Morgunblaðið - 19.06.1984, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.06.1984, Qupperneq 35
39 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1984 Anna Péturs- dóttir - Minning Fædd 14. ágúst 1910 Dáin 10. júní 1984 Kveðja frá Akóges Að morgni hvítasunnudags, þann 10. júní sl., andaðist í Borg- arspítalanum frú Anna Péturs- dóttir eftir stutta legu á 74. ald- ursári. Fráfall hennar kom okkur vin- um hennar mjög á óvart og gátum við vart trúað, er okkur barst and- látsfregn hennar. Þó vissum við að hún gekk ekki heil til skógar um nokkurt bil, en hennar góða skap og góða viðmót, þrátt fyrir þann sjúkleika sem hún bar, blekkti okkur. Trú okkar var því sú, að Anna ætti eftir að ná sér að fullu og starfa með okkur um langan tíma áfram. Ég ætla ekki að rekja æviferil Önnu í þessum fáu orðum. Það verður gert af öðrum. Anna giftist Þorláki Björnssyni, ættuðum frá Hvammstanga og eignuðust þau 4 börn, 2 dætur, Ingibjörgu og Ágústu og 2 syni, Úlfar og Richard. Fyrir 22 árum missti Anna mann sinn frá barnahópnum. Það var mikið áfall fyrir hana og börn- in, en Anna gafst ekki upp og það var henni líkt, og hún hélt barátt- unni áfram ein. Hún tók alla vinnu sem gafst til þess að sjá sér og börnum sínum farborða, og það tókst henni með reisn og sóma. Það var fyrir tæpum 15 árum að ég kynntist Önnu fyrst og urðum við fljótt góðir vinir og sú vinátta hélst traust og fölskvalaus til æviloka hennar. Hún kom til okkar Akógesa sem sannkallaður sólargeisli, er við opnuðum nýtt félagsheimili að Brautarholti 6 fyrir tæpum 15 ár- um. Hún tók þá að sér að sjá um veitingar á fundum okkar og öðr- um samveru- og samgleðistund- um, sjá um þrif á félagsheimilinu og ekki sízt að sjá um allar um- gengnisreglur væru í heiðri hafð- ar. Þetta starf var í fyrstu ætlað til bráðabirgða, en fljótt kom að því að Anna varð svo nátengd okkur í starfi, að okkur fannst nær útilok- að að fundir væru haldnir án þess að Anna væri til staðar, okkur til halds og trausts. Þetta var gagn- kvæmt frá Önnu til okkar. Því fór sem fór, að Anna tengdist trygga- og vináttuböndum við okkur félag- ana og félagið okkar Akóges, því hjá okkur starfaði hún til næstum hinztu stundar, þó á sl. vetri hafi hún fengið dygga aðstoð dóttur sinnar Ágústu, þegar heilsu henn- ar fór að hraka. Á fundi seint í apríl sl. aðstoðuðu þær mæðgur við allar veitingar eins og venju- lega og kvöddum við þá önnu hressa, að okkar mati, og hlökkuð- um til endurfunda í haust, en ekki má sköpum renna, því var það hlutverk formanns okkar að til- kynna okkur á fjölmennum auka- fundi, sem haldinn var strax eftir hvítasunnu, að Anna væri dáin, og var henni þar vottuð virðing og þökk. Þá komu mér í hug orð þjóð- skáldsins frá Fagraskógi er hann segir: „Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð.” Betur er vart hægt að lýsa lífi og starfi Önnu Pétusdóttur. Anna kvaddi þennan heim að morgni stórhátíðardags, þegar landið okkar skartar sínu fegursta í „nóttlausri voraldarveröld". Það hæfði lífi hennar og starfi, slík var heiðríkjan í öllum samskiptum hennar við samferðafólkið. Við Akógesar og eiginkonur okkar þökkum Önnu af alhug sam- starfið og biðjum henni blessunar á nýjum vegum. Við sendum börnum hennar, tengdabörnum og öðrum ættingj- um og vinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur, með vissu um að minning hennar mun lengi lifa meðal okkar, því hún markaði djúp spor með lífi sínu hjá öllum sem henni kynntust. Persónulega þakka ég henni alla hlýju og vináttu í gegnum tíðina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skait. (V.B.) Friðrik Jörgensen 1 dag verður til moldar borin Anna Pétursdóttir, Stóragerði 34, Reykjavík. Með þessum fátæklegu línum vil ég lýsa þakklæti mínu í hennar garð, fyrir samfylgdina í tæp 30 ár. Tel ég mig lánsmann, að hafa kynnst þessari góðu konu og notið samvista við hana öll þessi ár. Anna Pétursdóttir var fædd 14. ágúst 1910 að Vesturhópshólum í Húnavatnssýslu. Foreldrar henn- ar voru Ágústa Kristmundsdóttir og Pétur Hansson. Þann 8. nóv- ember 1933 giftist hún Þorláki Björnssyni frá Hvammstanga og nutu þau samvista í 29 ár, þar til hann lést árið 1962. Eignuðust þau Þorlákur fjögur börn; Úlfar, kvæntur Iris Eriksen, Ingibjörgu, gift Hafsteini Sigurþórssyni, Richard, kvæntur Svölu Vetur- liðadóttur og Ágústu Elínu, gift Sigurði M. Sigurðssyni. Öll eru þau búsett í Reykjavík og Garða- bæ. Ömmu- og langömmubörn eru orðin 21. Sú umhyggja sem Ánna bar fyrir öðrum og var einkennandi fyrir allt hennar líf, ber merki um samheldni fjölskyldu hennar, og veit ég að ég mæli fyrir munn allra tengdabarna hennar að hún var okkur öllum sem önnur móðir. Hjálpsemi hennar og umhyggja á fyrstu búskaparárum barna henn- ar og reyndar alla tíð var einstök. Alltaf var hún gefandinn og bjart- sýni hennar á tilveruna létti undir með okkur hinum á erfiðum stundum. Dugnaður og starfsþrek ber lífi hennar vitni hyarvetna, allt frá því að hún dreif sig úr heimasveit sinni, ung stúlka, á hússtjórnarskóla, á þeim tímum er menntun taldist nánast forrétt- indi. Eftir 4ra ára búskap hér í Reykjavík fluttust þau Þorlákur með fjölskyldu sína til Dalvíkur og ráku þar saman gistihús í fjór- tán ár. Mæddi sá rekstur mest á Önnu þar sem Þorlákur hafði öðr- um störfum að gegna. Fastagestir þeirra munu fremur hafa litið á gistiheimilið sem heimili en „hót- el“ af þeirri afspurn er ég hef haft. Að Þorláki látnum starfaði hún hjá Vitamálastofnun sem mat- ráðskona um árabil, og síðast en ekki síst sá hún um „karlana sína í Akoges" sem hún nefndi þá svo oft, því hjá þeim starfaði hún í félagsheimili þeirra um 15 ára skeið. Seinustu 9 árin hélt Anna heim- ili að Stóragerði 34, Reykjavík, með ólafi Einarssyni, fyrrv. verk- stjóra. Við vottum honum honum okkar innilegustu samúð. Milli þeirra ríkti sú vinátta og virðing sem öðrum var til fyrirmyndar. Mun það vera mat flestra kunn- ugra, að sú samfylgd hafi verið gæfa þeirra beggja, þótt árin yrðu ekki fleiri. Stóragerðið var okkur í fjöl- skyldunni sem samkomustaður, þar hittumst við nánast daglega, og var oft fundarfært sem kallað er, og mikið rætt og rabbað. Við, sem í dag kveðjum hana um leið og við þökkum fyrir samver- una, árnum henni friðar guðs, sem er æðri öllum skilningi. Endurminningin um þessa mætu konu mun reynast okkur vinum hennar ávinningur og drjúgt vegarnesti, er við gjarnan munum kjósa að ávaxta í um- gengni við náungann á þeirri veg- ferð sem framundan er. Hafsteinn Sigurþórsson f dag verður Anna Pétursdóttir Stóragerði 34 jarðsett í Foss- vogskirkjugarði. Þar beið hennar hvílureitur við hlið eiginmanns hennar, sem látinn er fyrir mörg- um árum. í tæp 4 ár hef ég búið á sama stigapalli og þessi elskulega kona, en það er nógu langur tími til að komast að því, hve það er mikils virði að vera í návist þeirra sem miðla samferðamönnum sínum af kærleika og umhyggju, sífellt til- búnir að hjálpa öðrum og láta eitthvað gott af sér leiða. Slíku fólki fylgja ávallt hlýjar kveðjur og fyrirbænir, en það er sú hin besta innistæða sem tekin verður með að lokum yfir landamærin. Aðrir munu fjalla um æviferil þessarar mætu konu, mín orð eiga aðeins að vera þakklæti fyrir sam- veruna og ég veit að það eru fleiri í þessu stigahúsi en ég sem kveðja hana með þakklæti og söknuði. Anna Pétursdóttir hefur skilað miklu dagsverki, hörkudugleg, myndarleg og vel gefin heiðurs- kona. Samband hennar við börn hennar og fjölskyldur þeirra var til mikillar fyrirmyndar. Ég votta þeim öllum innilega samúð mína. Góð móðir er gulli betri. Megi minningin um hana lýsa þeim öll- um um ókomin ár. Rut Guðmundsdóttir t Þökkum at alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlat og útför ástkærrar móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og systur, GUÐRÚNAR SIGUROARDÓTTUR fró Torfufelli, Holtagötu 6, Akuroyri. Guö blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og systur hinnar lótnu. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR STEFÁNSDÓTTUR SIGURÐSSON, Nökkvavogi 11. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hvítabandsins. Fyrir hönd fjölskyldunnar, rtagna oiyuiuvson, Páll Ragnaraaon. mmmmmmmm Nú geta allir eignast VHF-talstöö í bátinn og tilkynnt sig inn og úr höfn. Svo er ekki verra aö geta talað heim. Lítil fyrirferöar, 25x8 — 4x32,7 cm. Verð aðeins kr. 8.804,- Benco Bolholti 4, Reykjavík, sími 91-21945 / 84077. Urval furusófasetta með áklæði úr leðri Furu hornsófar. Furusófaborð og hornborö. Eldhúsborö og bekkir. Kringlótt eldhúsborö og stólar GÓÐ GREIÐSLUKJÖR Húsgagnaverslun Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfiröi, sími 54343.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.