Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 Fullsmíðaö nýtt orgel í kirkju er jafnan teiknað í samráði við arkitekt kirkjunnar og fellt að stíl hennar að ytra útliti. Stórt og vandað orgel í Hallgrímskirkju mun gefa íslenskum organistum ómetanleg tækifæri Rætt við Hörð Áskelsson organista Hallgrímskirkju um heimsókn hans til erlendra orgelsmiða Hallgrímskirkja í Reykjavík hef- ur síðustu misserin nálgast það að verða fullbúin að ytri ásýnd og er ekki langt í að hún verði fullgerð að utanverðu. Ýmislegt er þó að sjálf- sögðu eftir og fasteignasalarnir myndu segja að hún væri nú fok- held. Og hvað þýðir það? I fáum orðum: Það vantar glugga, þak og innanstokksmuni. Þeir eru víst ekki svo fáir. En nú er röðin loks komin að þeim, enn má halda áfram með orðalag fasteignasalanna og segja að kannski sé kirkjan að verða „íbúðarhæf**, en ófrágengin. Það væri með öðrum orðum hægt að syngja í henni messur og jafnvel halda tónleika, en heldur færi nú illa um söfnuðinn. Hallgrímskirkja hefur verið í smíðum í fjörutíu ár. Hermann Þorsteinsson, formaður bygginga- nefndar, vonast til að skemmri tíma taki að ljúka smíði innvið- anna. Það á með öðrum orðum að taka þá með áhlaupi á næstu tveimur árum. Þessir innviðir eru til dæmis altari, altaristafla, grát- ur, prédikunarstóll, bekkir, hátal- arakerfi, hreinlætisaðstaða, enda- lausar hirslur og innréttingar og hljóðfæri. Hljóðfæri er að sjálf- sögðu orgelið. En hvað kostar þetta allt? Lausleg áætlun: Ekki undir 25 milljónum króna. Það eru meira en milljón mjólkurlítrar á nýja verðinu, og ennþá fleiri mangósopar. En ekki nema fjórð- ungsbrot af verði skuttogara. Og þar sem endaspretturinn er nú að hefjast sendi sóknarnefndin organista kirkjunnar, Hörð Ás- kelsson, á vit orgelsmiða í Dana- veldi og Þjóðverja. Þar rakti hann úr þeim garnirnar og kom til baka margfróðari eftir upplýsingaleit- ina. Hörður hélt fyrirlestra yfir orgelsmiðunum um gang kirkju- smíðinnar, sýndi þeim teikningar og síðan grufluðu menn saman yf- ir hugsanlegum lausnum á stað- setningu hljóðfærisins, stærð þess, hljómburði í kirkjunni og fleiru. Næsta skrefið er að orgelsmiðir leggja fram hugmynd- ir sínar og verðtilboð, sem þá bæt- ast í hóp fyrri tilboða. En hvers vegna allt þetta um- stang fyrir eitt orgel? Má ekki bara panta það með telexi, fá það sent með næstu skipsferð og keyrt með sendibíll frá Þresti upp á Skólavörðuhæð? Málið er víst ekki svo einfalt. Hér þarf að velja hljóðfæri sem hæfir kirkjunni, enga smásmíði sem sagt. Og það tekur lengri tíma en að kaupa brauð eða buxur. í dag er vonast til að ljúka megi kirkjusmíðinni á næstu tveimur árum eins og fyrr er greint. Er þá ekki seinna vænna en panta orgel hjá hæfum smiðum, því af- greiðslufrestur getur verið tvö til þrjú ár. Framundan er því þessi erfiða ákvörðun og Hörður Ás- kelsson fræðir okkur nánar um gang mála í spjallinu hér á eftir. Fyrst er Hörður beðinn að segja nokkur orð um ástæður þess að Danmörk verður fyrir valinu: „Orgelsmíði á sér langa hefð í allmörgum Evrópulöndum og þau Marcussen og Sön-orgelsmíðafyrirtækió er í gömlu húsi eða húsum öllu heldur í Ábenrá á Jótlandi og hér spjallar Hörður Áskelsson við Jiirgen Zachariassen, forstjóra fyrirtækisins. eru helst Þýskaland, Holland, Sviss, Danmörk og síðar hafa Sví- þjóð og Finnland bæst í hópinn. Einnig er orgelsmíði vel á vegi stödd í Bandaríkjunum. Ástæða þess að ég ræddi við orgelsmiði í Danmörku er sú að þaðan höfðum við takmarkaðar upplýsingar fengið. Við höfum þegar fengið til- boð og haft samband við orgel- smiði í öðrum löndum, m.a. Þýska- landi, þar sem ég var við nám. Tveir hinir eldri orgelsmiða í Danmörku eru í fremstu röð, Frobenius í Kaupmannahöfn og Marcussen í Ábenrá á Jótlandi og tveir af hinum yngri hafa þegar getið sér mjög gott orð, báðir á Jótlandi, Christensen og synir og Bruhn. Ég geri ráð fyrir að tilboð um smíði á orgeli í Hallgríms- kirkju muni koma frá þessum að- ilum eftir viðræður við þá og síðan verður hægt að taka ákvörðun um frá hverjum hljóðfærið verður keypt.“ En Hörður Áskelsson lét ekki við það eitt sitja að ræða við meistarana um orgelin þeirra heldur notaði hann hvert tækifæri til að prófa gripina. Var honum vísað á kirkjur hér og þar á Jót- landi og Sjálandi, þar sem voru gömul og ný hljóðfæri af nánast öllum gerðum. Marcussen sendi hann líka til Flensborgar í Þýska- landi til að prófa nýtt og stórt orgel í Maríukirkjunni þar og það- an hélt hann til Beckerath í Ham- borg þar sem hann ræddi við menn og spilaði meira. „Það sem einna mesta athygli vakti hjá mér í þessari ferð var að í öllum nýjum kirkjum sem ég skoðaði i Danmörku var einnig nýtt og glæsilegt orgel. Allar þess- ar nýju kirkjur voru glæsilega úr garði gerðar, nýtískulegar og jafn- vel framúrstefnulegar og má deila um fegurð þeirra, en alls staðar voru ný orgel. Kirkjurnar eru því greinilega ekki tilbúnar fyrr en orgelið er komið á sinn stað. Það er blátt áfram talinn sjálfsagður hlutur og þarna virðast ekki tíðk- ast neinar bráðabirgðalausnir eins og oft eru hjá okkur. Við höfum nefnilega sparað um of í orgelkaupum hérlendis og iðu- lega tekið ódýrum tilboðum, en í hljóðfærakaupum er það nánast regla að dýrt hljóðfæri er vandað, ódýrt óvandað."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.