Morgunblaðið - 16.06.1984, Side 32
32
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984
Sigríður Eiríksdóttir
fv. formaður Hjúkrunar-
félags íslands - nírœð
Brautryðjandi nefnist sá er á
undan gengur og ryður brautina
fyrir hina er á eftir koma.
Til slíkra starfa veljast mikil-
hæfir einstaklingar með háleitar
hugsjónir að markmiði enda gatan
oft grýtt. Einn slíkur brautryðj-
andi er 90 ára í dag, 16. júní. Frú
Sigríður Eiríksdóttir er með löng-
um og merkum starfsferl.i sínum
sem formaður Hjúkrunarfélagsins
Líknar og Hjúkrunarfélags ís-
lands, markaði djúp spor í sögu
hjúkrunarmála hér á landi.
Hjúkrunarfélagið Líkn var
stofnað árið 1915. Nokkrar konur
stóðu að stofnun þess með frú
Christophine Bjarnhéðinsson,
fyrrverandi forstöðukonu Holds-
veikraspítalans í Laugarnesi, í
fararbroddi, gegndi hún for-
mennsku til 1931.
Meginmarkmið félagsins var að
annast hjúkrun í heimahúsum og
efla almenna heilsuvernd. Starf-
semi Líknar markar þáttaskil í
heilbrigðismálum Reykjavíkur,
þar sem félagið hafði frumkvæði
að því að veita og skipuleggja
hjúkrun í heimahúsum og síðar að
leggja grundvöll að víðtæku
heilsuverndarstarfi.
Frú Sigríður Eiríksdóttir réðist
til starfa hjá Líkn árið 1922 sem
bæjarhjúkrunarkona. Hún var
kosin formaður þess árið 1931 og
gegndi því starfi til ársins 1956,
eða þar til starfsferli félagsins
lauk með tilkomu Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur. í saman-
tekt frú Sigríður um starfsemi
Líknar þau 41 ár sem félagið
starfaði, kemur fram að strax árið
1919 gekkst félagið fyrir stofnun
berklavarnastöðvar og var það
fyrsti vísir að skipulögðum
berklavörnum meðal almennings
hér á landi.
Síðar bættist í hópinn Ung-
barnavernd Líknar og Mæðra-
vernd. Þá kemur einnig fram hjá
frú Sigríði að frá stofnun Líknar
var farið í 277.098 vitjanir til
sjúklinga, en hver sjúkravitjun
tók í það minnsta klukkustund
hverju sinni, auk tugþúsunda
heimilisvitjana sem hjúkrunar-
konur fóru á vegum berklavarna-
stöðvar og ungbarnaverndar. For-
menn félagsins skipulögðu þessa
þjónustu sem var með öllu ókeypis
utan einstakra sjúkravitjana til
fólks sem óskaði þess sjálft að
greiða þóknun fyrir. Það má geta
nærri hversu erilsamt for-
mannsstarfið hefur verið.
Félag íslenskra hjúkrunar-
kvenna var stofnað í nóvember
1919 með frú Christophine
Bjarnhéðinsson í fararbroddi.
Markmið félagsins var þríþætt:
1. Að aðstoða ungar stúlkur til
hjúkrunarnáms.
2. Að vera milliliður í stöðuveit-
ingum hjúkrunarkvenna og efla
skilning á nauðsyn þess að hafa
vel menntaðar hjúkrunarkonur
í starfi.
3. Að gæta hagsmuna hjúkrun-
arkvenna í hvívetna.
Til gamans má geta þess að á
stofnfundinum, sem haldinn var í
húsakynnum Lestrafélags kvenna,
kom fram að búið var að skrifa
bréf til danska félagsins, og segja
frá fyrirhugaðri stofnun íslenska
félagsins. Og ekki stóð á svari.
Danska félagið lofaði að styrkja
íslenska nemendur til frekara
náms með því að þeir gerðust fé-
lagar í hinu danska. Slíkt þótti
stórhuga konum hin mesta firra
og felldu með öllum greiddum at-
kvæðum tillögu þess efnis að fé-
lagið yrði deild innan danska fé-
lagsins. Þáttaskil urðu f sögu fé-
lagsins árið 1924 þegar frú Sigríð-
ur Eiríksdóttir tók við formanns-
starfi þess fyrst íslenskra hjúkr-
unarkvenna. Og næstu þrjátíu og
sex árin efldist félagið undir
styrkri stjórn fomanns síns eða
allt til ársins 1960 að frú Sigríður
lét af störfum.
Okkur hjúkrunarfræðingum er
ljóst að saga Hjúkrunarfélags ís-
lands er samofin æviferli þessa
merka brautryðjanda er ásamt
öðrum forystukonum vörðuðu þá
braut er við hjúkrunarfræðingar
nútíðarinnar fetum.
Til þess að öðlast meiri innsýn í
þá sögu er nauðsynlegt að stað-
næmast hjá nokkrum kaflaskipt-
um hjúkrunarsögunnar.
í bók sinni „Hjúkrunarsaga"
hefur María Pétursdóttir eftirfar-
andi orðrétt eftir frú Sigríði, sem
hún skrifaði á aldarfjórðungs af-
mæli félagsins.
„Lá þá fyrst fyrir að hefjast
handa um hjúkrunarnámið, en
það mál var erfitt viðureignar
vegna skorts á sjúkrahúsum í
landinu. Var þá tekið það ráð að
komast að samkomulagi við þau
sjúkrahús, sem höfðu lærðar yf-
irhjúkrunarkonur, um að nem-
endur dveldu vissan tíma á
hverjum stað, 2 ár i heild, og
yrðu síðan sendir til Danmerkur
til 18 mánaða framhaldsnáms."
Það er ekki fyrr en árið 1930
með stofnun Landspítalans að
hjúkrunarkonum var gert kleift að
læra hér heima. Stofnun Land-
spítalans var því mikið hjartans
mál fyrir íslenskar hjúkrunarkon-
ur og áhugi mikill meðal annarra
kvenna. Þá var ekki síður mikið
metnaðarmál fyrir íslensku hjúkr-
unarstéttina að hafa á að skipa vel
menntuðum hjúkrunarkonum þeg-
ar hinn nýi spítali tæki til 'starfa
og mótaði félagið tillögur um
menntun hjúkrunarkvenna. Þess-
ar tillögur um nám á Landspítal-
anum voru samþykktar óbreyttar.
Hjúkrunarskóli íslands er síðan
stofnaður árið 1931 og var frú Sig-
ríður Eiríksdóttir þá sem endra-
nær ötull stuðningsmaður að efla
og styrkja hjúkrunarnámið eftir
kröfum hvers tíma.
Árið 1925 ræðst félagið í útgáfu
stéttarblaðs síns. I formála fyrsta
tölublaðsins segir m.a. að mark-
mið þess sé að halda áhugamálum
stéttarinnar vakandi, efla þau og
útbreiða. í stórt var ráðist og
stórhugur ríkjandi þótt félags-
menn væru aðeins 21 auk 12 auka-
félaga. Blaðið hefur komið út
óslitið síðan og er þriðja elsta
tímarit hér á landi er fjalla um
heilbrigðismál, og ennþá eru gefin
út.
Frú Sigríður Eiríksdóttir sat í
ritstjórn þess frá upphafi og á þar
fjölda greina um hin margvísleg-
ustu málefni. Jafnframt var blaðið
unnið og sett á heimili hennar ár-
um saman.
Málefni, sem félagið beitti sér
fyrir í fyrstu voru mörg og róður-
inn oft erfiður. Aðbúnaður og kjör
hjúkrunarkvenna voru bágborin
og lítill skilningur á að bæta þau.
Félagið kom fljótt á laggirnar
nefnd sem var falið það verkefni
að semja launataxta hjúkrunar-
kvenna. En við ramman reip var
að draga, kom þar til takmarkað-
ur skilningur á nauðsyn sér-
menntunar og hæfni til hjúkrun-
arstarfa, ásamt skilningsleysi al-
mennt á að hjúkrunarstörf þyrfti
að launa. Ekki bætti það heldur að
konur fengu yfirleitt lægri laun en
karlar. Það var erfitt og vanda-
samt verk að standa í forystu fyrir
bættum kjörum. En ekki dugði að
láta deigan síga, enda hélt frú Sig-
ríður ótrauð áfram að vinna að
hverskonar réttlætismálum
hjúkrunarkvenna, má þar t.d.
nefna stofnun Lífeyrissjóðs hjúkr-
unarkvenna árið 1943.
Fagleg málefni voru frá fyrstu
tíð ofarlega á baugi í félaginu, en
oft erfitt um vik sakir einangrun-
ar. Samvinna hjúkrunarkvenna á
Norðurlöndum var stofnuð árið
1920 og gerðist fsland aðili að
samtökunum þremur árum síðar.
Frú Sigríður Eiríksdóttir starfaði
alla tíð mikið á þeim vettvangi og
var formaður samtakanna 1935—
1939. Hún er þar heiðursfélagi og
einnig heiðursfélagi allra hjúkr-
unarfélaganna á Norðurlöndum.
Frú Sigríður var ennfremur virk-
ur fulltrúi síns stéttarfélags í Al-
þjóðasambandi hjúkrunarkvenna,
en Félag islenskra hjúkrunar-
kvenna gerðist aðili að samband-
inu árið 1933. Þá var frú Sigríður
sæmd Florence Nightingale-
orðunni árið 1949, æðsta heiðurs-
merki Alþjóða rauða krossins, og
árið 1965 sæmdi forseti íslands
hana riddarakrossi Hinnar ís-
lensku fálkaorðu fyrir hjúkrunar-
og heilsuverndarstörf. Frú Sigríð-
ur var gerður heiðursfélagi
Krabbameinsfélags Reykjavíkur á
30 ára afmæli félagsins árið 1979.
í brautryðjendastarfi sínu bjó
frú Sigríður að góðu veganesti.
Hún stundaði nám í Verslunar-
skóla íslands árin 1911 og 1912
auk tungumálanáms i ensku,
frönsku og þýsku í einkatímum.
Að því loknu starfaði hún við
verslunarstörf í Reykjavík, en
1918 lá leiðin til Danmerkur þar
sem hún lauk þriggja ára hjúkr-
unarnámi við Kommune-spítalann
í Kaupmannahöfn. Heim kom hún
árið 1922. Þeir sem þekkja hana
náið segja mér að starfsorka
hennar, dugnaður og áhugi hafi á
þessum uppgangsárum félagsins
verið einstakur, hún stundaði fé-
lagsstörfin af eldmóði, las mikið
um fagleg málefni og gaf sér tíma
til þess að lesa almennan fróðleik,
naut þess að sitja með fallega
handavinnu. Heimilið einkenndist
af hvoru tveggja í senn, listastarfi
húsmóðurinnar og starfsemi
formanns Félags íslenskra hjúkr-
unarkvenna.
Árið 1926 giftist frú Sigríður
Finnboga Rúti Þorvaldssyni, pró-
fessor í verkfræði við Háskóla ís-
lands. Voru þau hjón að allra sögn
afar samhent og studdu hvort
annað. Finnbogi lést í janúar 1973.
Ekki fóru börn þeirra hjóna var-
hluta af störfum móðurinnar, og
andstætt öðrum borðstofuborðum
þess tíma, flaut þeirra borðstofu-
borð í pappírum og skjölum ásamt
ritvél frú Sigríðar. Þau hjónin
eignuðust tvö börn, Vigdísi Finn-
bogadóttur, forseta íslands, og
Þorvald Finnbogason, er lést ung-
ur maður.
Hjúkrunarfélag íslands sendir
frú Sigríði Eiríksdóttur og fjöl-
skyldu hennar árnaðaróskir og
þakkir fyrir óeigingjarnt brauð-
tryðjendastarf.
Sigþrúður Ingimundardóttir,
formaður Hjúkrunarfélags
íslands.
Lýðveldisdagurinn
DÓMKIRKJAN: Þjóöhátiöar-
messa kl. 11.15. Prestur Sr. Sol-
veig Lára Guömundsdóttir.
Organleikari Marteinn H. Friö-
riksson, dómkórinn syngur, ein-
söngur Elísabet Eiríksdóttir.
ARBÆJARPRESTAKALL: Þjóö-
hátíöarguösþjónusta í safnaö-
arheimili Árbæjarsóknar kl.
11.00 árd. Organleikari Jón
Mýrdal. Sr. Guómundur Þor-
steinsson.
ÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl.
11.00. Sr. Árni Bergur Sigur-
björnsson.
BÚSTADAKIRKJA: Lýöveldis-
samkoma í Bústaöakirkju 17.
júní kl. 10.00 f.h. á vegum
Bræörafélags Bústaöakirkju í
umsjón Ásbjörns Björnssonar,
Guömunds Hanssonar, Ottós A.
Michelsens og Þóröar Kristjáns-
sonar. Organleikari Oddný Þor-
steinsdóttir.
LANDAKOTSSPÍTALI: Guös-
þjónusta kl. 10.00. Organleikari
Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þór-
ir Stephensen.
ELLIHEIMILID GRUND: Guös-
þjónusta kl. 2.00. Sr. Magnús
Guöjónsson, prédikar. Félag
fyrrverandi sóknarprests.
FELLA- OG HÓLAPRESTA-
KALL: Guðsþjónusta í Menning-
armiöstöóinni viö Geröuberg kl.
11.00. Sr. Hreinn Hjartarson.
Guðspjall dagsins:
Jóh. 3.:
Kristur og Nikódemus.
FRÍKIRKJAN I Reykjavík: Þjóö-
hátíöarguösþjónusta kl. 11.00.
Leikiö veröur á selló og orgel i 20
mínútur á undan messu. Kaffi-
sala Kvenfélagsins hefst fyrir
utan kirkjuna aö athöfn lokinni
og mun standa fram til kl. 17.00
fyrir gesti og gangandi. Sr.
Gunnar Björnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Guösþjón-
usta kl. 11.00. Organleikari Árni
Arinbjarnarson. Almenn sam-
koma nk. fimmtudagskvöld kl.
20.30. Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son. Þriöjudagur, fyrirbæna-
guösþjónusta kl. 10.30. Miöviku-
dagur, Náttsöngur kl. 22.00.
LANDSPÍTALINN: Guösþjónusta
kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lár-
usson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sr. Arngrímur Jónsson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 11.00
árd. Bæjarfulltrúar lesa ritningar-
orö. Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Guós-
þjónusta kl. 11.00. Organleikari
Jón Stefánsson, prestur sr. Sig-
uröur Haukur Guöjónsson.
Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Hátíöar-
guösþjónusta kl. 11.00. Ræðu-
efni: Lýöur Krists og lýöveldið.
Þriöjudagur kl. 18.00, bænag-
uösþjónusta. Sr. Ingólfur Guö-
mundsson.
NESKIRKJA: Messa kl. 11.00.
Sr. Frank M. Halldórsson. Miö-
vikudagur, fyrirbænamessa kl.
18.20. Sr. Frank M. Halldórsson.
SELJASÓKN: Guösþjónusta
veröur ekki í ölduselsskólanum á
þjóöhátíöardaginn. Fyrirbæna-
samvera fimmtudaginn 21. júní
kl. 20.30 Tindaseli 3. Sóknar-
prestur.
DÓMKIRKJA Kriats Konungs
Landakoti: j kvöld laugardag kl.
18 syngur Luigi Belotti erkibisk-
up, sendiherra Vatikansins á fs-
landi, messu. Á morgun sunnu-
dag: Lágmessa kl. 8.30. Há-
messa kl. 10.30. Lágmessa kl.
14. Alla rúmhelga daga er lág-
messa kl. 18 nema á laugardög-
um þá kl. 14.
FÍLADELFÍUKIRKJAN: Hátíóar-
guösþjónusta kl. 20. Ræöumaö-
ur Einar J. Gíslason. Organisti
Árni Arinbjarnarson.
KFUM & KFUK, Amtmannsstíg
2B: Kristniboössamkoma kl.
20.30. Sr. Jón Helgi Þórarinsson
og Hulda Helgadóttir guöfræöi-
nemi tala. Halldór Vilhelmsson
synaur.
HJALPRÆDISHERINN: Hug-
vekjustund kl. 20.30. Kafteinn
Daniel Óskarsson talar. Kaffisala
— þjóöhátíöarkaffi veröur í aöal-
sal frá kl. 14 til kl. 22.
KIRKJA Óháöa safnaóarins:
Messa kl. 11. Anna Júlíana
Sveinsdóttir syngur einsöng. Sr.
Baldur Kristjánsson.
GARÐAKIRKJA: Guösþjónusta
kl. 11. Sr. Bragi Friðriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Helgistund á Hamrinum kl. 14.
Sr. Gunnþór Ingason.
VÍÐISTADASÓKN: Guösþjónusta
kl. 11. Sr. Siguröur Helgi Guö-
mundsson.
KAPELLAN St. Jósefsspítala
Hafn.: Messa kl. 10.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Hátíöar-
guösþjónusta kl. 13. Sr. Agnes
Siguröardóttir æskulýösfulltrúi
messar. Skátar aöstoða. Organ-
isti Siguróli Geirsson. Sóknar-
prestur.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Guösþjónusta kl. 13.30. Kirkju-
kórar Njarövíkursóknar syngja.
Organisti Helgi Bragason. Sr.
Þorvaldur Karl Helgason.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Hátíö-
arguösþjónusta kl. 11. Sóknar-
prestur.
ÞINGVALLAKIRKJA: Kvöldvaka
í kvöld, laugardag, kl. 20.30.
Þingvallaspjall og náttsöngur.
Guösþjónusta sunnudag kl. 14.
Minnst fjögurra áratuga afmælis
lýöveldisstofnunar á Þingvöllum
viö öxará. Einsöngur Már Magn-
ússon. Organisti Einar Guö-
mundsson. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Hátíöarguös-
þjónusta kl. 13.15. Rósa Jóns-
dóttir stúdent flytur hátíöarræöu.
Sr. Björn Jónsson.