Morgunblaðið - 16.06.1984, Page 18

Morgunblaðið - 16.06.1984, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ,. LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984 Stórkostleg- ur söngur Tónlist Jón Ásgeirsson Lucia Valentini-Terrani söng í Háskólabíó sl. Lmmtudag meö Sinfóníuhljómsveit íslands, undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat. A efnisskránni voru aríur úr óperun- um Semiramide, ítölsku stúlkunni í Alsír og Rakaranum í Sevilla, sem eru eftir Rossini, og eftir hlé voru aríur úr Mignon eftir Thom- as, II trovatore eftir Verdi og úr Carmen eftir Bizet. Á milli söngatriðanna lék svo hljómsveitin forleiki og milli- þáttaatriði úr óperum og Dans macabre eftir Saint-Saéns og var hljómsveitin góð, bæði er leikið var með söngkonunni og í sératriðunum. í Dauðadansinum lék Guðný Guðmundsdóttir smá einleik og í milliþáttatónlist úr Carmen áttu Jón Sigurbjörnsson og Kjartan Óskarsson smá sóló er þeir skiluðu ágætlega. Söng- konan Lucia Valentini-Terrani var stórkostleg og var fögnuður áheyrenda með því allra mesta sem heyrst hefur hér á landi, með „bravó“-hrópum og „takt- klappi“. Valentina-Terrani leik- ur jafnt með veikan tón og sterkan, hefur á valdi sínu mikla tækni, geislar af leikgleði og hef- ur þegið sem náttúrugjöf stór- kostlega rödd. Slíkur söngur er ekki hversdagsfyrirbrigði og óskandi að söngkonan komi aft- ur í heimsókn sem fyrst. í tveim- ur fyrstu aríunum Ah, quel giorno, úr Semiramide, Cruda sorte, úr ítölsku stúlkunni og Una voce úr Rakaranum sýndi Valentina-Terrani frábæra söngtækni sína. I Connais-tu le pays, úr Mignon, sýndi hún ljóð- ræna túlkun, í Stride la vampa, úr II trovatore, dramatísk til- þrif, og ögrandi leikgleði í tat- aradansinum fræga úr Carmen. Allt söng hún þetta glæsilega og eins og einn hljómleikagesta sagði, þá voru þessir tónleikar „sannkölluð listahátíð". Listahátíð í Reykjavík: Dans og skúlptúr DANS Helga Magnúsdóttir Þingholtin hafa jafnan veriö orðuö viö fjölskrúöugt bæjarlíf og er svo enn. Þessa dagana hefur t.d. gamalli trésmiöju við Bergstaðastræti 9b (bakhús) veriö breytt í hið skemmti- legasta dansstúdíó, þar sem og er gert ráð fyrir nokkrum áhorfendum. Staðinn nefnir Hafdís Árnadóttir Kramhúsið, en hún er eigandi hans. Vígsla Kramhússins fór fram 8. júní sl. með atriði frá listahátíð, Dans og Skúlptúr, eða Mellem- Rum, en svo nefna listamennirnir sýningu sína. Dansarinn og danshöfundurinn Jytte Kjöbek frá Danmörku ber hitann og þungann af dagskrá þessari, en hún hefur getið sér gott orð fyrir list sína á Norðurlöndum. Jytte hefur meðal annars starfað sem dansari, danshöfundur og kennari við Danaballettinn, svo og hjá Dance Theatre Corona. Þá hefur hún einnig samið sérstaklega fyrir listasöfn. Meðdansari Jytte er Henrik Boye Christensen, eff hann hefur lagt stund á látbragð, leiklist og dans í 2 ár. Þá hefur hann einnig dansað hjá Danaballettinum og Dance Theatre Corona. Aðrir samverkamenn Jytte eru þau Lise-Lotte Elley, búningahönnuð- ur, Ralph Grant, dansari og danshöfundur, og Willy Örskov, myndhöggvari. Dansaðir voru þrír dansar og voru tveir þeirra unnir í náinni samvinnu milli Willy Örskov og Jytte Kjöbek. Fyrri dansinn nefndist Geirfuglasker, en tónlist- ina við verkið samdi Karólína Ei- ríksdóttir. Náði hún fram sterkum náttúruáhrifum í tónlist sinni, þar sem fuglar, himinn og haf virtust fylla tónana. Hvað dansinn sjálf- an snertir, áttu þau Jytte og Hen- rik fullt í fangi með að halda þeirri reisn í dansinum, sem tón- listin krafðist. Samspil þeirra var þó ágætt á köflum og var það eink- um að þakka góðu látbragði Hen- riks. Þá voru búningar Lise-Lotte Elley léttir og skemmtilegir, svo og listræn sviðsmynd Willy Ör- Langbrækur í Bogasal Myndlist Valtýr Pétursson Stór hópur kvenna, sem stundar myndlist og listiðnað af ýmsu tagi, hcfur um árabil haldið sýningar á framleiðslu sinni í Gallerí Langbrók. Það tók til starfa áriö 1978, og síðan hefur þessi hópur aukist jafnt og þétt og er nú kominn í 24 Langbrækur. Kramlag þessa hóps til Listahátíðar '84 getur að líta f Bogasalnum og kennir þar margra grasa. Vefnaður úr alls konar efni, dúkskurður, graf- ík, teikningar, olíumálverk og akrfl, steinleir og blönduð tækni. Af þessu má gera sér í hugarlund, að margs konar verk eru þarna á boðstólum. Það er listrænt yflrbragð á þessari sýningu, en því verður ekki neitað, að nokkuð eru einstök framlög mis- jöfn að gæðum og vart við öðru að búast, þegar svo stór hópur á í hlut. Það er ánægjulegt að sjá, hvað konur fást við margvísleg við- fangsefni á sviði lista hér á landi. Fyrir nokkrum árum var útsaum- ur og þess háttar eiginlega það eina, sem kvenþjóðin lagði gjörva hönd á hér á landi. Þetta hefur breyst mikið síðustu áratugi, og er það sannarlega vel. Sýning eins og sú, er Langbrækur hafa efnt til á þessari Listahátíð, hefði verið vart hugsandi fyrir ekki meir en þrjátíu árum. Þarna má því að nokkru leyti sjá árangur af starfsemi listaskóla í landinu og auðvitað er þar fyrst og fremst Handíða- og myndlistarskólanum fyrir að þakka. Þvf miður varð ég alltof seinn fyrir með skrif að þessu sinni, og verð ég því að stikla á stóru. Nefni aðeins nokkur nöfn, er urðu mér minnisstæð eftir að hafa skoðað þessa sýningu lauslega. Ragna Róbertsdóttir er frumleg í verkum sínum að vanda, Kolbrún Björg- ólfsdóttir er öruggur leirkerasmið- ur, Guðrún Auðunsdóttir skemmtileg að venju. Valgerður Bergsdóttir sker í dúk af mikilli leikni og Edda Jónsdóttir á þarna grafík, er ber svip hennar. Borg- hildur Óskarsdóttir og Edda Ósk- arsdóttir urðu báðar eftirminni- legar í huga mér. Auðvitað mætti nefna fleiri nöfn í þessu sambandi, en ég læt þetta duga að sinni. Þeir sem sjá sýningu sem þessa geta ekki annað en glaðst yfir því lífi og þeim mikla áhuga, sem þess- ar listakonur sýna. Hér er á ferð fólk, sem raunverulega er að rækta nýja hlið á menningu okkar og óneitanlega er hér um nýja hlið á íslensku þjóðlífi að ræða. Stórt orð Hákot, látum það duga sem finale á stuttu skrifi. Tímamótamenn í NÝLISTASAFNINU við Vatnsstíg sýna þeir félagar Magn- ús Pálsson og Jón Gunnar Árna- son á Listahátíð. Jón Gunnar er á neðri hæðinni og Magnús á þeirri efri. Þeir eru nokkuð ólíkir í list sinni en eiga það sameiginlegt að vera átrúnaðargoð viss hóps af yngri kynslóð myndlistarmanna. Því er ekki fjarri að hugsa sem svo, að safnið hafi viljað heiðra þá félaga og um leið að tjalda því áhugaverðasta sem það átti völ á. Jón Gunnar sýnir hér verk er hann kallar Gravity Cosmos og mun vera eitt þeirra verka sem hann sýndi í Feneyjum fyrir einum tveim árum. Þar eru speglar settir á gólf og veggi og síðan hengdur strengur með steini í fyrir ofan og aðdráttar- aflið þannig virkjað. Má vera að ég hafi misskilið verkið, en þannig festist það mér í minni. Þetta er geðfellt og hreinræktað nútímaverk, sem væri ef til vill réttast að nefna spegil-skúlpt- úr. Þetta fyllir neðri sal safns- ins. Magnús Pálsson leggur aftur á móti út af öðru tema, það er „kennsla er geggjaðasta listin". Ég legg ekki út í þann hættu- lega leik að fást við að skil- greina hvað Magnús er að fara með þessu verki eða þessum verkum. Ég fékk bókstaflega ekkert af því sælgæti sem ef til vill felst í listsköpun hans. Það er ekki Magnúsi að kenna held- ur ófílósófískri afstöðu minni og ég á í engin önnur hús að venda en að biðja um gott veð- ur. Þannig geta hlutirnir snúist til hins verra, þrátt fyrir annan vilja og aðrar áætlanir. Báðir eru þessir listamenn víðfrægir af list sinni og hafa tekið þátt í listviðburðum víðs- vegar í veröldinni. Það má því án nokkurs efa halda því fram að um listviðburð sé þarna að ræða, en því miður, fyrir ofan og neðan garð hjá þeim sem þetta ritar. Fyrstu hraunhlutirnir eftir Ragnar Kjartansson. Líf í leir ’84 í Listasafni ASÍ við Grensásveg er framlag til Listahátíðar af hálfu Leirlistafélagsins. Fjórtán listamenn eiga þar verk, og heldur fannst mér þar setinn bekkurinn. Að mínum dómi hefði mátt grisja svolítið til að gefa sýningunni meira svigrúm, ef svo mætti að orði kveða. En hvað um það, þarna eru leirkerasmiðir á ferð, sem þegar hafa sýnt og sannað, að þeir standa fyrir sínu. Auðvitað eru þetta ólíkur listamenn og afrakstur- inn eftir því, fátt er eðlilegra, þegar svo margir eiga sneið af kökunni. Heiðursgestur sýningarinnar er Ragnar Kjartansson, enda var hann í broddi fylkingar í gamla Gliti, eins og allir vita, og því brautryðjandi á þessu sviði hér á landi, en hann var í námi hjá Guð- mundi heitnum frá Miðdal, sem lengi var sá einasti, er átti við leirlist hér á landi. Ragnar á þarna mjög vandaða og fágæta hluti frá fyrri árum, og vinnur sýningin í heild við þátttöku hans. Það er nokkuð erfitt að gera upp á milli þessa fólks. Það er viss þráður í þessum hlutum, sem gengur nokkuð öruggt frá manni til manns og gerir þetta að nokk- urs konar heild, sem verður sam- eign að einhverju leyti. Steinunn Marteinsdóttir er samt nokkuð sérstæð í sínum verkum og sama má segja um Ragnhildi öskars- dóttur og Eddu Oskarsdóttur, sem leikur á táknrænar eigindir. Elísa- bet Haraldsdóttir og Jóna Guð- varðardóttir eru báðar með eftir- tektarverð verk, það er Jónína Guðnadóttir einnig. Rúna og Gest- ur eru sjálfum sér lik, og Kolbrún Kjarval er örugg í sínum vinnu- brögðum. Þessi sýning ber fyrst og fremst þess vitni, að það er nýr og mikill kraftur í leirgerð á íslandi. Það er ferskur blær, sem einkennir þau vinnubrögð, sem hér blasa við manni, og þegar þess er gætt, hve stutt er síðan þessi listgrein festi hér rætur, verðum við að viður- kenna, að þarna er dugmikið og framsækið fólk á ferð. Það er vart mannsaldur síðan þetta ævintýri hóf göngu sína hér á landi, en samt er hér ein elsta listgrein ver- aldar á ferð. Það er stundum sagt, að myndlistin eigi sér enga hefð hér í þessu þjóðlífi, og sannarlega er það satt að mörgu leyti, en hvað má þá ekki segja um leirkera- smíði, sem er miklu yngri að árum hér hjá okkur en myndlistin. Það fylgir þessari sýningu vönduð sýn- ingarskrá með ágripi af sögu leir- listar í landinu. Sú saga spannar aðeins frá 1927—1981. Það er fróð- leg saga engu að síður, og vísa ég til þessa stutta ágrips fyrir þá sem vilja kynna sér líf í leir fram á okkar daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.