Morgunblaðið - 16.06.1984, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNl 1984
Listahátíð í Reykjavík
Niall Toibin í Gamla Bíói kl. 17:
„Ekki lakari en Dave Allen"
„HANN er ekki lakari háöfugl en
Dave Allen, sem við þekkjum öll
úr sjónvarpinu," sagði Sigmar B.
Hauksson, einn úr stjórn Listahá-
tíðar, er írska leikarann Niall Toi-
bin bar á góma á fundi frétta-
manna með forvígismönnum
Listahátíðar fyrir nokkru. Toibin
bregður sér í dag kl. 17 í gervi
landa síns Brendan Behans og
skemmtir gestum Gamla Bíós með
dagskrá, sem ber nafnið The Bells
of Hell.
Toibin á að baki um 30 ára
feril sem atvinnuleikari. Auk
þess að leika í írlandi hefur
hann komið við sögu í Bretlandi,
Bandaríkjunum, Kanada og
V-Þýskalandi. Þá hefur Toibin
leikið í nokkrum kvikmyndum,
m.a. „Ryan’s Daughter", „Guns
in the Heather", „Philadelphia
Dagskrá Lista-
hátíðar
ídag
og á morgun
15.00 ÁRBÆR:
Hvaðan komum við?
16.00 LÆKJARTORG:
Svart og sykorlaust. Uppákoma.
17.00 ÁRBÆR:
Hvaðan komum við?
17.00 GAMLA BÍÓ:
Tbe Beils of HelL írski leikarinn
Niall Toibin bregður sér í gervi
landa síns, Brendans Behan.
21.00 LAIJGARDALSHÖLL:
The Modern Jazz Quartett yljar
ungum sem gömlum jazzáhuga-
mönnum um hjartaræturnar.
17. SUNNUDAGUR
15.00 ÁRBÆR.
Hvaðan komum við?
17.00 ÁRBÆR:
Hvaðan komum við? Síðasta sýn-
ing Borgars Garðarssonar á verki
Árna Björnssonar.
23.00 LA UGARDALSHÖLL:
Allt í einu pakka. Þjóðhátíðar-
dansleikur. Lokaball Listahátíð-
ar '84. Stuðmenn sjá um fjörið
ásamt Pax Vobis og Svörtu og
sykurlausu.
Here I Come“. Islendingar kann-
ast e.t.v. við hann sem kaþólska
prestinn úr breska mynda-
flokknum Brideshead Revisited,
sem sjónvarpið sýndi fyrir
nokkrum mánuðum.
Toibin tók upp á því fyrir
rúmum áratug eða svo að sér-
hæfa sig í eins manns sýningum,
„one man show“ eins og það er
nefnt á ensku. Árið 1971 setti
hann á svið einleikinn „Confus-
ion“ í Gaiety-leikhúsinu í Dyfl-
inni og sló sú sýning öll aðsókn-
armet í sambærilegum verkum.
Ekki aðeins á Toibin aðsókn-
armet fyrir einleik í Dyflinni,
heldur einnig í Cork, Limerick,
Belfast og Waterford.
Dagskráin, sem Toibin flytur í
Gamla Bíói í dag kl. 17, „The
Bells of Hell“, var fyrst flutt
fyrir réttum áratug og hlaut þá
feikilega góðar viðtökur, enda
hefur Toibin hvarvetna hlotið
einróma lof fyrir leik sinn og
ekki spillir það fyrir í viðfangs-
efni hans í dag, að hann þykir
nánast tvífari Berndan Behans.
Tónleikar Modern Jazz Quartet í kvöld:
Morjfunblaðió/ KEE.
Fjórmenningarnir í Modern Jazz Quartet við komuna til landsins í gærmorg-
Hvalreki á fiörur jazzunnenda
Það var ekki nein ellimerki á
þeim að sjá, fjórmenningunum í
Modern Jazz Quartet, þegar þeir
komu til landsins í gærmorgun og
blaðamenn hittu þá að máli á Loft-
leiðahótelinu. Létu þeir vel af því að
vera komnir til íslands og sögðust
ekki, a.m.k. ekki enn, vera á þeim
buxunum að hætta. Sú ákvörðun
hefði oft komið til tals en hefði ekki
orðið að raunveruleika. Á meðan
þeir hefðu alltaf jafn gaman af því
að spila sæju þeir ekki ástæðu til að
hætta.
Viðburður
Tónleikar Modern Jazz Quartet í
Laugardalshöllinni í kvöld kl. 20.30
eru án efa einhver mesti hvalreki á
fjörur hérlendra jazzunnenda um
langa hríð. Hljómsveitin, sem er
skipuð fjórum snillingum, hefur
um árabil verið í fremstu röð
jazzsveita. Hálft þriðja ár er nú lið-
ið frá því fjórmenningarnir sögðust
ætla að leggja tónleikahald alfarið
á hilluna, en enn eru þeir að. Tón-
leikum hefur þó fækkað mjög og
eru aðeins fáir á ári hverju. Má því
með sanni segja, að forráðamenn
Listahátíðar hafi dottið í lukku-
pottinn að þessu sinni. Margir
jazzspekingar, sem þekkja vel til
mála, halda því fram, að þetta
kunni að verða síðasta árið sem
Modern Jazz Quartet kemur saman
til tónleikahalds.
Valdi bassann
Percy Heath heitir bassaleikari
sveitarinnar. Hann ólst upp í Fíla-
delfíu og vakti fyrst á sér athygli er
hann söng i barnaþætti i útvarpi.
Þeir, sem komu fram í barnaþátt-
um sem þessum, fengu sjálfkrafa
aðgang að ýmsum tónleikum og i
heiðursskyni var þeim leyft að fara
baksviðs og heilsa frægum jazzleik-
urum, Fats Waller, Louis Arm-
strong og Duke Ellington. Foreldr-
ar Heath voru báðir mjög tónelskir
og ekki leið á löngu þar til hann tók
til við fiðlunám, en sneri sér síðar
að bassaleik. Á meðal samstarfs-
manna hans framan af ferlinum
má nefna Howard McGhee, J. J.
Johnson og Art Blakey. Hann gekk
síðan til liðs við sveit Dizzy Gill-
espie árið 1950. Heath hefur síðan
unnið með flestum af þekktari
jazzistum heims.
Hafnaði trommunum
Vibrafónleikarinn Milt Jackson
varð strax á yngri árum mjög fjöl-
hæfur tónlistarmaður og þegar
kom í gagnfræðskóla lék hann
jöfnum höndum á fimm hljóðfæri.
Hann lagði aðaláhersluna á
trommurnar þar til tónlistarkenn-
ari hans fékk hann til þess að
reyna fyrir sér á vibrafón. Eftir
það leit hann aldrei um öxl og tók
ástfóstri við hið nýja hljóðfæri.
Dizzy Gillespie taldi hann á að yf-
irgefa heimahagana, Detroit, árið
1945 og reyna fyrir sér í New York.
Sú reynsla varð ekki ónýt því í New
York kynntist Jackson mönnum á
borð við Ray Brown, A1 Haig, Thel-
onius Monk, Woody Herman, auk
Gillespie sjálfs. Dvölin leiddi síðan
til þess að hann varð einn stofn-
enda Modern Jazz Quartet. Jackson
hefur komið ótrúlega víða við á
ferli sínum og þau stórmenni jazz-
ins eru vart til sem ekki hafa
spreytt sig með honum einhverju
Leysti Clarke af hólmi
Trommuleikari kvartettsins,
Connie Kay, ólst upp í New York,
þar sem móðir hans lagði ofurkapp
á að hann lærði á píanó. Connie var
ekki á þeim buxunum og hreifst af
trommunum eftir að hafa heyrt í
Cab Calloway í útvarpinu. Eitt
fyrsta verkefni hans var að leika í
næturklúbbi í Harlem, þar sem
hann lék m.a. með ungum tromp-
etleikara, Miles Davis. Það orð fór
fljótt af honum, að þar færi óvenju
hæfileikaríkur trymbill og orðspor-
ið leiddi til þess, að menn á orð við
Lester Young, Charlie Parker,
Coleman Hawkins og Stan Getz
sóttust eftir samstarfi við hann.
Kay gekk til liðs við Modern Jazz
Quartet árið 1955 og tók þá við af
Kenny Clarke. Frá þeim tíma hefur
liðsskipan kvartettsins verið
óbreytt.
Fékk ekki að hætta
John Lewis heitir píanóleikari
Modern Jazz Quartet. Hann fædd-
ist í Illinois-ríki en ólst upp í Al-
burquerque. Hann hóf strax píanó-
nám, en langaði til að hætta. For-
eldrarnir vildu það ekki og þegar
hann var orðinn 15 ára gamall var
hann farinn að vinna fyrir sér með
píanóleik á dansstöðum og næt-
urklúbbum. Eftir að hafa gengið í
herinn og barist m.a. í Evrópu
sneri hann heimleiðis og lagði
stund á tónlistarnám í Manhattan
School Of Music. Hann komst síðan
í kynni við ýmsa kunnunga jazzara
áður en að stofnun kvartettsins
kom. Frá stofnun hans hefur hann
komið víða við auk þess að leika
með þeim Heath, Jackson og Kay.
Mbl. KEE.
Stuðmenn talið frá vinstri: Ásgeir Óskarsson, Tómas Tómasson, Þórður
Árnason, Jakob Magnússon og Valgeir Guðjónsson. Ennfremur Guðjón
Pedersen og Edda Heiðrún Backman úr leikhópnum Svart og sykurlaust. Á
myndina vantar Egil Ólafsson.
Stuðmenn í
Laugardalshöll
Beint flug á Suð-
ureyri liggur niðri
Flogið til Flateyrar og farþegar keyrðir þaðan
Yfirlitssýn-
ing á Höfn í
Hornafirði
YFIRLITSSÝNING í máli og mynd-
um yfir þátt íslands í norrænu
menningarkynningunni í Bandaríkj-
unum var opnuð að Hafnarbraut 36
á Höfn í Hornafirði, fimmtudaginn
14. júní.
I frétt frá Menningarstofnun
Bandaríkjanna á íslandi segir að
sýningin sé unnin í sameiningu af
stofnuninni og menntamálaráðu-
neytinu og hafi þegar verið sýnd
víða um land. Sýningin er opin kl.
17—20 virka daga og kl. 14—20 um
helgar og stendur til 24. júní. Þá
verður einnig opnuð sýning á
bandarískum bókmenntum frá
Ameríska bókasafninu i Reykja-
vík og verða bækur, sem þar eru,
einnig til útláns í bókasafni Hafn-
ar til loka ágústmánaðar.
STUÐMENN munu skemmta í
Laugardalshöll ásamt nokkrum
öðrum 17. júní n.k. Skemmtunin
hefst á miðnætti á sunnudag og
stcndur til kl. 2.30 að morgni 18.
júní. Stuðmenn munu leika tals-
vert af nýju efni en auk þeirra
koma fram leikhópurinn Svart og
sykurlaust, Pax Vobis og Bara-
flokkurinn.
Að lokinni skemmtuninni í
Laugardalshöll ætla Stuðmenn að
leggja land undir fót og hyggjast
þeir skemmta næstu vikurnar,
landshornanna á milli.
ÁÆTLUNARFLUG Arnarflugs til
Suöureyrar við Súgandafjörð hef-
ur legið niðri frá því um síðustu
helgi.
Arnar Helgasonar, yfirmaður
innanlandsdeildar Arnarflugs,
kvað ástæðuna vera þá, að Twin
Otter-vél félagsins hefur ílengst í
skoðun. Arnarflug á, auk hennar
Laugarásbíó hefur tekið til
sýningar kvikmyndina „Sjó-
ræningjarnir frá Penzance“
eftir Wilford Leach, en hann
leikstýrði jafnframt mynd-
inni. Aðalhlutverk leika Kev-
in Kline, Angela Lansbury,
Rex Smidt og Linda
Ronstadt.
Myndin fjallar í stórum drátt-
um um 21 árs gamlan mann,
Friðrik, sem er að ljúka námi
tvær flugvélar af Cessna-gerð, en
Suðureyri er eini staðurinn í inn-
anlandsáætlun félagsins þar sem
þeim er ekki hægt að lenda. f sl.
viku hefur því verið flogið með
farþega og póst til Flateyrar og
síðan keyrt til Suðureyrar. Næsta
áætlunarflug á Suðureyri verður
væntanlega á miðvikudag.
hjá sjóræningjum. Friðrik er
fæddur 29. febrúar og því telur
sjóræningjaforinginn hann að-
eins fimm ára og neitar að láta
hann fara. Friðrik er heiðarleg-
ur og vill uppræta sjóræningja-
hópinn en það fer á annan veg,
sannarlega óvæntan. Hann tek-
ur þátt í ránsferðum, en eyðir
mestum tíma í kvenfólk sem
hann hefur lítið séð af í karla-
veldi sjóræningjanna.
„Sjóræningjarnir frá
Penzance“ í Laugarásbíó