Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 JÓHANNES PÁLL páfí II er svo mikill persónuleiki og nýtur svo mikillar samúðar vegna tilraunarinnar, sem var gerð til að ráða hann af dögum fyrir þremur árum, að dularfullur dauðdagi fyrirrennara hans, Jó- hannesar Páls páfa I, hefur gleymzt. Margir ítalir voru sannfærðir um að Jó- hannes Páll I hefði verið myrtur þegar þeir fréttu að hann hefði látizt einn og yfírgef- inn aðfaranótt 29. september 1978, 33 dög- um eftir að hann tók við páfadómi. En mál- ið gleymdist fíjótt. Nú hefur samsæriskenningin fengið byr undir báða vængi með útkomu bókarinnar „í Guðs nafni“ eftir David Yallop, sem segir að Jóhannesi Páli páfa I hafí verið byrlað eitur og að Licio Gelli, landrækur leiðtogi frímúrarareglunnar „P2“, hafí verið höfuð- paur samsærisins. Hér verður rakin umsögn um bókina eftir Dan van der Vat. Jóhannes Páll páfi I á líkbörunum. IJtför Jóhannesar Páls páfa 1. Jóhannesi Páli I byrlað eitur? Paul Marcinkus kardináli, forstöðu- maður Vatíkanbanka. Michael Sindona, sikileyskur bankastjóri sem var dæmdur. Roberto Calvi, illræmdur yTirmaður Banco Ambrosiano. Embættismenn í Páfa- garði telja staðhæf- ingar bókarhöfundar ekki svaraverðar, en engin viðhlítandi svör hafa fengizt við spurningum um ýmis hneykslismál tengd páfastóli á síðari árum. Þetta eru flókin hneykslismál tengd P2, Banco Ambrosiano, banka páfastóls, gjaldþroti fjár- málastórveldis Sindona, hryðju- verkastarfsemi á Ítalíu, gjald- eyrisbraski Mafíunnar og fjölda morða á mönnum sem tóku að sér að rannsaka þessi mál. Um svipað leyti og bókin kom út birti The New York Times ná- kvæmustu fréttina til þessa um tilraunina til að myrða núver- andi páfa og komst að þeirri niðurstöðu að tilraunin hefði verið gerð til að svipta Sam- stöðu í Póllandi mikilvægum stuðningsmanni. Tengsl Yalfop segir ekki að samband sé á milli meints morðs Jóhann- esar Páls I og tilræðisins við Jó- hannes Pál II, en útskýrir það sem tengir saman áðurnefnd hneykslismál og það sem tengir hneykslismálin við stjórnmál í Páfagarði. Jóhannes Páll I, sem hét réttu nafni Luciani, var nefndur „frambjóðandi Guðs“ og þótt hann léti lítið yfir sér var hann gæddur járnvilja og bráðgreind- ur. Hann vildi að kirkjan leitaði aftur til frumkristni og aðlagaði sig heimi nútímans og var hvorki íhaldssamur né róttæk- ur. Hann taldi að fyrirrennari sinn, Páll VI, hefði ekki átt að banna „pilluna“, þótt hann sætti sig við þá ráðstöfun opinberlega. Yallop segir að þrátt fyrir mikla andstöðu í Páfagarði hafi Luciani verið kominn á fremsta hlunn með að leyfa pilluna þeg- ar hann lézt. Enginn vissi betur hvað slík ráðstöfun mundi hafa í för með sér en franski kardinál- inn Jean Villot, raunverulegur forsætisráðherra Vatikansins, sem vissi meira um fyrirætlanir litla páfans en nokkur annar maður og hegðaði sér undarlega þegar hann lézt. Samkvæmt heimildum Yall- ops var Villot kvaddur á vett- vang skömmu eftir að páfi fannst látinn í rúmi sínu. Ljós logaði í svefnherbergi hans og hann sat uppréttur í rúminu með gleraugu. Fyrir framan hann var miði, sem hann hafði skrifað á nokkur minnisatriði í sambandi við þá endurskipulagningu, sem hann hafði á prjónunum. Hlutir fjarlægöir Villot stakk á sig miðanum og lyfjum, sem páfinn hafði tekið við of lágum blóðþrýstingi, tók erfðaskrá hans úr skúffu í skrifborðinu og fór burtu með gleraugu hans og jafnvel inni- John Cody kardináli, erkibiskup í Chicago, vióriðinn fjársvik. Licio Gelli, leiðtogi frímúrararegl- unnar P2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.