Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 1
142. tbl. 71. árg. Hvalveiðikvótinn 40%minni 1985 Buenos Aires, 23. júní. AP. Alþjóðahvalveiðiráðið ákvað á fundi sínum, sem lauk í höfuðborg Argentínu í gærkvöldi, að draga verulega úr hvalveiðum á næsta ári, og var niðurstöðum fundarins fagnað mjög af náttúruverndar- mönnum og Greenpeace-samtökunum. Ákvörðun ráðsins að minnka veiðar á öllum hvaltegundum úr 9.600 dýrum á þessu ári í rúm 6.000 dýr á því næsta, eða um 40%, kemur fyrst og fremst illa við Sovétmenn og Japani. Ráðið samþykkti með 22 at- kvæðum gegn sjö, auk þess sem sjö þjóðir sátu hjá, að leyfa veið- ar á 4.224 hrefnum í suðurhöf- um á næsta ári, miðað við 6.655 í ár. Það eru einkum Japanir og Sovétmenn sem stundað hafa hrefnuveiðar i suðurhöfum, við suðurskautið. Sú ákvörðun ráðsins að banna allar búrhvelaveiðar á næsta ári er einnig áfall fyrir Japani, sem veitt hafa um 400 dýr árlega. Árið 1982 ákvað Alþjóða- hvalveiðiráðið að banna hval- veiðar frá og með 1986. Þrjár helztu hvalveiðiþjóðir heims, Sovétmenn, Japanir, og Norð- menn, hafa mótmælt banninu og eru því ekki bundnir af því, en eru hins vegar undir miklum þrýstingi annarra ríkja, þ.á m. Bandaríkjanna, og náttúr- verndarsamtaka, að hætta veið- um. Norðmenn unnu smásigur á fundinum er nægur stuðningur reyndist ekki fyrir hendi við til- lögu um minnkun hrefnuveiða við Noreg, og er kvóti næsta árs því óbreyttur frá því sem nú er, eða 635 dýr. Líbanon: Urslitafundur um nýja herskipan Bikfaya, 23. jlíní. AP. VIÐ BAKRADDIR drynjandi byssukjafta og sprengjuhvella kom þjóðstjórnin saman til úr- slitafundar um öryggisráðstafan- ir til að binda endi á níu ára borgarastríð í Líbanon. Bardagar brutust skyndilega út í Beirút snemma í morgun og stóðu linnulaust í fimm stundir. Vopnaskakið fjaraði út skömmu eftir að fundur stjórnarinnar hófst. Einn maður týndi lífi a.m.k. og 45 særðust, þ.á m. þrír hermenn og þrír lögreglumenn. Búist var við að stjórnin kynnti yfirgripsmikla öryggis- áætlun fyrir Beirút og næsta nágrenni að loknum fundinum. Einnig að skipaður yrði nýr yf- irmaður hersins í stað Ibrahim Tannous hershöfðingja. Málamiðlunartillaga um nýja skipan yfirstjórnar hersins ger- ir ráð fyrir stofnun sex manna herráðs, sem í sitji foringjar úr röðum helztu fylkingar líbönsku þjóðarinnar. Ráðið stýri síðan m.a. viðreisn hersins, sem klofn- að hefur í borgarastríðinu. Gandhi baðst fyrir í Gullna musterinu Nýja Delhí. 23. júní. AP. INDIRA Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, kom í dag f Gullna musterið í Amritsar í Punjab-fylki, mesta helgistað síkha í landinu, til að biðjast fyrir og dvaldi þar í um hálfa klukkustund. Frú Gandhi hefur sætt ámæli stjórnarandstæðinga fyrir að heimsækja ekki musterið, en fyrir nokkrum dögum var það vettvangur bhóðugra bardaga öfgasinna af trúflokki síkha og stjórnarhermanna. Á föstudag setti Indira Gandhi lög, sem heimila að handtaka hryðjuverkamenn í Punjab-fylki án þess að leiða þá fyrir dómstóla í allt að tvö ár. Síkhar í Punjab krefjast auk- Indira Gandhi, forsætisrádherra Indlands. inna réttinda, trúarlegra og stjórnmálalegra, og hafa að undanförnu gripið til vopna til að árétta þær kröfur. 88 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Launráð öfgasinnaðra hægrimanna í E1 Salvador: Myrða átti banda- ríska sendiherrann Wa.shington, 23. júní. AP. BANDARÍSKA leyniþjónustan fékk veður af því í síðasta mán- uði, að öfgasinnaðir hægri menn í El Salvador hefðu í hyggju, að ráða Thomas Picker- ing, sendiherra Bandaríkjanna í landinu, af dögum, og var því háttsettur stjórnarerindreki, Vernon Walters að nafni, send- ur til viðræðna við Roberto d’Aubuisson leiðtoga hægri manna þar, í því skyni að af- stýra tilræðinu. Fundur þeirra átti sér stað 18. maí. Þetta er haft eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni í dag. Heimildarmaður AP sagði að mennirnir, sem grunaðir eru um ráðabruggið, væru félagar í Arena-flokknum, sem d’Aubuis- son er í forystu fyrir, en hann kvaðst ekki vita hvort d’Aubuis- son hafi í raun staðið í tengslum við þá, þótt grunur léki á því. Roberto d’Aubuisson bauð sig fram í forsetakosningunum í E1 Salvador í mars og maí sl., en tapaði fyrir Jose Napoleon Du- arte, frambjóðanda kristilegra demókrata, sem nú er forseti landsins. D’Aubuisson og sam- herjar hans hafa sakað banda- rísku Ieyniþjónustuna um að hafa stutt framboð Duartes og segja, að sá stuðningur hafi ráð- ið miklu um úrslit kosninganna. Ætlunin var að hefna þessa stuðnings með því að ryðja bandaríska sendiherranum úr vegi, en afskipti Walters komu í veg fyrir það. Frú Strauss lést í bílslysi Munchen, 23. júní. AP. MARIANNE Strauss, eigin- kona Franz-Josefs Strauss, hins kunna stjórnmálaforingja í Bæjaralandi í Vestur-Þýska- landi, lést í bílslysi í nágrenni Múnchen aðfaranótt laugar- dags. Hún var 54 ára að aldri og þau höfðu verið gift í 27 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.