Morgunblaðið - 24.06.1984, Síða 25

Morgunblaðið - 24.06.1984, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 73 Skuggi Aldo Moro hvflir enn yfir ítalskri pólítík. kratar féllust á að starfa undir stjórn Craxi í ríkisstjórn. Ríkisstjórn Craxis þykir hafa fengið heldur litlu áorkað í stjórnartíð sinni. Hún hefur reynt að stemma stigu við verð- bólgu og skorið niður ríkisút- gjöld. Kommúnistar komu lengi vel í veg fyrir að nýjar reglur um vísitölugreiðslur kæmust í gegn- um þingið og búist var við falli stjórnarinnar í mestallan vetur. Antonio Bellocchio, þingmaður kommúnista, sem á sæti í rann- sóknarnefndinni um P-2- hneykslið, þykir stjórnin ekki hafa gert annað en hrinda stefnuskrá P-2-klikunnar í framkvæmd. Stefnuskráin fannst ásamt lista yfir næstum 1000 meðlimi klíkunnar á heimili atrokufang- ans Licio Gellis árið 1981. Gelli var leiðtogi P-2-leynifélagsins innan Frímúrarareglunnar og flúði land áður en rannsókn hófst. Mikill fjöldi ítalskra stjórnmálamanna var viðriðinn P-2-klíkuna en hún er sögð hafa ætlað að taka stjórnartaumana á Ítalíu í sínar hendur og stjórna landinu eftir eigin geðþótta. ít- alskir sósíalistar höfðu náið samband við Frímúrararegluna fyrr á tímum og Craxi hefur ekki gagnrýnt P-2-hreyfinguna mjög harðlega. Hann segist bíða eftir niðurstöðu rannsóknarinnar, sem ljúka á í júlí, en nú er talið ljóst að ráðherrar úr ríkisstjórn hans voru í P-2-klíkunni, þ.á m. Pietro Longo, fjármálaráðherra og formaður sósíaldemókrata, og Giulio Andreotti, utanríkisráð- herra og formaður kristilegra demókrata. Craxi hefur ekki viljað slíta stjórnarsamstarfinu vegna þessa. Hann segir menn- ina saklausa þangað til annað verði sannað. Hann veit að hann verður að sitja sem fastast í sæti forsætisráðherra ef hann ætlar að breyta ftalíu. Það er aldrei að vita hvort að hann fær nokkum tíma að mynda ríkisstjórn aftur eftir að hann missir völdin. (Anna Bj.) Myndir og texti: Anna Bjarnadóttir. Sarasota, Florida, USA Sarasota Surf og Racquet Club, 5900 Midnight Pass Road, Sarasota, Fl. 33581 Tökum á móti pöntunum fyrir sumarleyfiö 1984. Tvö lúxusherbergi og tvö baöherbergi í íbúöar- flokk meö sundiaug og fjórum tennisvöllum. Staö- sett við Mexíkóflóa. Hvít sandströnd — ein af þeim fegurstu í heiminum. Skrifiö og pantið eöa fáið upplýsingabæklinga. Sími 1-813-349-2200. FRÁ HÉRAÐSSKÓLANUM Á REYKJANESI Héraðsskólinn í Reykjanesi starfrækir skólaárið 1984—85: 1. Menntadeild: Almenna bóknámsbraut. — Grunnnám. Þar er nemendum engin nauösyn aö sinni aö velja sér endanlega námsbraut til frambúðar. 2. Fornám: Þar gefst nemendum sem eigi náöu tilskildu lágmarki í einstökum greinum á grunnskóia- prófi kostur á aö ávinna sér framhaldsréttindi samhliöa framhaldsnámi í öörum greinum inn- an menntadeildar. 3. 7.—9. bekk grunnskóla. HEIM AVIST Upplýsingar gefur skólastjóri. Sími um ísafjörð. Umsóknir sendist skólanum (401 ísafjörður) fyrir 30. júní nk. TIL FORSVARSMANNA FYRIRTÆKJA. B -BÓNUS Á FJARF REIKNINGA. ESTINGARSJOÐS- Athygli er vakin á breytingu á lögum um tekju- og eigna- skatt, sem gekk í gildi 30. mars 1984. Samkvæmt þeirri breytingu er nú heimilt aö draga 40% frá skattskyldum tekjum til aö leggja í fjárfestingarsjóö. Þessi frádráttur er bundinn því skilyrði, aö skattaðili leggi a.m.k. 50% fjárfestingarsjóðstillagsins inn á verötn/ggöan, bundinn reikning, fyrir 1.júlí. og eigi síöaren fimm mánuðum eftir lok reikningsárs. Viö minnum sérstaklega á í þessu sambandi, aö viö BJÓÐUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR IB-BÓNUSÁ ALLA BUNDNA SEX MÁNAÐA REIKNINGA. IB -bónusinn er reiknað- ur tvisvar á ári, í júlí og janúar. Bónusinn er nú 1.5% p.a. sem leggst sjálfkrafa auk vaxta viö innstæöu sem hefur verið án úttektar. Ef fjárfestingarsjóðstillag er lagt inn í lönaöarbankann fyrirl.júlí, n.k. reiknastlB-bónusaukvaxta, af innstæöunni 1. júlí og.aftur 1. janúar, hafi ekki verið tekiö út af reikn- ingnumátímabilinu. Rétt er aö geta þess, aö þegar slíkur reikningur er opnaöur þarf aö taka sérstaklega fram við starfsfólk bankans, aö um fjárfestingarsjóösreikning sé aö ræða. Bankinn birtir þessa auglýsingu til þess aö forsvarsmenn fyrirtækja geti íhugaö þessi mál í tíma og væntir þess aö geta átt gagnkvæm viðskipti við sem flesta í þessu sambandi. Allar frekari upplýsingar eru veittar í bankanum. Iðnaðarbankinn Fer eigin leiðir - fyrir sparendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.