Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNl 1984 19 skov, sem fór að vísu ekki mikið fyrir. Signaler nefndist seinni dans þeirra Jytte og Willy. Tónlistina samdi Hans Abrahamsen og féll hún ágætlega að verkinu svo og búningar Lise-Lotte Elley og Vestur- gata 17 Þátttaka Listmálarafélagsins í Lista- hátíð er á Vesturgötu 17, en þar er Gallerí, sem félagið hefur að jafnaði til afnota. Þarna hafa verið haldnar nokkrar sýningar á vegum félagsins og sumar þeirra verið mjög vandaðar að öllu lcyti. Ég held, að sú sýning, sem nú er þar til húsa, sé enn vandaðri en fyrri sýningar á þessum stað, og er það góðs viti, að hlutirnir skuli batna með tíð og tíma en ekki drabbast niður í að vera einskis virði. Þeir sem staðið hafa að þessum sýningum eiga sannarlega skilið, að eftir vinnubrögðum þeirra sé tekið. Fimmtán félagar í Listamálara- félaginu eiga verk á þessari sýningu og þrátt fyrir þennan fjölda verður ekki annað sagt en að þarna sé sam- stæð sýning á ferð og ræður því auð- vitað viss staðall, sem settur hefur verið fyrir þátttöku. Sannleikurinn er sá, að það verður að vera viss herkja í vali verka á samsýningar, ef vel á að vera. Menn eru oft á tíðum nokkuð glámskyggnir á sín eigin verk og því ætíð nauðsyn á að velja og hafna. Ég ætla að láta það flakka hér, að langt er siðan ég hef séð jafn góða sýningu hér f borg. Það er auð- vitað erfitt að taka svo til orða, þeg- ar viðkomandi á sjálfur verk á um- ræddri sýningu en ég get ekki annað. Ekki ætla ég mér að fara niður í saumana á þessari sýningu, en læt fólk um að kveða upp sinn dóm. Hver og einn af þessum málurum er reyndur og margslunginn listamaö- ur, og eins og áður segir hefur verið vandaö mjög til þessa samsafns. Þarna eru verk í mörgum stíltegund- um og einum þeirra hvergi haldið meira að sýningargestum en öðrum. Hér er það sú skoðun sem ræður, sem segir, að stíllinn ráði ekki gæð- um myndarinnar, heldur hvort um gott eða slæmt myndverk er að ræða. Eg skal ekki orðlengja um þessa fallegu sýningu, fólk ætti að skoða hana, og þá þarf ekki frekari vanga- veltur. Því mæli ég eindregið með þessum verkum, og það er ekki að ástæðulausu að undirritaður er svo- lftið góður með sig yfir að eiga verk við hliðina á því, sem er til sýnis f Galleríinu við Vesturgötu. Þeir sem sýna á þessari sýningu eru: Ágúst F. Petersen, Björn Birnir, Bragi Ásgeirsson, Elfas B. Hall- dórsson, Einar G. Baldvinsson, Ein- ar Hákonarson, Einar Þorláksson, Guðmunda Andrésdóttir, Gunnar örn Gunnarsson, Hafsteinn Aust- mann, Jóhannes Geir, Jóhannes Jó- hannesson, Kjartan Guðjónsson, Sigurður Sigurðsson og Valtýr Pét- ursson. litskrúðug hjálpartæki dansar- anna hönnuð af Willy örskov. Verður þessi dans að teljast lífleg- asta atriði kvöldsins. Þá náðu dansararnir hvað bestum tökum á öllum hreyfingum og látbragði í þessu atriði. Þá er komið að þriðja dansinum, sem var að vísu byrjunaratriði kvöldsins. Ralph Grant nefnir hann Bláan vals og er sjálfur allt í senn, dans-, búninga- og sviðs- hönnuður. Dönsk vandamála- stemmning ræður hér ferðinni. I þetta skipti er það hin kúgaða kona sem er í aðalhlutverkinu og er henni stillt upp gagnvart and- stæðunni, karlmanninum, sem stjórnar öllu, þ.á m. henni, með heiftúð og eigingirni. Þessi efni- viður er gamalkunnur en þó í fullu gildi enn þann dag í dag, þar sem staða konunnar hefur ótrúlega lít- ið breyst, miðað við allan þann áhuga, sem sýndur hefur verið málefninu. Blái valsinn getur þó varla talist mikil lyftistöng mál- efninu til styrktar. Ástæðan er vafalaust sú, að á hefur skort frjótt ímyndunarafl hvað dans- gerð snertir. T.d. voru endurtekn- ingar allt of tfðar svo og lang- dregnir kaflar, sem virtust ekki þjóna neinum ákveðnum tilgangi. Þrátt fyrir áðurnefnda galla í dagskrá þessari, að viðbættri lé- legri dansskrá á ensku með ónóg- um upplýsingum, ríkti góð stemmning í Kramhúsinu á laug- ardagskvöldið. Er það helst að þakka hinum góðu tengslum sem nást á milli flytjenda og viðtak- enda í salarkynnum sem þessum, þar sem nálægðin er oft ekki meiri en 1—2 metrar á milli þessara að- ila. Verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu þessa staðar, en nú þegar er búið að ákveða nám- skeiðahald í júlí í dans- og hreyfi- list, þar sem Jytte Kjöbek verður meðal stjórnenda. Köpavogsvöllui —ldeUd- ® Breiðablik — Valur kl. 14.00 í dag Heiöursgestir: Guðmundur Jónsson, Jón Helgi Guömundsson, Jón Þór Hjaltason. \4REVRLL 68 55 22 Vélsmidja Heiðars VESTURVÖR.26. KÖPAVOQI slmi 42570 pbsthb»178 PELSINN KrVjuhvoli simi 20160 <BllflLEIGflM CAR-qtENTHl SERVICE Nybylavegur 32 200 Kópavogur Tel: 45477 Ánanaustum Til SELTJARNAR- NESS Nýja OLÍS stööin í Ánanaustum liggur vel við akstursleiöum og athafnasvæöum. Olís í alfaraleið m Stööin Ánanaustum ÖR.PlRlSEy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.