kemur nú undan farginu í allri sinni fegurð. Um dyrnar er útsýni úr þessum híbýlum til hafsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.