Morgunblaðið - 24.06.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 24.06.1984, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 Flugleiðir: 9,5 % farþegaaukning frá sama tíma 1983 FARÞEGAAUKNING í áætlunar- flugi Flugleiða frá sl. áramótum fram til 16. júní sl. nemur 9,5%, sem eru 21.230 farþegar, en alls hefur félagið flutt 299.000 farþega það sem af er þessu ári. Að sögn Sigfús- ar Erlingssonar, yfírmanns mark- aðssviðs Flugleiða, er aukning í Atl- antshafsfluginu tæp 18% eða 13.900 farþegar, í Evrópuflugi félagsins er aukningin 11,4%, eða 6.340 farþeg- ar, en í innanlandsflugi er aukningin um 1 %. Kvaðst Sigfús telja þá aukn- ingu vera vegna aukins fjölda er- lendra ferðamanna hér, en ekki vegna aukinna ferðalaga íslendinga innanlands. Sigfús sagði útlit fyrir næstu mánuði vera gott, hvað bókanir varðaði, aukning væri í bókunum á Evrópuflugið og í Norður- Atlantshafsflugið væri nokkuð vel bókað bæði það sem eftir er júní- mánaðar og í júli. Á Evrópuleiðum félagsins er mest aukning í flugi til Kaupmannahafnar og ösló, um 25% frá sama tíma 1983 og hefur aukaferðum verið bætt inn í áætl- unarflug á þessa staði. Sigfús sagði að bókanir til Lundúna væru svipaðar og í fyrra, þó að ekki hefði orðið sú aukning þar á, sem fyrri mánuðir þessa árs gáfu til- efni til að ætla. Engin hreyfing á skreiöarsölunni: Erum farnir að ókyrrast verulega — segir Ólafur Björnsson, stjórnarformaður „VIÐ BÍDIJM enn og erum farnir að ókyrrast verulega. Birgðirnar hér heima eru að sliga menn,“ sagði Ólafur Björnsson, stjórnarformaður Skreiðarsamlagsins, er Morgunblað- ið innti hann eftir því hvernig gengi að ná samningum um sölu á skreið til Nígeríu. ólafur sagði ennfremur, að menn vonuðust til þess að málin færu að skýras* og þegar fé yrði veitt til frekari innflutnings mat- væla til Nígeríu, kæmi væntan- lega strax hreyfing á söluna að nýju. Það litla, sem menn vissu um gang mála þarna niður frá, væri að leyfi hefðu fengizt til inn- flutnings grjóna, matarolíu og salts. Viðburðarík vika hjá Berglindi Johansen Miami Beach, 22 júní. FRÉTTARITARI ræddi í morgun við Berglindi Johansen, fegurðar- drottningu íslands, sem nú tekur þátt í Miss Universe-keppninni, hér í Miami. Það lá Ijómandi á Berglindi og sagði hún að allt hefði til þessa gengið að óskum, her- bergisfélagi sinn væri Ungfrú Kan- ada frá Toronto og fellur vel á með þeim. Þær búa, eins og allar feg- urðardrottningarnar, á glæsi- legasta hóteli Miami, sem er Pa- villon. Berglind sagði að mjög strangt eftirlit væri haft með keppendum og færu þær hvergi nema í fylgd gæslukvenna, en þær sem allir aðrir starfsmenn keppninnar væru mjög almenni- legar og hjálpsamar. Vikan sem liðin er frá því að keppendur komu hingað hefur verið þeim viðburðarrík og skemmtileg. Þær eru búnar að sjá allt mögu- legt, hafa farið á ströndina og í sædýrasafnið, að ógleymdum nýja dýragarðinum, þar sem Berglind brá sér í ferð á baki fíls. En hvar sem þær fara eru myndavélar og kvikmyndavélar stöðugt í gangi. Berglind sagðist njóta ævin- týrisins í ríku mæli og bað að lokum fyrir bestu kveðjur til allra heima. ,, c p Sökk með reisn Sjómælingabáturinn Týr lauk þjónustu sinni fyrir skömmu. Varðskipsmenn drógu hann á sjó út, settu í hann sprengju, sem sprengdi gat á botninn og ballestar- tankann. „Hann sökk með reisn," sagði Helgi Hall- varðsson skipherra, sem tók meðfylgjandi myndír. Klak-, eldis- og hafbeitarstöðvamar orðnar 45: Nokkur aukning á fram- leiðslu fyrirsjáanleg Fiskeldisstöðvarnar framleiddu á síðastliðnu ári 710 þúsund göngu- seiði, 52 tonn af eldislaxi og 36 tonn af hafbeitarlaxi, samkvæmt áætluð- um tölum sem Morgunblaðið fékk hjá Veiðimálastofnun. Ekki liggur fyrir hvað framleiðslan verður mikil á árinu 1984 en einhver aukning verður í framleiðslu gönguseiða. Vit- að er um mikla aukningu 1 fram- leiðslu á eldislaxi en mikil óvissa er enn með hvað skilar sér af hafbeit- arlaxi. Stærstu framleiðendur göngu- seiða í fyrra voru Pólarlax í Straumsvík með 160 þúsund seiði, Laxalón í Reykjavík með 150 þús- und seiði og Laxeldisstöð ríkisins i Kollafirði og Norðurlax á Laxa- mýri með 120 þúsund seiði hvor stöð. ísno í Lónum framleiddi 26 tonn af eldislaxi i fyrra, Sjóeldi i Höfnum framleiddi 15 tonn og Eldi í Grindavik 10 tonn. Laxeld- isstöðin í Kollafirði framleiddi mest af hafbeitarlaxi í fyrra eða 15 tonn, Pólarlax 8 tonn, Hafbeit- arstöðin á Lárósi 7 tonn en aðrar stöðvar minna. Á landinu eru nú taldar vera 45 klak-, eldis- og haf- beitarstöðvar. Þar af eru um 10 stórar eldisstöðvar, 7 stöðvar eru með hafbeit og 3 eru með sjóeldi. Flugslysið á Eiríksjökli: Sendirinn í rannsókn Þátttaka íslenskra tónlistarmanna í Eurovision yrdi gód landkynning — segir Markús Örn Antonsson, formaöur útvarpsráðs, nú er unnið að úttekt á kostnaði við hugsanlega þátttöku íslands í keppninni „ÞÁTTTAKA íslands í Eurovis- ion-söngvakeppninni hefur oft komið til umræóu á undanförnum árum og þá í kjölfar keppninnar hverju sinni, en hindranir verið þar á, svo sem kostnaðarhliðin og vitaskuld það að við höfum ekki haft tæknilega aðstöðu til hugsan- legrar úLsendingar héðan, færi svo að íslendingar ynnu keppnina," sagði Markús Örn Antonson, for- maður útvarpsráðs, aðspurður um hugsanlega þátttöku íslands 1 keppninni. „En eftir síðustu söngvakeppni var útvarpsráð al- mennt á þeirri skoðun að íhuga alvarlega þátttöku íslands í keppn- inni. Hún er haldin á vegum Evr- ópusambands útvarpsstöðva, sem Ríkisútvarpið á aðild að og sam- bandsstjórninni hefur verið skýrt frá áhuga íslendinga á hugsanlegri þátttöku. „Nú er unnið að ítarlegri út- tekt á hugsanlegri þátttöku okkar, bæði hvað varðar kostnað við að senda fulltrúa íslands utan og við hugsanlegt keppnis- hald hér á landi. Uttektin er gerð í framhaldi af viðræðum sem við Hinrik Bjarnason, yfir- maður lista- og skemmtideildar sjónvarpsins, áttum í vetur við nokkra áhugasama tónlistar- menn. í úttektinni er byggt á upplýsingum Evrópusambands- ins og þeirra stöðva sem hafa haldið keppnina á undanförnum árum. Ég hef heyrt því fleygt að kostnaður við að halda síðustu keppni, sem var í Luxemborg, hafi verið um 15 milljónir ís- lenskra króna og hafi sú upphæð verið allt að helmingi lægri en við næstu keppni þar á undan, þar sem tölvuvert var dregið úr umfangi keppninnar, sem mörg- um var víst farið að blöskra." Markús örn sagði það sjón- armið sitt og fleiri útvarpsráðs- manna, að það ætti að vera ís- lendingum nokkuð metnaðarmál að taka þátt i þessari keppni, þar sem við vildum telja okkur á meðal Evrópuþjóða og værum aðilar að sjónvarpsamstarfi þeirra í milli. Hann sagðist ekki efast um að þátttaka islenskra hljómlistarmanna I keppninni yrði góð landkynning fyrir ís- land. Hann sagðist að lokum vænta þess að niðurstöður út- tektarinnar lægju fyrir hið fyrsta, enda yrði að tilkynna þátttöku í næstu keppni á kom- andi hausti. „ÞAÐ BENDIR allt til þess, að sendirinn sem BreUrnir höfðu með sér í fíugvélinni hafi bilað. Hann er nú í okkar höndum og við munum rannsaka hann og reyna að fínna hvað fór úrskeiðis," sagði Skúli Jón Sigurðarson, deildarstjóri 1 Loft- ferðaeftirlitinu, í samtali við Mbl. í gær. Skúli Jón sagði Loftferðaeftir- litið hafa bannað senda af þessari tegund i gúmbátum í islenzkum flugvélum í vetur, en Bretarnir keyptu sendinn fyrir íslandsferð- ina til að hafa í gúmbát vegna flugsins yfir hafið til íslands. Ekki er skylda að hafa sjálfvirka neyð- arsenda í brezkum flugvélum. Skúli Jón sagði, að það hefði komið mjög flatt upp á Michael Dukes, þegar hann sagði honum að ekkert hefði heyrzt í sendinum, því hann hefði talið sig hafa sett hann f gang eftir að hafa komið honum fyrir á mótornum. Sendar af þessu tagi eru með borða og segli utan um þegar borðinn er rifinn af, á sendirinn að fara í gang. „Þetta var allt hárrétt gert, en sendirinn fór bara ekki í gang,“ sagði Skúli Jón.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.