Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNl 1984 51 Fimmtán ár frá því að loðbandið var fundið upp Spjallað við Guðjón Hjartarson og Pétur Sigurjónsson hjá Álafossi um loðbandið, sem fataframleiðslan byggir á og ullarfataútflutning Ljósm. Mbl / Július. Gudjón HjarUrson (t.v.) og Pétur Sigurjónsson í spunadeild Álafoss, þar sem allur fatnaður er nú unninn úr loóbandi. VÁÐUR en loðbandið kom til hafði Álafoss framleitt ullarflíkur, en þ*r þóttu nú heldur óaðlaðandi, enda unn- ar úr ullarbandi sem var harðsnúið og þótti stinga, fyrir nUn að þ*r flíkur þóttu ekki sérlega hlýjar. Upp úr 1960 byrjuðum við Sigurður Gunnlaugsson að velu fyrir okkur hvernig mætti búa til mýkra band sem henUði í fatnað. Afrakstur tilraunanna var nn ekki mik- iH til að byrja með, enda hofðum við hvorki til þess tæki né aðstöðu. Keynd- nm síðan aftur ’63 og þá með nokkrum irangri, en ckki nægjanlegum. En 1969 tókst að framleiða loðbandið, með því að þvo og kemba voðina i annan miu en iðnr,“ sagði Guðjón HjarUrson, en hann fann upp loðband- ið svokallaða fyrir 15 irum, sem rúmur þriðjungur af framleiðslu Álafoss bygg- ir nú i og þar af öll faUframleiðslan. — Að hve miklu leyti byggir fata- framleiðslan á erlendum markaði? „Það eru um 80—85% af þeim fatnaði sem við framleiðum sem fer á erlendan markað," sagði Pétur Sig- urjónsson, forstjóri Álafoss, „af því sem eftir er á íslandi myndi ég ætla að álíka hátt hlutfall væri selt til erlendra ferðamanna, þannig að 1—2% af ullarflíkunum eru keypt af Islendingum. Annars er ánægjulegt að sjá núna Islendinga af og til í íslenskum ullarfatnaði, það gerðist sjaldan hér áður fyrr. Ástæða þessa held ég að sé fyrst og fremst að ullarfatnaðurinn þykir nú gæðavara og mikið er lagt upp úr að snið og litir séu samkvæmt regl- um tískunnar og umfram allt þá er ullarfatnaður ódýr hér á landi." — Hvað um handprjónaðar peys- ur? „Það hefur löngum verið útbreidd- ur miskilningur að við Islendingar flyttum aðeins út gömlu góðu hand- prjónuðu lopapeysurnar. Nú til dags eru þær sáralítill hluti af útflutn- ingi.“ — Er mikið um eftirlíkingar er- lendis á íslenskum ullarfatnaði? „Það bar mun meira á því fyrir 4,5 árum síðan, en það voru þá mikið til peysur með „íslensku mynstri" sem raunar er nú frá Grænlendingum komið, þ.e. peysur með miklu út- prjóni," sagði Pétur. „Nú virðist hinsvegar bera mun minna á eftir- líkingum, kannski vegna þess að grænlensku mystrin virðast ekki vera í tísku þessa dagana og því ekki eins mikið upp úr þvi að hafa að líkja eftir. En við verður alltaf varar við eftirlíkingar af og til á sýningum erlendis. Hins vegar er erfitt að sanna að um eftirlíkingu sé að ræða, Islendingar flytja utan um 500 tonn árlega af ull, sem oft þykir of léleg til aö nota í fataframleiðslu hér, eða er frá sútunarverksmiðjunum. Með það í huga getur maður ekki afsannað það að einhver angi af ís- lensku kindarhári sé í erlendri flík sem er auglýst úr íslenskri ull. Þá verðum við varir við eftirlíkingar af íslensku handprjónagarni." — Er einhverra breytinga í fata- framleiðslunni að vænta? „Loðbandinu verður ekki breytt, en við erum að þróa okkur áfram með að blanda ull og móher, og eins ull og angóru," sagði Guðjón. „En fataframleiðslan er alltaf I þróun hvað varðar snið, liti og útlit á flík- unum. Slík vöruþréun verður að vera til staðar ef íslenskur ullarfatnaður á aö skipa áfram þann sess sem hann nú hefur." Á Álafossi starfa nú hátt á fjórða hundrað manns, þar af um 90 í fata- framleiðslu, en auk þess framleiða ýmsar prjóna- og saumastofur fyrir Álafoss, bæði sem undirverktakar og sjálfstæðir aðilar. Á liðnu ári flutti Alafoss utan 182,1 tonn af ullar- prjónavöru, en helstu markaðir eru Bandaríkin og Vestur-Evrópa. , .«OU*; O ^^0« .guv^* # pynKVlV íSSSSíSssiriSsS -IIUV'VÍ* 0v - ....■*r,vtSv>«°'J" ou««“£ .«>« " |KitUVW-,',r,>«OV»** •jS®ftS5Sgg$ sss«asSsisí' ***»2!!L DÚKKULÍSUR Dúkkulísur: kr. 299.- Út er komin fyrsta platan meö DÚKKULÍSUM. Hún lofar góðu því aö á henni eru 6 þrumugóð stuðlög, sem eru öll í topp-klassa. Lögin heita „Silent Love“, „Töff“, „Að vera, vera“, „Skítt með það“, „Pamela“ og „Biöin“. DÚKKULÍSUR eru sem ferskur andblær inn í íslenskt tónlistarlíf. Eurythmics — Touch Dance: kr. 349.- Eurythmics hafa fengið þá John “Jellybe- an“ Benitez og Francois Kevorkian til aö endurvinna nokkur lög af plötunni TOUCH og útkoman er þrælgóö dansplata meö lögum eins og „The First Cut“ og „Regr- ets“ í sérstökum dansútgáfum. Break Mix Slade — Greats Against All Odds (úr kvikmynd) O.M.D. — Junk Culture Human League — Hysteria m ml LAUGAVEGI 33 £> 11508-REYKJAVIK Sendum í póstkröfu. Nik Kershaw — Human Racing: kr. 399 Nik Kershaw er nú á vinsældalistum um allan heim enda engin furöa. Þessi fyrsta plata hans inniheldur lög eins og “Wouldn’t It Be Good“, „Dancing Girls“ og “I Won’t Let The Sun Go Down On s“, sem núna er komiö inn á Topp 10 í Bretlandi. Litlar og 12“ plötur: Break Machine — Break Dance Party Wham — Wake Me Up Before You Go Go Roman Sandals — This Is It Oozay — Scratching Situation Rick Springfield — Hard To Hold: kr. 399.- Rick Springfield hefur lengi veriö í röö fremstu tónlistarmanna í Bandaríkjunum. Nú hefur hann leikiö aöalhlutverkið í kvikmyndinni HARD TO HOLD, sem jafn- framt inniheldur tónlist eftir hann, þ.á m. “Love Somebody" og “Don’t Walk Away“. Platan inniheldur einnig lög meö Peter Gabriel, Graham Parker, Nona Hendryx og Randy Crawford. ATH: Myndin veröur sýnd í Laugarásbíói. Intelligence — Monzie D and Too Quick Patto — Black & White Fun Fun — Happy Station Five Star — Hide & Seek Pointer Sisters — Automatic Agent’s Aren’t Aeroplanes — The Upstroke Pointer Sisters — Break Out: kr. 399.- Pointer-systurnar eru hér á ferö meö nýja plötu sem gefur þeim gömlu ekkert eftir. Lagiö “Automatic” hefur þegar sannaö ágæti sitt og nú er “Jump (For My Love)“ á hraöri uppleiö upp bæöi breska og bandaríska vinsældalistann. Aðrar nýjar plötur Lou Reed — New Sensations Lionel Richie — Can’t Slow Down David Bowie — Fame & Fashion Bubbi — Ný Spor Bobby King — Love In The Fire Diva (tónlist úr samn. kvikm.) Scarface (tónlist úr kvikmynd) Slade — The Amazing Kamikaze Syndrome Tony Carey — Some Tough City Breakdance (safnplata)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.