Morgunblaðið - 23.06.1984, Qupperneq 48
OPIÐALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45 - 23.30
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆTI. SlMI 11633
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Kunnu ekki
á neyðar-
sendinn
BRETARNIR tveir, sem bjarg-
að var af Eiríksjökli, reyndust
vera með lítinn neyðarsendi í
vélinni hjá sér og höfðu meira
að segja keypt hann sérstak-
lega fyrir íslandsförina. Hins
vegar reyndust kaupin á send-
inum til lítils gagns því menn-
irnir kunnu ekki að nota hann.
Þegar þeim var bjargað í
fyrrinótt fannst sendirinn, þar
sem þeir höfðu komið honum
fyrir á stéli vélarinnar. Töldu
þeir hann koma að bestum not-
um þar. Sendirinn var hins veg-
ar ekki í gangi og sendi því ekki
frá sér nein merki. Töldu Bret-
arnir hann fara í gang af sjálfu
sér, en tæki sem þessum verður
að kveikja sérstaklega á.
Ég get ekki þakkað ykkur
íslendingum nógsamlega
- segir Laraine Dukes, eiginkona Michael Dukes, sem bjargað
var ásamt felaga sínum af Eiríksjökli í fyrrinótt
„Ég get ekki þakkað ykkur ís-
lendingum nógsamlega. Þið hafið
gert allt sem í ykkar valdi hefur
staðið. Þeir fundust báðir iifandi,
sem var vart hugsanlegt og eru ekki
í lífshættu og ég á engin orð til að
lýsa tilfinningum mínum,“ sagði
Laraine Dukes, eiginkona annars
flugmanns bresku flugvélarinnar,
Hvítingjalaxarnir á
Laxalóni kynþroska
— Tekst að rækta upp hvítan laxastofn?
HVÍTINGJALAXARNIR (albinóarnir) sem Laxalónsbænd-
ur rækta í laxeldisstöð sinni eru orðnir kynþroska, bæði
hrygnurnar og hængarnir. Hrygna þeir í fyrsta skipti f haust
og í febrúar eða mars á næsta ári kemur f Ijós hvort
afkvæmi þeirra verða hvítingjar eða laxar með venjulegu
litarafti.
1 júlí í fyrra var sagt frá þessum afbrigðilegu löxum á
Laxalóni hér í Morgunblaðinu og fleiri hvítingjum f nátt-
úrunni, en Laxalónsbændur fengu þessa laxa, sem eru 400
talsins, fyrir tiiviljun við klak á hrognum úr einni hrygnu
úr EUiðaánum. Þeir halda hvítingjunum sér í eldistjörn og
ætla að gera tilraun til að rækta upp sérstakan hvítingja-
stofn. Þeir telja að slíkur fiskur muni seljast á hærra verði
til manneldis en venjulegur lax. I fyrrahaust voru hrogn úr
venjulegum Elliðaárlaxi frjóvguð með hvítingjalaxi á
Laxalóni en út úr því komu eingöngu venjulegir laxar.
Hvítingjar eru þekkt afbrigði hjá vatnafiskum en ná aldrei
að mynda sérstaka stofna þar sem liturinn gerir fiskana að
eftirsóttri og auðveldri bráð í náttúrunni.
Þegar hvítingjarnir voru til umræðu hér í blaðinu í fyrra
hafði fjöldi fólks samband við blaðið og lét vita um ýmis-
legt hvítt í náttúrunni sem það hafði séð eða heyrt um.
Hafði blaðið meðal annars spurnir af hvítum svartfuglum,
æðarfuglum og fleiri fuglategundum, hvftum krækiberjum
og hvítu blágresi svo eitthvað sé nefnt.
Starfsmenn á Laxalóni með einn sprækan hvít-
mgja.
Morgunblaðið/KEE.
sem fórst á Eiríksjökli, er Morgun-
blaðið náði sambandi við hana á
heimili hennar seint í gærkveldi.
„Auðvitað langar mig
til að sjá hann“
„Ég veit ekki núna hvort ég fer
til íslands. Ég hef ekki ennþá get-
að talað við manninn minn, en
vonast til að geta gert það á morg-
un og þá ákveð ég hvort ég fer eða
ekki. Éf ég fer, þá fer ég á mánu-
daginn, en það byggist á því hvað
Michael segir þegar ég get talað
við hann. Hann er með meðvitund
og að sögn lækna er hann ekki í
lífshættu. Ég á iitla dóttur og það
er spurning hvort ég geri ekki
meira gagn hér heima, þegar
svona stendur á. Ég hef ekki trú á
að Michael verði mjög lengi og
vona að hægt verði að flytja hann
hingað til Englands hið fyrsta.
Auðvitað langar mig til að sjá
hann sem fyrst, en það fer í raun
eftir því hvað hann vill, þegar ég
ræði við hann, hvort ég fer eða
ekki,“ sagði Laraine Dukes.
„Vil aldrei þurfa að lifa
aðra eins nótt“
í gærkveldi hafði hún beðið eftir
símtali við mann sinn, sem ekki
gat af orðið. „Ég frétti að þeir
væru fundnir kl. 6.30 í morgun. Þá
var ekki hægt að segja meira en að
þeir væru báðir lifandi og með
meðvitund og að annar þeirra
væri meira slasaður en hinn. Við
urðum að bíða til 10.30 til að fá
vitneskju um hvor væri hvor. Ég
frétti ekki um slysið fyrr en kl. 8 á
fimmtudagskvöldið, því ég hafði
verið með börnin hjá móður minni
og enginn vissi hvar hægt væri að
ná í mig. Ég vil aldrei þurfa að lifa
aðra eins nótt og þessa, þar til
fréttirnar bárust um að þeir væru
lifandi.
Ég hef alltaf treyst á kunnáttu
Michaels sem flugmanns. Hann er
góður og öruggur flugmaður, um
það ber öllum saman. Hann teflir
ekki á tvær hættur og gerir ekkert
sem getur ógnað öryggi hans og
annarra. Núna hefur eitthvað far-
ið úrskeiðis, sem ég kann ekki enn
neina skýringu á. Slysin gera ekki
boð á undan sér,“ sagði hún.
„Tíu af tíu mögulegum“
„Hann hefur alltaf langað til að
gera þetta,“ sagði hún um ástæðu
farar þeirra félaga hingað til
lands. „Hann vildi fara og sjá
Grímsey og miðnætursólina. Það
var einhver sem kveikti í honum
með því að segja að þetta væri
nokkuð sem hann yrði að sjá. Skil-
yrðin voru góð til fararinnar, því
þó ég sé þessu ekki mjög kunnug
held ég að júní/júlí séu bestu
mánuðirnir til að fljúga til fs-
lands.
Ég veit að það er mjög vel hugs-
að um hann á íslandi. Læknisað-
stoð er fysta flokks og það hefur
allt verið gert fyrir þá, sem í
mannlegu valdi er, eftir að þeir
komu á spítalann, og ég efast ekki
um að það var gert allt frá fyrstu
stundu, er vitað var að vélin var
týnd og leit hófst, enda tókst
björgunin vel. Þið fáið því hvað
mig snertir, tíu af tíu mögulegum.
En mestu skiptir að þetta fór vel.
Allt er gott, sem endar vel,“ sagði
Laraine Dukes að lokum.
Sjá mcðal annars í
miðopnu viðtöl við fijð-
ur Francis Sikura og
móður Laraine Dukes.