Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 „Sé þig eftir ár ... því áhyggjur taka af manni kraftinn til að berjast. Við hjónin höfum bæði þurft að fara til London árlega frá því þetta hófst og hefur það yfirleitt tekið stuttan tíma nema 1976 og nú vorum við í London frá byrj- un desember til 13. apríl. Þetta hefur kostað okkur og fjölskyld- una mikið hugarvíl og valdið fjárhagslegum þrengingum. Þegar líf og heilsa eru annars vegar skipta fjármunir engu máli. Höfum verið umvafin kærleika Jón Baldvinsson, sendiráðs- prestur í London, hefur reynzt fólki þar frábærlega, þegar það kemur í vandræðum sínum til lækninga á ókunnugan stað. Móttökur séra Jóns á flugvellin- um veita geysilega öryggistil- finningu og svo sleppir hann ekki af fólki hendinni fyrr en það heldur heim á leið að nýju. Það virðist alveg sama hvað hann er beðinn um, hann er boð- inn og búinn til alls. Það er því langur vinnudagurinn hjá hon- um og hann hefur stytt okkur margar stundirnar og veitt okkur ómetanlegan stuðning. Starfsemi hans verður því ekki metin til fjár. Aðstandendur okkar og kunningjar hafa veitt okkur sérstakan stuðning, við höfum verið umvafin kærleika og það hefur mikið að segja. Það var geysilegt áfall, þegar sjúk- dómsins varð vart, en meðal annarra hefur Guðmundur M. Jóhannesson, læknirinn minn, reynzt mér sérstaklega vel. Hann fór á námskeið til Dr. Við geislameðferðina eftir mergtæmingu missti Kristjana hárið i skömm- um tíma, handfylli á dag. Hárið að mestu horfið og sár komin við munninn. (ristjana komin í þar til gerðan kassa og geislameðferðin að hefjast. að bjóða 10 til 20 þjóðarrétti sama daginn. En það var hvorki þeim né öðru mataræði að kenna, að ég er nú aðeins 48 kíló að þyngd eða 20 kílóum léttari en ég hef verið. Ég lifi enn og ætla aö lifa í svona tilfellum finnur maður hverjir eru vinir manns og hve gott er að eiga góða vini. Þetta hefur reynzt börnunum mjög erfitt, en þau hafa staðið sig með ólíkindum vel og veitt okkur mikinn stuðning. „Sé þig eftir ár, ef þú lifir,“ sagði doktor Gold- mann alltaf við mig þegar ég kom til hans. Ég lifi enn og ætla að lifa og öðlist maður ekki trú í gegnum erfiðleika sem þessa, Finnbogi Kjeld, bróðir Kristjönu, sem gaf henni merginn og kona hans, Anna Jóna Þórðar- Jólamaturinn kominn á borðið. Jón eOaði sér hangikjöt, en matur Kristjönu er aðeins til dóttir. skrauts. Hún gat ekkert borðað. Goldmann á Hammersmith- sjúkrahúsinu í London til að kynnast mergskiptunum af eigin raun. Það hefur því verið mér mikil hjálp að geta leitað til hans, þegar mig hefur vantað upplýsingar um það, sem hefur verið að gerast. Þáttur hans í baráttu minni við hvítblæðið og aukaverkanirnar verður seint fullþakkaður. Á sjúkrahúsinu í London var hugsað vel um mig; úrvals læknar og hjúkrunarfólk og strangur agi. Þar voru sjúkl- ingar af ýmsu þjóðerni og minn- ist ég sérstaklega tveggja með sama sjúkdóm og ég. Það voru portúgölsk kona, læknir, og Júgóslavi, sem höfðu fengið sömu meðferð og ég. Ennþá eru framfarir í baráttunni gegn þessum sjúkdómi, sem byggjast upp á því að hreinsa svokallaða lymphocyta (tegund hvítra blóð- korna) úr merg gefandans og þá þá mergþyggjendurnir minni aukaverkanir, en það eru þær, sem reynast erfiðastar. Matur- inn í London var ekki við mitt hæfi enda kannski erfitt um vik (lukkan 6 á aðfangadagskvöld kom sendiráðspresturinn í London, séra Jón A. Baldvinsson, með fjölskyldu sína í heimsókn, konu sína Margréti Sigtryggsdóttur og dæturnar Sigrúnu og Róshildi. gerir maður það aldrei. 1 gegn- um trúna hef ég öðlast ótrúlegan styrk og innri frið, en hann er það eina, sem dugir í baráttu sem þessari. Láta aldrei bugast og loka sársaukann af. Mér finnst stundum eins og ég sé um- vafin einhvers konar kærleiks- hjúp. Fólk hefur verið okkur svo uppörvandi og veitt svo mikinn stuðning og ég hef verið undir handleiðslu frábærra lækna. Þetta er allt á réttri leið, nú er gulan horfin og hvítblæðið hefur lotið í lægra haldi svo ekki er hægt annað en að vera bjartsýn. Ég hef heldur ekki rétt á öðru. Þessi reynsla mín hefur verið erfið og breytt mér mikið og því má ef til vill segja ég sé að endurfæðast andlega, en líkam- inn hefur að minnsta kosti skipt um merg, hár og húð. Mér þætti dásamlegt að geta veitt fólki, sem þó vonandi þarf ekki að ganga í gegnum þetta, alla þá aðstoð og styrk, sem mér er unnt. Það eru allir velkomnir til okkar." - HG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.