Morgunblaðið - 19.06.1984, Page 1

Morgunblaðið - 19.06.1984, Page 1
48 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 137. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflóastrfðið: Er sóknin mikla loks yfirvofandi? Þessa skriðdreka, sem eru sovésk smíði, segjast írakar hafa tekið herfangi af írön- um. íranar virðast nú loks ætla að gera alvöru úr stór- sókninni gegn írökum, sem búist hefur verið við í all- nokkurn tíma. Segja þeir að „sjálfboðaliðar“ flykkist nú til vígvallanna við borgina Basra þar sem einhver mesta fóikorrusta allra tíma muni brátt fara fram. AP Manama, London, Kairó, 18. júní. AP. GÍFURLEGUR lidssafnaður ír- anskra sjálfboðaliða var í dag fluttur að víglínunni syðst á vígstöðvunura og þykir það benda til, að stórsókn írana gegn írökum, sem beðið hefur verið lengi, sé nú á næstu grösum. Hussein, Jórdaníukonungur, kvaðst í gær reiðubúinn til að senda jórd- anska hermenn írökum til hjálpar. Iranska útvarpið sagði í dag, að „þúsundir eldheitra hugsjóna- manna“ flykktust nú að víglínunni skammt frá borginni Basra í Irak en þar hafa íranir safnað saman um 400.000 manns að því talið er. Verður það megintilgangur vænt- anlegrar sóknar að einangra borg- ina. Persaflóafréttastofan, sem aðsetur hefur í Bahrain, segir, að frá Bagdað streymi hermenn og háskólastúdentar til víglínunnar og greinilegt, að írakar telji ír- önsku sóknina yfirvofandi. írakar hafa heitið því að „gjöreyða" ír- anska sóknarhernum og treysta í því skyni ekki síst á ný, sovésk flugskeyti og Super Etendard- flugvélarnar frönsku. Búist hafði verið við, að „Sóknin mikla“ eins og íranir kalla hana yrði gerð 5. júní sl. en af henni hefur ekki orðið og er talið, að ágreiningur með klerkunum sjálf- um annars vegar og klerkunum og herforingjunum hins vegar hafi valdið. Sagt er, að allmargir klerkanna vilji binda enda á stríð- ið og blóðsúthellingarnar til að unnt verði að koma efnahagnum aftur á réttan kjöl. Noregur: Vöxtur í laxeldinu Osló, 18. júní. Frá Pcr A. Borglund, fréttaritara Mbl. EFTIRSPURN eftir norskum laxi vex stöðugt og verðið fer einnig hækkandi. Kemur þetta fram hjá Thor Listau, sjávarútvegsráðherra Norðmanna, sem nú er staddur f Parfs á mikilli matvörukaupstefnu, SIAL, þar sem norskir útflytjendur hafa látið mikið að sér kveða. Listau segir, að í ljósi þessarar þróunar muni aðstæður og ytri kjör fiskeldisins verða bætt til að unnt sé að anna eftirspurninni eftir norsk- um laxi og sjóbirtingi. „Á þessu ári verður framleiðslan af laxi 25 til 26.000 tonn, sem eru að útflutningsverðmæti um 1,3 millj- arðar kr. (um 4,3 milljarðar ísl. kr.). Vöxturinn á markaðnum sýnir, að við höfum verið of strangir og var- kárir en nú ætlum við að breyta lög- unum um fiskeldið í frjálsræðisátt. Bara það, sem af er árinu, höfum við veitt 100 ný rekstrarleyfi fyrir fisk- eldisstöðvum og það er enginn endir á umsóknunum," sagði Listau. Hussein, Jórdaníukonungur, sagði í gær, að ef írakar færu fram á það myndu Jórdanir koma þeim til hjálpar og berjast við hlið þeirra á vígvellinum. Sagði hann, að íranskur sigur í styrjöldinni yrði „skelfilegri martröð" en nokkurn gæti órað fyrir. Ríkis- stjórnin í Kuwait skoraði í dag á Bandaríkjastjórn að selja henni Stinger-loftvarnaflaugar til að geta varist hugsanlegum árásum á landið. Skoraði hún jafnframt á SÞ að nota hléið, sem nú væri á átökum í Persaflóastríðinu, til að reyna að semja frið. íranska flugvélin, sem rænt var í innanlandsflugi í íran sl. föstu- dag, fór í dag frá borginni Luxor í Egyptalandi og stefndi til Parísar. Eru flugræningjarnir átta, fimm hermenn og þrír óbreyttir borgar- ar. Mikil átök voru í gær með verkfallsmönnum í Bretlandi og lögreglumönnum og slösuðust í þeim 57 manns. Meðal þeirra var Arthur Scargill, hinn herskái leiðtogi námamanna, sem hér er studdur brott af tveimur sjúkraliðum. Var farið með Scargill í sjúkrahús þar sem gert var að sári, sem hann hafði hlotið á höfði. AP Bretland: Alvarleg átök í námaverkfalli London, 18. júní. AP. Riddaraliðslögregla barðist í dag við 6.500 námamenn, sem reyndu að hindra með valdi að vinna færi fram í koksverksmiðju í Yorkshire. Átökin í dag eru þau mestu í verk- falli námamanna til þessa og voru um 130 manns handteknir víðs vegar um Bretland. Alvarlegust voru þau við koksverksmiðju í Yorkshire þar sem um 4.000 lögreglumenn börðust við 6.500 verkfallsmenn. Þau hófust með því að verkfallsmenn réðust inn I verksmiðjuna og vildu loka henni en þegar lögreglan skarst í leikinn tóku þeir á móti henni með grjót- kasti. Beitti þá lögreglan riddaraliði gegn verkfallsmönnum og gat þann- ig komið i veg fyrir að verksmiðj- unni yrði lokað. Að minnsta kosti 57 manns slösuð- ust í dag, jafnt verkfallsmenn sem lögreglumenn, og þar á meðal Arth- ur Scargill, leiðtogi námamanna. Scargill sagðist sjálfur hafa fallið í götuna fyrir skildi lögreglumanns en félagar hans, verkfallsmenn, sögðu að lögreglumenn hefðu lamið hann með kylfum. Lögreglan segir hins vegar, að hann hafi bara runnið til og fallið án þess nokkur kæmi nærri honum. Turner tekur við af Trudeau OtUwa, Kanada, 18. júní. AP. SÍÐASTLIÐINN laugardag var kos- inn nýr formaður Frjálslynda flokks- ins f Kanada. Heitir hann John Turn- er og var áAur fjármálaráðherra f stjórn Trudeaus en sagði af sér emb- ætti. Turner mun taka við forsætis- ráðherraembættinu af Trudeau eftir tæpan hálfan mánuð. Turner bar sigurorð af öðrum keppinautum sínum á þingi Frjáls- lynda flokksins en helstur þeirra var Jean Chretien, orkumálaráð- herra. Þegar Turner fagnaði kjör- inu sagði hann, að helstu stefnum- ál stjórnar hans yrðu „aukin at- vinna, aukinn hagvöxtur og aukið traust Kanadamanna á framtfð lands og lýðs“. Turner situr ekki á þingi en ekkert er þó í vegi fyrir því að hann taki við forsætisráð- herraembættinu. Búist er við, að hann komi um kring aukakosning- um í einhverju öruggu kjördæmi eða efni til almennra kosninga. Sjá nánar á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.