Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984 Minning: Sigrún Jónsdóttir frá Tungufelli Fædd 6. mars 1910. Dáin 7. júní 1984. í dag er kvödd hinstu kveðju móðursystir okkar, Sigrún Jóns- dóttir, er andaðist 7. júní sl. í Sjúkrahúsinu á Selfossi. Sigrún fæddist 6. mars 1910 í Tungufelli í Hrunamannahreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- ríður Árnadóttir og Jón Árnason bóndi í Tungufelli, en þau voru bæði ættuð úr Rangárþingi. Sigrún var næstyngst 11 systk- ina. Af þeim eru nú 4 enn á lífi, bróðirin Ólafur og systurnar Helga, Guðbjörg og Jónína. Látnir voru á undan Sigrúnu bræður hennar þeir ólafur Helgi, sem dó í frumbernsku, Helgi Filippus, Árni, Marel og Guðni. Sigrún ólst upp í Tungufelli í sínum stóra systkinahópi og vand- ist snemma þeirri vinnu, sem tii fellur á mannmörgu sveitaheimili. Tungufellssystkinin voru ekki alin upp í veraldlegum auði þó að aldr- ei liðu þau skort, en guðsótti og góðir siðir voru í heiðri hafðir á heimili þeirra og varð það þeim gott veganesti á lífsleiðinni. Sigrún hóf sambúð með Magn- úsi Einarssyni og bjuggu þau um nokkurra ára skeið að Reykjabóli í Hrunamannahreppi. Þau slitu samvistir. Sigrún og Magnús eign- uðust tvo mannvænlega syni, tví- burana Hlöðver og Sverri. Hlöðver er lögregluþjónn á Selfossi, kvæntur Ásgerði Halldórsdóttur og eiga þau þrjú börn, en Sverrir er bóndi að Efra-Ási í Skagafirði, kvæntur Ásdísi Pétursdóttur og eiga þau 4 börn. Mjög gott og náið samband var alla tíð milli Sigrún- ar og sona hennar og fjölskyldna þeirra. Sigrúnu auðnaðist einnig að eignast 2 langömmubörn. Þau eru börn nöfnu hennar Hlöðvers- dóttur, en með þeim nöfnum var jafnan mjög kært. Eftir að Sigrún flutti frá Reykjabóli bjó hún í Reykjavík og á Selfossi oftast í nábýli við Hlöð- ver og fjölskyldu hans. Eins dvaldi hún í Efra-Ási hjá Sverri og hans t Sonur minn og bróðir okkar, JÓN HEIÐAR MAGNÚSSON, bifreiöarstjóri frá Lœkjarskógi, Oalasýslu, Flúöaseli 95, andaöist í Landakotsspítala 14. júní. Lilja Kristinsdóttir, Georg Magnússon, Gunnar Magnússon. t KJARTAN REYNIR PÉTUR KJARTANSSON, vélstjóri, Bragagötu 25, andaöist 9. júní sl. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Skálatúnsheimiliö t Mos- fellssveit. Valgeröur Sigurgeirsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Valborg Kjartansdóttir, Kjartan Kjartansson, Hildur Kjartansdóttir, Brynhildur Kjartansdóttir, Elva Steinsdóttir. Öllum þeim er sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar og ástkærrar móður okkar, ÁSDÍSAR JÓNATANSDÓTTUR, sendum viö hjartans þakkir. Lifið í guðs friöi. Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna, Haukur Runólfsson og börn. Maöurinn minn og faöir okkar, MAGNÚS SÆVAR GUNNLAUGSSON, húsasmíóameistari, K víholti 4, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 14. júní. Sigríóur Jónsdóttir, Anna Elísabet Sævarsdóttir, Gunnhildur Harpa Sssvarsdóttir. + Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö fráfall fööur okkar, tengdafööur og afa, GUDMUNDAR ÞORKELSSONAR, Nýlendugötu 13. Inga Guömundsdóttir, Bragi Hólm Kristjánsson, Hörður Hagelund Guómundsson, Maja Lára Atladóttir, Edda Petrína Guómundadóttir, Þorkell Guömundsson, Sigrún Benedikta Guómundsd. og barnabörn. fjölskyldu þegar hún gat því við komið. Sigrún átti við vanheilsu að stríða seinni hluta ævi sinnar, sem ágerðist þegar á leið og þurfti hún því oft að dvelja á sjúkrahúsum um lengri eða skemmri tíma. Hún lærði að lifa með sjúkdómi sínum og oft undruðumst við hversu vel hún virtist ná sér eftir erfið veik- indatímabil. Sigrún var jafnan glöð og viðmótsgóð, hún var vel hagmælt og kastaði fram vísum þegar svo bar undir. En það sem verður okkur minnisstæðast við frænku okkar er hin mikla bjart- sýni hennar og óbilandi kjarkur, sem veitti henni að því er virtist, ofurmannlegan styrk í veikindum og gerði henni jafnframt mögulegt að uppörva samferðamenn sína og fá þá til að líta bjartari augum á tilveruna. Sigrún verður lögð til hinstu hvíldar í kirkjugarðinum í Tungu- felli, þar sem hún átti sín bernskuspor. En mæti þér stund sem er myrk eöa köld, þá manstu, hvar bíÖur þín höli, og Tungufells morgnar og Tungufells kvöld og Tungufells blómin þín öll. (Þorsteinn Erlingsson.) Hlöðver og Sverri og fjölskyld- um þeirra svo og eftirlifandi systkinum Sigrúnar sendum við einlægar samúðarkveðjur. „Far þú í friöi friöur Guös þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (Vald. Briem.) Blessuð sé minning Sigrúnar Jónsdóttur frá Tungufelli. Svandís og Sigga. Friðný Steingríms- dóttir — Minning í dag kveðjum við vinkonu okkar Friðnýju Steingrímsdóttur, sem andaðist í Landspítalanum á hvítasunnudag, en útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju. s Friðný fæddist á Hóli á Mel- rakkasléttu 30. ágúst 1917 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum í systkinahópi. Hún fór snemma að heiman og byrjaði að vinna fyrir sér eins og þá var títt. Hún giftist 9. október 1943, Jónasi G. Jónssyni kennara, og bjuggu þau á Húsavík allan sinn búskap. Þau eignuðust tvær dætur, Olgu og Gunni, sem báðar eru giftar og búsettar í Reykjavík. Einnig ólu þau upp sem sitt eigið barn systurson Frið- nýjar, Bergstein, sem er kvæntur og búsettur á Húsavík. Það er ekki hægt að segja að andlát Friðnýjar kæmi okkur á óvart. Hún hafði um nokkurt skeið barist hetjulegri baráttu við erfið- an sjúkdóm og vissi að hverju stefndi. Hún mætti dauða sínum með æðruleysi og reisn og kveið ekki vistaskiptunum. Það sem einkenndi Friðnýju mest var áreiðanleiki og hreinleiki í' hvívetna. Henni var tamt að gaumgæfa hlutina og fór sér að engu óðslega. Hvers konar flaust- ur var henni móti skapi. Allt sem hún gerði vann hún af siíkri vand- virkni og nákvæmni að lengra Leiðréttingar í minningargrein hér í blaðinu í gær um Soffíu Jakobsdóttur frá Patreksfirði urðu þau leiðu mistök að nöfn féllu niður er sagt var frá börnum hennar og eiginmanns hennar Helga Einarssonar. Þar átti að standa: Þau eignuðust 5 börn, Einar, kvæntur Helgu Bergmundsdóttir frá Vestmanna- eyjum, en þau létust með 2 ára millibili. þau áttu 3 börn, Lilja lést 4 ára, Asdís, gift Gústaf Ofeigs- syni, þau eiga 5 börn. Jakob giftur undirritaðri, þau eiga 3 börn og Steinunn Lilja dvelst á Sólborg á Akureyri, ógift. Ennfremur dvaldi Una systir Soffíu á heimili þeirra frá 11 ára aldri. Þá átti þetta að standa undir lok greinarinnar, en brenglaðist: „Soffía var skapmikil kona, en fór vel með það. Hún var ákveðin, föst fyrir og hreinlynd, sagði hlut- ina umbúðalaust og hélt sínu striki. Soffía var fríð kona, með sitt suðræna útlit, dökk brún augu og dökkt hár. Hún hafði fallega söngrödd, unni mjög ljóðum, sem hún kunni ógrynni af. Gaman var að heyra hana fara með þau og gamla bragi um lífið, tilveruna og fólkið á Patreksfirði og víðar, á hennar ungdómsárum." Blaðið biður velvirðingar á þess- um mistökum. ★ í minningargrein um Aðalstein Hallsson kennara misritaðist nafn föður hans, en hann hét Hallur Björnsson, en ekki Einarsson, eins og stóð í greininni. varð ekki komist. Hún fór vel með alla hluti. Um þetta ber heimili hennar vitni, falleg handavinna og garðurinn, sem lengi hefur verið augnayndi Húsvíkinga. Við upp- byggingu hans og umhirðu áttu þau Jónas margar ánægjustundir. Friðný var glöð á góðri stund og margs er að minnast frá samstarfi í kvenfélaginu, þar nutu hinir góðu eiginleikar hennar sín og hverju því verki sem henni var falið var vel borgið. Henni mátti alltaf treysta. Flestar eigum við þó minningarnar úr saumakl- úbbnum, sem við héldum áratug- um saman. Þar var oft glatt á hjalla er við brugðum á leik og einhvern veginn komum við okkur ekki að því að hafa klúbb eftir að hún var farin suður í vetur. { einkalífi sínu var Friðný gæfu- manneskja. Henni auðnaðist að lifa með Jónasi í fjörtíu ára far- sælu hjónabandi og sjá góðan framgang barna sinna á allan máta. Hún elskaði og virti tengda- börnin og fagnaði barnabörnunum hverju og einu. Allt þetta mat hún og þakkaði af heilum hug, þeim sem öllu stjórnar. Andlát Friðnýjar var í sam- ræmi við lífshlaupið. Yfir því hvíldi friður og hreinleiki. Allt var tilbúið og hennar nánustu við- staddir. þegar hún nú er borin til hinstu hvílu, á einu besta vori sem menn muna, stendur garðurinn hennar í blþma og framundan eru sólstöður. Fegurra getur það ekki verið. Við þökkum Friðnýju samfylgd- ina, mikið munum við sakna henn- ar. Ástvinum hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi umhyggja hennar og fyrirbænir verða þeim styrkur og leiðarljós. Blessuð sé minning hennar. Vinkonur. SVAR MITT eftir Billy Graham Mannfjölgun Er fjölgun mannfólksins eitthvert meiri háttar vandamál? Hvers vegna núna fremur en áður í sögunni? Það var ekki fyrr en árið 1830, sem mannkynið náði því að verða einn milljarður. En næsti milljarður bættist við á einni öld. Þriðji milljarðurinn kom sér upp á aðeins 30 árum, og þegar þessi öld er liðin, verða mennirnir orðnir hátt í helmingi fleiri en þeir eru núna. Hugsanlegar tölur næstu hundrað ár eru himinhá- ar. Að minnsta kosti helmingur mannkyns býr við næringarskort, og um það bil milljarður manna dreg- ur fram lífið. En fátækt og hungur eru ekki einu vandamálin. Jafnvel færustu mönnum hrýs hugur við því verkefni, hvernig á að mennta allt þetta fólk, sjá því fyrir vinnu og leiða það á heillabraut. En alvarlegri er sú mynd, sem blasir við kristinni kirkju. Hún á að kunngjöra þessum milljónum fram- tíðarinnar fagnaðarerindið. Jafnvel núna heldur kirkjan ekki í við mannfjölgunina í heiminum. Sérhver kristinn maður þarf að taka þátt í að boða Krist, þó að við ætluðum okkur ekki annað en ávinna lítinn hluta mannkynsins. Ef við höldum áfram að aðhyllast „þægindakristindóm", verður heimur morg- undagsins (ef heimurinn stendur) orðinn heiðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.