Morgunblaðið - 23.06.1984, Side 27

Morgunblaðið - 23.06.1984, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984 27 Enn 10% tap á útgerðinni — segir Ólafur Gunnarsson, framkvæmda- stjóri SVN í Neskaupstað „MÉR sýnist þessi fiskverðsákvörðun og fylgjandi aðgerðir leysa ósköp lítinn vanda. Það er enn yfir 10% tap á útgerðinni og ekki séð fyrir endann á því á nokkurn hátt hvernig tekið verður á þeim vanskilum, sem hafa hlaðist upp á undanfórnum árum. Það er aðeins verið að millifæra vandann," sagði Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri SVN í Neskaupstað, er Morgunblaðið innti hann álits á hinu nýja fiskverði. Ólafur sagði ennfremur, að sér sýndist Kristján Ragnarsson og forystumenn LÍÚ hafa metið stöðuna þannig, að þeir kæmust ekki lengra. Það sem virtist skipta máli í því sambandi væri það, að það sýnist ekki vera meginmarkmiðið hjá þorra for- ráðamanna útgerðarfyrirtækja að stefna að taplausum rekstri. Það virtist anzi ofarlega í huga þeirra að halda bara áfram hvað sem tautar og raular. Ólafur sagðist ekkert geta sagt um það, hvort Austfirð- ingar héldu við þá ákvörðun að stöðva flota sinn 24. júlí næst- komandi. Menn hefðu ekkert talað saman eftir fiskverðs- ákvörðunina. Hitt væri annað mál, að hún og fylgjandi aðgerð- ir breyttu afskaplega litlu í sambandi við möguleika manna til að halda áfram. Kæmi hins vegar eitthvað fram á þessum tíma, sem verulegu máli skipti, til dæmis hvað varðaði skuld- breytinguna, gæti það breytt miklu, ef greiðslustaðan lagaðist eitthvað. I raun og veru þýddi þessi fiskverðsákvörðun óbreytta stöðu. Væru menn með sameiginlegan rekstur veiða og vinnslu, kæmi varla nægilegt úr Aflatrygginarsjóði til að vinna upp á móti olíuverðshækk- uninni, síðan væri fiskverðs- hækkunin bara til þess að auka tapið á fiskvinnslunni. Það kæmi ekki einn eyrir inn í sjáv- arútveginn sem nýjar tekjur. Þetta væri bara millifærsla á taprekstri. Stöðvun verður endurskoðuð — segir Finnur Sig- urgeirsson, formaður Ú tvegsmannafélags Akraness „ÉG GET tekið undir það með Kristjáni Ragnarssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ, að þessi fiskverðsákvörðun og meðfylgj- andi aðgerðir eru í áttina. Þær leysa hins vegar ekki rekstrar- vandann,“ sagði Finnur Sigur- geirsson, formaður Útvegs- mannafélags Akurnesinga, í sam- tali við blm. Morgunblaðsins. Finnur Sigurgeirsson sagði ennfremur, að Utvegsmannafé- lag Akurnesinga hefði enn ekki tekið ákvörðun um það, hvort staðið yrði við fyrri samþykkt félagsins um að sigla skipum fé- lagsmanna í höfn 8. júlí næst- komandi. Með tilliti til breyttra aðstæðna, frestunar Austfirð- inga og nýs fiskverðs og fylgj- andi hliðarráðstafana, myndu félagsmenn funda um helgina eða á mánudagskvöld og taka ákvörðun þar að lútandi. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Helga Jónsdóttir í hlut- verki sínu í kvikmyndinni Á hjara veraldar. EINS og kom fram í Morgunblað- inu í gær hafa samtökin Vinir Völuspár ákveðið að gangast fyrir stuðningssýningu í Háskólabíói á kvikmyndinni Á hjara veraldar, eftir Kristínu Jóhannesdóttur, og mun hún hefjast á miðnætti í nótt. Á skemmtun, sem haldin verð- ur fyrir sýningu myndarinnar, koma fram leikararnir Bryndís Schram og Pétur Einarsson og flytja þjóðlegan íslenskan fróð- leik. Listamaðurinn Sjón lætur sjá sig ásamt öðrum úr fram- úrstefnuleikhúsum borgarinnar og vonir standa til að kunnur söngvari heiðri samkomuna. Thor Vilhjálmsson verður kynnir. Þessari Jónsmessunæt- urskemmtun lýkur svo með því að gengið verður út á Hagatorg, þar sem fólk getur velt sér upp úr dögginni og fengið óskir sínar uppfylltar, ef marka má forna þjóðtrú. Að sögn Hilmars Arnar Hilm- arssonar eru Vinir Völuspár samtök fólks úr öllum áttum, sem á það sameiginlegt að vera mjög óánægt með þær viðtökur sem kvikmyndin Á hjara verald- ar hefur fengið hér á landi. Kvikmyndin var frumsýnd vorið 1983 og er hún eftir Kristínu Jó- hannesdóttur, sem jafnframt er leikstjóri. Sigurður Pálsson er aðstoðarleikstjóri og sá um framkvæmdastjórn. I aðalhlut- verkum eru Þóra Friðriksdóttir og systkinin Arnar Jónsson og Helga Jónsdóttir. Myndin er að mörgu leyti öðruvísi en Islendingar hafa Jónsmessunæturskemmtun: Á hjara veraldar sýnd á miðnætti vanist, að sögn Hilmars, m.a. vegna þess að hún leggur áherslu á drauminn og þjóðtrúna. Einnig vegna þess að hún vekur margar viðkvæmar spurningar, t.d. um stöðu smáþjóðar, en veitir þó engin svör. Áhorfendur fara heim með spurninguna. Til þess að myndin hefði borið sig hefðu a.m.k. 35.000 áhorfend- ur þurft að sjá hana hérlendis. Reyndin varð sú að um 12.000 manns sáu hana. Hilmar sagði að alls kyns sögur hefðu gengið um myndina, þegar hún var sýnd, t.d. að hún væri óaðgengi- leg og hún væri of háfleyg fyrir kvikmyndahússgesti almennt. Hilmar telur að þetta kunni að hafa dregið úr aðsókn. Á hjara veraldar hefur verið sýnd í Frakklandi og í Kanada og hlaut hún góða dóma í báðum þessum löndum. Nú er verið að athuta markaðsöflun og er aðal- áhersla lögð á sjónvarpsstöðvar erlendis. Að lokum vildi Hilmar koma því á framfæri að aðgangseyrir í kvöld er kr. 250 og mun ágóðinn renna til styrktar Völuspár, — framleiðanda kvikmyndarinnar. Hafrannsóknastofnun: Jón Jónsson lætur af störfum sem forstjóri Sjávarútvegsráðherra hefur veitt Jóni Jónssyni, forstjóra Hafrann- sóknastofnunarinnar, lausn frá störfum forstjóra að eigin ósk frá 1. júlí nk. Jón hefur veitt stofnuninni forstöðu í þrjá áratugi en menntun sína í fiskifræði hlaut hann við há- skólann í Osló. Meðal fjölmargra trúnaðar- starfa sem Jón hefur gegnt á sviði vísindagreinar sinnar skal helst nefna að hann var fulltrúi íslands í stjórn Alþjóðahafrannsókna- ráðsins 1954, varaforseti þess 1972—1975. Formaður eða með- limur í ýmsum vinnunefndum ráðsins. Fulltrúi íslands í eftir- greindum alþjóðastofnunum: Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndinni, Norðvestur-Atlants- hafsfiskveiðinefndinni, vísinda- nefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins, Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Jón skrifað fjölmargar greinar og ritgerðir um fiskveiðar og fiskifræði. Jón Jónsson mun áfram starfa við stofnunina við ýmis rannsóknarstörf. (FrétU(ilkynning) SKUTBILL I FULLRISTÆRÐ Á AÐEINS KR. 379.000 □ Farþegabíll □ Farangursbíll □ Svefnbíll STRTION WRGQN H : i J Lauc ave^ )\ 170 ■172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.