Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNl 1984 ... a ð leika fyrir hann eftir- lætisspóluna í ferðalaginu. TM Rao U.S. Pat. Off — all rights reserved • 196 í Los Angetes Times Syndicate l»etta er fyrsta verk listamannsins, en það teiknaði hann fyrir kjöt- kaupmann nokkurn! I»ær eru of ungar til þess að klæða sig svona djarflega. HÖCTSTI HREKKVÍSI Um Listahátíð, sjón- varp og unglingana 7635—1058 skrifar: Kæri Velvakandi. Mig langar til að skrifa hér nokkrar línur um Listahátiðina, sjónvarpið og okkur unglingana. Nú er nýlokið Listahátíð. Tapið af henni nemur milljónum króna. Af hverju? Vegna þess að þetta er ekki það sem fólkið vill. Sumt af þessu var mjög gott, vel undirbúið og vandað. En ekkert var gert fyrir okkur unglingana. Allar greinarnar, hringingarnar i blöð- in, ekki bar það neinn árangur. Það hlustar enginn á það sem við viljum. Það var beðið um margar góðar hljómsveitir og ég trúi ekki öðru en að einhver þeirra hefði komið hingað til lands hefði verið reynt að verða við óskum okkar. Ég er viss um að tapið hefði ekki orðið svona mikið hefði eitthvað verið gert. Á þessa hátíð mættu fáir unglingar, flestir þeirra sátu heima með sárt ennið. Sjónvarpið gerir líka afar lítið af því að verða við óskum áhorf- enda. Gott efni er tekið af okkur, síðan bíðum við í óratíma og von- um að ef til vill fáum við það sem við biðjum um. En verður sjón- varpið við óskum okkar? Áfar sjaldan því miður. Tökum Dallas sem dæmi. Það var skrifað og skrifað, kvartað og kvartað, en ekkert var gert. í staðinn er keypt efni sem afar fáir vilja sjá. Til hvers? Okkur er neitað um gott sjónvarpsefni, ekki bara Dallas, það er beðið um ýmislegt annað. Nú fyrir stuttu var beðið um feg- urðarsamkeppnina „Ungfrú Al- heimur“, sem Unnur Steinsson fyrrverandi fegurðardrottning tók þátt í og náði svo góðum árangri. Nei, það var víst ekk hægt. Samt var spólan með þessari sömu keppni sýnd í veitingahúsinu Broadway hér á dögunum þegar ungfrú tsland var krýnd. Var þá í rauninni ekki hægt að fá hana lánaða eða var ef til vill ekki reynt? Fyrir hvað erum við að borga afnotagjöld af sjónvarpi? Við unglingarnir erum víst spilltir og ofdekraðir, gífurlegir dónar og skemmdarvargar. En er- um við það í raun? Það er nefni- lega varla nokkuð sem gert er fyrir okkur. Það er örugglega hægt að telja þau skipti á fingrum annarrar handar. En við höldum áfram að vona. Ef til vill ... einhvern daginn breytist þetta allt. Hvenær veit enginn. Almannavarnabyrgin 5551-1071 skrifar. Ég var að lesa um almanna- varnir, þar sem yfirmennirnir sögðust geta lifað í sínum byrgj- um í fjórtán daga, eftir kjarnorku- sprengju. Ég spyr til hvers? Hverjum er það til huggunar? Af hverju að leggja mikinn kostnað i það sem er til einskis, fyrir fánýtt fólk sem kýs að lifa eitt áfram, eftir kjarnorkusprengju. Ég spyr hvað margir geta leitað sér skjóls í þessum nýju stjórnarstöðvum Almannavarna í lögreglustöðinni. Það eru eflaust fáir útvaldir og því að tala um þetta eins og einhverja björgum fyrir almenning? Hemlar og hemlakerfi er mikilvægasti örYggisþátturinn í öllum akstri og meðferð ökutækja og vinnuvéla. Þetta vita allir. í því sambandi skiftir mestu, sé fyllsta öryggis gætt; að vel sé séð fyrir viðhaldi og umhirðu allri. Þetta vita líka allir. Við erum sérfræðingar í allskyns hemlum og hemlakerfum. Orginal hemlahlutir í allar tegundir bifreiða ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ. NOTtt) ÞJÓNUSTU FAGMANNA, ÞAÐ TRYGGIR ÖRYGGtt). LLING f. Sérverslun með hemlahluti. Skeifunni 11 Sími: 31340,82740,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.