Morgunblaðið - 16.06.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984
7
Flexello trilluhjól
Með eða án
snúningsplötu
Nylon hjól
50—150 mm.
Gúmmíhjól
40—75 mm.
Ávallt fyrirliggjandi
G. J. FOSSBERG
VÉLAVERZLUN HF.
Skúlagötu 63 - Reykjavík
Stmi 18560
Til sölu
Rover 73 Coupé
Einstakur og vel meö farinn Rover 3,5 L Coupé til sölu.
Ekinn aöeins 19 þús. mílur. Verö 385 þús. kr.
Upplýsingar í síma 91-19197, laugardag milli 13.00 og
18.00.
Kvöldsími 91-17598.
KOM OG SIGRAÐI
í fyrstu keppninni er þessi frábæri kapp-
siglari tók þátt í þá ekki bara sigraöi hann,
hann hreinlega stakk andstæöinganna af.
Getum nú aftur boöiö fleiri báta af þessari
gerö meö stuttum fyrirvara.
Verö frá 298.000.
Benco
Bolholti 4, Reykjavik
sími 91-21945/84077.
Stjórnmál í sumartíð
Á það er bent í Staksteinum í dag, að það eru einkum
framsóknarmenn sem halda því á lofti að sjálfstæöismenn
vilji starfa með öðrum að stjórn landsins en Framsóknar-
flokknum og séu teknir að undirbúa það. Þá er einnig vakið
máls á næsta óljósum ummælum forráðamanna Samhygðar
um að þeir ætli að stofna stjórnmálaflokk.
Vill framsókn
breytingu?
NT, málgagn Framsókn-
arflokksins, keppist við að
skýra frá deilum milli
sjálfstaeðismanna og fram-
sóknarmanna og beinir nú
athygli lesenda sinna að
því, hvort verið sé að
mynda nýja stjórn á bakvið
framsókn. Þannig hófst
baksíðufrétt NT í gær:
„Nú á vordögum hefur
öðru hvoru lyft sér á flug
sá orðrómur að viðræður
færu fram um nýja stjórn
milli nokkurra forystu-
manna Sjálfstæðisflokks-
ins og forystumanna Al-
þýðuflokks og Alþýðu-
handalags og e.tv. fleiri
flokka. Vitað er að all-
margir forystumenn
Sjálfstæðisflokksins eru
óánægðir með núverandi
stjórn einkum þeir yngri
sem í heild fengu enga
ráðherrastóla. Telja margir
í þeim hópi lífsnauðsyn
fyrir Þorstein Pálsson aö
stjórnarmynstri verði
breytt fari svo að enginn
af ráðherrum flokksins
standi upp fyrir honum í
sumar eða haust Þá er
mönnum í fersku minni
skrif varaþingmannsins
Guðmundar H. Garðars-
sonar er hann nánast
krafðist þess að stjórnar-
samstarflnu yröi slitiö og
undir þau orð hans tóku
sumir af yngri mönnum
flokksins í viðtali við NT.“
Eins og sjá má af þess-
um orðum er frétt NT í
raun ekki annað en
órökstuddar vangaveltur
sem skýrast betur þegar
lengra er lesið: „Þetta er
algjörlega úr lausu lofti
gripið," segir Friðrik Soph-
usson, varaformaöur
Sjálfstæðisflokksins, í
NT-fréttinni. „Það hefur
enginn þreifað á mér alla-
vegana," segir Guðrún
Agnarsdóttir, þingmaður
Kvennalistans, við NT. Og
eftir Jóni Baldvini Hanni-
balssyni, þingmanni Al-
þýðuflokksins, hefur NT
þegar hann hefur verið
spurður hvort hann hefði
tekið þátt í einhverjum
stjórnarmyndunarviðræð-
um: „Nei, því miður.“ NT
náði hvorki í „höfuðpaura"
Alþýðubandalagsins eins
og blaðið oröaði það né for-
ystumenn Bandalags jafn-
aðarmanna.
Af þessari upptalningu í
frétt NT kemur það eitt í
Ijós, að það hljóta að vera
einhverjir í Framsóknar-
flokknum sem telja nauð-
synlegt að breyta stjórn-
armeirihluta á þingi. Þar
ráöa vafalaust þeir menn
ferðinni sem vilja að Fram-
sóknarflokkurinn sé vinstri
flokkur jafnt í innanlands-
sem utanríkismálum og
eru aldrei í rónni á meðan
framsóknarmenn sitja í
stjórn með sjálfstæðis-
mönnum. Þessir aðilar f
Framsóknarflokknum hafa
jafnvel meiri ítök í NT en á
Tímanum áður en skipt var
um fot á málgagninu. Með
hliðsjón af vinnubrögðum
þessara framsóknarmanna
væri ekki ólíklegt að innan
skamms færu að birtast
hvatningarorð í NT um
nauðsyn þess að Fram-
sóknarflokkurinn sneri sér
til vinstri úr því að íhaldið
væri komið á biðilsbuxurn-
ar við komma og krata.
Samhygö í
stjórnmálin
Annars minna þessi
skrif NT um stjórnar-
samstarflð helst á það að
blöð taka sig stundum til
og spinna þræði af þessu
tagi yfir sumarvikumar
þegar næsta lítið markvert
gerist að minnsta kosti á
stjórnmálasviðinu. En er
allt svo tíðindalaust á þeim
vígstöðum að vangaveltu-
fréttir byggðar á orðrómi
séu nauðsynlegar til aö
fylla síður blaöanna?
í Þjóðviljanum á
flmmtudag birtist viðtal við
Sigrúnu l>orsteinsdóttur,
sem bauð sig fram til vara-
formennsku í Sjálfstæðis-
flokknum á landsfundin-
um í nóvember 1983. Hún
hlaut sárafá atkvæði en
hefur fram til þessa starfað
innan flokksins meðal ann-
ars sem varabæjarfulltrúi í
Vestmannaeyjum og for-
maöur atvinnumálanefnd-
ar bæjarins, að sögn Þjóð-
viljans. En tilefni Þjóðvilja-
viðtalsins við Sigrúnu er að
nú hefur hún sagt sig úr
Sjáltsæðisflokknum.
„Já. þetta uppgjör mitt
við flokkskerfið í landinu
stendur að sjálfsögðu í
sambandi við starf mitt í
Samhygð," segir Sigrún
Þorsteinsdóttir og vísar þar
með til sarataka sem hafa
látið á sér bera í þjóðlífinu
undanfarin misseri meðal
annars með því að safna
undirskriftum „gegn at-
vinnuleysi" og festa boð-
skap sinn á Ijósastaura
víösvegar um landiö I. maí
síðastliðinn en sýnast nú
hafa uppi ráðagerðir um að
stofna stjórnmálaflokk.
„Markmið okkar er að
breyta stefnu þjóðfélagsins
og starfa í sama anda og
við höfum gert innan Sam-
hygðar ... Meginstefnan
vrði andofbeldi, raunveru-
leg samvinna, manngildi
ofar auðgildi, frjálst val
einstaklingsins og á móti
allri einokun."
Eftir að Sigrún Þor-
steinsdóttir hefur lýst þess-
um háleitu markmiöum
spyr blaöamaður Þjóðvilj-
ans: „Sumum flnnst nokk-
uð mikil framsóknarlykt af
Samhygð, ætlið þið að feta
í það sporið?" Og Sigrún
svarar: „Finnst fólki það?
Við mig er sagt að þetta
séu bara kommar í Sam-
Hygð...“
I Morgunblaðinu á
sunnudag sagði Júlíus Kr.
Valdimarsson, formaður
félagsmáldeildar Samhygð-
ar, að samtökin væru ekki
„pólitískt fyrirbrigði" en
gaf jafnframt til kynna
stofnun flokks sem „sið-
ferðileg hreyfing" stæði á
bak við. Og í nýjasta Helg-
arpósti segir Pétur Guð-
jónsson sem stofnaði Sam-
hygð hér á landi 1979 eftir
að hafa haldið námskeið á
vegum Stjórnunarfélagsins
til varnar streitu, að stjórn-
málaflokkar á vegum Sam-
hygðar starfi um allan
heim og það sé „vel mögu-
legt“ að slíkur flokkur
verði stofnaður á íslandi.
Ferðanestið
í lofttæmdum umbúöum að þínu vali
□ Grillaöir kjúklingar □ Smurt brauö
□ Steiktar kótilettur □ Svartfuglsegg
□ Soöin sviö □ Rófustappa
□ Soöiö hangikjöt □ Kartöflumús
□ Samlokur □ Haröfiskur
og blandaö álegg á feröaveröi
Vörumarkaðurinn lif. Eiðistorgi n, s.m, 29366.
Ármúla 1 a, sími 686111.