Morgunblaðið - 24.06.1984, Page 5

Morgunblaðið - 24.06.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 5 Sjónvarp mánudag kl. 21.15: Rússlands- ferðin Það er ekki oft sem mælskulistin er á dagskrá sjónvarpsins. Úr því verður bætt, að nokkru leyti, á mánudaginn kl. 21.15 þegar sýnd verður klukkustundarlöng banda- rísk heimildamynd um for þriggja amerískra ungmenna til Sovétríkj- anna, þar sem þau háðu kappræður við sovéska jafnaldra sína. Við komuna þangað komust þau að raun um að skoðanir viðmæl- enda voru ærið ólíkar á ágæti stjórnarfars í heiminum. Þegar Amerikanarnir vildu fá viðhlít- andi svör um mannréttindi, kúgun sértrúarsöfnuða, innrásina í Afg- anistan og yfirgang við pólskt verkafólk, spurðu rússnesku stúd- entarnir um atvinnuleysi í Banda- ríkjunum, ólæsi, kynþáttamisrétti og ógnun vígbúnaðar. Kappræður af þessu tagi eru á vegum bandarísks mælskufélags en sovéska stúdentaráðið sá um andmælendur. Þær hafa verið haldnar árlega síðastliðin ellefu ár. Framleiðandi myndarinnar Wayne Ewing telur að áhorfendur fái einstaka innsýn í hugi sovésks almennings og viðbrögð hans við því hvað Vesturlandabúar telja satt og rétt. íslenskur þýðandi er Árni Bergmann. -( Frá Moskvu. Rás eitt kl. 9.05: Danska skiMkonan Cecil Bödker. Jerútti heimsækir Hunda-Hans Morgunstund barnanna er á dagskrá rásar eitt kl. 9.05. Stein- unn Bjarman byrjar lestur sög- unnar „Jerútti heimsækir Hunda-Hans“. þetta er fjórða bók- in í þessum flokki og fjallar um tvo krakka. Þau búa i Kaup- mannahöfn, en síðan ákveður fað- ir þeirra að kaupa eyðibýli á Jót- landi. Þangað flytur öll fjölskyld- an og börnin kynnast búálfinum á bænum. Sagan er eftir dönsku skáldkon- una Cecil Bödker. Hún er frekar þekkt sem ljóðskáld, en hún hefur einnig samið margar barnasögur, og bók hennar „Evas ecko“ kom til álita við verðlaun Norðurlanda- ráðs. Sagan um Jerútta og Hunda- Hans er sú fjórða sem Steinunn Bjarman þýðir og flytur í útvarp- ið. Fyrri bækurnar voru allar í sama flokki. Sjónvarp kl. 21.35: Phyllis og Rick á alvarlegu augnabliki. Dularfull kynni Þriðji þátturinn í framhaldsflokknum „Sögur frá S-Afríku“, eftir smásögum Nadine Gordimer, verður á dagskrá sjónvarpsins í kvöld. Hann fjallar um miðaldra ekkju, Phyllis, sem vinnur á bensínstöð í fínni hverfum Jóhannesarborgar. Þótt hún sé ein- manna og fátæk getur hún ekki hugsað sér að virða svarta samverkamenn sína sem jafningja og vini. Phyllis kynnist ungum manni sem fljótlega flytur inn til hennar. En hann hegðar sér á marga vísu undarlega og þegar fram líða stundir vekur það ugg konunnar. Aðalhlutverk leika Trix Pienaar, Dannay Keogh, Sam Williams. Leikstjóri er Lynton Stephenson en Óskar Ingimarsson íslenskaði. Jyk&í 1201 Á sama tíma og hópferðirnar til Rimini, Sumarhúsa í Danmörku, Sæluhúsa i Hollandi, Dubrovnik, Grikklands og víðar eru nær allar uppseldar bryddum við upp á nýjum og stórglæsilegum ferðatilboðum. Og nú er um að gera að grípa gæsina meðan hún gefst - hér kynnum við y ferðamöguleika sem eiga fáa sína líka. Beint flug með Flugleiðum PARIS flug og bíll frá kr. 9.870 Já, ótrúlegt en satt - við bjóðum beint flug til Parisar og bilaleigubí I í eina, tvær eða þrjár vikur á þessu stórglæsilega verði, frá kr. 9.870, miðað við fjóra farþega í eina viku á bílaleigubíl I A-flokki. Og nú er auðvelt að fylgjast með úrslitunum I Evrópukeppni landsliða í beinum útsendingum. Hver veit nema þú fáir að upplifa og taka þátt í margra daga sigurvimu Frakka - það yrði áreiðanlega ógleymanleg Iffsreynsla. Brottfarardagar: Júnf: 30. Júlf: 7., 14. Inniiallð i verði: Flug, bilaleigubíll, tryggingar og söluskattur. Móguleiki er á að taka bílinn f París, skila honum f Luxemborg og fljúga þaðan heim. Allar nánari upplýsingar um mismunandi verð eftir tegundum bíla og lengd feröa eru veíttar á skhfstofunni. Vinsamlegast athugið að aðeins fá sæti eru til ráðstðfunar á ofangreindum brottfarardðgum. Sólarrútan 9. til 30. júlí I þessari ævintýraferð til Italiu sameinum við fróðlega og bráðskemmtilega rútuferð með góðum ferðafélðgum - og 10 daga afslöppun i sólinni á eftir. Ferðatilhögun: 9. júlí: Flogið til Rimini og dvalið þar i góðu yfiriæti í tvo 11. júlf: Ekið suöur hina stórbrotnu Adriahafsströnd italíu til fallegs fiskimannabæjar, Silvia Marína, og dvalið þar um nóttina. 12. júli: Haldið upp fjöllin og komið niður i Sorrento við Napóliflóann. Þaðan er örstutt til nokkurra nafntoguðustu staða Ítalíu - eyjunnar Capri, Pompey, Vesúvíusar og til stórborgarinnar Napólí. I Sorrento er dvalið í 4 daga. 16. júli: Ekið til Rómar, borgarínnar eilífu, þar dvalið f 3 daga, og það sem hún hefur upp á að bjóða kannað. 19. júll: Ekið aftur til Rimini og nú er slakað á við fyrsta flokks aðstæður f 10 sólríka daga, áður en haldið er aftur heim. 30. júK: Heimför. Ávallt er gist á fyrsta flokks hótelum með morgunverði. Fararstjóri: Svavar Lárusson. Verð kr. 31.500 á mann i tveggja manna heibergi. Knattspymuférð Stuttgart* Anderlecht orcinc I Feyenoord * Man. Utd. Cll oll lo ! á stórmóti í Rotterdam * Síðustu sæti sumarsins: Grlkkland 26. júní - 2 sæti laus 3. júlí - 4 sæti laus 17. júli - 3 sæti laus 24. júlí - 4 sæti laus 18. sept. - 6 sæti laus 25. sept. - 6 sæti laus Asgeir Sigurvinsson, Stuttgart Jesper Olsen, Man. Utd. Það verður meiriháttar knattspyrnuveisla í Rotterdam í Hollandi helgina 17.-21. ágúst, með þátttöku fjögurra stærstu liða Evrópu og margra snjöllustu knattspymumanna heims. Flogið er til Amsterdam og gist þar allar nætumar á góðu hóteli, vel staðsettu gagnvart llflegu næturlifinu. Ekið er til Rotterdam á leikina (um 1 klst. akstur). Verð aðeins 11.600.- Innifalið: Rug, gisting með morgunverði, flutningur á leiki, miðar á leiki. Sæfuhús í Hollandi 24. ágúst - laus sæti 31. ágúst - laus sæti september - laus sæti Rimini 9. júli - örfá sæti laus 19. júlí - 6 sæti laus 30. júlí - 2 sæti laus 30. ágúst - laus sæti Oubrovnik örfá aukasæti eru ennþá laus I nokkrar ferðir. Danmörk Sumarhúsin öll uppseld en nokkur sæti laus I flug og bil f sumar. Sovétríkin 17. ágúst - 6 sæti laus Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 A 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 1« - SÍMAR 21400 * 23727

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.