Morgunblaðið - 24.06.1984, Síða 18
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNl 1984
„Ég sé enga ástæðu til þess að
Kleifarvatnsskrímslinu sé minni
sómi sýndur en Lagarfljótsorminum
og tel að hér í Hafnarfírði þurfí að
gera átak í þessum skrímslamálum
hið fyrsta. Hvers vegna skyldi Kleif-
arvatnsskríraslið sætta sig við að
það sé látið liggja milli hluta þegar
alltaf er verið að hampa Lagarfljóts-
orminum? Ég skrapp norður á Egils-
staði á dögunum og þá sá ég að það
var komin flannastór mósaíkmynd
af Lagarfíjótsorminum á einn út-
vegg Kaupfélags Héraðsbúa. Svona
ættu Hafnfírðingar líka að hirða um
sitt skrímsli og láta af að vanvirða
það með þögn og þumbaraskap.“
LJósm. Kristján Einarsson.
Einar Sigurðsson fri Ertu: „Það fer ekki é milli mila að Hafnfirðingar gætu
haft stóra peninga uppúr skrímslinu. “
Skrmli
IKMtnn
Rætt við Einar
Sigurðsson frá Ertu
Viðmælandi okkar er enginn ann-
ar en Einar frá Ertu og umræðu-
efnið skrímslið í Kleifarvatni í
Krísuvík. Einar Sigurðsson heitir
hann fullu nafni, er múrarameist-
ari og hefur um langt skeið búið i
Hafnarfirði. Hann hefur hins vegar
lengst af kennt sig við bæinn Ertu í
Selvogi þar sem hann sleit barn-
skónum. Áhugi Einars fyrir Kleif-
arvatnsskrimslinu á séi langan ald-
ur. Föðurbróðir hans bjó í Krísuvík
og var nokkur samgangur milli
bernskuheimilis Einars, í Selvogi,
og Krísuvíkur. Þegar Krísuvíkur-
fólkið kom í heimsókn að Ertu var
það alltaf spurt: „Hafiði nokkuð séð
skrímslið?" og virtist enginn efast
um tilvist Kleifarvatnsskrímslisins.
Síðan Hafnarfjörður eignaðist
Kleifarvatn álítur Einar að vegur
skrímslisins hafi farið minnkandi
og hafi Hafnfirðingar alls ekki gert
nógu mikið til að halda merki þess
á lofti. Einar vann í eitt ár að bygg-
ingu skólahússins sem reist var í
Krísuvík og þekkir þar vel til.
Skrímsli í hefndarhug
Hann telur jafnvel að skrímslið
hafi spillt fyrir framkvæmdum í
Krísuvík oftar en einu sinni, og sé
þar að finna skýringu þess hve
flestum fyrirtækjum hefur gengið
illa þar á liðnum árum. Ég byrja á
því að spyrja Einar hvort hann trúi
því virkilega að það sé skrímsli í
Kleifarvatni.
Mér hefur verið sagt að þetta
skrímsli sé til og sé ekki neina
ástæðu til að vera með efasemdir,
sagði Einar. Það er nefnilega þann-
ig með skrímsli að þau eru til þang-
að til einhver afsannar þau eða út-
skýrir þau vísindalega. Og þannig
verður Kleifarvatnsskrímslið til
þangað til einhver afsannar það eða
útskýrir það.
— En hefurðu séð skrímslið?
Nei, en það afsannar ekkert. Ég
fór einu sinni í ferð til Sovétríkj-
anna en þó sá ég ekki Bréfsnef — og
samt getur vel verið að hann hafi
verið til og kannski hefur hann séð
mig. Eins er þetta með skrímslið —
kannski sér það okkur þó við höfum
ekki auga fyrir því.
— En er þá ekki alveg nóg fyrir
skrímslið að vera til, þarf nokkuð
að vera að dedúa í kringum það sér-
staklega?
Já, Kleifarvatnsskrímslið á alveg
Sæormur ógnar seglskipi — þannig
mætti hugsa sér að Kleifarvatns-
skrímslið líti út.
sama rétt á viðurkenningu og Lag-
arfljótsormurinn. Og það er engum
blöðum um það að fletta að Hafn-
firðingar bera ábyrgð á skrímslinu
— Hafnarfjarðarbær keypti Krísu-
vík árið 1941 og þá hefur skrímslið
auðvitað fylgt með í kaupunum. Það
er ekki lítill búhnykkur að komast
yfir slíka skepnu — máttarvöldin
hér í Hafnarfirði hafa bara ails
Krísuríkurskólinn
(Ljósm. Geir Gígja)
Kleifarvatn — horft af Lönguhlíd til suövesturs yfir vatnid. Mesta dýpt vatnsins er um 90 metrar og vatnsbordid er
um 130 metra yfir sjivarmili.
ekki gert sér ljóst hversu mikið
gagn má hafa af skrímslinu og þeir
hafa ekki sýnt því þá virðingu sem
það á skilið.
Það þykir mikill skaði ef fiskur
hverfur úr vatni eða á, en það er
miklu meira áfall að tapa skrímsli
— það er reyndar alveg óbætanlegt
tjón að missa skrímsli, skal ég segja
þér, því það verður ekki endurnýj-
að.
— Meinarðu þá að Hafnfirðingar
gætu hugsanlega komið skrímslinu
í peninga?
Það er ekki nokkru vafi á því, ef
maður hefur það í huga hvernig að-
stæðurnar eru við Kleifarvatn,
landslagið meina ég. Þarna er
„mánalandslag" og hverir, og þegar
skrímslið í vatninu bætist við gefur '
augaleið að þarna er tilvalinn
ferðamannastaður. Það mætti með
öðrum orðum trekkja upp ferða-
mannastraum með skrímslinu.
Miklir möguleikar
með skrímslið
Hafnfirðingar gætu jafnvel haft
full not af Krísuvíkurskólanum —
honum mætti breyta í ferðamanna-
hótel fyrir þá sem kæmu til að for-
vitnast um skrímslið. Það mætti
leigja út sjónauka og selja ferða-
mönnunum teikningar og bækur
með skrímslinu. Það mætti hafa
upp úr þessu stóra peninga! Ferða-
skrifstofurnar ættu að taka
skrímslið upp á sína arma og aug-
lýsa það erlendis — þá myndi ekki
standa á ferðamannastraumnum
hingað.
Þetta hafa Skotarnir gert með
þessu Loch Ness-skrímli sínu, sem í
alla staði er þó miklu ómerkilegra
en Kleifarvatnsskrímslið — það
hefur aldrei sést í sólbaði og það
eru ekki til neinar merkilegar sögur
um það. Það fer ekki á milli mála að
Hafnfirðingar gætu haft stóra pen-
inga upp úr skrímslinu — þess
vegna verður að viðurkenna það hið
bráðasta og sjá til þess að það drep-
ist ekki út.
— Heldurðu sumsé að skrímslið sé
óánægt með þetta ræktarleysi
Hafnfirðinga og hyggi jafnvel á
hefndir?
Já, ég er ekki fjarri því. Það er að
vísu ekki auðvelt að gera útaf við
skrímsli en það- er hægt að þegja
þau í hel, eða nærri því. Maður get-
ur hugsað sér að skrímslið sé
óánægt með þá þögn sem um það
hefur verið og hafi verið að hefna
sín á Hafnfirðingum með því að
láta flest mistakast sem gert hefur
verið í Krísuvík. Það er a.m.k. ekki
einleikið hvernig allt hefur gengið
fyrir sig þar. Hugsaðu þér bara
kúahúið sem þar var reist á sínum
tíma með miklum tilkostnaði — það
hafa aldrei komið kýr í fjósið og
bústjórinn flutti aldrei inn í einbýl-
ishúsið sem reist var handa honum.
Þarna var reistur einhver stærsti
skóli landsins en hann hefur aldrei
verið brúkaður til neins. Þarna er
kirkja sem varla hefur verið messað
í, o.s.frv. Það hefur fátt heppnast
sem átt hefur að gera I Krfsuvík.
Nei, þarna hlýtur eitthvað dul-
arfullt að hafa gripið inní og
skrímslið hefur fulla ástæðu til að
vera óánægt, þvf Hafnfirðingar
hafa aldrei sýnt því neinn sóma.
— Veistu til að einhver hafi orðið
var við þetta skrímsli?
Já, hér áður fyrr sýndu menn því
tilskylda virðingu og það má muna
fífil sinn fegri. í ferðabók þeirra
Eggerts og Bjarna segir um Kleif-
arvatnsskrímslið árið 1749 á þessa
leið:
Skrímslið í sólbaði
Á Kleifarvatni hefur lengi legið
það orð, að þar sé ormur svartur á