Morgunblaðið - 23.06.1984, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984
Björgunin á Eiríksjökli
Sighvatur Blöndahl, Skúli Jón Sigurðarson og Þórður Sigurðsson koma fyrstir manna að flakinu á Eiríksjökli.
%
Björgun Bretanna tveggja á Einksjökli í fyrrinótt:
„Gud minn góður
þeir eru lifandi!“
Morgunblaöið/RAX
EKKERT lífsmark var að sjá við flak bresku flugvélarinnar efst í jökulbung-
unni þegar Morgunblaðsmenn flugu yfir slysstaðinn í rúmlega 1600 metra
hæð í Eiríksjökli um kl. 04 í fyrrinótt. Flakið var í fyrstu heldur ógreinilegt
þar sem það lá á hliðinni í hvítri auðninni og sneri nefinu í suður. Slóðin eftir
það lá 60—70 metra niður eftir bungunni, rétt eins og vélin hefði runnið
aftur á bak upp jökulinn. Báðir vængirnir voru brotnir af en héngu við flakið,
sömuleiðis stélvængirnir, sem voru brotnir upp. Mótorinn var mölbrotinn og
mótorhlífarnar farnar af.
Áttu nokkra tugi metra eftir
til ad komast yfír jökulinn
Sólin var komin upp í norðri —
miðnætursólin, sem þeir Michael
Dukes og Francis Sikora höfðu
ætlað að njóta í Grímsey á lengsta
degi ársins. Þeir hafa líklega ekki
verið nema 30—40 metrum of lágt,
annars hefðu þeir náð yfir jök-
ulbrúnina. Eftir að við höfðum
hringsólað yfir jökulbungunni í
um hálfa klukkustund hafði sólin
hækkað það mikið á norðurhimn-
inum að flakið baðaðist í sólskin-
inu og kastaði skugga af því niður
eftir jökulbreiðunni. I kringum
það var engin spor að sjá, engin
merki um að þar hefði nokkru
sinni verið nokkuð kvikt. Það
hvarflaði ekki að neinum um borð
í Morgunblaðsvélinni TF-GTM að
þeir Dukes og Sikora hefðu haft
tíma til að átta sig á því að þeir
hefðu skollið í jökulinn.
Um tíu mínútum fyrir fimm
skaust Gæsluþyrlan TF-GRÓ upp
frá jökulrótunum og lenti nokkur
hundruð metrum vestan við
slysstaðinn. Þrír menn stukku út
og hröðuðu sér frá þyrlunni, sem
hófst strax á loft aftur og hvarf
eins og smyrill inn í skýjabreið-
una, sem huldi allt nema sjálfa
hábunguna. Þeir tóku stefnuna
rakleiðis á flakið og fóru býsna
hratt yfir enda vanir menn á ferð.
Það voru þeir Sighvatur Blöndahl,
ritstjóri og Flugbjörgunarsveitar-
maður, sem stjórnaði björgun-
Flakið á Eiríksjökli í dagrenningu í gærmorgun, þannig var aðkoman er
þremenningarnir komu á slysstaðinn og tók Þórir Sigurðsson þá þessa mynd.
Fyrst í stað datt þeim ekki í hug að menn væru lifandi innanborðs.
arsveitarhópnum er fór á slysstað-
inn, Skúli Jón Sigurðarson, for-
stöðumaður Loftferðaeftirlitsins,
og Þórður Sigurðsson, yfirlög-
regluþjónn í Borgarnesi.
„Guð minn góður,
þeir eru lifandi!“
Þegar þeir voru um það bil
hálfnaðir kom GRÓ aftur upp úr
skýjunum og setti af aðra þrjá
menn. Tíu mínútum síðar voru
þeir fyrstu þrír komnir að flaki
bresku vélarinnar. Þeir byrjuðu á
að skoða feril vélarinnar upp eftir
jöklinum. Skúli Jón fór niður fyrir
flakið, Þórður upp fyrir og Sig-
hvatur vestur fyrir það. Úr lofti
voru þeir eins og litlir rauðir dílar
og ekki að sjá að þeir hefðu orðið
varir við neitt lífsmark. En þá
sáum við úr vélinni fyrir ofan
hvar þeir tóku skyndilega undir
sig stökk og hlupu að bresku vél-
inni.
Skúli hafði heyrt stunu. Hann
leit til Sighvats, sem einnig hafði
heyrt eitthvað undarlegt og horfði
spurnaraugum á Skúla á móti. Úr
augum beggja mátti lesa: Varst
þetta þú? Svo heyrðu þeir aðra
stunu og Skúli sagði stundarhátt:
„Guð minn góður, þeir eru lif-
andi!“
Líklega hefur engum þeirra orð-
ið jafn brugðið um ævina. Á jökl-
inum var tíu stiga frost og dálítill
skafrenningur. Þar höfðu slasaðir
menn, illa klæddir til jöklaferða,
hafst við í átján klukkustundir og
helsta von þeirra, neyðarsendi-
tækið sem Dukes hafði strax eftir
slysið sett framan á mótorinn,
hafði ekki farið í gang. Það vissi
hann þó ekki fyrr en síðdegis í
gær.
Sighvatur kom að flakinu fyrst-
ur þremenninganna. Dukes sat í
flugmannssætinu og heilsaði hon-
um: „Sæll, ertu björgunarsveitar-
maður?"
Kraftaverk
Sighvatur játti því. „Þetta verð-
ur allt í lagi núna,“ sagði hann.
Flugmanninum var mjög létt og
hresstist talsvert við. Þeir voru
hólpnir! Sikora var alblóðugur og
átti afar erfitt með mál, enda
kjálka-, kinnbeins- og nefbrotinn
og skorinn og skrámaður að auki.
Hann hafði einnig kalið nokkuð á
fótum. Hann tuldraði samhengis-
laust, sagðist ekki hafa lent í
neinu slysi en virtist engu að síður
gera sér fulla grein fyrir því, sem
var að gerast í kringum hann á
jöklinum. Hvorugur þeirra hafði
þó hugmynd um hvar þeir voru
staddir.
Þremenningarnir fóru strax að
hlú að slösuðu mönnunum. Það fór
um þá undarleg kennd — sam-
bland af gleði, undrun og ... þeir
vissu eiginlega ekki hvernig þeim
leið. Vissulega höfðu þeir gert sér
vonir um að finna lifandi menn
þegar þeir stukku út úr Gæslu-
þyrlunni en þeir höfðu allir marg-
„Það var ekkert lífsmark að sjá“
Morjfunblaðið/KEE
Jón E.B. Guðmundsson við vél sína TF-OLI á Reykjavíkurflugvelli í gær.
— sagöi Jón E.B. Guðmundsson, sem fann flak bresku vélarinnar úr lofti á TF-OLI
„ÞAÐ hefur verið um kl. 1.45,
að ég kom auga á bresku vélina,
þar sem hún var vestarlega í
miðbungu Eiríksjökuls. Við
renndum eiginlega beint á flak-
ið eftir að við komum yfír jökul-
inn. Það var ekkert lífsmark að
sjá og við urðum engra hreyf-
inga varir þótt við sveimuðum
yfír flakinu þar til kl. 3.30,“
sagði Jón E.B. Guðmundsson er
blm. Mbl. ræddi við hann í gær.
Það var Jón, sem fann flakið af
bresku vélinni, þegar hann flaug
fjögurra sæta Beechcraft-vél
sinni, TF-OLI, yfír Eiríksjökul.
Jón bauð Flugmálastjórn að-
stoð sína síðdegis í fyrradag og
var um kl. 23 beðinn að fljúga
með litla endurvarpsstöð upp í
Húsafell. Ætlunin var að koma
henni fyrir á toppi fjallsins
Strúts til þess að auðvelda fjar-
skipti á milli björgunarmanna
og stjórnstöðvarinnar. Ekki
tókst þó að koma sendinum upp
fyrr en í gærmorgun.
„Ég lagði upp frá Húsafelli kl.
1.07,“ hélt Jón áfram. „Ekki veit
ég hvernig þær upplýsingar bár-
ust, en okkur var sagt að sæist á
topp jökulsins. Það var mjög
þungskýjað á þessum slóðum
svo ég flaug í suðurátt að
Skjaldbreið og Hlöðufell, þar
sem ég vissi að bjart var yfir.
Þaðan fór ég upp yfir jökulinn.
Ég var með tvo björgunarsveit-
armenn í vélinni til þess að
hjálpa mér að skyggnast um og
við komum svo að segja strax
auga á flakið á jöklinum. Skýja-
farið var mjög sérstakt. Ofanfrá
séð líktist jökullinn lítilli
skyrslettu í stórri skál. Þykkir
og háir skýjabakkar allt um
kring."
Jón sagðist ekki hafa verið
fyllilega viss í sinni sök fyrst er
hann sá flakið, en eftir að hafa
snúið við og rennt sér lægra yfir
staðinn sannfærðist hann og lét
tafarlaust vita. „Það var dálítið
erfitt að átta sig í þeirri birtu,
sem þarna var,“ sagði Jón. „Vél-
in, jökullinn svo og skýin, allt
var þetta hvítt og erfitt að átta
sig á þessu í fyrstu. Ekki hjálp-
aði til, að ókyrrð var í loftinu.
Þetta voru síður en svo þægi-
legar aðstæður."