Morgunblaðið - 16.06.1984, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984
31
Texti og myndir Agnes Bragadóttir
Erlendur Kinarsson, forstjóri Sambandsins, flytur 117 fulltrúum kaup-
félaganna skýrslu sína.
Erlendur Einarsson, forstjóri
Sambandsins um frestun á afgreiðslu
á breytingum á samþykktum:
„Lýðræðisleg
ákvörðun fundarins“
— en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið
„ÉG er einstaklega ánægdur með þennan aðalfund Sambandsins og tel
að umræða hér hafi verið bæði málefnaleg, opinská og hreinskiptin,"
sagði Erlendur Einarsson forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga
í stuttu samtali við blaðamann Morgunblaðsins í lok aðalfundar Sam-
bandsins í fyrrakvöld. „Ég hef setið þessa fundi sem forstjóri í 30 ár og
mér finnst sem umræður hafi verið óvenjugóðar og málefnalegar á
þessum fundi. Reyndar þótt viss ágreiningur sé í vissum málum á
þessum fundi, eins og ísfilm málinu og breytingartillögum á samþykkt-
unum, þá ríkir samt sem áður viss samstaða hér núna — meiri en ég
hef fundið oft áður á aðalfundum, og með það er ég afskaplega ánægð-
ur,“ sagði Erlendur.
Erlendur var spurður hvað
hann vildi segja um þá gagnrýni
sem hefði komið fram á aðal-
fundinum vegna þátttöku Sam-
bandsins í ísfilm og það hvernig
staðið hefði verið að ákvarðana-
töku í því máli:
„Afgreiðsla á þessu máli fór
fram eins og afgreiðsla á svo
mörgum málum — meirihluti
stjórnar tók þá ákvörðun að taka
þátt í þessu samstarfi, en eftir á
kemur í ljós að þetta mál er mik-
ið tilfinningamál hjá mörgum
félagsmanna okkar. Ég held að
þeir sem stóðu að því að sam-
þykkja þetta hafi ekki átt von á
því að þetta yrði svona mikið til-
finningamál. Málið fékk að mínu
mati eðlilega meðferð í stjórn-
inni og þar var tekin ákvörðun
sem stjórnin hefur heimild til að
taka.“
— Nú fullyrti annar stjórnar-
mannanna sem voru andvígir því
að farið yrði út í þetta samstarf
í ísfilm í ræðu sinni hér áðan, að
framkvæmdastjórn Sambands-
ins hefði verið að pukrast með
þetta mál í hálft annað ár, áður
en stjórn Sambandsins vissi
nokkuð um það. Er þetta rétt?
„ÉG vil nú ekki kalla það, að
framkvæmdastjórn hafi verið að
pukrast með málið. Þetta var
eitthvað rætt í framkvæmda-
stjórninni áður en það kom inn á
borð stjórnar Sambandsins, t.d.
vegna þess að vissar upplýsingar
þurftu að liggja fyrir, áður en
farið var með það til stjórnar-
innar. Málið fékk að mínu mati
fullkomlega eðlilega meðferð."
Erlendur var spurður hvað
hann vildi um það segja að aðal-
fundurinn tók þá ákvörðun að
fresta afgreiðslu á tillögum
stjórnar Sambandsins um breyt-
ingar á samþykktum þess, sem
m.a. hefðu í för með sér, ef af
yrði, stóraukið vald forstjóra
Sambandsins. „Ég hef ekkert um
málið að segja. Þetta var lýðræð-
isleg ákvörðun sem tekin var af
fundinum."
Er Erlendur var spurður hvort
hann væri sáttur við þessa lýð-
ræðislegu ákvörðun fundarins,
sagðist hann engu hafa við fyrra
svar að bæta.
Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins:
„Sækist ekki eftir starfi
forstjóra Sambandsins“
VALUR ARNÞÓRSSON, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga
var endurkjörinn sem formaður Sambandsins á aðalfundi þess, með öllum greidd-
um atkvæðum, nema tveimur. Er hann talinn mjög sterkur í sessi eftir þessa
traustsyBrlýsingu kaupfélagsfulltrúa um land allt, og jafnvel orðaður við forstjóra-
stjól Sambandins, eftir daga Erlendar Einarssonar í þeim stól, en hann mun láta af
störfum sem forstjóri 1986. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi þessi og fleiri atriði
við Val á aðalfundi Sambandsins í Bifröst í Borgarfirði í fyrradag, og fer viðtalið
hér á eftir:
— Valur, í ljósi þess að þú hefur
nú þegar lýst því yfir á þessum fundi,
að þú hyggist ekki gefa kost á þér í
starf formanns Sambandsins sam-
kvæmt breyttu skipulagi ef breyt-
ingar á samþykktum Sambandsins
verða samþykktar — ertu með þessu
að gefa í skyn að þú munir gefa kost
á þér í forstjórastól Sambandsins,
eða jafnvel sækjast eftir því starfi?
„Eg er í þeirri aðstöðu, eftir að
hafa starfað hjá samvinnuhreyfing-
unni í 30 ár og hafa fengið þar mjög
stór tækifæri, að mér er mikill vandi
á höndum að takast á herðar ábyrgð-
arstarf sem samvinnuhreyfingin
kann að vilja fela mér. Það hafa
margir lýst áhuga sínum á þvi, að ég
taki við starfi forstjóra Sambands-
ins, en sem svar við þinni spurningu
— ég sækist ekki eftir því, ég hef ekki
hug á því. Ég er kaupfélagsstjóri í
Kaupfélagi Eyfirðinga sem er stórt,
fjölþætt og heillandi starf á fallegum
og skemmtilegum stað, þar sem ég
uni hag mínum mjög vel.“
— í framsöguerindi þínu um þátt-
töku Sambandsins í ísfilm, þá sagðir
þú m.a. er þú réttlættir fyrir fundar-
mönnum þátttöku Sambandsins í
fyrirtæki með Árvakri og Frjálsri
fjölmiðlun, að Sambandið hefði áður
farið út í samstarf við einkaframtak-
ið á vissum sviðum atvinnulifsins,
svo sem skiparekstri, en síðar hafið
sjálfstæðan rekstur á sama sviði,
þegar því hefði vaxið fiskur um
hrygg. Ertu með þessu að segja, að
þátttaka Sambandsins í ísfilm verði
skammvinn, eða aðeins þar til Sam-
bandinu hefur vaxið fiskur um hrygg
á þessu sviði?
„Ég útiloka ekki þann möguleika,
en hins vegar fer þátttaka Sam-
bandsins í lsfilm eftir því hvernig
samstarfið verður innan ísfilm. Ef
það samstarf verður traust og heilt
og það verður ekki troðið á hagsmun-
um samvinnuhreyfingarinnar, þá get
ég vel ímyndað mér að Sambandið
mundi sjá hag samvinnuhreyfingar-
innar borgið í því að starfa þarna
mjög lengi. En það er að sjálfsögðu
ákvörðun framtíðarinnar, hvernig
þessu verður fyrir komið.“
„Stjórnin starfar eftir sam-
þykktum Sambandsins“
— Gagnrýnisraddir á þessum að-
alfundi hafa m.a. látið að þvi liggja
að sú ákvörðun stjórnar Sambands-
ins að taka þátt í ísfilm án þess að
almennir félagsmenn tækju afstöðu
til þess, og að gera skipulagsbreyt-
ingar, bæði á Sambandinu og nú til-
raun til breytinga á samþykktum
þess séu vísbending um að verið sé að
draga úr lýðræði innan hreyfingar-
innar, gagnstætt því sem þú sagðir í
framsöguræðu þinni um breytinga á
samþykktunum. Hvað segir þú um
svona gagnrýni — eruð þið að auka
forstjóraveldið, hvort sem það verður
þriggja manna eða ekki, og notið þið
aðalfundinn til þess að fá blessun
fundarins yfir þeim ákvörðunum sem
þegar hafa verið teknar, í stað þess
að fá aöalfund Sambandsins, ykkar
æðstu stofnun, til þess að móta
stefnu og starf það sem þið síðan eig-
ið að framkvæma?
„Stjórn Sambandsins starfar að
sjálfsögðu eftir samþykktum Sam-
bandsins og landslögum og hún hefur
tvímælalaust vald á milli aðalfunda
til þess að ákveða þátttöku Sam-
bandsins í félögum, hvort sem það
eru sameignarfélög, hlutafélög, eða
önnur samtök. 1 minni skýrslu á
fundinum kom fram að stjórn Sam-
bandsins hefur í ýmsum tilvikum
ákveðið aukin hlutafjárframlög í
hlutafélögum eða þátttöku í nýjum
hlutafélögum eða samtökum. Slíkar
upplýsingar hafa verið inni á nánast
hverjum aðalfundi, frá því ég byrjaði
„Nei, þvert á móti. Hér er um mjög
stórt mál að ræða. Það felur í sér
grundvallarbreytingu á yfirstjórn
Sambandsins. Grundvallarbreytingu
á kerfi sem staðið hefur árum og ára-
tugum saman. Þótt þessar breyt-
ingartillögur væru sendar út tveimur
mánuðum fyrir aðalfund Sambands-
ins, þá hefur komið í ljós að mjög
víða hafa þessar tillögur verið til um-
fjöllunar í stjórnum kaupfélaganna
eingöngu, og ekki komið inn á aðal-
fundi kaupfélaganna. Það hefur því
komið í ljós að þessar tillögur voru
mjög mörgum aðalfundarfulltrúum
til þess að gera lítt kunnar. Þeir hafa
mjög margir lýst því að þeir vilji fá
betri umþóttunartíma til þess að
skoða sinn hug, varðandi þessar til-
lögur. Eins og þú hefur orðið vör við
á þessum aðalfundi, þá ríkir hér mik-
ið lýðræði. Hér er mjög mikill félags-
þroski og fulltrúar eru mjög vel inni
í málefnum samvinnuhreyfingarinn-
ar og taka mikinn þátt í umræðum
Valur Arnþórsson, formaður stjórnar
skýrslu sína.
hér og hafa aldrei sætt gagnrýni og
aldrei hefur verið dregið í efa að
stjórnin hafi vald til slíkrar ákvarð-
anatöku. Það er ekki nokkur efi í
mínum huga að stjórn Sambandsins
hefur rétt til slíks, og gerir síðan að-
alfundi grein fyrir slnum störfum.
Það er síðan að sjálfsögðu réttur
fundarins að ræða þau störf og gera
ályktanir og þá jafnvel að breyta rás
viðburða, ef aðalfundinum sýnist það
nauðsynlegt.
1 samvinnuhreyfingunni byggjum
við að sjálfsögðu á fulltrúalýðræði,
eins og nánast allt annað lýðræðis-
kerfi í landinu er byggt upp. Það
liggur i augum uppi að stjórn sem
kjörin er af fulltrúum og hefur æðsta
vald á milli aðalfunda — hún verður
að að taka margskonar ákvarðanir.
Þó að við byggjum á lýðræði, þá verð-
um við að hafa í höndunum tæki, til
nauðsynlegrar ákvarðanatöku á
hverjum tíma. Ég tel það alveg frá-
leitt, ef einhverjum dytti það í hug,
að hægt sé að láta allar ákvarðanir
sem þarf að taka á milli aðalfunda
bíða til næsta aðalfundar. Það sjá
allir að það er útilokað mál.“
„Ekki vantraust á stjórnina“
— Lítur þú á einhvem hátt á það
sem gagnrýni eða vantraust á Sam-
bandsstjórnina og forystulið hennar
að afgreiðslu á tillögum stjórnarinn-
ar um breytingar á samþykktum
Sambandsins er frestað á þessum að-
alfundi?
Sambandsins flytur aðalfundinum
innan hennar. Mér finnst því að
frestun á afgreiðslu þessarar tillögu
sé fyrst og fremst dæmi um mjög
virkt lýðræði og þann mikla félags-
þroska sem í Sambandinu er. Við
munum því skoða þessar tillögur bet-
ur og taka þær til meðferðar á nýjan
leik, á næsta aðalfundi Sambandsins,
eftir víðtækara samráð innan hreyf-
ingarinnar. Mér virðist að það sé
jákvætt að fjalla nánar um þetta."
„AðalfundarforniiÖ
ekki úrelt“
— Nú hefur það verið talsvert
rætt hér manna á meðal að dagskrá
þessa fundar sé allt of þung, og að of
mörg stórmál séu hér til umfjöllunar
auk venjulegra aðalfundastarfa.
Þetta sannast hvað best á því að að-
aifundurinn dróst fram yfir mið-
nætti seinni daginn. Hvað segir þú
um þessa gagnrýni — er aðalfundar-
formið orðið úrelt?
„Nei, þetta aðalfundarfyrirkomu-
lag hefur reynst alveg prýðilega fram
að þessu. Það er mjög eðlilegt að við
tökum fyrir eitthvert stórt mál á
hverjum fundi og kryfjum það til
mergjar. Það er hins vegar óvenju-
legt við þennan aðalfund að hér eru í
rauninni þrjú stórmál til umræðu, en
auk samþykktarbreytinganna eru
landbúnaðarmálin og Tsfilmmálið
stórmál. Þetta hefur gert dagskrána
jafnþunga og raun ber vitni."
SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219
Í HÚSI
HÖTEL ESJU
Þú fylgist með litmyndum þínum
framkallast og kóplerast á 60
mínútum. Framköllun sem ger-
ist vart betri.
Á eftir getur þú ráöfært þig við
okkur um útkomuna og hvernig
þú getur tekið betri myndir.
Opiö frá kl. 8 — 18.