Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 85 Guðrún Jacobsen vill stofna byggingasjóð barnanna og víst þurfa þessi börn þak yfir höfuðið þegar þau vaxa úr grasi. Byggingasjóður barnanna Guðrún Jacobsen skrifar: Lesendur og baráttufólk. íslenska óperan fæddist út á arf barnlausra kaupmannshjóna, Vogur, heilsuhæli endurfæddra áfengissjúklinga, varð til fyrir samskot þjóðarinnar, og Kvenna- athvarfið á mótum Bjargarstígs og Bergstaðastrætis er að komast í gagnið út á merki sem allir keyptu. Þar hefur aldrei verið stolin eða skemmd spýta. Nú er mér að detta í hug, hvort ekki væri hægt að virkja fjölda- samskotin í fjórðu áttina, til að leggja grunn að byggingarsjóði ungra foreldra. Allir þufa að eiga öruggt þak yfir höfuðið, helst eigin kofa með smá garðlús til að rækta. Ég held að bðrn ungra foreldra, sem ekki þurfa að eiga yfir höfði sér ævi- langa baráttu við fjárhagsvanda- mál eða öryggisleysi í húsnæðis- málum, komi siður til með að liggja fyrir fótum okkar, gömlu borgaranna, eins og brotnar brennivínsflöskur. Það er varla meira fyrirtæki að drífa upp snotur einbýlishúsa- hverfi en Hallgrímskirkjuna á Skólavörðuholti. Þessi sjóður mun vissulega verða góður til áheita, því Jesú er besti vinur barnanna og ég efast ekki um að einhverjir meðal þeirra sem eignir eiga, komi til með að ánafna byggingarsjóð barnanna eitthvert lítilræði við vistaskiptin. Um Collin-þættina Húsmóðir skrifar: Ég sá umsögn um Collin-þætt- ina í einu dagblaðanna, og þar stóð aðeins að þeir væru vel gerð- ir. Þetta er gott svo langt sem það nær, en aftur á móti var ekkert sagt um fróðleikinn sem í þeim fólst. Fyrst er að telja, að þarna sást hvað lífið í Austurblokkinni er allt annað en í lýðræðisríkjum. Flokksforinginn fékk ekki bara sérherbergi, heldur mátti hann hafa með sér lífvörð, sem líka var njósnari hans. Maður sá inn í aðra sjúkrastofu þar sem sjúklingarnir voru svo margir, að slíkt sést bara þegar drepsóttir geysa. Yfirlækn- Vísa vikunnar nnað að káfa á onum á vinnustað ,ennadeild sænskrm jafnaóar jnna leggur fram ílarlega slefnuHkrá k,JT*••*«*£H j kynferftiamálum VI Þeir sem hengja haus eru göfugastir Það á víst bráðum að banna að brosa til fagurra svanna og ef hengirðu haus, alveg hugsunarlaus ertu gull allra göfugra manna. HÁKUR irinn hafði fengið stöðu sína fyrir tilstilli flokksforingjans og var skipað að myrða Collin af því hann var að skrifa um ráðs- mennsku kerfisins og það mátti enginn vita. Unglingurinn var hundeltur, en honum tókst að flýja. Þá voru það læknishjónin sem störfuðu þarna. Þau voru skil- in og konan fékk íbúðina og barn- ið, en húsnæðisvandræðin voru svo mikil að maðurinn varð að hír- ast hjá henni. Síðast sá maður svo nokkra sjúklinga, sem auðsjáan- lega voru frá einhverju sjúkrahúsi fyrir þá lægstlaunuðu. Á veitinga- húsinu sá maður bara drykkinn framborinn en ekkert af öðrum mat. Fyrsti rússneski sendiherrann sem kom hingað eftir stríð, bauð mér og fleirum í bíó til að sjá bar- áttuna við nasistana og var það líka fróðlegt. I myndinni, sem var frá byrjun stríðsins, reyndi ekki mikið á andspyrnuna, því Rúss- arnir bara flýðu, sem var sterkasti leikurinn og rafstöðin i bænum var svo sprengd, þegar allir voru farnir og þá sá maður fólkið á flóttanum. AUir muna fátæktina og eymdina hjá okkur, sem að miklu leyti var stjórnvöldum að kenna, eins og oft vill verða. Viö vorum aumust allra á Norðurlönd- um þá. Það hefði þó verið stór- munur, að mæta Reykvíkingum t.d. á Hellisheiði flýjandi heimili sín. Þar hefði verið hægt að sjá margan manninn í ágætum fötum, en enginn af Rússunum, sem sást í myndinni var í mannsæmandi fatnaði, nema rafveitustjórinn. Hann átti auðsjáanlega góðan leð- urjakka. Ég hefði viljað sjá myndir sem teknar eru í Austurbiokkinni af daglegu lífi fólksins. Myndavélin skilar betur sannleikanum heldur en þeir sem boðnir hafa verið og eiga svo að borga veislukostnaðinn með ferðasögu. Um þá má segja: „Þeir selja sína sál, fyrir eina grautarskál“. Það stendur enn, sem maðurinn sagði:“ Kommún- isminn er svo útbreiddur á Vest- urlöndum, vegna þess að það er ekki enn fæddur sá maður, sem getur látið sig dreyma um, hvort hann er hræðilegur í fram- kvæmd.“ Að lokum vil ég taka það fram að pistill sem birtist í Velvakanda síðastliðinn fimmtudag undir yfir- skriftinni „Lækkið lyf og lækni- skostnað" er ekki eftir mig. Húsmóðir. H3P S106A V/OGA t -lllVtíWH 'PÞING HF Q 68 69 88 Þau leyna á sér! Verðtryggð veðskuldabréf Hefur þú íhugaö áhrif 12% vaxta umfram verðbólgu á sparifé þitt? Verðtryggð veðskuldabréf eru nú á boðstólum með 12% vöxtum umfram verðtryggingu sem þýðir m.ö.o. að þú tvöfaldar höfuðstól þinn á 6 ára fresti. Hefur þú efni á að líta fram hjá þessum möguleika? Sölugengi verðbréfa 25. júní 1984 SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS: sölugengi miiað vii 5,3% vexti umfam verðlr. pr. 100 kr. 1. FLOKKUR 2. FLOKKUR Útg. Sölugengi pr. 100 kr. 5,3% vextirgildatil Sölugengi pr. 100kr. 5,3% vextir gilda til 1970 1971 16.208 15.09.1985 1) 1972 14.476 25.01.1986 12.057 15.09.1986 1973 9.682 15.09.1987 8.623 25.01.1988 1974 5.757 15.09.1988 1975 4.246 10.01.1985 3.172 25.01.1985 1976 2.946 10.03.1985 2.383 25.01.1985 1977 2.1392' 25.03.1985 1.815 10.09.1984 1978 1 4503) 25.03.1985 1.159 10.09.1984 1979 978 25.02.1985 753 15.09.1984 1980 653 15.04.1985 506 25.10.1985 1981 433 25.01.1986 320 15.10.1986 1982 300 01.03.1985 222 01.10.1985 1983 171 01.03.1986 109 01.11.1986 1) Innlausnarverð Seðlabankans pr 100 NÝKR. 5.febrúar 17.415,64 2) Innlausnarverð Seðlabankans pr 100 NÝKR. 25. mars1984 2.122,16 3) Innlausnarverð Sedlabankans pr. 100 NÝKR. 25. mars1984 1.438,89 VEÐSKULDABRÉF VERÐTRYGGÐ ÓVERÐTRYGGÐ Með 2 qjalddöqum á ári Með 1 gjalddaqa á ári Láns- Ávöxtun Söluqen 3' ... Sötuqerx 3! tími Sölu- umfram 18% 20% 18% 20% ár: gengi Vextir verðtr. ársvextir ársvextir HLV2' ársvextir ársvextir HLV2' 1 Vfe 94,67 4 10,00 89 90 91 84 86 86 2 91,44 4 10,20 77 79 80 72 73 74 3 89,95 5 10,40 68 70" 71 63 65 66 4 87,52 5 10,60 60 63 64 55 57 58 5 85,26 5 10,80 54 56 57 48 50 51 6 83,16 5 11,00 7 81,21 5 11,25 1) Dæmi: 3ja ára bréf með 20% vexti að nafn- 8 79,39 5 11,50 verði kr. 10.000 og með 2 afborgunum á ári kostar 9 77,69 5 11,75 því 10.000 x 0.70 = 7000 kr. 10 76,10 5 12,00 2) hæstu leyfilegu vextir. Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa daglega M KAUPÞ/NG HF ~ Husi Verzlunarinnar, simi 686988 6& SÝNI þér' EF VERK5TJÖR- krnnski vip MIKIÐ TRFIUST/ INN VÆ-Rl EKKI FÖRUM RFTUR >=^—Af VEIKUR,VÆRI YFIR ÞETTR., /RP^ \| ÞETTA VITHN- LftTTU MI& / VLEGA HRNS .HEYRR yr \\ERKv v--y M. • í w ^ BSLEGG BÖRUNUM VIÐ PVRNRR 0& GENG INN 06 SE6I VIÐ RF- GREIÐ5LUMRNNINN: fe ÆTLR W FR KflSSR RF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.